Þjóðviljinn - 17.06.1983, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 17.06.1983, Blaðsíða 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fðstudagur 17. júní 1983 mm Nýjar ferðamannaslóðir fyrir íslendinga Dómkirkjan og kastalinn í Durham eru í næsta nágrenni Newcastle. Götumynd frá Newcastle. Ljósm.: GFr. Nú hafa opnast nýjar ferðamannaslóðir fyrir íslendinga með tilkomu vikulegra siglinga frá Reykjavík til Newcastle á N- Englandi og Bremerhaven í Þýskalandi. Blaðamaöur Þjóðviljans átti þess kost fyrir skömmu að dvelja í tvo daga í Newcastle og nágrenni og komstað því að þar er vissulega margt að sjá ogskoðafyrirfróðleiksfúsa ferðamenn. Héraðið, Northumberland, er hið fegursta. Fyrir þá sem mestan áhuga hafa á því að færa varninginn heim má ennfremur geta þess að í Newcastle er risastór verslunarmiðstöð, að sögn einhver sú stærsta i Evrópu. Newcastle er í Norðymbralandi sem svo er nefnt í fornum íslenskum sögum. Þar stóð m.a. ríki Eiríks blóðaxar og Gunnhild- ar drottningar hans fyrir þúsund árum og er því töluvert af víkingablóði í æðum Norðymbra. Má víða sjá örnefni sem virð- ast af norrænum toga og fólkið er hreint ekki ósvipað okkur Islendingum að sjá. Skítug iðnaðarborg með risastórum skip- asmíðastöðvum, kemur líklega fyrst upp í hug okkar er við heyra á Newcastíe minnst. Þannig var mér farið. Reyndin varð önnur. Borgin er þrifaleg og mun þrifalegri en Reykjavík. Gamli kolareykurinn er horf- inn, búið er að þvo húsin og unaðsfagrir garðar víða í miðbænum. Skipasmíða- Nýi kastali og Norðymbraland stöðvarnar eru flestar komnar á hausinn, stóðust ekki japanska samkeppni, og því er það af sem áður var er Einar Benediktsson skáld kom til borgarinnar og orti eitt af sínum frægustu kvæðum, Tínarsmiðjur. Það hefst svo: Hús í rofum rökkurskýja rísa líkt og turnar vígja. Opnast flotum véla og voöa vatnshlið Nýja Kastalans. Dökkna undir múgum manns múrabakkar, þiljur gnoða. Réttast armar strengja og stoða. Streyma farmar hafs og lands. Eldar brenna yfir Tíni, eins og sterkir vitar skíni. Myrkrið Ijósið magnar óðum. Málmlog gjósa af hverri stó. Skolgrátt fljótið fram í sjó flýtur allt í rauðum glóðum, eins og járn úr hundrað hlóðum herði sig í straumsins þró. Síðar í kvæðinu segir: Viljans, hjartans, vitsins menning vopnast hér í einni þrenning, stendur undir stóra dómi stáls og krafts við rauðabál. Flokkasundrung, fjundskaps-mál fylkjast, tala einum rómi. Pegar býður þjóðar sómi, þá á Bretland eina sál. íbúafjöldi Newcastle er um 400 þúsund ef áfastir nágrannabæir eru taldir með. Hún er því ekki stór á alþjóðlegan mælikvarða. Að borginni liggja blómleg landbúnaðar- héröð með ilmandi sögu. í aldanna rás hef- ur Newcastle verið aðalmarkaðsmiðstöð þessara héraða auk þess að vera miðstöð siglinga og fiskveiða. Fyrir nær 2000 árum reistu Rómverjar brú yfir ána Tyne á þessum stað er nefndist Pons Aelius og virki við brúna. Það var fyrsta byggðin. Á rústum þessa rómverska virkis var svo byggður nýr kastali árið 1080 og dregur borgin nafn sitt af honum. Sá sem reisti nýja kastalann var Robert Curthose, sonur Normannakonungsins Vilhjálms sig- urvegara. Og enn má sjá mannvirki hans við ána. Á miðöldum þróaðist Newcastle hægt og rólega sem landbúnaðar- og fiskveiðaborg w» Útimarkaður í Newcastle. Borgin er meiri háttar verslunar- og markaðsborg. Ljósm.: GFr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.