Þjóðviljinn - 17.06.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.06.1983, Blaðsíða 7
Fðstudagur 17. júni 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Donkey Kong fer í Harvard _______ Rannsakendur telja tölvuspilin áhugaverö kennslutœki Allt frá því fyrstu leiktækin og tölvuspilin komu á markaðinn hef- ur verið amast við þeim fyrir margra hluta sakir. Þau hafa verið sögð auka glæpahneigð meðal barna og unglinga og skólaskróp, draga úr námsgetu og einbeiting- arvilja þeirra og ýmsa aðra óárán. Nú virðast foreldrar og uppalendur hins vegar getað andað eitthvað léttara, ef marka má niðurstöður ráðstefnu mikillar, sem Harvard- uppeldisfræðsluskólinn í Banda- ríkjunum hélt í byrjun þessa mán- aðar. Þar héldu ýmsir fræðimenn og rannsakendur því fram, að leik- tækin kynnu að vera eitt öflugasta kennsluvopnið, sem fundið hefði verið upp. „Menn héldu því jafnvel fram, að í þessum tækjum fælust hreint uppeldishimnaríki,“ sagði David Perkins, rannsóknarstjóri við skólann. Ráðstefnan fjallaði um efnið „Tölvuleikir og mannleg þróun: rannsóknarhugmyndir níunda ára- tugarins". Tölvuleikir hafa lítt ver- ið kannaðir fram að þessu og þá oft aðeins lauslega. Dæmigerð fyrir eldri kannanir er t.d. viðtals- könnun, sem fór fram í leiktækja- sölum Los Angeles og náði til eitt þúsund ungmenna. Sá sem gerði þá könnun, David Brooks, flutti ráðstefnunni m.a. þær uplýsing- ar, að flest ungmennanna teldust meðal námsmenn og þar fyrir ofan og þau skrópuðu mjög sjaldan í skóla. Brooks hélt því fram, aði leiktækjasalirnir fullnægðu þörf' unglinganna fyrir samkomustaði, en væru ekki, eins og oft er álitið, gróðrarstíur spillingar. „Það má líkja þessum unglingum við golf- spilara sem hittast til að bera saman bækur sínar og guma af hol- unum,“ sagði Brooks. Og hann hélt því einnig fram, að fullyrðing- ar um að eiturlyf væru gjarnan með í spilinu í þessum leikjum, væru úr lausu lofti gripnar. Menn ná engum árangri ef vímugjafar eru með í spi- linu, sagði hann, en aðalatriðið hjá unglingunum er einmitt að ná sem bestum árangri. Uppeldisfræðiprófessor frá Kansas sagði, að tölvuleikirnir væru þannig upp byggðir, að svör- unartíðnin yrði að vera mjög ör og í því fælist hið lokkandi aðdráttar- afl, sem leikirnir viðast hafa á ung- lingana. En hin öra svörunartíðni krefðist mikils náms af hendi not- andans og spilaði á ímyndunar- aflið. Ofbeldisleikir krefjast einnig náms Ráðstefnugestir voru sammála um, að tölvuleikirnir væru einum um of byggðir á ofbeldisleikjum. Sálfræðiprófessor frá Los Angeles hélt því fram, að einnig þessir leikir krefðust mikillar færni af hálfu not- enda og þreyttu ímyndunaraflið, því þeir væru oft mjög flóknir. Prófessorinn hélt því einnig fram, að barn eða unglingur,sem þyrfti að ýta á marga takka til að stjórna geimskipi út úr aðdráttarafli jarðar, forðast óvinaskip og skot- hríð og skjóta á móti - allt á sama andartaki - yrði að nota flókna skynhæfileika og greina sundur marga atburði í einu. „Tölvu- leikimir eru eins og lífið sjálft að þessu leyti,“ sagði prófessorinn, „fólk verður að læra af reynslunni, draga ályktanir og taka skjótar á- kvarðanir." Tölvuspilin kennslutæki framtíðarinnar? Það kom fram á ráðstefnunni að henni væri ætlað að benc'a á leiðir til að virkja tölvuspilin í þágu kennslufræði og uppeldisfræði. Þarna var m.a. sýnd kvikmynd af notkun tölvuspils með flóknum hugbúnaði til að kenna börnum og unglingum lögmál Newtons. Fram kom hjá einum vísindamanni sú skoðun, að tæki þessi byggju yfir miklum möguleikum til kennslu treggáfaðra. Og einn kennara læknaskóla Harvards kynnti frum- niðurstöður rannsóknar á geðsjúk- um, þar sem tölvuspil voru notuð. Niðurstöðurnar voru mjög já- kvæðar, að sögn, þar sem hinir flóknu eiginleikar spilanna væru færir um að vekja athygli annars fálátra sjúklinga. -o- Greinin hér að ofan er þýdd úr tímaritinu Times, 6. júní 1983. Við hana má bæta, að samkvæmt ný- legri könnun, sem Þórólfur Þór- lindsson, prófessor í félgasfræði við Háskóla Islands, gerði meðal ung- linga á höfuðborgarsvæðinu, sækir lítill hluti þeirra í leiktækjasali og óverulegur hluti þeirra sem þá sækja eiga í félaglegum vandræð- um, svo sem skróp og fíkniefna- neyslu. Könnun á fræðslu- og upp- eldisgildi tölvutækjanna hefur ekki verið gerð hérlendis, en ætli ung- lingum á íslandi svipi ekki nokkuð til unglinga í Vesturheimi, þannig að við getum notað niðurstöður þeirra vestanhafs í þeim efnum? ast ÓDÝRAR FERDIR TIL FRÆNDA TVÆRVIKURÍ KAUPMANNAHÖFN FYMR 8.985 KR" Frændur vorir Danir lýsa Kaupmanna- höfn í einu orði „hyggelig". Það má vissulega til sanns vegar færa, því vinsamlegt viðmót og góðan viðgjörn- ing í mat og drykk, geturðu bókað að fá. Vandaðarverslanir, aragrúi veitinga- og skemmtistaða, auk óteljandi mögu- leika á skoðunarferðum hressa enn frekar upp á sálartetrið. Sem sagt, - tilvalinn staður að dvelja á í sumarleyf- inu -. SKRIFSTOFA STÚDENTA Hringbraut, sími 16850 ’lnnifalið í verði: Flug og gisting. [g[a[a[a[a[a[a[a[a[a[a[a[aia[a[ai3[a[a[afö] BORGARSPÍTALINN Laus staða la ra ra ra rfl ícl ra Tölvunarfræðingur/ [3 Kerfisfræðingur != Borgarspítalinn óskar aö ráöa tölvunarfræðing/ •a kerfisfræöing til starfa á tölvudeild spítalans. Deildin ÍGJ hefur yfir aö ráöa PDP-11/44 tölvu meö RSX-11M ia stýrikerfi. Einnig er samband við SKÝRR gegnum (a modem. Hér er um aö ræða fjölbreytt starf, sem krefst rri í senn góörar kerfisgreiningar- og forritunarkunnáttu rjt (FORTRAN) og samskiptahæfileika viö notendur. J“ Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri [CJ störf, skulu sendar forstöðumanni tölvudeildar, sem ra ra ra ra ra 239. Reykjavík 16. júní 1983. BORGARSPÍTALINN 0 81-200 ra ra ra ra ra ÍS ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra laölÍlBlBlBlBlBlBlBlBlBlBlBlBlBlBlQlBlBlia

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.