Þjóðviljinn - 17.06.1983, Blaðsíða 11
Föstudagur 17. júní 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11
daegurmál (sígiid?)
- Hvað fínnst þér um að unglingar
geri þátt sjálfír?
Það er mjög góð hugmynd og
myndi eflaust ganga vel. Unglingar
vita náttúrlega best hvað unglingar
vilja. Ég hef alltaf haft ungling mér
til aðstoðar í þáttunum og þau hafa
undantekningarlaust staðið sig eins
og hetjur.
- Nú leggst þessi þáttur niður í sum-
ar, hvers vegna?
Fimmtudags og sunnudagsstúdíóin
falla niður í sumar, en það kemur
samt annar unglingaþáttur sem
verður á sunnudögum milli kl. 8 og
9, og þá verður 1 að norðan á móti
2 að sunnan og ég mun sj á um þætt-
ina að norðan.
Dynheimar
- Er það einhver sérstakur hópur
sem stundar Dynheima?
Það er sérstakur kjarni sem kemur
alltaf og vinnur líka hérna en ann-
ars koma flestir krakkar hingað
sem eru í gagnfræðaskólunum. Hér
Helgi Már Barðason, forstöðumað-,
ur „Fimmtudagsstúdíósins“ og
Dynheima: „Hef ekkert lært í sam-
bandi við útvarp og hef ekki hug-
mynd um af hverju ég var valinn“.
orðið var við það hjá krökkum á
þessum aldri. Kannski er eitthvað
um það uppí menntaskóla, en þá
mjög afmarkaður hópur.
- Er mikið um tónleikahald í Dyn-
heimum?
Já, Dynheimar eru í raun meiri
skemmtistaður en félagsmiðstöð.
Við leyfum öllum grúppum að spila
í Dynheimum og margar hljóm-
sveitir byrjuðu frægðarferil sinn
þar, t.d. hélt Bara flokkurinn eina
af sínum fyrstu tónleikum þar.
- Finnst þér þörf fyrir fleiri svona
staði?
Ég veit það ekki, kannski verða
settar upp fleiri félagsmiðstöðvar í
hverfum en þær verða þá miklu
minni, meira bara klúbbar. Og mér
finnst alveg nauðsynlegt að það
verði alltaf ein miðsvæðis þar sem
allir geta hist.
- Hvernig er útlitið fyrir atvinnu
handa unglingum á Akureyri í sum-
ar?
Það er hálf dapurlegt, vinnu-
skólinn tekur að vísu við 7. og 8.
bekk en það er verra fyrir 9. bekk.
En ég held að það sé nokkuð gott
fyrir krakkana í menntó.
- Langar þig til að segja einhver
lærdómsrík orð til unglinga í lokin?
Nei það held ég ekki, en mig langar
hinsvegar til að þakka fyrir öll
bréfin sem ég fæ í fimmtudags-
stúdíóið
Þá kvaddi ég bara og þakkaði
fyrir mig.
Sif
,, Unglingar vita best
hvað unglingar vilja ”
Bréf berast allstaðar að og ekki síst
af höfuðborgarsvæðinu. Enda hef-
ur alltaf verið of lítið um unglinga-
þætti í útvarpinu og krakkar taka
þeim mjög vel þegar þeir koma.
Það er ekkert skrýtið að unglingar
hlusti lítið á útvarp þegar ekkert af
dagskrárefninu höfðar til þeirra.
Ég held að hlustun myndi aukast
verulega ef meira yrði gert fyrir
þau. Eg les nú alltaf eitthvað af
bréfum í hverjum þætti en kemst
aldrei yfir öll sem berast.
eru yfirleitt böll um helgar og þetta
er eini staðurinn fyrir krakka á
þessum aldri. Það eru oft böll í
grunnskólunum í miðri viku en þau
eru auðvitað bara á veturna. Það fá
líka allskonar klúbbar að halda
fundi í Dynheimum svo sem hesta-
klúbbur, skellinöðruklúbbur, bíla-
klúbbur ofl.
- Áfengi er auðvitað bannað á Dyn-
heimaböllum.
Já, við leitum á öllum við inn-
ganginn og hleypum engum inn
með vín. En það er ekki alltaf hægt
að sjá hvort krakkar eru undir á-
eða ekki.
Hvert fara krakkar eftir böll?
fara niður í miðbæ og eru þar á
röltinu til eitthvað um þrjú.
i - Hefur eitthvað orðið vart við sniff
hérna?
Nei mjög lítið. Það var eitthvað, en
ég held að það sé að mestu leyti
búið núna.
- En aðrir vimugjafar, t.d. hass?
Ég held að krakkarnir séu á móti
því, minnsta kosti hef ég ekkert
„Fimmtudagsstúdíóið” tekið tali
AKUREYRI
Um daginn skrapp ég til Akur-
eyrar til að taka nokkur viðtöl og
tékka á hvað akurey rskir unglingar
gera sér til skemmtunar og fróð-
leiks (og voru ekki allir sammála
um þau efni).
Fyrsta viðtalið sem fer hér á eftir
er við landsfræga útvarpsmanninn
úr Fimmtudagsstúdíóinu: Helga
Má Barðason, en hann er líka for-
stöðumaður í Dynheimum. Hann
var mér mjög hjálplegur, bæði með
því að leyfa mér að spyrja sig
nokkurra spurninga og með því að
hjálpa mér til að ná sambandi við
nokkrar akureyrskar rokkgrúppur
sem ég segi frá síðar.
- Veistu afhverju þú varst valinn í
þessa stöðu?
Nei, ég hef ekkert lært í sambandi
við útvarp og hef ekki hugmynd um
afhverju ég var valinn. Gunnvör
Sif
Jón Viðar
Andrea
Braga dagskrárstjóri hringdi bara í
mig einn daginn og bauð mér starf-
ið og ég sló til.
- Hefurðu kannski unnið eitthvað í
sambandi við unglinga áður?
Já, ég er forstöðumaður Dynheima
sem er félagsmiðstöðin hér á Akur-
eyri og svo er ég í leikklúbbnum
Sögu sem er að fara að sýna núna á
leiklistarhátíð Norðlendinga rokk-
leikinn Dísu í undralandi. Hann
fjallar um unglinga og það eru ung-
lingar á aldrinum 14-18 sem
Svo eru nokkrir ungir hressir strák
ar sem kalla sig Hálf sjö sem leika
undir hjá okkur. Við í leikklúbbn-
um Sögu reynum yfirleitt að halda
okkur við verk sem fjalla meira eða
minna um unglinga.
- Aftur að fímmtudagsstúdíóinu,
hvernig hefur þessum þætti verið
tekið?
Honum hefur verið tekið mjög vel.
Mikil gæði á ótrúlegu verði
Já þú færð mikið fyrir krónuna þegar þú kaupir SONY CHF kassettur.
Og við fullyrðum að gæðin eru langt fyrir ofan hið hagstæða verð:
JAPIS hf.
BRAUTARHOLTI 2 - SÍMI 27133
REYKJAVÍK: Japis, Hljóðfærahús Reykjavíkur, Grammið, Stuð, SS - Hlemmi, Hagkaup,
Gallerý. KÓPAVOGUR: Tónborg. HAFNARFJÖRÐUR: Kaupfélagið, Músík og Sport.
KEFLAVÍK: Studeo. AKUREYRI: Kaupangur.Tónabúöin. VESTMANNAEYJAR: Músíkog
Myndir. NESKAUPSTAÐUR: Bókaverslun Höskuldar Stefánssonar. HÚSAVÍK: Bóka-
verslun Þórarins Stefánssonar. REYÐARFJÖRÐUR: Kaupfélagið. SEYÐISFJÖRÐUR:
Kaupfélagið. ÍSAFJÖRÐUR: Eplið. BOLUNGARVÍK: Einar Guðfinnsson. AKRANES:
Studeoval, Bókaverslun Andrésar Níelssonar. SAUÐÁRKRÓKUR: Radio og Sjónvarps-
þjónustan. HELLA: Mosfell. VOPNAFJÖRÐUR: Bókaverslun Steingríms Sæmundssonar.
SELFOSS: Radio og Sjónvarpsþjónustan.