Þjóðviljinn - 28.08.1982, Side 20

Þjóðviljinn - 28.08.1982, Side 20
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 28—29. ágúst. 1982. Mikia athygli hefur vakið bar- átta ibúa við Seljaveg i Reykjavik gegn starfsemi tveggja ef naiönaðarfy rirtækja i ná- grenninu. Barátta ibúanna spannar nú orðið hartnær 3 ára- tugi og á borgarráðsfundi sl. þriðjudag var upplýst að sl. sunnudag hafði borgarstjóri, Davið Oddsson undirritað lóða- leigusamning við annað fyrir- tækiö, Kolsýruhleðsluna sf., til næstu 10 ára. Studdist hann við samþykki borgarráðs á si. vetri en tðk hins vegar ekkert tillit tii ákvörðunar borgarráðs frá 17 ágúst si. að ræöa máliö itarlegar á þeim vcttvangi áður en ákvörðun yrði tckin. Eins og áður sagði. spannar barátta ibúanna við Seljaveginn tæpa 3 áratugi og skal nú stiklað á stóru i þeirri sögu. 194 íbúar undirrita mótmæli bað var 30. april árið 1953 sem forsvarsmenn Kolsýruhleðsl- unnar fengu leyfi bygginga- nefndar Reykjavikurbæjar til að reisa kjallara og eina hæð á lóð- inni Seljavegi 12 og var leyfið staðfest i bæjarstjórn. Þegar þetta spurðist undirrituðu ibúar i grenndinni mótmælaskjal og kröfðust þess að i stað kolsýru- hleðslu i ibúahverfi kæmi barna- leikvöllur. Til að koma til móts við ibúana samþykkti bæjarráð að aðkeyrsla að fyrirtækinu yrði ekki um Seljaveg og i lóðasamn- ingi sem gerður var til 30 ára frá l. janúar 1954 segir aö öll aökoma eigi að vera frá Vesturgötu en þessu ákvæði hefur aldrei verið hlitt. Sóðaskapur á lóð fyrirtækisins Umgengni á lóö Kolsýruhleðsl- unnar hefur verið bágborin alla tið eins og yfirvöld hafa marg- sinnis viðurkennt. Þrátt íyrir itrekaðar kröfur ibúanna i ná- grenninu um að umgengni verði bætt virðast forsvarsmenn fyrir- tækisins komast upp meö að láta slikt sem vind um eyru þjóta. Enn þann dag i dag eíu 3 hliðar á húsi fyrirtækisins ófrágengnar og upp úr þakplötu standa bindijárns- teinar. Sóöafengin umgengni á lóðinni sjálfri er annáluö og i ein 15—20 ár var þak hússins notað sem geymslupláss! I bréfi heil- brigðisfulltrúa 15. ágúst segir m. a.: ,,Um starfsemi þessara fyrirtækja má segja að umgengni og óþrifnaður i þeim hafi oft verið i lakara lagi...” Þau eru mörg bréfin i Blá- skógaheiðinni en þrátt fyrir allan þann barning viröist ibúunum i nágrenni verksmiðjunnar lóð hennar likjast svinastiu fremur öðru. Annað fyrirtæki bœtist við Starf Kolsýruhleðslunnar mun einkum vera fólgið i þvi að setja kolsýru á slökkvitæki. Kolsýran var lengi keypt erlendis frá en 1966 er stofnað fyrirtækið Eimur til framleiðslu kolsýru og starf- rækt á sömu lóð. Fyrirtækin hafa verið aðskilin rekstrarlega hin siðari ár. Efnaiðjan Eimur rekur starf- semi sina i kjallara að Seljavegi 12 við skilyröi sem á engan hátt samrýmast heilbrigðisreglum. A árunum 1969—78 lét fyrirtækið reisa á lóðinni eina niu tanka, þá hæstu 9—lOmetra háa, án þess að tilskifin leyfi frá byggingarnefnd væru fyrir hendi. Enn er safnað undirskriftum Um áramótin 1978—79 hafði Ileppilcgur staður fyrir efnaiðju — inni i miöju gamalgrónu ibúöahverfi og i óþökk ibúanna I hartnær 30 ár? Ljósm. gel Hvort á meiri rétt verksmiöjan eða fólkið? Eimur sótt um að fá að reisa nýja turna á lóð fyrirtækisins, þar af tvo um það bil 12,85 metra háa. I mai 1979 var safnað undirskrift- um gegn þessum fyrirætlunum og rituðu 180 ibúar og hagsmuna- aðilar i grennd verksmiðjunnar nöfn sin undir þá kröfu aö starf- semi Eims yrði hið snarasta fundinn annar staður. Byggingar- nefnd borgarinnar lók undir þá kröfu en samt urðu lyktir málsins þær að Eimur fékk að byggja turna sina, þó meö þeim skil- yrðum að þeir yröu tafarlaust fluttir brott þegar krafist yrði. Forsvarsmenn fyrirtækisins höfðu unnið enn eina lotuna. Óskað eftir samningi til 30 ára Snemma á árinu 1981 sótti Kol- sýruhleðslan eftir að fá að reisa hæð ofan á hús sitt við Seljaveg 12 og jafnframt að bæta við stiga- húsi. Einnig var sótt um endur- nýjun lóðaleigusamnings til næstu 30 ára og sömu ósk hafði Eimur fram að færa. Loksins virtist sem færi að rofa til i þvi svartnætti sem ibúarnir við Seljaveginn höfðu barist i um árabil. Skipulagsnefnd og Borgarskipulag lögðu nefnilega til i september 1981 að starfsemi fyrirtækjanna yrði fundinn heppi- legri staður og töldu jafnframt heppilegast að gert yrði nýtt deiliskipulag fyrir svæðið þar sem um yrði að ræða blandaða byggð, þ.e. aukna ibúabyggð með atvinnustarfsemi sem samræmd- ist henni. Borgarráð samþykkti jafnframt 15 september sama ár að viðræður yrðu teknar upp við eigendur fyrirtækjanna um þessa lausn, en eftir einn fund neituðu eigendur þeirra frekari við- ræðum. t kjölfar þessarar stirfni eig- enda fyrirtækjanna gekkst borgarráð illu heilli inn á að framlengja lóðaleigusamning. við Kolsýruhleðsluna til 10 ára en ekki var ljáð máls á tilmælum Eims um lóðarsamning. Var þessi ákvörðun borgarráðs stað- fest 18. nóvember 1981. I næsta nágrenni við efnaverksmiðjuna cr port Vitamálastofnunar og það verður ekki sagt um hið opinbera að þaö gangi á undan meö góðu fordæmi varðandi umgengni.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.