Þjóðviljinn - 17.06.1983, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 17.06.1983, Blaðsíða 13
Föstudagur 17. júní 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Þau sem kynntu hugmyndir sínar um byggingu tónleikahúss ásamt blaðamönnum. Frá vinstri: Jón Þórarinsson tónskáld, Karólína Eiríksdóttir tónskáld, Ármann Örn Ármannsson viðskiptafræðingur, Ingi R. Helgason forstjóri, og Gunnar Egilsson hljómlistarmaður. - Ljósm.: Leifur. Tónleikahús vígt á Listahátíð ’88 Samtök um bygg- ingu tónleikahúss hafa tekið til starfa öflunarhóp, prógrammeringshóp og staðarvalshóp. Jafnframt hefur verið unnið að því að fá sem flesta til að gerast þátttakendur í Sam- tökum um tónlistarhús, en svo nefnast samtökin. Eru þátttakend- ur orðnir um 800 talsins. í gær stóð undirbúningsnefndin fyrir blaðamannafundi þar sem áform, fyrirhuguð fjársöfnun, staðarval og fleira var kynnt. Þar kom fram að 7-8 staðir fyrir hljóm- leikahúsið koma til greina og hefur þegar verið haft samband við skipulagsyfirvöld. Ljóst er að Há- skólabíó stendur engan veginn undir þeim kröfum sem gerðar eru til húss fyrir tónleikahald, jafnvel þó svo tekið hafi verið tillit til þarfa tónlistarinnar þegar húsið var byggt. Mörg vandamál hefðu skotið upp kollinum á þeim tíma sem bíóið hefur sinnt stærri tónlist- arviðburðum, hljómburður er ekki nándar nærri nógu góður, þakleki er vaxandi vandamál, hávaði sem berst að utan gerir tónlistar- mönnum gramt í geði. Enda mun ísland vera eina landið í öllum hin- um siðmenntaða heimi sem á ekki tónleikahús, eins og einn fundar- manna orðaði það í gær, og í raun ekki nema eitt hús á öllu landinu sem byggt hefur verið eingöngu fyrir tónlist, en það er Hljóm- skálinn í Reykjavík. Tónleikahús - ekki tónleikahöll „Þegar teknar verða ákvarðanir um ytri og innri gerð hússins er mikill vandi á höndum. Við mun- um ekki leggja áherslu á að byggja einhverskonar prjálhýsi eða höll,“ sagði Ingi R. Helgason sem er ritari undirbúningsnefndar á blm. fund- inum í gær. Ingi sagði ennfremur að kostnaður við byggingu slíks húss lægi nálægt 3/4 hluta verði nýs skuttogara, en verð ákvarðast af því hvort gert verði ráð fyrir óperu- flutningi sem mun auka mjög kostnað. „Þó enn hafi engar á- kvarðanir verið teknar um innri gerð hússins er þó víst að stór salur verður fyrir sinfóníutónleika og einnig aðstaða fyrir kammermús- íktónleika," sagði Ingi. Undirbúningsnefnd er m.a. ætl- að að efna til stofnfundar samtaka um byggingu tónlistarhúss og er meiningin að fundurinn verði í haust. Þar verða teknar ákvarðanir um staðarval, gerð hússins o.s.frv. Áætlað er að tónlistarhúsið verði að fullu byggt fyrir Listahátíð vorið 1988 og verði tekið í notkun á há- tíðinni. -hól. r Islandskynn- ing í Nor- ræna húsinu Unnur Guðjónsdóttir, ballett- meistari, verður með íslandskynn- ingu í Norræna húsinu kl. 17:00 dagana 21. júní og 2., 9., 12., 23., 26. og 30. júlí. íslandskynninguna flytur Unnur á sænsku með frásögn um sögu íslands, landslag og lifn- aðarhætti og litskyggnur verða sýndar til stuðnings frásögninni. Nokkrar íslenskar vísur verða einnig sungnar á íslensku. Dagana 2. og 30. júlí kl. 15:00 hefur Unnur Guðjónsdóttir einnig kynningu á Svíþjóð, sem ætluð er íslendingum: Undanfarin ár hefur Unnur Guðjónsdóttir farið á vegum Nor- ræna félagsins í Svíþjóð og Finn- landi til ýmissa staða í þessum löndum og flutt erindi um ísland og ýmiss konar kynningaratriði og hefur verið gerður mjög góður rómur að þessu starfi Unnar. Hef- ur hún oft klæðst íslenska fald- búningnum í þessu sambandi og verður svo einnig nú í Norræna húsinu. Námsstyrkir Úthlutað hefur nú verið í annað sinn styrkjum til náms- og kynnis- ferða úr sjóði, sem hjónin Lis og lngvard Thorsen stofnuðu fyrir nokkrum árum, til styrktar garðyrkju- og búfræðingum, sem væru við nám á hinum Norður- löndunum. Að þessu sinni fengu styrki: Daði Tómasson, sem er við garðyr- kjunám í Danmörku, Áslaug Traustadóttir, við garðyrkjunám í Noregi og hópur búfræðinga frá Hvanneyri, sem fara í náms- og kynnisferð til Noregs nú í sumar. Tónleikahús, gamall draumur tónlistarmanna í Reykjavík og víð- ar sem þurft hafa að horfa uppá ótryggt tónleikahald á fjölmörgum stöðum sem byggðir voru með allt annað en hárfínar þarfir tónlistar- innar í huga, kann að vera tekið í notkun á Listahátíð 1988. Það vilja þeir meina sem stóðu að undirbún- ingsfundi í Háskólabíói laugardag- inn 4. júní síðastliðinn. Þar var kosin 12 manna nefnd skipuð Ár- manni Erni Ármannssyni við- skiptafræðingi, Jóni Þórarinssyni tónskáldi, Sigurði Helgasyni for- stjóra, Björgvini Vilmundarsyni bankastjóra, Gunnari Egilssyni hljómlistarmanni, Jóni Nordal tón- skáldi, Inga R. Helgasyni forstjóra, Karólínu Eiríksdóttur tónskáldi, Hákoni Steingrímssyni formanni stjórnar Sinfóníunnar, Finni Torfa Stefánssyni lögfræðingi, Rut Magnúsdóttur söngvara og Einari Jóhannessyni hljómlistarmanni. Nefndin hefur þegar haldið nokkra fundi, skipt með sér verkum og sett á stofn fjóra starfshópa: kynningar- og útbreiðsluhóp, fjár- ÉG BYRJAÐI 1. OKTÓBER — ÞETTA ER EKKERT MÁL ||Uf^FERÐAR 17. JÚNÍ Öllum er augljóst gildi þess að vinna með öðrum - taka sameigin- lega á þeim verkefnum sem eru hverjum og einum ofviða. Án samvinnu og samstöðu lands- manna allra hefði íslensku þjóðinni seint tekist að brjóta á bak aftur áþján erlends valds og öðlast sjálf- stæði 17. júní 1944. Samvinnufélögin eru frjáls og óháð félagasamtök meira en 45.000 einstaklinga. Samvinnuhreyfingin vill vera öflugur þátttakandi í fram- fararsókn íslensku þjóðarinnar. Hún vill vinna með öðrum þjóðhollum öflum við að byggja upp traust efn- ahagslíf og taka á þann hátt virkan þátt í ævarandi sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.