Þjóðviljinn - 17.06.1983, Blaðsíða 19
Föstudagur 17. júní 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19
en á tímum Viktoríu drottningar kom henn-
ar mesti blómatími. Þá var miðborgin
byggð upp á glæsilegan hátt af fremstu ark-
itektum og byggingameisturum. Frá þess-
um tíma er Grey Street, einhver stíl-
hreinasta gata í Evrópu, og Konunglega
leikhúsið í Newcastle svo að eitthvað sé
nefnt. Það var þegar veldi Newcastle stóð
sem hæst að Einar Benediktsson kom og sá
Tínarsmiðjur.
Þegar ekið er út fyrir borgina er strax
komið í iðgrænar sveitir. Allt er grænt: tré,
akrar og tún svo langt sem augað eygir.
Fornir grjótgarðar eru hvarvetna og marka
lendur og lóðir. Þeir einkenna þetta lands-
lag. Víða eru litlir miðaldarbæir með
þröngum götum og vinalegum krám. Með-
fram ströndinni eru garnlir kastalar, m.a. sá
frægi Lindisfarnekastali á Eyjunni helgu,
fiskiveiðibæir og gullnar strendur. Norð-
ymbrar segja að þetta land sé best varð-
veitta sumarleyfisleyndarmál Bretlands-
eyja.
Hér er tilvalið að dóla um á bíl. Hvar-
vetna er hægt að fá ódýra gistingu en einnig
eru hér lúxushótel fyrir þá sem þau vilja.
í Norðymbralandi er eitt makalausasta
mannvirki fornt á Bretlandseyjum. Það er
hinn svokallaði Hadríanusarmúr sem Róm-
verjar reistu þvert yfir England til varnar
gegn barbörum fyrir norðan. Þessi múr
markaði norðurtakmörk hins Rómverska
heimsveldis og er yfir 100 km á lengd. Árið
118 eftir Krist varð uppreisn á Bretlandi
gegn Rómverjum og fjórum árum seinna
kom Hadríanus keisari sjálfur til þessa út-
jaðars Rómaveldis og fyrirskipaði að múr-
inn yrði reistur. Hann er frábært vitni um
stórfengleika rómverska herveldisins og
verkfræðikunnáttu Rómverja. Múrinn var
um 5 metra hár og 3 metra breiður með
varðturnum og hliðum með vissu millibili. f
250 ár mönnuðu Rómverjar múrinn til
varnar gegn barbörunum.
Hadríanusarmúrinn frá tímum Rómverja hlykkjast í gegnum
Norðymbraland.
Hið fræga Gray Street í Newcastle. Það er frægt fyrir arkitektúr.
Þó að Hadríanusarmúrinn sé víða orðinn
ógreinilegur og horfinn með köflum hefur
hann á öðrum stöðum vel varðveist og
grafnar hafa verið upp rústir af herskálum
Rómverja víða. Sumir varðturnarnir
standa enn. Þetta er eitt af undrum
Norðymbralands.
Uppi í Cheviothæðunum er stór
þjóðgarður með mikilli náttúrufegurð. Hér
eru gamlir orustustaðir milli Skota og Eng-
lendinga, endalausar heiðar,skógar og fjöl-
skrúðugt dýralíf.
Aðeins hefur verið tæpt á fáu í Newcastle
og Norðymbralandi, rétt til að gefa for-
smekkinn af því sem hægt er að sjá þar.
Sjálfir eru Norðymbrar elskulegt og opið
fólk og ávallt reiðubúnir til hjálpar villtum
ferðalöngum. _ pp
ER KOMIÐ UT
Fæst í bókaverslunum,
blaðsölustöðum, og hjá
kvenfélögum um allt land.
P ÚtboÓ
Tilboð óskast í gatnagerð og lagnir ásamt lögn dreifikerfis hitaveitu (
ibúðarhverfi norðan Grafarvogs 2. áfangi.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík
gegn 3000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað
fimmtudaginn 30. júní 1983 kl. 11 f.h..
INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
• Blikkidjan
Ásgaröi 7, Garðabæ
Onnumst þakrennusmiöi og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíöi.
Gerum föst verðtilboð
SIMI 53468