Þjóðviljinn - 28.08.1982, Síða 19

Þjóðviljinn - 28.08.1982, Síða 19
Helgin 28—29. ágúst. 1982. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 hvihmyndir islensk kvikmyndagerð er enn i frtimbernsku, einsog menn vita. Það vita lika allir að þetta er mesta basl, og að kvikmynda- stjórarnir okkar verða að hafa úti allar sinar fjármálaklær og berj- ast hart i bönkum til að gera hug- myndir sinar að veruleika. Undanfarin tvö—þrjú ár höfum við fengið að sjá nokkurn árangur af þessari baráttu. Stundum hefur dável tekist, jafnvel svo að maður hefur fyllst bjartsýni og fariðað tala um uppgangstima og fagra framtið. En svo koma þær stundir að grár veruleikinn steyp- ist yfir mann og þá gerir maður sér Ijóst að enn er alltof snemmt að tala digurbarkalega. Sóley Benjamin Eiriksson Víti til varnaðar Ingibjörg Haraldsdóttir skrifar Ekki lengur nóg að myndin sé íslensk A slikum stundum minnist ég oft þess sem einhvern tima var sagt um John Ford, vestrakóng- inn góða. Hann stjórnaði hátt á annaö hundrað kvikmyndum um ævina, og einhver sagði að fyrstu fjörutiu myndirnar hefðu verið ömurlegar. Svo fór hann að skána. 1 ljósi þessara ummæla er náttúrlega fáránlegt að halda þvi fram að einhver islenskur kvik- myndastjóri hafi aflað sér reynslu á þeim örfáu árum sem liðin eru siðan þetta hófst hér fyrir alvöru. Það er lika ljóst að við getum ekki dæmt islenskar kvikmyndir á sömu forsendum og við notum þegar við tölum um t.d. bandariskar myndir, sem eru framleiddar á færibandi af iðnaði sem stendur á gömlum merg. Hinsvegar er islenskum kvik- myndagerðarmönnum enginn greiði gerður með þvi að klappa þeim sifellt á öxlina og segja þeim að þeir séu snillingar, miðað við fólksfjölda. Gagnrýnendum er mikill vandi á höndum þegar þeir skrifa um islenskar kvikmyndir, ekki sist núna, þegar áhorfendur eru farnir að gera fleiri kröfur til þessara mynda. Nú er ekki lengur nóg að mynd sé islensk til að þjóðin flykkist i bió, einsog hún gerði þegar fyrstu myndirnar komu. En alltaf þarf fleiri og fleiri áhorfendur til að standa undir kostnaöi viö gerð mynd- anna. Þegar áhorfendur láta á sér standa og verðbólgan geisar hækkar miðaveröið að sjálfsögðu og það dregur enn úr áhorfenda- fjöldanum. Þetta er vitahringur, það hljóta allir að sjá. Þegar svona stendur á er ekki nema von að gagnrýnendur vilji leggja sitt af mörkum til aö auka aðsóknina og fari mildum höndum um myndirnar. Það er undir áhorf- endum komið að mestu leyti hvort yfirleitt verður hægt að halda þessu basli áfram og hvort hér ris upp kvikmyndagerð sem stendur undir nafni. Jónog séra Jón t vor og sumar hefur það hins- vegar komið i ljós að ekki er sama Jón og séra Jón i þessum málum fremur en öðrum. Á þessum tima hafa tvær mis- heppnaðar myndir verið frum- sýndar: Sóley og Okkar á milli. Þetta eru að visu ólikar myndir um flest, en gallar þeirra eru margir af svipuöum toga. Umfjöllunin um þær hefur hins- vegar verið með tvennu móti. Það fór ekki mikið fyrir umburðar- lyndinu i vor þegar Sóleysá dags- ljósið, en Okkar á milli hefur notið þess i rikum mæli. Sóleyvar gerð af miklum vanefnum og fjöl- miðlarnir sýndu henni engan áhuga, hvorki fyrir né eftir frum- sýningu Okkar á millihefur verið fréttaefni siðan Hrafni Gunn- laugssyni datt i hug að búa hana til, eða svo gott sem. Tónlistin i Okkar á millivar komin út á plötu nógu snemma til þess að lögin voru orðin kunnugieg þegar myndin var sýnd. Þó var tónlistin i Sóley miklu betri og frumlegri og átti fremur skilið að koma á plötu en þetta útjaskaða skalla- popp i Okkar á milli. Þannig mætti lengi telja. Sóley var tilraun til að veita innsýn i islenska þjóðarsál, til- raun til nýstárlegrar umfjöllunar um huldufólk og útilegumenn. Þessi tilraun mistókst aðallega af tveimur ástæðum: handritiö var ekki nógu pottþétt og leikurinn var afleitur. Þar við bættist tæknilegur ófullkomleiki sem stafaði af áðurnefndum van- efnum. Myndin var tekin á 16 mm filmu, siðan var hún kópieruð á 35 mm filmu og það tókst ekki nógu vel. Hljóðið var slæmt og bætti ekki úr skák að leikararnir kunnu litt til framsagnar, samtölin komust illa til skila. Okkar á milli er misheppnuð mynd af mjög svipuðum ástæö- um: handritið er illa unnið og leikurinn er afleitur. A þetta hafa sumir gagnrýnendur bent af mik- illi kurteisi. Minna hefur farið fyrir gagnrýni á kvikmyndatök- una, sem á þó stóra sök á þvi hvernig til tókst. Það er nefnilega ekki nóg að hafa allt í fókus og geta tekið falleg skot, það þarf að byggja myndina upp dramatiskt, atriði fyrir atriði, og i Okkar á milli er urmull af skóladæmum um það hvernig slikt getur mis- tekist. Hér verður látið nægja að nefna tvö slik dæmi, en af nógu er að taka. Klaufaleg sjónarhorn Einsog landslýð ætti að vera gjörkunnugt eftir alla þá um- fjöllun sem Okkar á milli hefur fengið i fjölmiðlum segir i mynd- inni frá miðaldra verkfræðingi, Benjamin Eirikssyni, sem verður fyrir þvi áfalli að vinur hans og samstarfsmaður deyr. Þetta áfall kemur Benjamin úr jafnvægi, hann fer á bömmer einsog sagt er. Dauði vinarins hlýtur þvi að vera dramatiskt atriði i mynd- inni. En með klaufalegum sjón- hornum og vitlausri notkun á gleiðlinsum tekst kvikmynda- tökumanninum að gera þetta atriði skoplegt, eða eigum við að segja hallærislegt, og draga þarmeð verulega úr áhrifum þess. Eftir smávegis kynlifsóra og ferð á pönkaraball kemst Benja- min að þeirri niðurstöðu að lifið sé til þess að lifa þvi. Hann fer þvi og fleygir sér i heita lækinn i Nauthólsvik og upplifir loks ein- hverskonar fullnægingu við að sjá Geysi gjósa. Það er þetta lands- fræga Geysisgos, sem ég vil nefna sem annað dæmi um misheppn- aða kvikmyndatöku. Þar er klaufaskapurinn i algleymingi, vegna þess að kvikmyndatöku- maðurinn missti af upphafi gossins. Reynt er að byggja upp spennu með þvi aö láta Benjamin og aðstoðarmann hans sitja i bil og biða eftir gosinu og aðstoðar- maðurinn étur epli með tilheyr- andi hávaða. Svo er myndavél- inni beint að Geysi en þá er gosiö löngu byrjað. Velheppnað gos- atriði i lokin hefði að visu ekki bjargað miklu eftir það sem á undan var komið, en það heföi þó verið ánægjulegra en þessi vand- ræöagangur. Lærdómar af tveimur kvikmyndum Einsog áður segir var Sóley misheppnuð tilraun, en hún var þó tilraun til að segja okkur eitt- hvað um okkur sjálf, um land okkar og sögu. Þessi viðleitni komst til skila, þótt boðskapurinn sjálfur færi að miklu leyti fyrir ofan garð og neðan. 1 Okkar á milli ber ekki mikið á viðleitni til að miðla áhorf- andanum einhverju nýju. Þó læðist öðru hverju að manni grunur um að Hrafn Gunnlaugs- son sé ef til vill að reyna að segja eitthvað meira, að myndin eigi ef til vill að fjalla um fleira en kreppuástand i sálartötri verk- fræðingsins. Er einhver hugsun á bak við alla gufuna I myndinni? Hefur leikstjórinn einhverja af- stöðu til virkjanaframkvæmda.? Er pönkið af hinu illa, eða býr i þvi einhver kraftur sem vantar i miðaldra verkfræðing á bömmer? Til hvers er verið að leika þjóðsönginn? Af hverju er fjallkonan berrössuö? Þvi miður gefur myndin engin svör við þessum áleitnu spurningum. Islenskir kvikmyndagerðar- menn geta dregiö stóra lærdóma af þessum tveimur misheppnuðu myndum. Það vona ég svo sannarlega að þeir geri. Ég vona að þeir leggi meiri rækt við myndmálið i framtiðinni og að þeir fari nú senn að uppgötva þann urmul af ágætum leikurum sem viö eigum. En fyrst og fremst vona ég að þeir fari að takast á við þann veruleika sem við búum við og segja okkur eitt- hvað um hann, eitthvað sem skiptir máli. Honnun ■ ■■ ... oo framkvæmd Skrifstofur Hafskips sem Húseignir sf. hönnuðu og sáu um að breyta úr gömlu pakkhúsi í nýtísku skrif- stofuhúsnæði. Byggingarverktaki, ráðgjöf, efnisöflun, hönnun og endur- skipulagning hýbýla og síðast en ekki síst, framkvæmd verksins. Allt á sama stað. Er hægt að hugsa sér það þægilegra. HUSEIGNIR SF. INGÖLFSSTRÆTI 1a REYKJAVÍK SÍMI 20880.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.