Þjóðviljinn - 28.08.1982, Qupperneq 30

Þjóðviljinn - 28.08.1982, Qupperneq 30
30 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINNHelgin 28—29. ágúst. 1982. Þing lífeðlisfræðinga í Reykjavík: Þrír Nóbels- verðlauna- menn mæta Nú á sunnudagsmorgun hefst á Hótel Loftlciðum þing norrænna lifeðlisfræðinga og sækja það margir ágætir visindamenn, þeirra á meðai þrir Nóbelsverð- launahafar. Alls verða erlendir gestir um 250 talsins. Þingið verður sett aö viðstöddum forseta islands, sem ávarpar gesti. Fyrstur visinda- manna til að flytja erindi verður heiðursgestur þess Sviinn Ulf von Euler Nóbelsverðlaunahafi. Ann- að erindið flytur annar handhafi þeirra verðlauna, Torsten Wiesel, sem ágætur hefur orðið af rann-. sóknum sýnum á sjóninni. Prófessor Jóhann Axelsson sagði i stuttu spjalli við Þjóðvilj- ann i gær, að allir islenskir lifeðl- isfræðingar hefðu lagt sig fram um að gera þetta þing veglegt, en undirbúningur hefur verið i hönd- um starfsmanna Rannsóknastofu Háskólans i lifeðlisfræði. Þetta verður ekkert venjulegt skýrslu- þing, sagði prófessor Jóhann enn- fremur — ágætir menn hafa tekið að sér að gagnrýna það sem fram kemur svo þingið Verður i öðrum anda en mörg hliðstæð. Hátíð og kátína í bás Þjóðviljans „Það er óhætt að segja, að undirtektir gesta á heimilissýn- ingunni hafa verið hreint ótrúlega góðar,” sagöi Kristin ólafsdóttir, en hún hefur haft veg og vanda af skipulagningu og undirbúningi þess mikla starfs, sem þar fer fram i básnum. Og það er tölu- vert, þegar að er gáð: starfsfólk Þjóðviljans safnar áskrifendum, gestir og gangandi geta tekið þátt i verölaunagetraun, sem byggir á fréttum úr Þjóðviljanum og reynt að vinna til verölauna, sem eru ferð til Amsterdam með Sam- vinnuverðum/Landsýn, börnin geta teiknað eða skrifað i Barna- horn Þjóöviljans og þegar ráö- herrar eða þingmenn Alþýðu- bandalagsins eru til staðar I Þjóð- viljabásnum, er sjálfsagt að spjalla við þá um pólitikina og horfurnar i efnahagsmáiunum. „Fyrir helgina höfðu safnast á áttunda hundrað kynningar- áskrifenda, og á annað þúsund manns höfðu tekið þátt i frétta- getrauninni”, sagði Kristin, „og þá er ógetiö alls efnisins, sem börnin hafa verið dugleg að vinna fyrir Barnahornið. Þau hafa skrifað smásögur, teiknað margar bráðskemmtilegar myndir, samið gátur og visur skritlur, og afrakstur þess er m.a að finna i þvi aukablaði, sem Þjóðviljinn gaf út fyrir þessa helgi i tilefni Heimilissýningar- innar”. I dag, laugardag, mun Helgi Ólafsson vera með uppákomu tengda skák, i Þjóðviljabásnum, en hann skrifar, eins og kunnugt er, reglulega skákskýringar i Sunnudagsblað Þjóðviljans. Á sunnudaginn mun svo Arni Berg- mann, ritstjóri koma við i bás Þjóðviljans milli kl. 15 og 17 og lesa úr einhverjum af sinum blaðagreinum. — jsj. Harðar deilur um stöðu bæjarritara í Eyjum: S j álf stæðismenn samir við sig segir Sveinn Tómasson bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum Sveinn Tómasson bæjarfulltrúi Alþýöubandalagsins i Vest- mannaeyjum: refirnir voru greinilega þannig skornir að sjálfstæðismaður skyldi fá stöð- una. jLeiðrétting II opnugrein um atvinnu- ástand á Akureyri i blaöinu i fyrradag vantaði nöfn , • tveggja sem sæti eiga i sam- ■ Istarfsnefnd um iðnþróun á I Eyjafjarðarsvæði. Þau eru: I Þóra Hjaltadóttir og Sigurð- , ■ ur Arnórsson. Þá misritaðist ■ Ieftirnafn eins nefndar- I manns. Hann heitir Bjarni | Guðleifsson en ekki Guð- , • mundsson. i „Fólk hér i Vestmannaeyjum er verulega hneykslað á þessari ákefð Sjálfstæðismanna að koma gæðingum sinum i embætti og á þeim 3 mánuðum sem Sjálfstæð- isflokkurinn hefur farið með völd I bæjarstjórninni hefur þeim tek- ist að koma i valdastöður hverri silkihúfunni upp af annarri”, sagði Sveinn Tómasson bæjar- fulltrúi A1 þýöubandalagsins I Vestmannaeyjum, en talsverðar dcilur hafa verið i Eyjum vegna ráðningar I stöðu bæjarritara þar. Forsaga málsins er sú að i Vestmannaeyjum hefur um, ára- bil verið háskólamenntaður mað- ur I stöðu bæjarritara og gegndi þvi starfi siðast Páll Guðjónsson, núverandi sveitarstjóri i Mos- fellshreppi. Eftir kosningar i vor sagði hann sinu starfi lausu og var þá auglýst eftir manni i starf- ið. Skókaupmaður einn i Vest- mannaeyjum, Axel Ó. Lárusson sótti um stöðuna en samkvæmt upplýsingum frá Vestmannaeyj- um opnuðu bæjarstjóri ólafur Elisson og forseti bæjarstjórnar Sigörgeir Ólafsson bréf umsækj- andans áður en umsóknarfrestur- inn rann út! Jafnframt báðu þeir Axel um að draga umsókn sina til baka en hann þráaðist við og skömmu áður en umsóknarfrest- urinn rann út barst önnur umsókn um bæjarritarastöðuna. Reyndist þar vera á ferðinni bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Sigurður Jónsson. „Refirnir voru greinilega þann- ig skornir að sjálfstæðismenn i bæjarstjórn höfðu fyrir löngu ákveðið að Sigurður fengi stöð- una”, sagði Sveinn Tómasson ennfremur. „S.l. mánudag var hent inn á borð til okkar bæjar- fulltrúa starfslýsingu fyrir um- rættstarf og nú var þar ekki leng- ur um stöðu bæjarritara að ræða heldur skrifstofustjóra kaupstað- arins! Virðist greinilegt á hinni nýju starfslýsingu að þetta nýja starf er sniðið fyrir Sigurð Jóns- son enda var hann siðan kjörinn i stöðuna fyrir tilstilli atkvæða bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins.” Bæjarstjórnarfundurinn á fimmtudag var afar fjölmennur enda mál þetta náð að vekja mikla athygli i Vestmannaeyjum. Svo fóru leikar að Sigurður fékk 5 atkvæði sjálfstæðismanna en einn þeirra, kona Axels Ó. Lárussonar sem einnig hafðisóttum stöðuna, sat hjá. Gegn veitingunni voru 3 bæjarfulltrúar minnihlutans i Eyjum. —v. Minnihluti þingmanna getur gert meirihluta óstarfhæfan: Gfldandi regla segir Sighvatur Björgvinsson og telur bráðabirgðalögin verða felld í neðri deild Sighvatur Björgvinsson. Þarf 32 þingmenn i starfhæfan meiri- hluta. Félag ísl. stórkaupmanna: Flutt í Hús verslunarinnar Húsið er samtals 40.000 rúmmetrar Fyrirtæki eru óðum að koma sér fyrir i hæsta húsi á tslandi sem er Hús verslunarinnar sem svo hefur verið nefnt. A fimmtu- daginn bauöFélag islenskra stór- kaupmanna til fagnaðar á 5. hæð þessa risastóra húss, sem þeir eru eigendur að. Hús verslunarinnar er samtals tæplega 40.000 rúmmetrar en arkitektar þess eru Ingimundur Sveinsson og Einar Þorsteinn Asgeirsson. Félag islenskra stór- kaupmanna á alla 5. hæð hússins sem er um 520 fermetrar að stærð og Stefán Snæbjörnsson innan- hússarkitekt hannaði allar inn- réttingar 5. hæöarinnar sem er 6.92% af heildarstærð hússins. Verslunarbanki Islands á 42% I Húsi verslunarinnar en næst stærsti hluthafi er Lifeyrissjóður verslunarmanna sem á 24.6% i húsinu. Aðrir eignaraðilar eiga minni hluti en það eru Félag — Er eðlilegt að minnihlutinn á alþingi geti stöðvað mál sem meirihlutinn fylgir einsog útlit er fyrir um bráöabirgðalögin, sem forsætisráöherra undirritaði fyrir skömmu? Við lögðum þessa spurningu fyrir Sighvat Björg- vinsson formann þingflokks Al- þýðuflokksins. Sighvatur sagði að i sjálfu sér væri ef til vill óeðlilegt að þingiö starfaði í tveimur deild- um. Einmitt þess vegna hefði náðst nokkuð viðtækt samkomu- lag um það i stjórnarskrárnefnd að gera þingiö að einni málstofu. En þarsem um þingræðisvenju væri að ræða kæmi ekki til mála annaö en að menn létu sannfær- ingu sina i Ijósi og greiddu at- kvæði gegn bráðabirgðalögunum. Það myndu þingmenn Alþýðu- flokksins gera þegar þar að kæmi. — Ég vildi gjarna minna á það, sagði Sighvatur, að eftir kosn- ingarnar 1979, var efnt til sam- starfs Alþýðubandalags og Framsóknarflokks um kosningu I deildir til þess að koma i veg fyrir þann möguleika að Sjálfstæðis- flokkurog Alþýðuflokkur sem þá höfðu meirihluta þingmanna i sameinuðu þingi, gætu myndað samsteypustjórn. Það var gert með þvi að þessir tveir flokkar höföu samstarf um kosningu I efri deild þannig að meirihluti þing- manna hafði ekki meirihluta i deildinni. — Það var ekki talin ástæða til að mótmæla þessu þá, þvi svona eru nú einu sinni leikreglurnar sem við störfum eftir. Og eins er j þessu nú varið. Minnihlutinn hefur hugsanlega meirihluta i neðri deild og getur gert rikis- stjórnina óstarfhæfa. Við þetta verða menn að búa, enda eildandi reglur. — Fundur Verð- lagsráðs í gær: 24,2% hækkun á kaffinu Talsverðar hækkanir voru samþykktar á verði ýmissa vara og þjónustu á fundi Verðlagsráðs I gærmorgun. Til dæmis hækkar verð aðgönguiniða að kvik- myndahúsunum um 25% og kaffi um 24,2% Bensin hækkaði um 8,98%, gas- olia um 14,3% Svartolia um 15,6% smjörliki um 19,9% brauð um 16,5—19,2%, saltfiskur um 31,6%, útseld vinna um 7,5% og gos- drykkir um 5%. Við það að sykur fór i 40% vöru- gjaldsflokk hefur orðið um 66% hækkun á útsöluveröi sykurs en þar eru einnig áhrif gengisfell- ingarinnar. 20. ágúst var heim- iluö 12% hækkun á verði gos- drykkja en nú er aftur leyfð 5% hækkun á þeim vegna sykurs- hækkunarinnar. Talsmaður Verðlagsstofnunar kvað fyrrgreindar hækkanir aðal- lega stafa af gengisfellingunni og gengissigi undanfarinna mánuða. Þá vegur hækkun vörugjalds einnig talsvert. Skyldu þeir vera aö ræða sölutregðu á áli ellegar bollaleggja um hag verslunarinnar i landinu? Frá opnun húsnæðis Félags islénskra stór- kaupmanna i Ilúsi Verslunarinnar. Ljósm. gel. islenskra stórkaupmanna, Kaup- mannasamtök Islands, Versl- unarráð Islands, Verlunar- mannafélag Reykjavikur og Bil- greinasambandið. A 13. og 14. hæð hússins er svo sameiginlegt húsnæöi. Þaö mátti sjá margan kátan kaupmanninn i veislu FIS og mun þess nú ekki langtaö biöa að félög þeirra og stofnanir helstar komist allar undir sama þak i húsinu stóra austur i Kringlumýri.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.