Þjóðviljinn - 17.06.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.06.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 17. júnl 1983 Úr austurendanum. Þar var lítið þorp á fyrri hluta aldarinnar og iðandi athafnalíf. Ljósm.: eik. í ár verður Fjölbreytt landslag og gróðurfar er í Viðey. VIÐEY perlu viö bæjardyr Reykvíkinga Um næstu helgi eða nánar tiltekið laugardaginn 25. júní verðursumarferð Alþýðubandalagsins farin og að þessu sinni verður ekki um langa rútferð að ræða eins og oftast áður heldurverður Jónsmessuhátíð í Viðey með pomp og pragt. Viðey er með stærstu eyjum landsins og ótrúlega fjölbreytt að landslagi auk þess sem hún ereinhvermerkasti sögustaður fandsins. Hún er eins og ósnert perla rétt við bæjardyr Reykvíkinga. Þar eru hólar og hæðir, klettar, fallegar fjörur, móar, mýrar og fögur tún. Þar verður því hægt að dvelja allan daginn við náttúruskoðun, söng, leik og samveru. Fróðir menn munu segja frá sögu staðarins, örnefnum og náttúru og verður nánar auglýst hverjir þeir verða eftir helgi. Þá verður stórt útigrill þar sem fólk getur steikt matinn sinn og listamenn skemmta. Ætlast er til að fólk nesti sig sjálft en Hafsteinn Sveinsson ferjar mannskapinn úr Sundahöfn og yfir sundið kl. 10 og 10.30. Bátur hans tekur um 100 manns í einu og ætla má að hann fari nokkrar ferðir. Síðan geta menn valið um heimferðartíma milli 17 og 18 eða 20 og 21. Miðar í ferðina kosta 150 krónur en ókeypis er fyrir börn 12 ára og yngri. Innifalið í miðaverðinu er ferjugjald, allt sem tilheyrir útigrillinu (nema hnífapör) o.fl. Miöarnir verða seldir í skrifstofu Alþýðubandalagsins á Hverf isgötu 105 f rá og með mánudegi. Hér verður lauslega sagt frá Viðey. Á fyrri tímum var Viðey einkum fræg fyrir hið vellauðuga klaustur sem þar var stofnað 1226 og stóð allt til siðaskipta. Það var talið ríkasta klaustur landsins og átti t.d. meginþorra jarða á Suðurnesjum. Mikil helgi var á Viðey og sóttust menn víða að eftir að fá greftrun á staðnum og borguðu fyrir. Til þessa bendir örnefnið Líkþvotta- hóll sem er rétt við lendingu fyrir neðan Viðeyjarstofu. Líkin voru fyrst lögð á hann eftir að þau voru borin á land og þvegin þar vegna helgi staðarins. í Viðey voru ýmsir frægir menn svo sem Styrmir fróði Kárason sem ritaði eina af gerðum Landnáma- bókar og þar var ábóti Ögmundur Pálsson, síðar Skálholtsbiskup. Árið 1539 fór útlendur maður Dið- rik af Mynden, með vopnuðu liði ránsferð út í Viðey og hrakti munk- ana í burtu. Tíu árum síðar reið Jón biskup Arason með sonum sínum og öðru föruneyti suður til Viðeyjar, rak Lárus Múla hirð- stjóra og aðra danska menn þaðan á brott, vígði kirkjuna og klaustrið og kom þar á sömu skipan og áður hafði verið í kaþólskum sið. Hinn frægi Skúli Magnússon fóg- eti settist að í Viðey og lét reisa þar hina veglegu Viðeyjarstofu og kirkjuna sem enn standa. Hófst bygging þessara húsa 1752 og lauk á nokkrum árum. Arkitektinn var danskur, sá sami og teiknaði Amal- ienborg, dönsku konungshöllina í Kaupmannahöfn. Höfðu slík hús aldrei sést á íslandi. Kirkjan er mjög sérstæð og enn stendur þar stóll Skúla við hliðina á altarinu en undir því er gröf hans. Kirkjan er ávallt ólæst því að það er trú manna að þá verði ekki sjóslys á Viðeyjarsundi. Eftir Skúla bjuggu stórmenni í Viðey m.a. Ólafur Stephensen stiftamtmaður og Magnús dóm- stjóri, sonur hans. Er legsteinn yfir þá báða í kirkjugarðinum og fjöl- skyldur þeirra. Þess skal getið að Gunnar Gunnarsson skáld, var grafinn í Viðey að eigin ósk og liggur þar ásamt konu sinni og syni. Á árunum 1819-1844 var starf- 'rækt prentsmiðja í Viðey og margt bóka prentað þar. Árið 1907 urðu þáttaskii í sögu Viðeyjar. Þá var stofnað hið svq- kallaða Miljónafélag reistar tvær hafskipabryggjur í Viðey (þá voru engar slíkar í Reykjavík) og mikil mannvirki. Var m.a.s. sótt um kaupstaðarrétt fyrir eyna en Al- þingi féllst ekki á það. Lítið þorp reis þarna í austurendanum og á vertíðinni var fjölmennt þar af ver- búðarfólki. Miljónafélagið fór á hausinn 1913 og lagðist atvinnu- rekstur þess niður. Svokallað Ká- rafélag tók svo upp þráðinn um 1927 og gerði á tímabili út 3 togara frá Viðey en það fór líka á hausinn og smám saman lagðist byggðin niður og eyjan fór í eyði. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru en óhætt er að segja að enginn verði svikinn á því að fara út í þessa un- aðsfögru eyju. -GFr Viðeyjarkirkja og Viðeyjarstofa, hvorar tveggja reistar á tímum Skúla fógeta um miðja 18. öld. Þessi mynd var tekin fyrir 80-90 árum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.