Þjóðviljinn - 17.06.1983, Blaðsíða 24
24 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 17. júní 1983
unglinsasiðan
Umsjón Helgi Hjörvar
Launamál unglinga
Hér birtist síðari greinin um
launamál unglinga og var nú
haft samband við Bandalag
starfsmanna ríkis og bæja og
Iðju, félag verksmiðjufólks.
Hjá Bandalagi starfsmanna ríkis
og bæja fengust þær upplýsingar að
mánaðarlaun fyrir:
13 ára væru kr. 6.206.- og fyrir
hverja klukkustund í yfirvinnu
kr. 62.06,-
14 ára væru kr. 7.161,- og fyrir
hverja klukkustund í yfirvinnu
kr. 71.61,-
15 ára væru kr. 8.116,- og fyrir
hverja klukkustund í yfirvinnu
kr. 81.16,-
16 ára væru kr. 9.548.- og fyrir
hverja klukkustund í yfirvinnu
kr. 95.48.-
Þessar tölur tóku gildi þann 1/6
1983.
Hjá Iðju félagi iðnverkafólks
fengum við þær upplýsingar að: í 7.
launaflokki (ýmis störf sem ekki
eru tilgreind í öðrum launaflokk-
um) hafa:
14 og 15 ára 7.719.- í mánaðarlaun,
kr. 62.35.- hverja klukkustund í
eftirvinnu og kr. 80.15- hverja
klukkustund í næturvinnu.
16 ára kr. 10.539.- í mánaðar'.aun,
kr. 73.35.- hverja klukkustund í
eftirvinnu og Kr. 94.30.- hverja
klukkustund í næturvinnu.
Æskulýðsfylkingin
Hvað er nú það?
Æskulýðsfylking
Alþýðubandalagsins er félag
fyrir unga sósíalista,
hernámsandstæðinga og
fleira róttækt fólk, sem
áhuga hefur á stjórnmálum,
félagsmálum og mennta- og
menningarmálum.
Markmið hennar er að efla
ungtfólk í sósíalismanum og
fræða það (og aðra) um
málefni líðandi stundar.
Á vegum Æskulýðsfylkingarinn-
ar er starfandi leshringur svo og
fimm nefndir, Menntamálanefnd,
Félagsmálanefnd, Verkalýðsmála-
nefnd, Þjóð- og utanríkismála-
nefnd og Útgáfunefnd. Einnig er
farið í nokkur ferðalög árlega og til
stendur að reisa skála í Sauðadöl-
um nú í sumar.
Æskulýðsfylkingin er ungt félag;
stofnað í januar 1983; en þó eru
félagar um þrjú hundruð og fjölgar
stöðugt. Ef þú hefur enn ekki látið
skrá þig, hringdu þá tafarlaust í
síma 17500 og láttu skrá þig. At-
hugið, stjórn Æskulýðsfylkingar-
innar hefur heitið því að C.I.A.
komist ekki í félagatalið.
Komdu með í Merkurferð
Helgina 1 -3. júlí ætlar Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins í sína árlegu Þórsmerkurferð. Eins
og þið vitið sjálfsagt var alveg æðislega gaman síðast þrátt fyrir mannfæðina (ekki nema um 100
manns). Við höfðum samband við undirbúningsnefndina í þessu tilefni.
Hún tjáði okkur að lagt yrði af stað frá flokksmiðstöð „allaballa“ að Hverfisgötu 105 á föstudagskvöldið
og komið í Þórsmörk (vonandi) fyrri hluti nætur.
Tjaldað verður í Húsadal og er ætlast til að þátttakendur hafi sjálfir með sér tjöld svo og nesti. Farið
verður í skoðunarferðir um næsta nágrenni á daginn og á kvöldin haldnar kvöldvökur (Æf. kvartettinn o.fl.
skemmta).
Mikill fjöldi fólks hefur nú þegar látið skrá sig. Komdu með í Merkurferð (ekki mjólkurferð), kýldu á
það, þú munt ekki sjá eftir því. Skráningarsíminn er:
P.S. Ekki gleyma góða skapinu.
Við látum hér fljóta með
Þórsmerkurljóð
eftir Sigurð Þórarinsson
Ennþá geymist það mér í minni
María María
Hvernig við fundumst í fyrsta sinni
María María
Upphaf þess fundar var í þeim dúr
að ætluðum bœði í merkurtúr
María María María María MaríaMaría
Margt skeður stundum í merkurferðum
María María
Einkum ef Bakkus er með í gerðum
María María
Brátt sátu allir kinn við kinn
og kominn var galsi í mannskapinn
María o.s.frv.
Því er nú eitt sinn þannig farið
María María
að árátta kvensamra er kvennafarið
María María
Einhvern veginn svo œxlaðist
að ég fékk þig í bílnum kysst
María o.s.frv.
17500.
Ofarlega mér er í sinni
María María
Hvað það var fallegt í Þórsmörkinni
María María
Birkið ilmaði, allt var hljótt
yfir oss hvelfdist stjörnunótt
María o.s.frv.
Ei við eina fjöl er ég felldur
María María
og þú ert víst engin engill heldur
María María
Okkur mun sambúðin endast verl
úr því að hœfir kjafti skel
María o.s.frv.
Troddu þér nú inn í tjaldið hjá mér
María María
Síðan œtla ég að sofa hjá þér
María María
Svo örkum við saman vorn œviveg
er ekki tilveran dásamleg
María o.s.frv.
í 8. launaflokki (aðstoð á lager,
léttari innanhúsflutningar, o.fl.)
hafa:
14 og 15 ára kr. 7.872,- í mánaðar-
laun, 63.58.- hverja klukku-
stund í eftirvinnu og 81.74.-
hverja klukkustund í nætur-
vinnu.
16 ára kr. 10.539.- í mánaðarlaun,
74.80 hverja klukkustund í
eftirvinnu og kr. 96.17 hverja
klukkustund í næturvinnu.
í 9. launaflokki (Almenn verk-
smiðjustörf) hafa:
14 og 15 ára kr. 8.030.- í mánaðar-
laun, kr. 64.86 hverja klukku-
stund í eftirvinnu og kr. 83.34
hverja klukkustund í nætur-
vinnu.
16 ára kr. 10.539.- í mánaðarlaun,
kr. 76.30 hverja klukkustund í
eftirvinnu og kr. 98.10 hverja
klukkustund í næturvinnu.
I 10. launaflokki (störf í þvotta- og
efnalaugum) hafa:
14 og 15 ára kr. 8.192.- í mánaðar-
laun, kr. 66.16 hverja klukku-
stund í eftirvinnu og kr. 85.07
hverja klukkustund í nætur-
vinnu.
16 ára kr. 10.539.- f mánaðarlaun,
kr. 77.84 hverja klukkustund í
eftirvinnu og kr. 100.08 hverja
klukkustund í næturvinnu.
Þessar tölur tóku gildi þann 1/6
1983.
Leiðrétting
í seinustu Unglingasíðu
(greininni um launamál) voru tvær
villur.
í inngangi var sagt að haft hefði
verið samband við Bandalag
Starfsmanna Ríkis og Bæja, það
var rétt en ákveðið var að birta
ekki þeirra taxta fyrr en nú.
Einnig var sagt í greininni: „Hjá
Félagi Bókagerðamanna fengum
við þær upplýsingar að allir aðstoð-
armenn í bókhaldi“, á að vera bók-
bandi.
Ótrúlegt
en sattl
Ég fékk bréf, meira að segja upp
á tíu orð! Gefum sendandanum
gott klapp.
Flosi sendir fleyga
félagsfræöingum.
Geirar vilja geiga
gegn tölvusjúklingum.
Snákur.
ítrekun!!!
Hvurnig er þetta, eyða allir
unglingar meiri tíma í tölvu-
spilakassavandamálið en
bréfaskriftir? Ég hef bara
fengið eitt bréf (þakka kær-
lega fyrir það). Ætlið þið að
láta þetfa spyrjast út? Er ekki
til sá unglingur sem kann með
penna að fara? Ekki skortir
efniviðinn. Þið gætuð skrifað
um:
Skólamál (illræmdu prófin,
grunnskólafrumvarpið og /
eða punktakapphlaupið).
Eða leiktækjamálið (t.d.
niðurstöður kannanna Þórólfs
Þórlindssonar um að aðeins
2% unglinga, 12-16 ára,
stundi leiktæki fjórum sinnum
í viku eða oftar).
Eða þá fullyrðingar Sig-
urðar A. Magnússonar um ný-
skipaðan yfirmann rásar 2 í
Ríkisútvarpinu (Helgarpóst-
urinn 26/5 1983).
Þið mættuð líka gjarnan
skrifa um Hernámsmálið eða
Æskulýðsfylkinguna.
P.S. Þið úti á landi, er virki-
lega ekkert efni sem ykkur
dettur í hug sem höfðar sér-
staklega til ykkar?
Jæja, þá er ykkur ekkert að
vanbúnaði! „Hálfnað er verk
þá hafið er“ segir málsháttur-
inn og hann lýgur aldrei.
Utanáskriftin er:
Unglingasíðan
c/o Þjóðviljinn,
Síðumúla 6,
107 Reykjavík.