Þjóðviljinn - 17.06.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.06.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA'— ÞJÓÐVILJINN t'fesiud'agur it. júní ÍíÍ83 DJÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Pjóöviljans. Framkvæmdastióri: Guörún Guömundsdóttir Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafssen. ritstjórnargrein Umsjónarmaður Sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Síguröardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúövík Geirsson, fylagnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurösson. Utlit og hönnun: Helga Garöarsdótfir, Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. úr aimanakánu Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Simavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson. Gunnar Sigurmundsson. Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síöumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaöaprent h.f. Sú kemur tíð • í ræðu sinni í dag mun forsætisráðherrann ekki minnast á nauðsyn þess að losna við bandaríska herinn úr landinu. Hann mun heldur ekki hafa orð á því að íslendingar eigi að segja sig úr hernaðarbandalaginu, NATO. Þaðan af síður mun hann eyða nokkrum orðum að því að aukin ítök Alu- suisse geti orðið til þess að stofna sjálfstæði þjóðarinnar í hættu. Þar verður ekki rætt um nauðsyn þess að standa á verði gegn aronskunni, en sem kunnugt er var það eitt fyrsta verk utanríkisráðherra Steingríms Hermannssonar að panta hjá bandarísku stjórninni aukið fjármagn í íslenskt sam- göngumannvirki - flugstöðina frægu. Bendir allt til þess að um það sé alger samstaða í stjórnarliðinu þó að menn greini þar á um margt. Þá verður þess sjálfsagt ekki getið í ræðu forsætisráðherrans að Framsóknarflokkurinn og Geir Hall- grímsson ætia nú að hefja framkvæmdir í Helguvík. Þar á að veita bandarísku herstöðinni á Miðnesheiði aðgang að hern- aðarhöfn sem ekki hefur verið um að ræða áður. • í ræðu forsætisráðherrans verður þess heldur ekki minnst að Alþingi er nú hundsað með hrokafyllri hætti en nokkru sinni fyrr. Eina þingið sem nú situr er alþingi götunnar sem sendir frá sér óhjákvæmilegar ályktanir í tilefni af kaupráni ríkisstjórnarinnar. Meirihluti alþingismanna hefur óskað eftir því að fá að hefja störf á Alþingi, en forsætisráðherra hefur neitað því. Þetta kallar formaður þingflokks Sjálfstæð- isflokksins fyrirlitningu á störfum alþingismanna- aðrir hafa haft önnur orð, ekki mikið mildari en fljótfærnislegar yfirlýs- ingar forsætisráðherra um að þing megi ekki koma saman. Það má einnig vera nokkurt umhugsunarefni á þessum degi hvernig ný ríkisstjórn hegðar sér gagnvart stjórnarandstöð- unni við skipan nefnda sem fjalla eiga um orkumál - þar er stjórnarandstöðunni boðið að halda sig utan dyra þannig að stjórnarliðið eitt geti farið sínu fram. Verður þessi afstaða ekki skilin öðru vísi en svo að stjórnarliðið óski eftir því að vera utan samráðs um orkumál er núverandi stjórnarflokkar j lenda í stjórnarandstöðu sem kann að vera áður en langur í tími líður. Vinnubrögðin í orkumálum og framkoman við stjórnarandstöðuna minnir á kaldastríðstímann þar sem einskonar galdrabrennuhugarfar einkenndi stjórnarhætti landsins. • En nú er þjóðhátíð. Á þjóðhátíð minnumst við liðinna alda og áratuga. Við minnumst þess er forfeður okkar og mæður brutu af sér hlekki nýlendukúgunar eftir sjö aldir. Við minnumst þess hver sigur vannst 17. júní 1944 og við vildum mörg miklu heldur hafa lifað þann dag til þess að skynja fögnuð þjóðarinnar yfir stærsta sigri sögunnar í þessu landi. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er kominn til vits og ára eftir stofnun lýðveldis og man því ekki nema af vörum foreldra sinna hvað gerðist á þessum mikla degi í sögu lands og þjóðar. Þess vegna er þeim mun nauðsynlegra að vera vel á verði. Þrátt fyrir skilningsleysi núverandi ríkisstjórnar á nauðsyn sjálfstæðisbaráttunnar ber að mæta þeirri staðreynd með því að safna liði til nýrrar sóknar áður en unnið hefur verið óbætanlegt tjón á sjálfstæði landsins. Ríkisstjórnin heldur því fram að hún sé að treysta sjálfstæðið með efnhagsaðgerðum sínum. Það er rangt. Ríkisstjórn sem stuðlar að atvinnuleysi grefur undan sjálfstæði þjóðarinnar og ýtir af stað landflótta. Þannig missa landsmenn trú á getu þjóðarinnar til þess að lifa sjálfstæðu lífi í þessu Iandi, en sú trú er einmitt snar þáttur þeirrar hugsjónar sem forðum tíð herti menn til baráttu við vald sem virtist óviðráðanlegt. • Því miður horfir því ekki vel á þessum þjóðhátíðardegi þegar lýðveldið er 39 ára. Þó mun úr rætast ef vel er unnið og hafist handa hið fyrsta. Þá þarf að leggja alla áherslu á það að börn okkar og barnabörn skynji og skilji söguna svo næmum skilningi að Islandsbyggð verði ekki framar öðrum þjóðum háð enn frekar en nú er. „Land, þjóð og tunga, þrenning sönn og ein. Þér var ég gefin barn við móðurkné“. Þar er sú þrenning sem best dugar með hugsjónum jafnréttis til þess að skapa skilning þannig að aldrei aftur komist hér til valda í landinu ríkisstjórn sem fer tröllahöndum um sjálft fjöreggið. Hér þarf að skapa grundvöll fyrir ríkisstjórn og pólitíska samfylkingu sem hefur þjóðfrelsið í öndvegi. Sú kemur tíð. Svavar Gestsson Marshall Benjamín Eiríksson Marshall- aðstoðin S.l. þriðjudagskvöld settist ég niður við útvarpstækið mitt til að hlusta á fyrri hluta útvarpsþáttar um þátttöku íslendinga í svokall- aðri Marshallhjálp Bandaríkj- anna eftir seinni styrjöld. í þess- um fyrri hluta var aðallega rakinn aðdragandi Marshallhjálpar og viðbrögð innanlands og utan. Sjálfum hefur mér um langt skeið þótt þessi hjálp vera einhver at- hyglisverðasti sögulegi atburður- inn eftir að hildarleik stríðsins lauk og hún hefur örugglega átt meginþátt í að móta heimsmynd okkar tíma, ekki síst hér í Evr- ópu. Hún endurreisti hið kapítal- íska kerfi sem var í rúst eftir stríðið, tryggði forræði Banda- ríkjamanna í fjármálum og hern- aði á Vesturlöndum og átti sinn þátt í að járntjaldið var dregið um þvera Evrópu. Mig langar því að fara nokkrum orðum um Island og Marshallaðstoðina, einkum vegna þess að mér fannst sjónar- mið stjórnanda fyrrgreinds þáttar vera full-bláeyg og gamallar kald- astríðssagnfræði gæta um of. Hinn yfirlýsti tilgangur Mars- hallaðstoðarinnar var að endur- reisa stríðshrjáða Evrópu og að skapa þurfi þær aðstæður að komið verði aftur á fót eða við- haldið „grundvallarreglum ein- staklingsfrelsis, frjálsu stjórn- skipulagi og sönnu sjálfstæði í ríkjum Evrópu", eins og það hét. Því var aldrei haldið leyndu að tilgangurinn væri pólitískur. Hjálpin var veitt með ákveðnum skilyrðum og var hún því ekki aðeins hjálp eða aðstoð heldur stálhörð viðskipti. Og hvers vegna hlutu íslend- ingar aðstoð? Stríðsátökin náðu, aldrei til íslands þannig að hér yrði barist eða valdið tjóni á mannvirkjum. Að vísu misstum við allmörg skip á höfunum, en þegar hér var komið sögu vorum við búin að kaupa um 30 nýja togara fyrir stríðsgróða auk ann- arrar endurnýjunar í atvinnulíf- inu. Við vorum því síður en svo stríðshrjáð þjóð miðað við flestar Evrópuþjóðir. Þvert á móti höfðum við grætt á stríðínu. Þess vegna er það mjög athyglisvert að Marshallfé sem gefið var hingað var meira að tiltölu en til nokkurs annars ríkis. Suður-Ameríka hafði líka sloppið við stríðið og þar voru margar þjóðir í sárustu fátækt. Þangað var engin Mars- hallaðstoð veitt. Hvers vegna? Svarið er auðvitað það að í S- Guðjón Friðriksson skrifar Ameríku höfðu Bandaríkjamenn öll þau ítök sem þeir vildu en á íslandi þurftu þeir að kaupa svo- lítið. Það var gert með Marshall- aðstoðinni. í stríðslok þóttust íslendingar hafa hlotið frelsi. Þeir höfðu hrist hinn danska klafa af sér, voru stoltir og ákveðnir í að lifa frjáls- ir. Stolt og lítil eyþjóð við ysta haf. Þeir áttuðu sig ekki á því að þeir voru komnir í hernaðarlega þjóðbraut. Bandaríkin og So- vétríkin voru um þessar mundir að keppast við að slá skjaldborg um sig. Litlu þjóðirnar sem iágu næst stórveldunum urðu - með góðu eða illu - að vera stuðpúði þeirra. Þær áttu að vera útverðir í nýju ógnarjafnvægi. fsland var þannig ákaflega mikilvægur út- vörður fyrir Bandaríkin. Það þurfti því að breyta hugarfari hdnnar nýfrjálsu þjóðar. Murshallaðstoðin var veitt ís- lendingum skv. samningi í júlí 1948. Skilyrðin voru þau að Bandaríkjamenn fengju fullan íhlutunarrétt um ráðstöfun fjár- ins. Á næstu árum voru þeir því eins konar yfirskoðunarmenn ís- lenskra fjármála. Varðmaður þeirra í íslensku fjármálalífi var Benjamín Eiríksson, bandarískt menntaður hagfræðingur. Mikill hluti fjárins var notaður tíl að opna ísland fyrir amerískri neysluvöru. Einnig voru Sogs- og Laxárvirkjanir og Áburðarverk- smiðjan reistar fyrir féð. Þetta var auðvitað mikilvægt fyrir ís- lenskt efnahagsiíf. En það var Iíka keypt dýru verði. Æ sér til gjöf gjalda. Stofnaður var svokallaður Mótvirðissjóður en í hann lögðu Bandaríkjamenn háa upphæð dollara gegn því að íslendingar legðu fram jafn háa upphæð ís- lenskra króna. Þessi sjóður var ætlaður til kaupa á bandarískum vörum, svo sem sígarettum og bílum, og gátu því íslendingar keypt hluta þeirra fyrir íslenskan gjaldeyri. Það var hagstætt. Bandaríkjamenn fengu hins veg- ar yfir 5% þessa sjóðs til frjálsra afnota á íslandi. Þanniggátu þeir . valsað með íslenska peninga á ís- lensku landi og þeir hafa aldrei gert grein fyrir því hvernig þeir notuðu þá. Það má hins vegar telja öruggt að þeir hafa fyrst og fremst notað þá til undirróðurs, til að kaupa menn og til að púkka undir þá aðila sem voru þeim hliðhollir, svo sem fjölmiðla, verkalýðsfélögo.fl. Morgunblað- ið hefur örugglega fengið sinn. skammt. Á fyrstu árum Marshall- aðstoðarinnar var framlag fs- lendinga til Mótvirðissjóðsins svo' hátt að lítið fé var afgangs í bönk- um til að lána íslenskum atvinnu- vegum og fjármagna íbúðabygg- ingar. Auk þess voru settar strangar reglur um fjárfestingu skv. skilyrðum Bandaríkja- manna. Við urðum að hætta við ýmsa erlenda markaði, sem áður höfðu reynst hagstæðir og beina viðskiptum okkar til ákveðinna aðila. Þetta allt leiddi til kreppu í íslensku atvinnulífi og atvinnu- leysis. Við urðum háðari og háðari bandarísku fjármagni. Marshallárin á íslandi 1948-54 eru einhver þau verstu eftir stríð. Þegar hér var komið sögu var eftirleikurinn auðveldur. Varnir hinnar nýfrjálsu þjóðar voru brostnar. Ráðamenn, sem voru sokknir í kaf í hvers kyns fjármál- aspillingu, tengda bandarísku gjafafé, höfðu ekki viðstöðu þeg- ar kné var látið fylgja með banda- rískar herstöðvar á íslandi og þjóðin sjálf var ekki spurð. Verðið sem við keyptum Mars- hallaðstoðina fyrir var bandarískt víghreiður á íslandi. Það er ekki ætlað sem vörn fyrir íslendinga heldur útvarðstöð fyrir Banda- rfkin, stuðpúði fyrir stórveldið og eftirlitsstöð með ferðum Sovét- manna. Þess vegna verður skotið á okkur ef til kjarnorkustyrjaldar kemur. Það er verðið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.