Þjóðviljinn - 17.06.1983, Blaðsíða 3
' « < f • #*./ f»
Helgin 18. - 19. júní 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Fjármálaráðherra um sölu ríkisfyrirtœkja
Fylgi þessu eftir
eins og ég get
„Ég sel ekkert nema
kaupendur séu fyrir hendi. Ef
það kemur kaupandi þá er
málið til athugunar. Ríkið
verður að halda áf ram að
reka það sem eftir stendur ef
kaupandi finnst ekki, hvort
sem fyrirtækið skilar arði eða
ekki. Hitt er annað mál að það
er til athugunar hvort ekki er
hægt að leggja eitthvað af
þessum fyrirtækjum niður“,
sagði Albert Guðmundsson
fjármálaráðherra í samtali í
gær.
Á undanförnum ríkisstjórnar-
fundum hefur Albert dreift til sam-
ráðherra sinna listum yfir þau ríkis-
fyrirtæki sem hann telur koma til
greina að selja einstaklingum.
Ráðherrar hafa óskað eftir frekari
gögnum að sögn Alberts þar á
meðal skýrslu nefndar sem vann að
athugun möguleika á sölu ríkisfyr-
irtækja í síðustu stjórnartíð Fram-
sóknar og Sjálfstæðisflokks, sem
dreift var til þeirra í gærmorgun.
„Þetta hefur tafið málið svo það
verður ekki fyrr en á næsta ríkis-
stjórnarfundi að ég get rætt þessi
mál við samráðherrana.“
Stjórnmála-
samband
við Alsír og
Indónesíu
Ákveðið hefur verið að ísland
taki upp stjórnmálasamband við
tvö ríki, sem ekki hefur verið haft
stjórnmálasamband við áður. Þessi
ríki eru Indónesía og Alsír.
Engin ákvörðun hefur verið
tekin um að skiptast á sendiherrum
og ekki ákveðið hvenær af slíku
verður.
Þú hefur nefnt að til greina komi
að veita þeim fyrirgreiðslu sem
vildu kaupa eignir ríkissjóðs. Með
hvaða hætti yrði það?
„Ég hef ekki hugsað um það,
enda er ekki hægt að setja eina al-
gilda línu í þeim efnum. Það er ein-
staklingsbundið hvaða fyrir-
greiðslur menn þurfa og sumir
þurfa enga fyrirgreiðslu. En það er
ekkert ákveðið."
Hvað með skattaívilnanir?
„Það gæti vel komið til greina, ég
útiloka það ekki. Sum þessi fyrir-
tæki hafa ekki verið þekkt fyrir að
borga háa skatta til ríkissjóðs. Því
Þetta eru niðurstöður úr vor-
leiðangri rannsóknarskipsins
Bjarna Sæmundssonar, en slíkur
leiðangur er farinn árlega til að at-
huga ástand sjávar, gróður og átu á
íslenska hafsvæðinu.
er ekki óeðlilegt að einstaklingar
sem vildu taka yfir þennan rekstur
fengju einhvern aðlögunartíma.“
Hefur þú orðið var við áhuga
manna á að kaupa þessi fyrirtæki?
„Já, já. Flestir vilja kaupa
Áfengisútsöluna og ríkisbankana.
Vill Þjóðviljinn kannski kaupa
eitthvað?“
Forveri þinn og flokksbróðir
hugðist gera það sama fyrir nokkr-
um árum, en varð ckkert ágengt.
„Ég veit ekki hvort það verður
eitthvað meira úr því hjá mér.
Þetta er ekki bara mín hugsjón
heldur þeirra sem vilja efla ein-
Leiðangrinum lauk 13. júní og
voru athugaðir 115 staðir umhverf-
is landið.
Fyrir Vesturlandi og Vest-
fjörðum var hlýsjórinn í meðallagi
Albert Guðmundsson fjármálaráð-
herra: Skattaívilnanir koma til
greina.
staklinginn og frumkvæði hans. Ég
mun alla vega fylgja þessu eftir eins
og ég get ég ég fylgi því kannski
meira eftir en forveri minn ef þú ert
að meina Matthías Á. Mathiesen.
En hvort mér verður meira ágengt
eða ekki, það veit ég ekkert um.
Það verður bara að koma í ljós,“
sagði fjármálaráðherra.
heitur (5-7°) og þar var mikill
gróður í sjónum, nema á
grunnslóð. Mikil átavarásvæðinu,
en minnkaði er norðar dró.
Fyrir Norðurlandi gætti hlýsjáv-
ar ekki austan Húnaflóa. Þar var
sjór kaldur (1-2 gráður) og seltulít-
ill. Á vestanverðum Norðurlands-
miðum var sjór einnig átusnauður,
en þó var átumagn heldur meira en
í fyrravor.
Kvennalistinn
mótmælir
neitun
sumarþings
Þingmenn Samtaka um kvenna-
lista hafa sent frá sér mótmæli gegn
þeirri ákvörðun ríkisstjórnar
Steingríms Hermannssonar að
kalla Alþingi ekki saman fyrr en að
liðnu sumri.
Segja þær í ályktun sinni, að í
flestum hópum þjóðfélagsins sé
mikil óánægja með ráðstafanir
ríkisstjórnarinnar, einkum þær
sem varða kjör launafólks.
Þær vekja athygli á því, að krafa
þingflokka stjórnarandstöðu um
þinghald hið fyrsta var send forsæt-
isráðherra 1. júní si., en ríkis-
stjórnin hafi dregið svarið við sig í
tvær vikur og síðan tekið neikvæða
afstöðu, þrátt fyrir stuðning
meirihluta þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins við þessu eðlilegu kröfu.
Fyrir Austurlandi var sjór einnig
kaldur yfir landgrunninu (1-2
gráður) gróðurlítill og áta undir
meðallagi.
í greinargerð frá Hafrannsókna-
stofnun segir að fyrir Norðurlandi
sé mikill sjávarkuldi og lítið um átu
og þess ekki að vænta að þar verði
snögg breyting á.
Ný sérfargjöld til
Amsterdam og[ Dusseldorf
eino sfeini í íriku!
Við mætum verðbólgu og verðhækkunum með umtalsverð-
um lækkunum - einu sinni í viku á hvorn áfangastað.
Amsterdam
Þriðjudagsferðir +30% af lægsta fargjaldi = 8.581
+50°/o barnaafsiáttur = 4.290
DUsseMorf
Helgarbrottför +20% af lægsta fargjaldi = 10.096
+50% barnaafsláttur= 5.048
Um sérfargjöldin gildir
eftirfarandi:
• Þú verður að panta og
greiða ferðina með
minnst hálfsmánaðar
fyrirvara.
• Miðanum er ekki hægt
að breyta.
• Ef þú hættir við ferðina
endurgreiðum við
helming af andvirði
hennar.
• Ferðin verður að vera
minnst vikulöng - mest
mánuður.
Kynntu þér nýju sérfargjöldin - og ferðin er hafin
Flugfélag með ferskan blæ
ARNARFLUG
Lágmúla 7, sími 84477
->g-
Rannsóknarleiðangur Bjarna Sœmundssonar:
Kaldasti sjór í 20 ár
Sjór fyrir Norður- og Austurlandi er nú mjög kaldur, og
fyrir norðan er þetta eitt kaldasta vor í sjó sl. 20 ár.
Sjávarhiti er tiltölulega góður í hlýja sjónum fyrir Suður-
og Vesturlandi.