Þjóðviljinn - 17.06.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 17.06.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fdstudagur 17. júní 1983 erlendar bækur Gogol og Pushkin Nikolaj Gogol: DieToten Seelen. Úbertragen von Fred Ottow. DeutscherTaschenbuch Verlag 1982. Alexander Pushkin: The Bronze Horseman and Other Poems. Translated with an Introduction by D.M. Thomas. Penguin Books 1982. „Þegar „Dauðar sálir“ komu út í Rússlandi varð mikið fjaðrafok um allt landið," segir Herzen. Það var árið 1842. Gogol var tvíátta í skoð- unum sínum á ríkjandi ástandi. „Dauðar sálir“ eru árás á embættismanna-stéttina og einnig vissa landeigendur og á hina upp- vaxandi borgarastétt. Háðið var sterkasta vopn Gogols og gagnrýni hans á samfélagsgerðina var af siðgæðis ástæðum fremur en pólit- ískum, þessvegna voru ýmsir bylt- ingamenn andsnúnir höfundinum og töldu hann tefja fyrir framförum og afléttingu bændaánauðarinnar. Aðrir tóku þetta sem árás á bænda- ánauðina og landeigendur, sem voru hinar eiginlegu „dauðu sálir“. Persónulýsingarnar eru ýktar og bjagaðar en alltaf mjög skemmti- legar, bókin er full af fáránlegu fólki sem er allt sprelllifandi. Leikrit hans og önnur verk sættu annaðhvort harðri gagnrýni eða Pushkin. voru hafin til skýjanna. Þau spegl- uðu tvískinnunginn í sál hans, hann gerði sér útópíur, sem stönguðust harkalega á við þann veruleika sem hann sá svo greinilega í rússnesku samfélagi. Hann leitaði, reyndi að trúa og beitti sig þvingunum, sem jók spennuna í sál hans sem varð að lokum óþolandi. Hann sviptist á milli andstæðna og fann aldrei þann frið sem hann þráði. D.M. Thomas er kunnur þýð- Gogol andi og enn frekar sem höfundur „The White Hotel“, skáldsögu sem vakti geysilega athygli, þegar hún kom út 1981, hann hefur einnig sent frá sér fimm ljóðabækur. Þýð- ingar hans á ljóðum Önnu Akhato- va þykja vel gerðar. „The Bronze Horseman" er oft jafnað við „Eug- ene Onegin“ kunnasta meistara- verk Pushkins. Það hafa orðið tals- verð skrif um þýðingar D.M. Thomas á Pushkin og sýmst sitt hverjum. Pushkin kallaði þýðend- ur „pósthesta upplýsingarinnar“ og það má vel vera að Thömas sé eng- inn sérstakur góðhestur, sem þýð- andi Pushkins, en mörg þessara ljóða bera með sér fersklejka og orðsnilld, einkum þó höfuðverk bókarinnar, „The Bronze Horse- man“. Pushkin er talinn höfuðskáld Rússa, fyrir hans daga var varla hægt að tala um rússneskar bók- menntir. Pushkin fæddist 26. maí 1799. Hann fór snemma að yrkja og ljóð hans urðu strax kunn, nýjabrum í Rússlandi á þeim árum. Yfirvöld- um líkaði ekki tónninn í sumum kvæðanna, svo að zarinn skipaði honum að dvelja um tíma í suður- hluta landsins, „til þess að læknast af ýmsum frjálsræðis hug- myndum“. Hann móðgaði yfirvöldin aftur og varð að dvelja á landsetri föður síns í norð-vestur Rússlandi. Fjar- vera hans frá Pétursborg í desem- ber 1825, hefur áreiðanlega bjarg- að honum frá útlegð, því að margir vinir hans áttu hlut að „desem- brista uppreisninni" þann 14. Pushkin var eftir það undir stöðugu eftirliti stjórnvalda, þótt hann fengi að gefa út ljóð sín að nafninu til, þá voru þau öll ritskoðuð. 27. janúar 1837 féll hann í einvígi, sem ýmsir álitu að yfirvöld hefðu hvatt til. Pólitískar lánveiting- ar alþjóða peninga- stofnana Nýverið fékk Bandaríkjaþing starfshóp frá Cornell háskólanum til að gera ítarlega könnun á því, hvernig áhrifum Bandaríkjanna á alþjóðlegar peningastofnanir væri háttað. Niðurstaðan var í alla staði hlá- leg fyrir Bandaríkjastjórn. f ljós kom að starfshópurinn gat nefnt ótal dæmi um að Bandaríkjastjórn meinaði alþjóðagjaldeyrissjóðnum og alþjóðlegum þróunarsjóðum að lána þriðja heims þjóðum, sem eru ekki í náðinni hjá stjórninni. Þar á meðal eru lönd einsog Vietnam, Kúba, Afganistan, Nicaragua og Grenada. Samkvæmt alþjóðlegum samningi um hinn „hlutlausa" al- þjóða gjaldeyrissjóð má ekki meina þjóðum að taka lán af pólit- fskum ástæðum. Sömu sögu er að segja uin ýmis lönd sem Bandaríkjastjórn hefur velþóknun á, en þykja langt í frá traust viðskiptalönd: Slík lönd einsog E1 Salvador hafa fengið að taka lán úr þessum sjóði. - óg. Sendum landsmönnum öiíum hamingju- og árnaöarós/ur a þjóóhatíöardaginn 17. júní (§> Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi Kaupfélag Þingeyinga Húsavík Kaupfélag Stykkishólms Stykkishóimi Kaupfélag Kjalarnesþings Mosfellssveit Kaupfélag Héraðsbúa Egilstöðum Kaupfélag Stöðfirðinga Stöðvarfirði Kaupfélag V-Húnvetninga Hvammstanga Kaupfélag Steingrfms- fjarðar Hólmavík Kaupfélag ísfirðinga ísafirði Kaupfélag Svalbarðseyrar Svalbarðseyri Kaupfélag Hafnarfjarðar Hafnarfirði Kaupfélag Önfirðinga Flateyri Kaupfélag Vestur-Barðstrendinga Patreksfirði Kaupfélagið Fram Neskaupstað Kaupfélag Langnesinga Þórshöfn Gleðilega hátíð!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.