Þjóðviljinn - 17.06.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.06.1983, Blaðsíða 2
• 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN- Fustudagur 17. júnf 1983 skammtur Af ástarljóði um Friðrik bátsmann og Birnu sprett Fyrstur í tand er Fiddi bátur, ferlega sjænaður, ofsakátur, upptjúnaður og orku hlaðinn, alger bobbingur, lengi staðinn. Komast hann vill á kvennafar, kætast, djamma og fara á bar. Á kæjanum bíður Birna sprettur, bærilega er Fiddi settur. „Meika ég það að melda hana? Maddaman diggar sjarmörana". Hún er ísí og afslöppuð, ofsabelgur og þrumuskuð. Fiddi kyntröll er klár í slaginn, kroppinum býður góðan daginn. Skverlega brosir bústin pæjan, bobbinginn diggar, lýst á gæjann. Hér verður ekki spurt um splæs, en spænt í hana plentí skæs. Nú byrjar Fiddi hana að hilla (Henni mætti nú kannske lilla). „Nú förum við heim og byrjum að búsa, Birna, þér finnst svo gott að djúsa". Og Birna svarar með bros á vör: „Eg býst vió að það gæti orðið fjör“. Ég kaupi alltaf öll dagblöðin, aðallega vegna þess að mér finnst allt svo merkilegt sem stendur á prenti. Ég vil ekki fyrir nokkurn mun missa af neinu. Hérna á heimilinu er þetta kallað „blaðanauð" sbr. „gestanauð", en ég ansa því ekki neitt, því hér er það ég sem ræð. Eitt af því sem ég les jafnan vandlegar en annað, eru greinar um íslenskt mál. Þessar greinar eru eigin- lega mestanpart um það að: „...þjóðinni vanti tilfinningu fyrir þeim skorti á umhirðuleysi, sem mönnum langi að bera í bæti- fláka fyrir, en láti ekki æ ofaní sí, einsog þeim varði ekkert um það hvort íslensk tunga liggi í lamaslysi. Allt sé á sömu bókina lagt í þessu tilefni." Um daginn stóð ég konuna mína að því að vera að reyna að lauma nokkrum Tímablöðum útí öskutunnu, en gat gripið í hnakkadrambið á henni, áður en skaðinn var skeður og bjargað einum tíu eintökum af málgagni dreifbýlismanna aftur inná heimilið til endur- lestrar. Og viti menn, þar rakst ég á grein um íslenskt mál, þar sem sýnt var framá að það málfar, sem ég ólst upp við væri vont mál og nokkur dæmi nefnd því til staðfestingar, svosem það, að bæði væri rangt mál og vond íslenska að kalla konur: „gærur, pæjur, flyðrur, merar, fýsur eða grýlur". Þetta kom náttúrlega alveg einsog reiðarslag yfir mig, og eftir þetta veit ég varla hvað ég á að kalla konur. Þetta varð til þess a ég fór að rifja upp gamalt kvæði, sem þótti nánast ort á gullaldarmáli í mínum uppvexti, en hefur sennilega, við aukna málvernd síðari ára, glatað mesta Ijómanum, einsog þjóðsöngurinn. Þetta er ástarljóðið um Friðrik bátsmann og Birnu sprett. ÁSTARLJÓÐIÐ UM FRIÐRIK BÁTSMANN OG BIRNU SPRETT: Dallurinn er að leggja að landi, liðið er allt í þrumu standi. Ferlega Ijúft að loknu puði að lenda í fíling, vera í stuði. Blækurnar, eins og víst er vant, vandlega skeindar og elígant. Svo spyr hún Fidda - „Æ, elsku eini, átt'ekki á lager nokkur skeini?" Og Fiddi tekur upp búnt af bleðlum: „Blessuð maður á gras af seðlum". „Förum þá útá Borgarbíl, bokku kaupum og meikum díl". Fiddi og Birna fara að djúsa frameftir viku í sælu dúsa uppi í koju og ástarfundur æsist því drukkið er þrumuglundur. Una þau sér við hopp og hí, hátta, syngja og taka í. Koxa, dópa, flippa, fríka, frjósa, rugla og spítta líka. Svo detta þau inní draumalandið, dauðinn búinn og klárað blandið. Eftir þennan ástarleik, allt í klessu, bömmer, steik. Samtökin Ný sjónarmið: Þökkum þjóðinni undirtektir við Alusuisse-söfnun Þótt við á Þjóðviljanum höfum verið lítt hrifnir af söfnun þeirri, sem samtökin Ný sjónarmið hafa staðið fyrir til styrktar Alusuisse, teljum við rétt að sjónarmið þessara samtaka fái að koma fram á síðum blaðsins. Þess vegna birtum við í heild fréttatilkynningu sem samtök þessi hafa sent frá sér vegna loka söfnunarinnar: Hinn 30. apríl 1983 luku samtökin Ný sjónarmið formlega fjársöfn- uninni til Alusuisse, en hún átti aö standa einn mánuð. Framlög voru þó að berast fram eftir maímánuði, en nú þykir tímabært að gera grein fyrir árangri söfnunarinnar. Alls söfnuðust kr. 5.000,92 sem er andvirði 38.468 kílóvattstunda á því verði, sem Landsvirkjun selur raforku til Alusuisse. Þessi upphæð skiptist þannig eftir greiðsluaðferð: 1. Innlegg einstaklinga, starfshópa, námsmanna, félaga og fyrirtækja, á póstgíró-reikning nr. 783005, samtals kr. 3.731.17 2. Safnað á vegum kvennadeildar Nýrra sjónarmiða - Vorhvöt. A) Á kosningafundi á vegum Kvennaframboðs á Hótel Borg, 10.4.’83..................kr. 239,55 B) Á fundi um atvinnumál á Suðurnesjum á vegum Þórs, félags Sjálfstæðismanna í launþegastétt i Hafnarfirði, höldnum í Gafl-Inum 11.4.1983...........kr. 30,65 C) Á Sinfóníutónleikum íHáskólabíó 14.4.1983..kr. 113,40 D) Á fundi Sjálfstæðismanna í Hóla- ogFellahverfi 14.4.1983 ................kr. 13,60 E) Á kosningafundi DVíHáskólabíó 18.4.1983....kr. 471,70 F) ÁstyrktarsamkomuVorhvatarákjördag..........kr. 307,30 3. FjársöfnunávegumstúdentaviðHáskólaíslands.... kr. 93,55 Samtals kr. 5.000,92 Talsmenn samtakanna Ný sjónarmið þakka þjóðinni undirtektirnar, Auk þess barst nokkuð af gömlum álkrónum, sem bræða má í álverinu. Það sem mikið var um hópframlög að ræða, bæði inn á gíróreikning- inn og utan hans, er ekki unnt að vita nákvæma tölu þeirra einstak- linga, sem lögðu fé af mörkum. Ljóst er þó, að þeir hafa verið hátt á annað þúsund, þannig að meðalframlag á mann hefur numið nálægt 20 kílówattstundum handa Alusuisse (eða einni kílóvattstund handa ís- lenskum raforkuneytendum). Kostnaður við söfnunina varð sem hér segir: 1. Auglýsingar í ríkisútvarpi......................kr. 19.258,00 2. Ljósritun ogprentun ............................ kr. 20.417,00 3. Kostnaður v. blaðamannafundar...................kr. 2.250,00 Samtalskr. 41.925,00 4. Frádregið andvirði seldra bækliriga.............kr. 10.300,00 Samtals kr. 31.625,00 Vér teljum oss hinsvegar borg- unarmenn fyrir þeim lítilfjörlega kostnaði, sem orðið hefur af þessu stórbrotna átaki, enda flestir opinberir starfsmenn, sem njótum góðs af þeim hagnaði, sem íslenska ríkið hefur haft af skiptum sínum við Alusuisse. Áðstandendur vilja að endingu þakka þjóðinni fyrir undirtektir Ákveðið hefur verið að af- henda Alusuisse allt söfnunarféð við fyrsta hentugt tækifæri, en geyma það þangað til á vöxtum •og taka ekkert af því upp í kostn- að, enda berast æ átakanlegri fregnir af bágri stöðu fyrirtækis- ins. Hefur forráðamönnum Alu- suisse þegar veriö sent bréf þar að lútandi. hennar og skilning. Vér teljum, að hún hafi sýnt hug sinn til Alu- suisse í verki við þessa leifturs- nöggu aðgerð og söfnunin því borið tilætlaðan árangur. Reykjavík, 10. júní 1983. F.h. Nýrra sjónarmiða, Guðmundur Pétursson forstöðu- maður Tilraunastöðvar Há- skólans í meinafræði, dr. Jón Geirsson efnafræðingur, Jón Ög- mundsson efnaverkfræðingur, dr. Kristinn J. Albertsson jarðfræðingur, Þórður Helgason verzlunarskólakennari, Hörður Erlingsson framkvæmdastjóri, dr. Sigurður Helgason fisksjúk- dómafræðingur, Jón Oddsson hæstaréttarlögmaður, Guð- mundur Guðmundsson matvtél- afræðingur, Erlingur Gíslason leikari, dr. Höskuldur Þráinsson prófessor, Helgi Valdemarsson prófessor, Davíð Erlingsson handritafræðingur, dr. Þor - varður Helgason menntaskóla- kennari.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.