Þjóðviljinn - 17.06.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 17.06.1983, Blaðsíða 16
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 17. júnl 1983 Föstudagur 17. júní 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 Er Einar reri út á höfnina með hvítbláinn í skutnum óraði hann síst fyrir hvað átti eftir að fylgja í kjölfarið og reru út á höfnina með fánaborg- ir um borð til að ögra Dönunum. Ekki voru þessir fánar gerðir upp- tækir en Rothe skipherra gekk í land og á fund stjórnvalda og var honum fylgt eftir með fánaborg. Er hann var í stjórnarráðinu var hald- inn fundur við styttu Jóns Sigurðs- sonar, sungnir ættjarðarsöngvar og fluttar ræður. Var skipherranum ennfremur fylgt niður á bryggju aftur og látinn ganga undir lútandi bláhvíta fána. Um kvöldið voru svo miklar æsingar í bænum, fundarhöld í barnaskólaportinu, lúðrablástur og söngur. Var mikil stemmning. Þessi dagur sem byrjaði svo sak- leysislega varð eins konar sigur- dagur fyrir íslenska fánann. Fánatakan varð mjög til að ýta á eftir fánamálinu á Alþingi og sama ár var þar samþykkt dagskrártil- laga um að ráðherra gerði konungi grein fyrir vilja Alþingis og að stjórnin legði fram frumvarp um íslenskan fána á næsta Alþingi. í kjölfar þess kom úrskurður kon- íslenski fáninn er tákn fyrir íslandog íslensku jjjóðina. Er Danir réðu fyrir Islandi var danski fáninn því hið sýnilega tákn um vald þeirra hér á landi. Árið 1913 höf ðu íslendingar barist sleitulaust fyrir sjálfstæði sínu í 70-80 ár og því var eðlilegt miklar geðshræringaryrðu þegar danskur skipherra tók bláhvítan fána með hervaldi á Reykjavíkurhöfn 12. júní 1913. Hér verður gerð nokkur tilraun til að skyggnast fyrir um bakgrunn þessa atburðar og eftirmála hans. eða þrílitur fáni? Fyrsta hugmyndin um sérstakan þjóðfána fyrir ísland kom fram þegar Jörundur hundadagakon- ungur birti tilkynningu um sérstak- an fána íslands er skyldi vera blár með 3 þorskum í efsta horni. Var hann dreginn að hún í Reykjavík 12. júlí 1809 en hvarf úr sögunni með Jörundi. Næst er það að Sigurður Guð- mundsson málari teiknaði fálka sem merki Islands þar sem þorsk- urinn þótti ekki nægilega virðu- legur. Skólapiltar tóku þetta merki upp og fáni með fálkanum var fyrst dreginn að húni á hinum fræga og róttæka Þingvallafundi 1873. Var hann nokkuð notaður hin næstu ár. Fánamálið var síðan á dagskrá á alþingi af og til næstu ár án þess að nokkuð gerðist í málinu. Árið 1897 gerði Einar Benediktsson skáld til- lögu um bláhvítan fána sem ís- lenskan þjóðfána og var hann nefn- dur hvítbláinn, þ.e. blár fáni með hvítum krossi. Náði hann mikilli útbreiðslu á næstu árum og náði hún hámarki með fánatökunni 1913 fyrir réttum 70 árum. Fimmtudagurinn 12. júní var óvenjulega fagur, glampandi sól- skin og sléttur sjór. Ungur verslun- armaður, Einar Pétursson (bróðir Sigurjóns á Álafossi) reri þá sér til skemmtunar út á höfnina litlum kappróðrarbáti og hafði lítinn blá- hvítan fána á stöng í skut bátsins. Uggði hann ekki að sér enda var þessi fáni orðinn býsna útbreiddur, eins og áður sagði, þó að ekki væri hann viðurkenndur opinberlega. Svo vildi til að varðskipið „Is- lands Falk“ lá á höfninni og er Rot- he skipherra sá til Einars lét hann þegar í stað manna bát og sendi hann til þess að handtaka Einar. Var hann færður í skipið og þar skýrði skipherrann honum svo frá að það væri skylda sín að gera fán- ann upptækan og afhenta hann bæjarfógetanum í Reykjavík. Að svo mæltu var Einari sleppt. Fregn þessi barst þegar í stað til Ólafs í ísafold og ákvað hann að gera úr þessu stórmál. Var prent- aður fregnmiði og brátt vissu allir í bænum hvað gerst hafði. Varð nú vart óróa á götum og dannebrog, sem hífður hafði verið víða upp til heiðurs dönsku skipunum á höfn- inni (Islands Falk, Botníu og Skál- holti), hvarf af stöngum. Sums staðar drógu eigendur þeirra þá niður en annars staðar voru þeir skornir. Brátt blakti hvítbláinn um allan bæ. Voru menn einhuga að fordæma atferli danska skipherr- ans. Ungir menn fengu sér nú báta Hvítbláinn Ungir menn fengu sér nú báta og höfðu marga íslenska fána á iofti til þess að ögra dönsku varðskipsmönnunum. Sagt frá sögu íslenska fánans og fánatökunni á Reykjavíkur höfn fyrir réttum 70 árum ungs 23. nóvember 1913 um ís- lenskan sérfána til notkunar innan- lands og á íslenskum skipum í land- helgi. Hinn 30. desember sama ár skipaði ráðherra svo fimm manna nefnd til að fjalla um fánann og koma með tillögur um gerð hans. Andstaða hafði komið fram hjá konungi við bláhvíta fánann vegna líkingar hans við gríska fánann. Varð því aðaltillaga nefndarinnar sú gerð sem Matthías Þórðarson þjóðminjavörður (einn nefndar- manna) hafði gert um 1906 þ.e.a s. núverandi fána. Varatillaga var um hvítan fána með heiðbláum krossi og hvítri og blárri rönd utan með beggja vegna. Á Alþingi 1914 var samþykkt með eins atkvæðis mun að „hvít- bláinn" væri í samræmi við vilja þjóðarinnar en til vara gæti þingið mælt með þrílita fánanum. Vegna deilna um stjórnarskrármálið fékkst úrskurður konungs ekki fyrr en 19. júní 1915 og þá um þrílita fánann. Með sambandslögum 1. desember 1918 var síðan gefinn út úrskurður um fullgildan þjóðfána. (Byggt á Öldinni okkar, íslandssögu Einars Laxness o.fl. - GFr) Stutt viðtal við Guðgeir Jónsson bókbindara sem fylgdist með fánamálinu 12. júní 1913 „Þeir fóru rakleiðis til Ólafs í ísafold” Þeir eru nú farnir að týna tölunni sem komnir voru til fullorðinsára fyrir réttum 70 árum og urðu vitni að hræringunum sem urðu í Reykjavík 12. júní 1913 er fáninn var tekinn af Einari Péturssyni á Reykjavíkurhöfn. Guðgeir Jónsson bókbindari og fyrrverandi forseti ASÍ var tvítugur á því ári og við báðum hann um að segja okkur hvernig atburðirnir komu honuni fyrir sjónir. - Ég var að vinna á Eyrinni þetta vor við uppskipun og annað þvíumlíkt en svo vildi til að ég hafði enga vinnu einmitt þennan dag og vissi því ekkert fyrr en líða tók á daginn. Þá varð ég var við einhverja hreyfingu sem kom í kjölfar fregnmiða frá ísafold. Svo vill til að ég veit hvað kom þess- um fregnmiða af stað. Guð- brandur Magnússon prentari (síðar forstjóri Áfengisverslunar- innar) var þá að vinna í ísafold og þegar Einar Pétursson kom í land eftir að fáninn hafði verið tekinn af honum hitti hann Guðbrand af tilviljun og það varð að ráði að þeir færu rakleitt saman til Ólafs Björnssonar ritstjóra og hann á- kvað samstundis að gefa út fregn- miða um málið. Þá komu blöðin ekki út nema 2-3 í viku, útvarp var ekkert og sími á fáum stöð- um. Fregnmiðar gegndu því mikilvægu hlutverki íbæjarlífinu. Síðar um daginn var fundur fyrir framan stjórnarráðið á Lækjar- Guðgeir: Hann var tvítugur mað- ur í bænum á sigurdegi íslcnska fánans 12. júní 1913. torgi og þar var ég. Þar var mynd- uð fánaborg með bláhvíta fánan- um og man ég einnig að Ólafur Björnsson hélt ræðu og kannski einhverjir fleiri. Þeir stóðu við styttu Jóns Sigurðssonar sem var þar sem nú er stytta Hannesar Hafstein. Um kvöldið var svo fundur sem þingmenn Reykja- víkur, þeir Lárus H. Bjarnason og Jón Aðils, boðuðu til í barna- skólaportinu og þar var ég einnig. Þingmennirnir voru báðir heimastj órnarmenn. - Var kannski einhver keppni milli stjórnmálaflokkanna um að eigna sér málið? - Ég man ekki til þess að þar hafi verið neinn ágreiningur. Bæði Sjálfstæðisflokkurinn gamli og Heimastjórnarflokkurinn mótmæltu þessu á jafn eindreginn hátt enda var það sama sem vakti fyrir þeim í sjálfstæðismálinu þó að eitthvað greindi þá á um leiðir. - Var það algengt á þessum árum að bláhvíti fáninn væri uppi við? - Það var orðið þónokkuð um hann og ég man eftir því seinna þennan dag að þar sem danski fáninn blakti var hann víða skorinn eða leystur niður. Þessi atburður varð svo til að koma skriði á fánamálið og skipuð var opinber nefnd í málið. Nokkru síðar kom svo úrskurður konungs um íslenskan sérfána til notkunar innanlands og tveimur árum síðar var núverandi fáni samþykktur. Á árunum 1915-1918 blöktu tveir fánar fyrir framan stjórnarráðið, sá íslenski og sá danski. - Varst þú heitur í þessu máli? - Nei, ekki get ég sagt það. Ég var ekki svo pólitískur á þessum árum þó að ég tilheyrði Sjálfstæð- isflokknum gamla að nafninu til. - GFr Stúdentaleikhúsið: Dagskrá úr verkum Jökuls Jakobssonar Jökull Jakobsson Kaffileikhústilraun Stúdentaleikhússins hefur svo sannarlega sannað tilverurétt sinn með leikinni dagskrá úr verkum Jökuls Jakobssonar sem flutt var um síðustu helgi og verður endurtekin n.k. sunnudags- og mánudagskvöld. Dagskráin hefur verið flutt þrisvar sinnum fyrir f ullu húsi og góðum viðtökum áhorfenda. Það á vel við að sitja við borð í notalegu umhverfi með kertaijós og léttar veitingar og hlusta á snilldarlegan texta Jökuis. Fyrir- komulag kaffileikhússins eykur þar á ánægjuna, andrúmsloftið er létt- ara en í hefðbundnum ieikhúsum þar sem setið er á bekkjum og horft í hnakkann á næsta manni. Fyrir hlé voru flutt tíu atriði úr skáldsögum og leikritum Jökuis en eftir hlé einþáttungur sem ekki hef- ur verið fluttur áður á sviði. Aðstandendur dagskrárinnar segja í leikskrá um atriðin sem val- in eru að gegnum þau sé þráður er tengi þau saman. Þessi þráður byggist á fóiki sem sé í ieit að lífsfyll- ingu og eigi sér draum sem aldrei verði að veruleika. Þessar mann- gerðir hverfi aö nokkru leyti frá raunveruleikanum og breytist í þennan draum sem fyrir þeim verði hinn sanni veruleiki. Leitin að lífs- innihaldi sé því sameiginleg öllum persónunum. Að vísu er það matsatriði hvað er leit að lífsinnihaldi og hvort þeir kaflar sem valdir voru í dagskrána eru bestu dæmin um það úr verkum Jökuls skal ósagt látið enda vanda- verk að velja úr svo öllum líki. En í þeim kom fram annar eiginleiki Jökuls, ekki síður mikilvægur, það er húmorinn sem oft blandaðist trega og von, í verkum hans. Dagskráin hófst á nokkurs konar sendibréfi höfundar, úr ferðabók- inni Suðaustan fjórtán. Þar segir hann að sér hafi ekkert orðiö úr verki við skriftir enda hafi hann ekki hugmynd um hvað hann eigi að skrifa og búist ekki við að það breyti miklu um hækkun vísitölu né stríðið í Víetnam. Því taki hann það til bragðs að hripa nokkrar línur og segja frá því sem fyrir augu ber, frá sjónum, fuglunum og fólkinu, úr því hann sé hér staddur á annað borð. Þessi inngangur sem er endur- tekinn síðar í dagskránni, líklega til áherslu, er ágætis tenging milli hins sem flutt er því vissulega er Jökull að lýsa því sem fyrir augu bcr, fólki með brostnar og óbrostnar vonir, merki þess að það sé lifandi. Næst var flutt eintal frúarinnar úr Feilnótu í fimmtu sinfóníunni. Hún bíður eftir elskhuga sínum á óhrjálegu rislofti því hann þoiir ekki rokkokóborðið í svefnher- berginu heima hjá hénni og vill ekki heimsækja hana. Undarleg Leikhópurinn kona á undariegum stað, með mannlega von í brjósti, vonina að vera elskuð þó hún þurfi að lítil- lækka sig til þess. Elskhuginn mætir nefnilega stundum ekki þó hann biðji hana að koma. Gamla frúin úr ieikritinu Dóm- ínó er óborganleg persóna, sam- einar leitina eftir lífsfyllingu og hið skoplega. Hún þolir ekki þegar fólk fer og selsköpin eru búin. Til hvers er fólk að koma ef það fer svo? spyr hún. Hún kemur fjórum sinnum fram í dagskránni og tengir atriðin prýðilega saman með endurtekningum. Kallinn sem valinn var úr Skiia- boðum til SöDdru er líka mjög fyndinn. Þar segir miðaldra karl- maður frá því hvernig hann og jafn- aldrar hans bjuggu sig undir að taka við þjóðarbúinu, á támjóum skóm, hvítri skyrtu, með mjótt, svart bindi þegar allt í einu kom fram ný kynsióð sem lét sér vaxa hár og hafði annað gildismat. Þaö sýndi fram á að þjóðarbúið var bara svindl og ekki þess virði að taka við því. Grundvellinum er þannig kippt undan hinum, þeir missa fótfestu, tilgang. Atriði sem oft hendir persónur Jökuls og verð- ur til þess að leitin heldur áfram. Úr því vinsæla leikriti Hart í bak var flutt samtai Jónatans skipstjóra og Árdísar, stúlkunnar að austan. Jónatan lifir J minningu um giæsta fortíð, Árdís býður í vissri eftir- væntingu nýs lífs og væntanlegra kynna við föður sinn. Bæði tala úr eigin heimi án mikils áhuga á lífi hins. Atriðið úr leikritinu Klukkú- strengir á etv. best við þá lýsingu aðstandenda að persónur hverfi frá raunveruleikanum og breytist í drauminn um lífsfyllingu sem fyrir þeim verður hinn sami og veru- leiki. Orgelstillarinn sem kemur í plássið er gamall elskhugi konunn- ar sem lifði í von um að þeirra draumur rættist, þangað til vonin breyttist úr leit að hantingju í flótta undan minningunni. Dæmigerð þversögn í persónum Jökuls sem virðast flýja hamingjuna þegar hún virðist í augsýn. Þannig neitar org- elstiilarinn að hafa þekkt konuna og átt með henni drauma. {lokin er svo atriði úr Herbergi 213 þar sem fimm konur sækja að einum manni, orgelstillaranum, og vilja gera vel við hann, láta honum iíða vel, stytta honum stundir og enda á að segja „stytta-þínar stund- ir" og kyrkja hann...sí leikskrá segir að þar séu komnar sömu per- sónur og komu fram í hinum atrið- unpm en fekki þykir mér það iiggja ijóst fyrir enda atriðið stutt. Um frammistöðu leikarannæer það að segja að leikurinn bar þess merki að hann var sambland af flutningi og ieik og ekki þaulæfður en þó var hann lýtalaus. Fjórir ieikaranna hafa ekki sést á sviði opinberlega fyrr, þau Davíð Ágúst Davíðsson, Erla Ruth Harðardótt- ir, Iðunn Thors og Ingrid Jónsdótt- ir og stóðu þau sig með pr'ýði. Enn er ógetið einþáttungsins Knall sem Viðar Eggertsson flutti ágætlega. Þátturinn einkenndist af því grátbroslega skopi sem Jökli var tamt, er eintal manns á ein- hverskonar hæli sembíður eftir því að hlusta á ræðu sem aldrei er flutt. Á meðan rifjar hann upp ýmislegt sem honum finnst skemmtilegt en telst sjálfsagt lítilvæg skemmtun í augum „venjulegs fólks". A undgn og milli atriða iék Jó- hann Móravik á klarinett, tónlist sem féil vel að því sem flutt var og lét þægiiega í eyrunt. Sem sagt: Þetta framtak Viðars Eggertssonar og Svanhildar Jó- hannesdóttur, í tilefni af því að á þessu ári hefði Jökull Jakobsson orðið fimmtugur, var virkilega ánægjulegt og rifjaði upp góð kynni af verkum Jökuls. Stúdenta- leikhúsinu óskum við langra líf- daga og minnum á að í sumar er ætlunin að flytja þar fleiri leikverk og uppákomur. Má þar nefna fjóra einþáttunga eftir Samuel Beckett undir leikstjórn Árna Ibsen sem fluttir verða 23. júní, Reykjavík- urblús ,sem er dagskrá byggð á nýlegum sögum og textum er tengj- ast Reykjavík, dagskrá úr verkum .spænska skáldsins Frederico Garc- ia Lorca í umsjón Þórunnar Sig- urðardóttir og einþáttungurinn „- Elskendur í Metró“ eftir Jean Tor- du, undir stjórn Andrésar Sigur- vinssonar. Vegna þess hve fyrirtæki eins og Stúdentaieikhúsið er veikt fjár- hagslega er stuðningur áhorfenda mikilvægur. Hvetjum við því fólk til að mæta og stuðla þannig að á- framhaldandi starfsemi þess. EÞ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.