Þjóðviljinn - 17.06.1983, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 17.06.1983, Blaðsíða 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 17. júní 1983 Vissirðu... að Jónas Haralz bankastjóri var eitt sinn í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn. að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, var þingmaður Fram- sóknarflokksins. að Jónas frá Hriflu stofnaði Alþýðu- flokkinn. að séra Sigurður Einarsson í Holti gaf eitt sinn út ljóðabók sem hét Hamar og sigð. að bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum fyrir 50 árum var ritstjóri blaðs sem hét Fasistinn. að Kristmann Guðmundsson skáld var í varnarliði Ólafs Friðrikssonar í Hvíta stríðinu 1921. að Jónas frá Hriflu skrifaði bók um Al- bert Guðmundsson. að Bjarni Guðnason prófessor var í landsliðinu í fótbolta. að Hermann Jónasson var glímukóngur íslands. að Svavar Gestsson söng einu sinni með dægurlagahljómsveit í Borgarfirði. að afi Sigurðar Bjarnasonar frá Vigur fann upp nafnið á Þjóðviljanum. að Geir Hallgrímsson er fæddur í gamla Sj álfstæðishúsinu. að Svarthöfði var einu sinni ritstjóri Tímans en hætti vegna deilna um bir- tingu á teiknimyndasögunni um Hvell- Geira. að íslendingar kynntust Mikka mús fyrst í Þjóðviljanum. að Bryndís Schram var einu sinni feg- urðardrottning íslands. að Hjalti Kristgeirsson er föðurbróðir Ólafs Ragnars Grímssonar. að faðir Ólafs Ragnars Grímssonar var einn af leiðtogum Alþýðuflokksins á ísafirði. að Ragnar Halldórssson í Álverinu er í Félagi bandarískra herverkfræðinga. að túlkur á frægum fundi þeirra Hitlers og Knut Hamsun á stríðsárunum er enn á lífi og býr hér á landi. að Guðmundur Steinsson leikrita- höfundur heitir í raun og veru Guð- mundur J. Gíslason. að Lúðvík Jósepsson heitir fullu nafni Lúðvík Aðalsteinn Jósepsson. að A-ið í Sigurður A. Magnússon stendur fyrir Aðalheiðarson. Ég er kominn af hetjum, norrænum hetj- um. Ég er af Mýramannakyni, get rakið ætt mína til Egils Skallagrímssonar og hef feng- ið hin dökka lit hans. Ég er hraustur Islend- ingur. Eitt kvöldið í vikunni í svölum norðan- gjósti gekk ég út úr kjallaraíbúð minni, belgdi út brjóst mitt og leit stoltur til fjalla. Víkingablóðið ólgaði í æðum mínum. Veðrið oss magni og herði. Ég gekk hægt niður Flókagötuna og hleypti annarri brún- inni niður á kinnina en hinni upp í hársræt- ur. Ég minntist Flóka og hrafnanna, Skarp- héðins, Gunnars, Kjartans og Egils. Lítið barn varð á vegi mínum og hrökk undan. Svo gekk ég styrkum fótum út á sjálft Miklatún, svarteygur og skolbrúnn, herði- breiður og mikilleitur. Tívolí er ekki fyrir víkinga. Eg gjóaði ekki svo mikið sem augunum í áttina að því. Hins vegar festi ég fránum sjónum á styttu Einars Benedikts- sonar í fjarska. Styttan minnir um margt á Egil þó að ólíklegt sé að hann hafi verið í svona frakka. En herðarnar eru hinar sömu: „Vöðvanna mátt efldi kyn eftir kyn, hjá kaldsóttri unn, undir þjótandi hlyn. “ Ég fann að ég var ekki einhamur þetta kvöld og gerðist styggur nokkuð. Skyndi- lega rann á mig hamremma. Ég tók undir mig stökk og rann að styttu Einars. Heilt knattleikjalið sem var að æfa sig þarna á velli nam staðar í miðjum leik og horfði á mig undrandi. Ég tók á öllu sem ég átti, hljóp sem kólfi væri skotið yfir þvert tún og stytta Einars stækkaði og stækkaði fyrir móðukenndri sjón minni. Vöðvarnir hnykl- uðust undir skyrtu minni svo að hún var nær sprungin. Þá gerðist það. Ég fann að ég átti erfiðara og erfiðara með að lyfta upp fótunum. Mæðin heltók mig og áður en hinni herðibreiðu styttu væri náð gafst ég upp við lítinn orðstír. Ég lötr- aði hægt síðasta spölinn og barmur minn gekk upp og niður. Svima setti að mér, en til allrar hamingju var knattliðið hætt að veita mér athygli. Ég studdi mig við stytt- una og lokaði augunum meðan ég var að ná mér. Ég staulaðist Lönguhlíð heim og brátt setti hroll að mér. Mikið var ég feginn þegar ég gat kastað mér í sóffann í litlu notalegu kjallaraíbúðinni. Æ, þú sonur kappakyns. Svo er nú komið eftir þúsund ár. Én aldrei skal ég gefast upp. Nú ætla ég að hlaupa á hverju kvöldi og skora Einar Benediktsson á hólm. Svo fer ég og drep 11 saman. Guðjón sunnudagskrossgatan Nr. 376 1 Z 3 v— £? 7- 8 <7 W W~~ ;/ 7 12 13 /</ W 12 1S sa liJ l(s> lt> u> )r S U> 18 sr /9 V lg 20 21 21 V 20 li 12 H V' i? 22 l'f Zl S- 22 8 2Ý 3 'W' Y 8 18 1 ú> 8 22 >+ y Kf s 11 'i T zl 3 V 2V s? & I 27 /f 18 V 21 27 V 27 18 Z6> 3 lb 18 Z8 y 18 T~ /3' 11 w~ 27 11 W~ 8 V 3 28 21 5 27- T~ w~ 3 V 1 22 3 3 S' 1+ W K, 18 2*1 ii 3o 27 /f 8 23 2(* V S 8 ÍS’ 3 18 5 É /r 3 V ;v 2Z rJ v 20 18 3 S /* 3 T '9 tt ,7J 9 3 5 V 2 & // U £ rv^ / 9o' lb s 21 Zt <? 5 S2 3/ /«/ 20 A Á B D DÉÉ FGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá karlmanns- nafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt „Krossgáta nr. 376“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. 30 Z 3 Zb 15 H Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp, því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér- hljóða og breiðum, t.d. getur a aldrei komið í stað í og öfugt. Verðlaunin Verðlaun fyrir krossgátu nr. 372 hlaut Axel Nikulásson, Smáratúni 25, 230 Keflavík. Þau eru hljómplata með Gunnari Þórðarsyni og Pálma Gunnarssyni. Lausnarorðið var Pétursborg. Verðlaunin að þessu sinni er skáldsagan Hjartað býr enn í helli sínum eftir Guðberg Bergsson. Guðbergur Bergsson HJARTAÐ BÝRENN í HELLISÍNUM

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.