Þjóðviljinn - 17.06.1983, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 17.06.1983, Blaðsíða 30
30 SÍÐA - ÞJÓÐVlLjÍNÍSÍ Föstudagu'r ll'júnÍ Í9tá' ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Sumarferð Alþýðubandalagsins í Reykjavík Viðeyjarferð 25. júní. Laugardaginn 25. júní n.k. veröur farið í árlega sumarferö Alþlýöubandal- agsins í Reykjavík. Förinni er heitið í Viðey og veröur lagt upp frá Sunda- höfn kl. 10 og 10.30 árdegis. Heimferð kl. 17-18 eða 20-21. Miðasala hefst mánudaginn 20. júní á skrifstofu ABR, Hverfisgötu 105 kl. 8-16. Miðinn kostar 150 krónur og er ókeypis fyrir 12 ára börn og yngri. Tryggið ykkur miða strax á mánudag. Ferðanefnd l AB-Héraðsmanna IAImennur félagsfundur mánudaginn 20. júní kl. 20.30 í fundarsal Egils- staðahrepps. Dagskrá: 1) Staða kvenna í félags- og flokksstarfi Alþýðu- bandalagsins 2) Ónnur mál. Félagar fjölmennið. Stjórnin Skógræktarferð í Heiðmörk Sunnudagurinn 19. júní. Félagar, notum öll þetta tækifæri og komum með fjölskylduna í Heiðmörk til þess að rækta smáskógarreit og blanda geði einn sunnudagseftirmiðdag. 1) Mætum kl. 13.30 við Elliöavatnsbæinn. 2) Trjáplöntur verða á staðnum og leiðsögumaður og verkfæri frá Skóg- ræktarfélagi Reykjavikur. 3) Tökum með okkur kaffi og góðgæti. Nánari upplýsingar í símum 76510 (Ingibjörg) og 78411 (Ingólfur) og 71367 (Arnór). Stjórnir Breiðholts- og Árbæjardeildar ABR P.S: Gleymið ekki að mæta. Úr Hornvík. - Séð frá Höfn yfir til Kálfatinda. Þar var á fyrri öldum talið heiðnaberg, - bústaður Skinnbrókar tröllkonu. Lengst til vinstri tindur- inn Jörundur, sem lengi vartalinn ókleifur. Undir Kálfatindum stóð bær- inn á Horni. Sumarferö Alþýöubandalagsins á Vestfjöröum 8. júlí. Farið verður á Hornstrandir manna. Dvalið verður í tjöldum þess- ar 2 nætur. -Kvöldvaka og kynning á Horn- ströndum - Verð fyrir fullorðna kr. 980.- Öllum heimil þátttaka. Nánar auglýst síðar.* Kjördæmisráð Alþýðubandalags- ins á Vestfjörðum Hin árlega sumarferð Alþýðu- indalagsins á Vestfjörðum verður ) þessu sinni farin norður í Hornvík. Lagt verður af stað með Djúpbátn- n Fagranesinu frá ísafirði föstudag- n 8. júlí kl. 2 eftir hádegi, og komið til aka á sunnudagskvöld. Farið verður Hornbjarg og í gönguferðir um ná- ennið undir leiðsögn kunnugra Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins: Þórsmerkurferð 1.-3. júlí. Helgina 1. til 3. júlí næstkomandi verður farin Þórsmerkurferð á vegum Æskulýðsfylkingar Alþýðubanda- lagsins. Auðvitað mæta allir sem vettlingi geta valdið ungir sem gamlir. Föstudaginn 1. júlí mæta þeir sem ætla í Þórsmörk með ÆFAB við Flokksmiðstöð Alþýðubandalagsins að Hverfisgötu 105, klukkan hálf níu um kvöldið stundvíslega. Og allir með tjald, vel útilátið nesti og hlífðarföt, ull og góða gönguskó. I Þórsmörk verður farið í göngu- ferðir um svæðið, efnt verður til kvöldvöku og sameiginlegrar grill- veislu, og allir verða í góðu skapi. Heimleiðis verður haldið síðdegis á sunnudag. Áætlað gjald fyrir Þórs- merkurferð ÆFAB er 4-500 krónur. Ábyrgir fararstjórar. Hringið og látið skrásetja ykkur í Þórsmerkurferð ÆFAB í síma 17 500. Fjölmennum. Æskulýðsfylking Alþýðubanda- lagsins, félagsmálahópur. Frá undirritun viðaukans við Helsinkisáttmálann, sem gefur Faereyingum, Grænlendingum og Álandseying- um aukna aðild að Norðurlandaráði. Við borðið gitja samstarfsráðherrar Norðurlanda Christian Christ- enscn frá Danmörku, Matthías Á. Mathiesen, Svante Lundkvist frá Svíþjóð, Asbjörn Haugsvedt frá Noregi og Gustav Björkstrand frá Finnlandi. Færeyingar, Grænlendingar og Álandseyingar: Fá tvo fulltrúa hver á þing Norðurlandaráðs Færeyingar, Grænlendingar og Álandseyingar fengu aukna aðild að Norðurlandaráði í fyrradag. Þá var undirritaður samningur, sem breytir Helsinki-sáttmálanum, þannig að þessar þjóðir fá nú sjálfstæða aðild að Norðurlandaráði, þó innan ramma dönsku og fínnsku sendinefndanna. Eftir þessa breytingu fá Færey- ingar, Grænlendingar og Alands- eyingar tvo fulltrúa hver í Norður- landaráði, og eru þeir kosnir af heimastjórnarþingum þjóðanna. Fyrir Grænlendinga er breyting- in mest, þar sem þeir höfðu engan Breyting á Helsinki- sáttmálanum staðfest í fyrradag fulltrúa áður. Álendingar fá nú tvo fulltrúa í stað eins. Færeyingar verða áfram með tvo fulltrúa. Hjá þeim er breytingin fólgin í því, að það sem var áður siðvenja, sem Danir höfðu í hendi sér, er nú rétt- ur, staðfestur af Norðurlandaráði. Fulltrúar Grænlendinga og Á- landseyinga lýstu ánægju með þá niðurstöðu sem þarna fékkst, en fulltrúi Færeyinga lét í ljós nokkra óánægju. Sagði hann að Færeying- ar vildu fá fullkomlega sjálfstæða aðild að ráðinu, en sættu sig við þessa breytingu, sem skref í rétta átt. Við þessa breytingu fjölgar full- trúum úr 78 í 87, þar á meöal fjölg- ar íslendingum úr 6 í 7, en Danir og Finnar fórna hlutfallsléga af sínum fulltrúafjölda til að þessi niður- staða náist. Verða dönsku fulltrú- arnir 16 og þeir finnsku 18 en bæði Norðmenn og Svíar hafa 20 full- trúa. Snýr Landsvirkjun sér að kvikfjárrækt? Byggir fjárhús og hlöðu fyrfr norðan Liður 1 uppgjöri vegna Blöndu- framkvæmda Er Landsvirkjun búin að gefast upp á orkusölunni og farin að snúa sér að kvikfjárrækt? Það mætti halda ef lesin er auglýsing frá fyrirtækinu sem birtist í blöðunum á dögunum, þar sem óskað er tilboða í byggingu fjárhúss og hlöðu að Eiðsstöðum í Svínavatnshrcppi f A- Húnavatnssýslu. En svarið við spurningunni er neitandi. Guðjón Tómasson hjá Landsvirkjun sagði í samtali við Þjóðviljann að þessar útihúsabygg- ingar á Eiðsstöðum væru liður í samkomulaginu um Blönduvirkj- ÚTBOÐ Landsvirkjun óskar eftir tilboöum t byggingu fjárhúss og hlöött ao Eiðsstööuin í Svínavatnshreppi í Austur-Húnaváin-, sýsiu. Útboðsgögn verða afhent a skrifstofu Landsvirkju ð Háaleitisbraut 68, 108 Reykjavík og á skrifstofu Ramiagn.s- veitna ríkisins aö Ægisbraut 3, 540 Blönduósi frá og rr,eð rri,V vikudeginum 15. júní 1983 og kostar hvert emtak 300 krónur Tilboðum skal skila á skritstofu Landsvirkjunar, Haai.itis braut 68,108 Reykjavík fyrir kl. 14 þriöjudaginn ?ð. júní 1983 Reykjavík, 13. júní 1983, LANDSVÍRKJUN. un. Á Eiðsstöðum verður afskap- Bræður sem hana áttu, hafa áfram lega mikið rask þar sem stór hluti ábúðarrétt á jörðinni en inni i framkvæmdanna fer fram í næsta kaupsamningnum var ákvæði um nágrenni íbúðarhússins, sagði aðnýútihúsyrðureist,þarsemþau Guðjón, og því þótti rétt að virkj- gömlu voru úr sér gengin. unaraðilinn keypti jörðina. -Á1 Skipbrot sagði Sigurjón Pétursson um Grafarvogsskipulagið „Skipuiagið við Grafarvog hefur beðið skipbrot, þó borgarstjóri vilji ekki viðurkenna það,“ sagði Sigur- jón Pétursson í borgarstjórn í gær, þar sem til umræðu voru lóðarum- sóknir og -framboð í borginni. Töldu allir talsmenn minnihlutans nauðsynlegt að endurskoða tvo síð- ari áfanga Grafarvogsbyggðarinn- ar í Ijósi lítils áhuga umsækjenda á stórum einbýlishúsalóðum og þeirrar staðreyndar að eftirspurn eftir minni íbúðum er mun meiri en eftir stórum sérbýlum í Reykjavík. Borgarstjóri sagði slíkt hins vegar „út í hött“. Á fundinum kom fram að 801 lóð er auglýst í Grafarvogi en um- sóknir þar eru aðeins 409 og taldi minnihlutinn það sýna takmark- aðan áhuga húsbyggjenda á stórum einbýlishúsalóðum. Sigurjón benti á að þó 910 umsóknir hefðu borist um tæplega 1000 lóðir, þá væri aðeins sótt um 787 lóðir, því margir væru um hverja í öðrum hverfum en Grafarvogi. „Þetta skipulag gengur þvert á þær þarfir sem virð- ast vera á íbúðum í Reykjavík", sagði Sigurjón, og vitnaði í nýja könnun sem Bjarni Reynarsson landfræðingur hefur gert fyrir Borgarskipulag á fasteignamark- aðnum í Reykjavík. Kemur þar í ljós að lítil eftirspurn er eftir stóru sérbýli sem nóg framboð er á, eink- um í úthverfum, en mjög mikil eftirspurn eftir litlum íbúðum. -ÁI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.