Þjóðviljinn - 17.06.1983, Blaðsíða 4
4 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudajur 17. júní 1983
stjórnmál á sunnudegi
Guðrún
Helgadóttir
skrifar
Þegar kreppan skellur á
tapa ALLIR
Það er ekki heiglum hent að ætla
sér að skrifa um stjórnmál á íslandi,
eins og ástand þeirrar umræðu er í
landihér. Raunarerhún nærengin,
heldur líta stjórnmálamenn á það
sem hlutverk sitt þegar þeir tala til
fólks að hafa uppi
taugaveiklunarkenndar varnir fyrir
sig og flokka sína eins og
sakamenn væru, og
málflutningurinn felst í einföldun
staðreynda í stað upplýsinga um
raunveruleikann, og heitir það á
mannamáli áróður. Vitaskuld
leggur sæmilega skynsamt fólk
engan trúnað á slíkan þvætting.
En kjörnum fulltrúum fólksins er nokkur
vorkunn. Fjölmiðlakostur þjóðarinnar ger-
ir sitt besta til að hindra að fólk geti fylgst
með því sem þeir eru að gera, enda er þekk-
ingarleysi manna á störfum Alþingis með
hreinum ólíkindum. Allt er gert til að sverta
þingmenn í augum þjóðarinnar og þeim á-
róðri linnulaust haldið úti, að þeir séu „allir
eins“, „geri ekkert af viti“, „best væri að
reka þá alla heim“ o.s.frv., og jafnvel er í
tísku að telja eftir þeim þau laun, sem þeir
fá greidd fyrir vinnudag, sem tekur engan
enda. Milli þessara tveggja aðila, þjóðar og
þings, ríkir því ógnvænleg tortryggni, sem
ævinlega er undirstaða óttans, og afleiðing-
in er gagnkvæm taugaveiklun í samskiptum
þessara aðiia. Augljóst dæmi um öryggis-
leysi almennings gagnvart stjórnmála-
mönnum er að hvenær sem nýr og áður
óþekktur hópur býður fram til þings,
flykkjast menn til að kjósa hann. Menn
hafa sáralitla möguleika á að kanna hvað
þingmenn hafa verið að gera, og telja þess
vegna best að kjósa þá sem ekki hafa gert
neitt. Þeir gætu hugsanlega „gert eitthvað".
Styrkur slíkra frambjóðenda er að þeir hafa
ekkert að verja og þægindi kjósenda eru að
þeir þurfa ekkert að kynna sér störf hinna
nýju mannkynsfrelsara.
Fréttamennirnir
og lýðræðið
Fastráðnir fréttamenn fjölmiðlanna á
þingi bera þarna ekki litla ábyrgð. Og þegar
miðað er við að þeir eru viðstaddir alla
þingfundi og dveljast nær daglangt á þing-
inu sjálfu, er furðulegt hversu lítið og óná-
kvæmlega er skýrt frá flutningi mála og um-
ræðu í þinginu. Þingmenn hafa einfaldlega
ekki tíma til að skýra allan málflutning sinn
sjálfir í dagblöðum, það er verkefni frétta-
manna á þingi. En þeir eru annars vegar á
mála hjá pólitískum fjölmiðlum og hins
vegar sinna þeir ekki eins og þeim ber þeirri
skyldu sinni að greina fólki á skýran og
skilmerkilegan hátt frá inntaki mála og af-
stöðu einstakra flokka og oft á tíðum ein-
stakra þingmanna, svo að menn geti sjálfir
tekið afstöðu. Það verður að segjast hrein-
skilnisiega, að stundum sýnist mér þessir
herrar (því að þeir eru nær allir karlmenn)
hafa meiri áhuga á að stunda spekúlasjónir
um innanflokksátök um einstök mál og geta
í eyðurnar um hluti sem þeim koma ekkert
við, heldur en að skýra frá því, sem skiptir
máli, sem er sjálf umræðan á Alþingi. Það
ætti t.d. að vera skylda þeirra að gera reglu-
lega skrá yfir þau mál, sem hver þingmaður
eða flokkur hefur borið fram, svo að kjós-
endur sjái sjálfir hvað liggur eftir kjörna
fulltrúa, sem kemur fólkinu í landinu að
einhverju gagni, eða það teldi vera til góðs.
Og í stað aulafyndni úr ræðustólum Alþing-
is væri nær að skýra frá markverðum ræðum
sem innihalda upplýsingar um mikilvæg
málefni og veruleg vinna liggur að baki.
Fréttamenn skyldu nefnilega hafa það hug-
fast, að raunverulegt lýðræði í landinu á
ekki lítið undir því, hvernig þeir rækja störf
sín. Því að auðvitað á þetta ástand ekkert
skylt við lýðræði, lýðræði byggist á því að
þjóðin sé upplýst um raunverulegt ástand
mála. Það er nánast ekkert hlægilegra en
stjórnmálamenn, sem standa yfir verka-
fólki í miðri kosningabaráttu og segja því
hver sé kaupmáttur launa. Láglaunafólk
veit mætavel sjálft hvernig því gengur að
framfleyta sér og sínum frá einum tíma til
annars, og það er hinn raunverulegi
kaupmáttur launa. Það ætti hins vegar að
vera verkefni hins mælska stjórnmála-
manns að útskýra fyrir þeim sömu verka-
mönnum, af hverjú kaupmátturinn er eins
og hann er, hvernig hann tengist öllum þátt-
um þjóðfélagsins og helst af öllu, hvar pen-
ingarnir eru sem þeir afla með vinnu sinni,
fyrst þeir eru ekki í buddunni hans. Meðal-
tekjur landsmanna koma t.d. verksmiðjust-
úiku með börn á framfæri ekki nokkurn
skapaðn hlut við. Hún hefur ekki minnsta
gagn af meðaltekjum, sem hún fær ekki
greiddar sjálf. En umræða um kjör manna
fer mestan part fram á prósentumáli Þjóð-
hagsstofu og þess vegna tekur enginn mað-
ur mark á henni, fremur en skyndiskrumi
frambjóðenda, vegna skorts á upplýsíng-
um.
Virðingarleysi
við kjósendur
Þessi hættulegi skortur hefur nú valdið
þeirri hremmingu sem menn horfa fram á
eftir nýafstaðnar kosningar. Aldrei hefur
virðingarleysi við kjósendur verið eins al-
gjört og nú, né kjósendur jafn ruglaðir í
ríminu. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins
kusu að skipta verulega um frambjóðendur
í forvali flokksins, sem þúsundir tryggra
Sjálfstæðismanna tóku þátt í. Formaður
flokksins hlaut 7. sæti, og sú ákvörðun hans
að gera tilraun til að vinna það sæti var
virðingarverð. En þegarsvo bar við, að það
tókst ekki, hlýtur það að vera bein móðgun
við landsmenn að þessi fallni frambjóðandi
tekur sig til og hefur stjómarmyndunarvið-
ræður í umboði flokksins. Það er ekkert
svar, að hann sé ennþá formaður flokksins
fram að næsta landsfundi. Það má ljóst vera
að styrkur hans í flokknum nægði honum
ekki til þingsetu og þá tæplega lengur til
formennsku flokksins. Það er ekki að undra
þó að erlend dagblöð hafi upphrópunar-
merki á eftir slíkri frétt. Og nú er Geir
Hallgrímsson utanríkisráðherra þjóðarinn-
ar án þess að vilji flokksins, hvað þá vilji
þjóðarinnar, standi til þess. Þetta er auðvit-
að pólitískt rugl og ringulreið. Við þing-
menn verðum að lúta oft á tíðum mis-
kunnarlausum dómi kjósenda og sæta úr-
slitum möglunarlaust. Allt annað er sví-
virðilegt valdabrölt og ósæmandi með öllu.
Það er ekki að undra þó að kjósendur séu
áttaviltir. Matthías Bjarnason er nú
heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra
hinnar nýju stjórnar. Fyrsta verk hans var
að fella úr gildi reglugerð Svav'ars Gests-
sonar um að ríkið greiði 20% kostnaðar við
tannlækningar landsmanna, sem taka átti
gildi 1. júní. f umræðu um það mál, vegna
frumvarps Jóhönnu Sigurðardóttur um
skattalækkun vegna kostnaðarsamra tann-
viðgerða, kynnti Svavar Gestsson ákvörð-
un ríkisstjórnarinnar um umrædda reg-
lugerð, og benti á þá kjarabót sem þessi
útgjaldalækkun fjölskyldna í Iandinu væri.
Orðrétt um þetta mál sagði núverandi
heilbrigðisráðherra: „Ég er fyrir mitt leyti
hlynntur því að greiða hluta af tannlækna-
kostnaði fólks, en hitt var leiðinlegra atriði
að taka þetta inn í skattalög... Eg tel að
yfirlýsing og reglugerðarútgáfa heilbrigðis-
og tryggingaráðherra hafi komið á móti
A sama tíma og íslenskt
verkafólk á nú að skila
fjórðungi launa sinna til
atviunnurekenda, hefur
hlutfall launa í
framleiðslukostnaði
og almennri
verðmyndun farið
síminnkandifrá árinu
1977.
þessu, þó að ég telji það vera réttari leið að
Alþingi taki ákvörðun um slíkt en ekki ráð-
herra, þegar málið er komið á lokastig. En
eigi að síður, hvernig sem farið er að þessu
máli, er það nú tryggt, eftir upplýsingum
heilbrigðisráðherra að dæma, að 20%
verða greidd af tannlæknakostnaði..."
Nokkrum vikum seinna gerðist Matthías
Bjarnason sjálfur heilbrigðisráðherra og
felldi umrædda reglugerð úr gildi! Hvernig
á svo að taka stjórnmálamenn alvarlega?
En þetta eru e.t.v. smávægilegar hremm-
ingar, þegar litið er til hinna stóru. Hin nýja
ríkisstjórn hafði ekki setið nema nokkra
daga, þegar réttur samtaka launafólks til
kjarasamninga var afnuminn til 1. febrúar
1984 og skertur allt fram til 1. júní 1985!
Hafði einhver þeirra frambjóðenda sem nú
styðja ríkisstjóm landsins sagt kjósendum
frá því í kosningabaráttunni, að þetta stæði
til næðu þeir kjöri? Ó nei, enda væru þeir
varla í núverandi sætum sínum ef svo hefði
verið. Þeir eru því einfaldlega við völd á
alröngum forsendum, og það heitir á
mannamáli valdníðsla. Sams konar vald-
níðsla og viðhöfð er t.d. í Póllandi og
auðvitað víða annars staðar í vondri veröld
og Morgunblaðið hefur grátið yfir mörgum
fögrum tárum.
Þessu næst fær Seðlabankastjóri skyndi-
lega málið eftir langa þögn, rétt eins og
ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen hefði
geymt hann keflaðan í rúm þrjú ár, og hellír
yfir fráfarandi forsætisráðherra örlagadómi
yfir þjóðarbúskapnum. Og Þjóðhagsstofn-,
unarmenn taka upp sömu iðju og tala eins
og sá sem valdið hefur, enda tók forstöðu-
maður hennar virkan þátt í myndun nú-
verandi ríkisstjórnar. Þessi beinu afskipti
umræddra embættismanna af íslenskum
stjórnmálum eru auðvitað með öllu ósæm-
andi, og af sama toga og afskipti forstjóra
Álversins af viðskiptum fráfarandi ríkis-
stjórnar og fyrirtækisins Alusuisse. Þessir
embættismenn víla ekki fyrir sér að haga
upplýsingum sínum á þann veg, sem hentar
nícjandi valdhöfum, þegar þeir eru þeim
hlynntir. Og það er ekki í þeirra verka-
hring. Verksvið þeirra er að upplýsa um
staðreyndir.
Kaupmátturinn
og þjóðartekjurnar
Og nokkur dæmi skal ég færa fyrir gagn-
rýni minni. Þjóðhagsstofnun hefur ekki
haldið því á lofti, að fyrrverandi ríkisstjórn
tókst að skilja við kaupmátt launa hærri en
nokkru sinni fyrr miðað við þjóðartekjur.
Hún upplýsti hins vegar réttilega, að
kaupmáttur launa hefði lækkað á stjórnar-
tímabilinu. Eigi upplýsingar um stöðu
þjóðmála að koma fólkinu í landinu að
gagni og hafa áhrif á afstöðu þess til vald-
hafa, skiptir verulegu máli, hvort einskærri
óráðsíu er um að kenna lækkun kaupmáttar
eða hvort óviðráðanleg rýrnun þjóðartekna
er meginástæðan, t.d. minni veiði úr
sjónum.
Annað dæmi skal nefnt: Þjóðhagsstofn-
un hefur þegar reiknað út verðbógustigið á
komandi hausti fyrir margnefndar aðgerðir
ríkisstjórnarinnar. Telja þeir að það verði
um 80% í stað þeirra 120% „sem ella hefðu
orðið“. Slíkur samanburður er augljóslega
þvættingur, því þá er gert ráð fyrir að ein-
hver önnur ríkisstjórn hefði hreinlega ekk-
ert gert til að bregðast við efnahagsvandan-
um. Þetta eru því hreinar blekkingar, ef
ekki vísvitandi falsanir. Þetta er beinlínis
gert til að sætta fólkið í landinu, sem nú sér
á eftir fjórðu hverri krónu úr buddunni
sinni, við þann grimmilega niðurskurð, sem
nú er gerður á lífskjörum manna. „Eitthvað
verður víst að gera“ segir fólk þreytulega og
heldur áfram að puða. En - Þjóðhagsstofn-
un segir líka um afkomu fyrirtækjanna:
„í þessu sambandi má hafa í huga, að þrátt
fyrir mikinn afturkipp í þjóðarbúskapnum
eru ýmsar greinar allvel settar, t.d. útflutn-
ingsiðnaður, sumar greinar samkeppnis-
iðnaðar og að líkindum einnig ýmis þjón-
ustustarfsemi." Það liggur því ljóst fyrir, að
tekjurýrnun almennings í landinu hjálpar
ekki aðeins fyrirtækjum sem illa standa,
heldur færir ómældan gróða í vasa þeirra