Þjóðviljinn - 28.08.1982, Qupperneq 31

Þjóðviljinn - 28.08.1982, Qupperneq 31
Helgin 28—29. ágúst. 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 31 Landssamband iðn- verkafólks ályktar um efnahagsaðgerð- irnar: Ljósm. gel Hjörleifur Guttormsson dreifir kynningarriti frá Alþýðubandalaginu á Lækjartorgi f gær. Ljósm gel. ilafur Ragnar Grimsson ávarpar vegfarendur á Lækjartorgi f gær. Alþýðubandalagið með vinnustaðafundi og útifund á Lækjartorgi: Allir aðrir ilokkar í felum Tillögum stjórnarandstöðunnar best lýst með einnar mínútu þögn Þingmenn og ráðherrar Alþýðubandalagsins héldu áfram fundaherferð sinni á vinnustöðum í gær og efndu til útifundar á Lækjartorgi. Átorginu sögðu ráðherrarnir Ragnar Arnaldsog Hjör- leifur Guttormsson og Ólafur Ragnar Grímsson þingflokksformað- ur frá efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar, tillögum Alþýðu- bandalagsins og skýrðu þann vanda sem við er að etja í efnahags- málum. Fundurinn á Lækjartorgi var hinn líflegasti og tóku vegfarendur virkanþáttíhonum. Máendasegja að það hafi ekki gerst í áratugi að þingmenn og ráðherrar fari út á torg í kjölfar efnahagsráðstafana til þess að ræða við fólk. Mikið var um frammíköll á fundinum, gagnrýnis- raddir heyrðust og fyrirspurnir voru settar fram, sem forsvars- menn Alþýðubandalagsins svör- uðu. Þar var ekki látið staðar num- ið því hljóðneminn var boðinn upp og flutti Pétur Pétursson útvarps- þulur tölu, og fulltrúi Kommúnistasamtakanna, auglýsti fund á þeirra vegum. Pétur mótmælti kjaraskerðing- unni í efnahagsráðstöfunum og minnti á sögu Alþýðuflokksins, sem Alþýðubandalagið væri farið að draga dárn af. Olafur Ragnar svaraði og minnti á það að Morg- unbiaðið hefði leitt fram fulltrúa atvinnurekenda, verslunarinnar, útgerðarinnar og fleiri aðila sem allir hefðu stunið yfir aðgerðunum fyrir sitt leyti og óskað eftir harðari ráðstöfunum gagnvart launafólki. Þá sagði hann mikinn mun á að- gerðum Geirs 1978 og ráðstöfun- um stjórnarinnar nú, því ’78 hefðu þjóðartekjur verið á uppleið en nú væru þær á niðurleið og atvinnu- leysi og skuldasöfnun blasti við ef ekki væri tekið á hlutunum. Enda þótt framkölluð yrði kaupmáttar- rýrnun hjá launafólki kæmí hún vægast við láglaunafólk og bitnaði einnig á atvinnurekendum, en kaupránslögin 1978 hefðu einungis bitnað á launafólki. Þá var á það bent af hálfu tals- manna Alþýðubandalagsins á fundinum að tillögum stjórnar- andstöðuflokkanna í efnahagsmál- um væri best lýst með einnar mín- útu þögn. Allir aðrir flokkar en Al- þýðubandalagið væru í felum. Geir feldi sig í Morgunblaðshöllinni og Kjartan Jóhannsson í útlöndum. Alþýðubandalagið opnaði hins- vegar lýðræðislega umræðu við almenning um þann vanda sem við væri að glíma og um tillögur sínar til úrbóta. Eins og áður sagði var fundurinn hinn fjörugasti rneð snörpum orða- skiptum og spennu og lauk með lófaklappi vegfarenda sem greini- lega kunnu að meta það að komast í tæri við aðila í landsstjórninni að tala við og skamma. A fundinum var og dreift kynn- ingarriti frá Alþýðubandalaginu sem ber heitið Verjum Island gegn atvinnuleysi. Þingmenn og ráð- herrar Alþýðubandalagsins fóru einnig á vinnustaði í gær og komu m.a. í Kassageröina, Vélsmiöjuna Héðin og matstofu tolls og skatts. Þá héldu Svavar Gestsson og Skúli Alexandersson vinnustaðafund í Skipavík í Stykkishólmi í gærmorg- un og litu við á sex öðrum vinnu- stöðum í Hólminum. -ekh m Ragnar Arnalds var í hádeginu i gær I VélsmiOjunni HéOni og svaraOi snörpum spurningum starfs- manna þar. Ljósm. eik. Mótmælír verðbóta- skerðingu Stjórnvöld hafa nú ákveöíð margvíslegar að- gerðir í efnahagsmálum. I þeim er enn einu sinni gripið með lagaboði inn í gerða kjarasamninga með lækkun umsaminna verð- bóta. Þeirri aðgerð mót- mælir stjórn Landssam- bands iðnverkafólks harð- lega. Ekki fer á milli mála aö við margs konar vanda er aö glima i islenskum efnahagsmálum. Vandamál þessi má ekki undir j neinum kringumstæöum leysa á kostnaö láglaunafólks. Stjórn Landssambands iön- j verkafólks minnir á aö atvinnu- j ástand iönverkafólks er nú sums staöar ótryggt og treystir þvi aö !• stjórnvöld sjái til þess aö full at- ; vinna veröi tryggö áfram. t yfirlýsingu rikisstjórnarinnar er gert ráö fyrir ýmsum aö- geröum til hagsbóta fyrir hina lægst launuöu og treystir stjórn Landssambands iönverkafólks þvi aö þessi loforö veröi efnd og komi sem allra fyrst til fram- kvæmda._______________ Verslunarmanna- félag Reykjavíkur: Laun eru ekki orsök vandans Stjórn Verslunarmannafélags Reykjavikur hefur á fundi sinum mótmælt harölega nýsettum bráöabirgöalögum rikisstjórnar- innar og i ályktun fundarins segir aö stjórnvöld hafi enn einu sinni mætt efnahagsvandanum meö ógildingu kjarasamninga. Meö siendurteknum aðgeröum af þvi tagi hafi rikisvaldið i reynd svipt stéttarfélögin frjálsum samningsrétti þeirra. í lok ályktunar fundar Versl- unarmannafélags Reykjavikur segir: „Launataxtar, sem fjöldi fólks býr viö og eru um 8.000 kr á mánuöi eru ekki orsök efnahags- vandans. Þessi laun veröa nú skert um nærri 10% samkvæmt lögunum. Félagiö mótmælir harölega þvi aö laun þessa fólks skuli enn á ný vera skert meö lagaboöi, þar sem þeim aöal- rökum er beitt, að slikt sé nauð- synlegt til aö ráöa niðurlögum verðbólgunnar”. —v. Bókagerðarmenn: Fordæma árásir á líiskjör iólks „Félag bókageröarmanna for- dæmir þessar síendurteknu árás- ir á lifskjör fólks og bendir á aö fólk er oröið langþreytt á aö þurfa aö hlusta á „landsfööurlegan” boöskap stjórnmálamanna um aö nú þurfi þjóöin aö taka sameigin- lega á vandamálum þjóöarbús- ins, þegar raunin er ævinlega sú að verkafólk er látiö taka skell- inn”. Þetta segir m.a. i ályktun fund- ar Félags bókageröarmanna, sem haldinn var 25. ágúst sl. Sið- ar i ályktun bókagerðarmanna segir: „A sama tima er ekkert eftirlit haft meö gjaldeyrissóun i land- inu, svo dæmi sé tekiö, hömlulaus innflutningur á sér stað um leið og framleiösla og útflutningur hefur dregist verulega saman. Ötal önnur atriði mætti nefna um óstjórn i rikisbúskapnum fyrir ut- an allt þaö svokallaöa „frelsi” sem ævintýramenn á viöskipta- sviöinu búa viö”. -"v-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.