Þjóðviljinn - 17.06.1983, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 17.06.1983, Blaðsíða 22
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 18. - 19. júní 1983 skák Kasparov næsti áskorandi Karpovs Grein þá sem hér birtist ritaði fréttamaður APN, Grigorjev að nafni. Greininni er ætiað að varpa Ijósi á þann skákmann sem af mörgum er talinn hinn fremsti í dag, sovéska stórmeistarann Harry Kasparov. Sem slík má greinin teljast forvitnileg þó höfundur sniðgangi nokkur atriði sem Vesturlandabúum er tamt að fara náið út í. I greininni eru að auki nokkrar augljósar villur s.s. sú staðhæf- ing að Kasparov sé yngsti stórmeistari í skáksögunni. Hann ávann sér titilinn 16 ára gamall og hlaut hann opinberlega 17 ára gamall. Robert Fischer var 15 ára er hann varð stórmeistari. Greinarhöf- undur lætur hjá líða að greina frá gyðinglegum uppruna skáksnill- ingsins og því atriði að fyrir nokkrum árum var nafni hans breytt. í dag er hann þekktur semKasparov en barhið gyðingleganafn Weinstein á árum áður. Ekki kannast sá sem þessar línur ritar við að sovéskir skákmenn séu sífellt vitnandi í orð Karls Marx og setningin í niðurlagi greinarinnar kemur því eins og skrattinn úr sauðaleggnum og ber vott umeinhverskonarrétttrúnaðarstefnu höfundar. - hól. Á torginu við húsið þar sem Kasparov býr, Umsjón Helgi Ólafsson Árið 1978 að loknu Sovét- meistaramóti í skák sagði Mikhail Tal í viðtali við blaðið „Sovetski Sport“: „Garrí Kasparov er óum- deilanlega einstakt fyrirbæri í skák- heiminum. Ég get aðeins nefnt tvo skákmeistara, sem tóku þátt í stór- mótum með svo góðum árangri, þegar þeir voru 15 ára. Það voru þeir Fischer og Spasskí“. Tal og fleiri skákmeistarar voru mjög hrifnir af taflmennsku hins unga Bakúbúa, sem vakti mikla athygli á mótinu og það var aðeins ónóg reynsla, sem kom í veg fyrir, að hann kæmist á verðiaunapall. Og nú hafa liðið fjögur ár. Og ný uppgötvun. Fyrrverandi heimsmeistari, Mikhail Botvinnik sagði í viðræðum við erlenda gesti á skákhátíðinni í Moskvu, sem hald- in var sumarið 1982: „Ef ég hef talið, að Kasparov gæti ekki orðið keppinautur Karpovs fyrr en í næstu umferð, þá verð ég eftir ár- angur hans í Bugoino að leyfa mér að halda, að þetta geti e.t.v. orðið fyrr“. Auðvitað var það ekki aðeins sigur Kasparovs á hinu mikla stórmóti í júgóslavnesku borginni Bugoino, sem var ástæð- an fyrir því að Mikhail hældi Kasp- arov svo mjög. Á þessum fjórunt árum hafði Kasparov orðið Sovét- meistari, sigrað á þrem alþjóð- legum mótum, orði heimsmeistari unglinga, verið í liði Sovétríkj- anna, sem sigraði á Olympíuleik- unum í skák, orðið Evrópumeistari og yngsti alþjóðlegi stórmeistarinn í allri skáksögunni. Framabrautin í nágrenni Bakú á Agsherpn'sk- skaga teygja sig sandstrendur yfir Kasparov gegn Karpov. Þeir hafa teflt þrisvar innbyrðis og hefur öllum skákunum lokið með jafntefli. 30 kílómetra svæði. Þar læra sól- brenndir strákhnokkar undir- stöðuatriðin í knattspyrnu. Þar hitti ég Garrí Kasparov síðast liðið ár. Hann var að búa sig undir milli- svæðamótið í Moskvu og í frítíman- um hljóp hann á eftir fótbolta á ströndinni. „Ég hef yndi af knattspyrnu, hjólreiðum og sundi. Og hundrað metrana hleyp ég á 12 sekúndum,“ sagði Garrí mér. Ég horfði á þennan sólbrúna pilt og minntist þess að ég hitti hann í skákklúbbnum í Bakú fyrir átta árum. Lítill og grannur strákur var að útskýra skák, sem hann var ný- búinn að vinna. Það voru margir viðstaddir og rödd hans skalf og brast stundum. Og það var eins og hann ætti erfitt með að færa menn- ina á segulborðinu, sem hékk á veggnum. Þá kom móðir hans hon- um til hjálpar. Garrí var sex ára, þegar hann fór að tefla. í fyrstu hafði hann mjög gaman af skákþrautum og faðir hans taldi, að þær væru nauðsyn- legar til að þjálfa hugann og rök- rétta hugsun. Það var afi hans Shagen, sem fékk þá hugmynd að láta drenginn fara að tefla. Hann tók barnabarn sitt með sér í Ungherjahöllina í Bakú, þar sem skákklúbbur var starfandi. Frá því augnabliki hófst ferill Garrí Kasparovs. Hann heldur sig við skynsam- legan stíl. Hann leikur af ná- kvæmni, en skiljanlega og rökrétt án þess að vera með einhver ómerkileg brögð. Hann hefur al- veg einstakt minni og það gerir honum kleift að fara með skákir Alekhins og Rubinstein, en það er nokkuð, sem skákmeistarar fyrri kynslóðar gátu ekki á hans aldri. Leyndardómur hins frábæra ár- angurs Garrí Kasparovs er ekki aðeins fólginn í hinni sjaldgæfu náðargáfu hans, heldur einnig í iðjusemi hans. Mikhail Botvinnik hefur eftirfarandi unt hana að segja: „Við höfum komið okkur upp góðu kerfi við að finna unga snill- inga. Þeir tefla í ungherjahöllun- um. Reglulega eru haldin lýðveld- ismót barna og unglinga. Þar er hægt að segja til um hæfileika skák- mannanna. Þannig var það með Kasparov“. Mig langar að bæta því við, að Garrí Kasparov var í skákskóla Mikhails Botvinniks. Þá þegar var Kasparov farinn að vekja furðu fólks vegna hæfileika sinna og vfðtækrar þekkingar á skák- sviðinu. En tímarnir hjá Mikhail Botvinnik voru sú menntun, sem hafði í för með sér frábæran ár- angur. Lyndiseinkunn Hér á eftir fer kafli úr viðtali, sem ég átti við Kasparov fyrir fimm árum. „Hver er hjáguð þinn í skák- inni?" „Árið 1969 þegar ég fór að tefla varð Boris Spasskí heimsmeistari. Hann varð fyrsti hjáguð minn. Síð- an var það Robert Fischer." „Hvað finnst þér um tap?" „Satt að segja finnst mér það leiðinlegt. Stundum fer ég að skæla..." En hvernig svaraði hann þessum spurningum núna? „Ég hegðaði mér eins og knatt- spyrnuaðdáandi, sem var alltaf hrifinn af því liði, sem var í efsta sæti. Nú á ég engan hjáguð. Ég ber virðingu fyrir starfsbræðrum mín- um og keppinautum. Ég læri á/því að fara yfir skákir leiðandi skák- manna í heiminum. Það er starf, sem færir mér mikla hamingju. Ósigur er þungbær eins og áður. En nú er það bara Súsanna, amma mín, sem grætur yfir þeim. Ég hef gert mér grein fyrir því, að ósigur getur stundum kennt manni meira en sigur.“ Þegar ég bar saman þessi tvö við- ’ töl sá ég, að Garrí var farinn að hafa meiri stjórn á sér. Hann er gestrisinn og opinskár. Hann hefur gaman af góðum skrýtlum og góð- urn samræðum. Hann er mann- blendinn, en vandlátur í vinavali, harður í mati á árangri sínum og hefur meira gaman af því að tala um árangur annarra. Og enn tókum við hann tali. „Hvað finnst þér um að fara að stofna fjölskyldu?" „Ég veit, að það kentur að því. En enn sem komið er, elska ég bara eina konu og það er mamma mín.“ Fjölskylda Karparovs. Móðtr hans, Klara, þriðja frá vinstri í efri röð. Hjá kunningja sínum, listamanninum, Mokhsen Sjarkaz. Með derhúfu á ströndinni. Meistarinn ungi leikur yfirleitt drottningarpeði í fyrsta leik, en þarna viðist 1. e2 -e4 eiga hug hans allan. Áhugamál Auðvitað er skákin aðaláhuga- mál Garrí Kasparovs. En sem vel gefinn piltur leitast hann við að mennta sig á sem flestum sviðum. Hann hefur gaman af sögu, land- afræði, tónlist, byggingalist, leik- list og auðvitað íþróttum. En það er sama hvar hann er, á tónleikum, myndlistarsýningu eða íþróttasaln- um, hann getur aldrei gleymt skák- inni. Og hann er heldur ekki að reyna það. Eitt truflar ekki annað. Garrí segir, að íþróttir, list og bók- menntir stuðli að aga og þjálfi inn- sæið, en það sé eiginleiki, sem hann þurfi mjög á að halda. Garrí stundar nám í ensku og bókmenntum við Kennarahá- skólann í erlendum tungumálum í Azerbajidzjan. Hann rninnir á orð Karls Marx, þegar talið berst að ástæðunni fyrir star'fsvali hans: „Þú ert jafnmargar persónur og tung- urnar sem þú talar.“ Þó að hann veldi sér starf, sem er ekki á skák- sviðinu, heldur hann samt áfram að sækja kennslu í námsgreinum, sem liggja nærri skákinni, s.s. stærð- fræði. Þegar hann var að undirbúa sig fyrir millisvæðamótið sá ég, að í herbergi hans lágu ýmsar bækur innan um skákbækurnar, s.s. „Saga frönsku byltingarinnar“, „Ferðir Magellans" og fl. Garry Kasparov er eldheitur á- róðursmaður skákarinnar. Hann ferðast mikið um borgir og héruð Azerbajidzjan og teflir fjöltefli og segir frá þeim mótum, sem hann hefur tekið þátt í. Það eru aðeins þroskaðir skákmenn, sem vinna slíkt starf. Þegar ég sagði það við Garrí, sagði hann: „Ég man enn svo vel allar þær kennslustundir, sem ég hef átt með leiðandi stórmeisturum Sovétríkj- anna. Ferðirnar taka auðvitað tíma, en þeir, sem eru að taka fyrstu skrefin í skákheiminum, þurfa á þeim að halda." Valeri Grigorjev, APN.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.