Þjóðviljinn - 17.06.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 17. júní 1983
Friðarhreyfingar á Norður-
löndum og í Bandaríkjunum hafa
ákveðið sameiginlega friðarför
frá Osló til Washington dagana 9.
ágúst til 28. ágúst. Eitthundrað
konur munu mynda uppistöðuna
í göngunni frá New York til Was-
hington og hefur Friðarhreyfingu
íslenskra kvenna verið boðið aðn
senda fuiltrúa í þennan hóp.
Friðarhreyfingar á Norður-
löndum hafa staðið fyrir tveimur
friðargöngum áður, og voru kon-
ur þar frumkvöðlar. Sumarið
1981 var farin friðarganga frá
Kaupmannahöfn til Parísar í því
skyni að virkja almenning í
löndum Vestur Evróu til and-
stöðu við kjarnorkuvopn og til að
krefjast kjarnorkuvopnalausrar
Evrópu til ansdtöðu við kjarn-
orkuvopn og til að krefjast kjarn-
orkuvopalausrar Evrópu frá Pól-
landi til Portúgals. Sumarið 1982
fóru friðarhreyfingar Norður-
landa einnig í göngu í samvinnu
við fjöldahreyfingar í Sovétríkj-
unum frá Stokkhóimi til Minsk.
Þar var krafist afnáms kjarnorku-
vopna og kjarnorkuvopnalausra
Friðargangan frá Kaupmannahöfn til Parísar 1981 heppnaðist mjög vel. Nú verður farin friðarför frá Osló til Washington, sem vonir standa til
að verði ekki síðri
Friðarför frá Osló til
Washington í ágúst
Fridarhreyfmgu íslenskra kvenna boðin þátttaka
svæða í austri og vestri.
Nú ætla norrænar friðarhrey-
fingar að styðja bandarískar
hreyfingar í baráttunni gegn
kjarnorkuvopnum. Sérstakar
kröfur Norðurlanda í gönguni
verða mótmæli gegn uppsetningu
nýrra kjarnorkuflauga í Evrópu
og krafa um kjarnorkuvopnalaus
svæði. Friðarhreyfingar Norður-
landa og í Bandaríkjunum hafa
komið sér saman um eftirfarandi
slagorð:
- Mótmælum kjarnorkuvopnum
í austri og vestri.
- Mótmlum kjarnorkuvopnum
hvar sem er í heiminum.
- Mótmælum nýjum kjarnorku-
vopnum í Evrópu.
- Stöðvið tilraunir, framleiðslu
og uppsetningu kjarnorku-
vopna.
- Krefjumst kjarnorkuvopna-
lausra svæða.
- Þeir milljarðar sem eytt er í
hernað renni til matvælafram-
leiðslu og uppbyggingu atvinn-
utækifæra.
Þátttakendur göngunnar
Eins og áður sagði hafa friðar-
hreyfingar Norðurlanda og í
Bandaríkjunum ákveðið að
bjóða eitt hundrað þátttakendum
að mynda kjarnann í göngunni.
Fyrir þessa eitt hundrað þátttak-
endur verður skipulagður nætur-
staður og fæði og skuldbinda þeir
sig til að ganga alla Ieið. Gangan
mun þó að sjálfsögðu rúma miklu
fleiri, þvi hver sem er getur slegist
í förina hvar sem er á leiðinni, en
verða þá að verða sér sjálfir úti
um næturstað og fæði. Búist er
við mikilli þátttöku, einkum síð-
ustu dagana og á útifundinum í
Washington, þar sem göngunni
lýkur.
Það hefur verið hefð, að meiri-
hluti þátttakenda, sem skuld-
binda sig til að ganga alla leið,
hafi verið konur. En eins og áður
sagði er öllum heimilt að slást í
förina, körlum jafnt sem konum.
Gönguleiðin
Flogið verður með leiguvél frá
Osló til New York, þar sem gang-
an hefst með friðarfundi. Þá ver-
ur gengið í gegnum New Jersey,
Princeton, Fíladelfíu, Wilming-
ton, Delaware, Baltimore, Mary-
land og Washington. Þetta er um
500 kílómetra löng leið.
íslenskir þátttakendur
Friðarhreyfingu íslenskra
kvenna hefur verið boðin þátt-
taka í þessari merku friðargöngu.
Þær konur, sem hafa tíma og
aðstöðu til að leggja máli þessu
lið, þurfa aðkoma sler sjálfar til
jOsló og greiða fyrir leiguflugið,
en fæði og húsunæði verður séð
um fyrir vestan. Þær sem áhuga
hafa og mögulega geta farið eru
beðnar að hafa samband við Mið-
stöð Friðarhreyfingar íslenskra
kvenna að Hallveigarstöðum eða
einhverja af konunum í
Miðstöðinni. Margrét s. Björns-
dóttir er ein þeirra, heimasími
28874, og hefur hún ýmis plögg
undir höndum varðandi förina.
ast
ritstiórnargrcin
Útsöl umarkaÖur Alberts
Jólasveinninn í
ráðuneytinu með
gjafir til allra
Þegar málefnasamningur nú-
verandi ríkisstjórnar lá fyrir, sem
og ráðherralistinn, sýndist flest-
um að heldur væri hlutur Fram-
sóknarflokksins rýr. Stefnan væri
ómenguð íhaldsstefna og öll
helstu ráðuneytin til að fylgja
henni fram, í höndum Sjálfstæð-
isflokksins. Miklu virtist Fram-
sókn hafa fórnað fyrir fundar-
stjóraembætti í ríkisstjórninni
fyrir Steingrím Hermannsson og
frestun á aðgerðum í kjördæm-
amálinu.
Það sem af er stjórnartímabil-
inu styrkir þetta mat. íhaldið
ræður ferðinni. Nema þá að
Framsóknarflokkurinn sé orðinn
svona helblár.
Sá sem helst hefur orð fyrir
ríkisstjórninni þessa dagana er
Albert Guðmundsson. Og trúr
sinni sannfæringu syngur hann á
hærri íhaldstónum en lengi hafa
heyrst úr ráðherramunni hér á
landi.
Hann mærir járnfrúna bresku,
Thatcher hástöfum og boðar
aðgerðir af því tagi, sem hún hef-
ur beitt í Bretaveldi með „góðum
árangri“.
„Þetta má
allt fjúka“
Nú ætlar Albert fjármálaráð-
herra að gleðja vini sína úr hinum
„nýríku“ hópum bísnessmanna,
sem helst hafa hampað honum í
Til sölu: Ríkisfyrirtæki, stór og smá. Hagstætt verð, góð greiðslukjör,
skattaívilnanir.
pólitík. Hann ætlar að selja þeim
ríkisfyrirtæki. Hann hefur enn
ekki látið í ljós hvaða fyrirtæki
hann vill að verði seld, en í viðtali
við Tímann reiðir hann þó hátt til
höggs og segir: „hvað mína per-
sónulegu skoðun snertir, þá má
þetta allt fjúka“.
Líklegt má telja að meðal
þeirra fyrirtækja sem til athugun-
ar verði að selja séu Lands-
smiðjan, Ríkisskip, Áburðar-
verksmiðjan og hlutur ríkisins í
Flugleiðum, Eimskip, Slipp-
stöðinni og Álafossi.
Einnig má nefna Sementsverk-
smiðjuna í þessu sambandi, sem
og hlut ríkisins í Járnblendiverk-
smiðjunni - þótt líklega gæti orð-
ið erfitt að finna kaupanda að því
síðastnefnda.
Kaupendur fái
skattfríöindi
Það er ekki aðeins að fjármál
aráðherra tali um að selja eigui
ríkisins í hendur einkaaðilum
það á líka að veita kaupendunun
sérstakar skattaívilnanir til ac
aðstoða þá við þjóðþrifaverk, ac
mati Alberts, að kaupa fyrirtæki
af ríkinu. Hann er „fullkomlega
reiðubúinn til þess að athuga
möguleika á skattaívilnunum til
þeirra sem vildu hefja rekstur á
ríkisfyrirtækjunum“. Ef þetta ei
ekki kostaboð, þá þekkir undir-
ritaður ekki til slíkra boða.
Hvers vegna á
ríkið fyrirtæki?
Það er forvitnilegt að velta því
fyrir sér í þessu samhengi, hvers
vegna það er, að íslenska ríkið er
töluverður eigandi framleiðslu-
tækja. Ymsir myndu telja, að
þarna mætti sjá mikil áhrif félags-
hyggjumanna í íslenskum stjórn-
málum, og kannski er það að ein-
hverju leyti rétt. En meginskýr-
ingin er þó líklega smæð hins ís-
lenska hagkerfis, sem hefur vald-
ið því, að ríkið hefur einn aðila á
landinu haft bolmagn til að takast
á við ýmis stórverkefni í upp-
byggingu iðnaðar og annars
atvinnurekstrar af stærra taginu.
Þetta á t.d. við um Sementsverk-
smiðju ríkisins. Það eru ekki í
gildi lög, og hafa aldrei verið,
sem banna einkafyrirtækjum að
reisa sementsverksmiðju.
íslenska ríkið hefur einnig
gerst aðili að atvinnurekstri þeg-
ar einkaaðilar hafa verið kornnir í
þrot. Þarna má nefna Álafoss og
Slippstöðina sem dæmi. En nú
þegar þessi fyrirtæki eru orðin
burðug og lífvænleg, undir stjórn
ríkisins, þá á að færa þau einka-
aðilum að gjöf.
í þriðja lagi má nefna, að
byggðasjónarmið hafa verið með
í spilinu varðandi þátttöku ríkis-
ins í atvinnurekstri: þar má nefna
Ríkisskip, sem sinnir þjónustu
við ýmsa þá staði í landinu, sem
einkaaðilar myndu án efa skilja
útundan vegna lítillar arðsemi af
þjónustu við þá.
Ríkið hefur þannig ekki gerst
þátttakandi í atvinnulífinu í sam-
keppni við einkaatvinnurekstur-
inn, heldur hefur það miklu frem-
ur gerst þannig að einkaaðilar
hafa verið dregnir að landi þegar
allt hefur verið komið í þrot -
tapið hefur verið þjóðnýtt.
Fjármálaráðherrann fer því all
fjarri sanni þegar hann talar um
að selja fyrirtæki „það sem ríkið
er í samkeppni við einstaklinga
eða þar sem ríkið hefur á einn eða
annan hátt bolað einstaklingum
út úr rekstri“. Um þetta höfum
við vart dæmi.
Hitt má síðan spvrja fjármála-
ráðherrann og samkeppnissinnan
Engilbert
Guðmundsson
skrifar
Albert Guðmundsson um, hvers
vegna samkeppni milli ríkisfyrir-
tækis og einkafyrirtækis er
eitthvað verri en milli tveggja
einkafyrirtækja.
Og það skyldi þó aldrei vera,
að sala á Skipaútgerð ríkisins
styrkti með einhverjum hætti
stöðu Hafskips, þar sem hæstvirt-
ur fjármálaráðherra var stjórn-
arformaður þar til um daginn.
Hvað með ÁTVR?
Margir hafa velt því fyrir sér
hvort ÁTVR komi til með að
verða á listanum yfir ríkisfyrir-
tæki til sölu. Fjármálaráðherrann
ætlar ekki að selja hana „á þessu
stigi“ eins og hann orðar það,
enda liggur honum ekkert á. Það
er ekki ónýtt fyrir umboðsmann
erlendra víntegunda að vera
æðsti yfirmaður ÁTVR.
Hvað segir
Framsókn?
Þau eru á allan hátt ómenguð
af félagshyggju, viðhorfin sem
Albert Guðmundsson viðrar
þessa dagana. Fyrir utan sölu
ríkisfyrirtækja er á bænum þeim
hjalað um skattaívilnanir þeim
betur settu til handa.
En Sjálfstæðisflokkurinn er
ekki einn í ríkisstjórn. Allavega
ekki að forminu til. Það væri
fróðlegt að frétta eitthvað um af-
stöðu Framsóknarflokksins, sem
jú kennir sig við félagshyggju á
hátíðis- og tyllidögum, til Thatc-
herisma Alberts Guðmunds-
sonar. Ætla þeir að láta þetta yfir
sig ganga þegjandi og hljóða-
laust. eða telja Framsóknarmenn
kannski að tillögur Alberts fylgi
„milliveginum", sem Páll Péturs-
son sagði að núverandi ríkis-
stjórn fylgdi í efnahagsmálum?
- cng