Þjóðviljinn - 17.06.1983, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 17.06.1983, Blaðsíða 26
26 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 11.-12. júní 1983. „Sautjándinn“ Hafnarfjörður Margt verður á dagskrá á þjóð- hátíðardaginn í Hafnarfirði. Kl. 10 verður 17. júní mótiðífrjálsum íþróttum á Kaplakrika. Kl. 13.30 verður safnast saman á Hamrin- um og Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur. Kl. 13.45 mun Forseti fs- lands afhenda afmælisgjöf sína til bæjarins. Kl. 14 verður helgi- stund á Hamrinum, en séra Bern- harður Guðmundsson annast hana. Skrúðganga hefst frá Ham- rinum kl. 14.30 og kl. 15 hefst hátíðarsamkoma við íþróttahús- ið. Kl. 17 verður knattspyrnu- leikur á Hörðuvöllum, en úrvals- lið FH og Hauka mun leika sam- einað gegn lögregluliðinu. Kl. 18 mun björgunarnet Markúsar verða kynnt við höfnina og kl. 20 um kvöldið hefst svo kvöld- skemmtun við íþróttahúsið v/ Strandgötu. Verði slagveður mun hátíðar- samkoman og kvölddagskráin færð inn í íþróttahúsið. Kúpavogur: Hátíðarhöldin í Kópavogi verða með hefðbundnum hætti. Kl. 10 verður safnast saman við Kópavogshælið, þar mun Horna- flokkur Kópavogs leika undir stjórn Björns Guðjónssonar. Að Ioknum leik Hornaflokksins verður keppt í Víðavangshlaupi, keppt verður í 9 flokkum. Kl. 13.30 verður farið í skrúðgöngu frá Víghólaskóla og gengið á Rútstún, en þar verður hátíðar- dagskrá. Alli og Heiða syngja, Laddi og Jörundur flytja gaman- mál, Randver Forláksson og Sig- urður Sigurjónsson skemmta. Skólakór Kársnes- og Þinghóls- skóla syngur og Hornaflokkur Kópavogs leikur. Þórir Hall- grímsson flytur ræðu. Kynnir er hinn góðkunni útvarpsmaður Páll Þorsteinsson. Að loknum hátíðarhöldunum verður æsispennandi fótbolta- leikur á Vallargerðisvelli, en þar eigast við Stjörnulið Augnabliks og Valkyrjurnar úr Breiðabliki. Dómari verður að öllum líkindum Hulda Pétursdótlir. Kl. 5 hefst svo barna- og ung- lingadansleikur á Rútstúni og mun hljómsveitin DRON halda uppi stanslausu fjöri til kl. 20. Sölutjöld verða á Rútstúni og hafa aðilar komið scr saman um að gæta hófs í álagningu, einnig verður kaffitjaldið á sínum stað og cr þar hægt að fá nýbakað bakkelsi og kaffi. Hátíðarhöldin eru að þessu sinni í umsjá Skólakórs Kársnes- og Þinghólsskóla. Reykjavík: Dagskráin í dag hefst með sam- hljómi kirkjuklukkna kl. 9.05 en kl. 10 verður blómsveigur lagður að leiði Jóns Sigurðssonar í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Eftir að lúðrasveitin Svanur hefur leikið ættjarðarlög á Austurvelli hefst hátíðin kl. 10.40. Þar mun m.a. Forseti ís- lands, Vigdís Finnbogadóttir leggja blómsveig að minnisvarða Jóns Sigurðssonar frá íslensku þjóðinni, Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra flytur ávarp og fjallkonan mun koma fram. KI. 14 til 18 verða skátar með tjaldbúðir í Hljómskálagarði og félagar úr glímu- og íþróttafé- lögum í Reykjavík sýna kl. 14.30. Jasstónleikar verða á Lækjartorgi kl. 14.30 einnig og á sama tíma hefst skák Guðmundar Sigurjóns- sonar og Friðriks Ólafssonar á útitaflinu. Fjölskylduskemmtunin hefst með skrúðgöngu frá Hlemmi kl. 15.20 og dagskrá verður á Arnar- hóli kl. 16.00. Kl. 17 verður götu- leikhús á Lækjartorgi og víðar. Kl. 20.00 um kvöldið verður safnast saman við byggingu nýja Borgarleikhússins og gengið til Laugardalshallar þar sem kvöld- skemmtun hefst kl. 21.00. Á Lækjartorgi munu síðan Galdra- karlar leika og hljómsveitin KIKK í Lækjargötunni. Dagsk- ránni lýkur kl. 02.00. Seltjarnames: Hátíðin hefst kl. 13.15 með skrúðgöngu frá vesturenda Skóla- brautar, en formlega hefst hún kl. 13.45 við Mýrarhúsaskóla. Þar mun m.a. verða þjóðhátíðará- varp, ávarp fjallkonunnar, Lúðrasveit Tónlistarskólans leikur og Laddi og Jörundur munu flytja skemmtiþátt. Þá mun verða leikþáttur og kórsöngur Selkórsins. Kl. 15 hefst kaffisala í Félags- heimilinu á vegum Björgunar- sveitarinnar Alberts. um hclgina Afmælishátíð Hamrahlíðarkórsins Kór Menntaskólans við Hamra- hlíð heldur hátíðlegt 15 ára afmæli sitt um þesa heigi. Á morgun, laugardaginn 18. júní kl. 15, hefst hátíðin með tónleikum kórsins í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð, Miklagarði. Sunnudaginn 19. júní hefst hát- íðardagskrá Hamrahlíðarkórsins kl. 14 með hátíðarmessu í Háteig- skirkju. Hr. Sigurbjörn Einarsson biskup mun predika en þrír prest- ar, þeir séra Kristinn Agúst Friðfinnsson, séra Hlynur Árnason og séra Flóki Kristinsson allir fyrr- verandi kórfélgar munu þjóna fyrir altari. Að lokinni messu mun kórinn gangast fyrir kaffisölu í M.H. Þar munu kórfélagar skemmta gestum með hljóðfæraleik, söng, ljóðale- stri og fleiru. Dagskrá þessara hát- íðardaga lýkur með tónlistarkvöldi í M.H. sem hefst kl. 20.30. Þar mun Guðmundur Arnlaugsson fyrrv. rektor ávarpa gesti og segja frá sögu kórsins. Síðan skemmta kórfélagar með leik og hljóðfæra- leik m.a. flytja m.a. nokkur verk eftir kórfélaga. Af atriðum á þessu kvöldi má nefna leik 20 manna strengjasveitar, en hún er skipuð fólki úr kórnum. r Karlakór iðnaðarmanna í Osló syngur á Islandi Karlakór iðnaðarmanna í Osló, „Oslo Haandverker Sangforen- ing“, mun dveljast hér á landi dag- ana 17.-22. júní nk. og halda hér nokkra tónleika. Dagskrá kórsins á íslandi verður eftirfarandi: 17. júní: Þjóðhátíð í Reykjavík - Hljóm- skálagarður kl. 15:00. 18. júní: Tónleikar kl. 17:00 í samvinnu við Fóstbræður í Fóstbræðraheimilinu víð Langholtsveg. 19. júní: Tónleikar í Selfosskirkju kl. 16:00 í samvinnu við Samkór Selfoss. 20. júní: Sungið fyrir sjúklinga Landakots- spítala og síðar sama dag fyrir eldri borgara Reykjavíkur í Oddfellow- húsinu við Vonarstræti. 21. júní: Tónleikar á eigin vegum kórsins kl. 20:30 í Háteigskirkju. Fimmtán málarar sýna í Galleríi Vesturgötu 17 Sýningarsaiurinn íslensk list, Gallerí Vesturgötu 17, sem opnað var 19. mars sl. hefir hlotið góðar viðtökur listunnenda. Sýningarg- estir eru nú orðnir talsvert á annað þúsund og nær 40 listaverk hafa selt. Nú hefir verið opnuð ný uppstil- ling í sýnigarsalnum, þar sem til sölu eru um 60 listaverk, eftir 15 málara, sem allir eru í hópi fremstu listmálara þjóðarinnar og félagar Listmálarafélaginu. Þeir sem eiga verk til sölu á sýn- ingunni núna eru.: Bragi Ásgeirs- son, Jóhannes Jóhannesson, Valt- ýr Pétursson, Einar Þorláksson, Guðmunda Andrésdóttir, Einar Baldvinsson, Vilhjálmur Bergs- son, Steinþór Sigurðsson, Kjartan Guðjónsson, Einar Hákonarson, Elías B. Halldórsson, Hafsteinn Austmann, Ágúst Petersen, Björn Birnir og Kristján Davíðsson Listaverkin eru flest olíumálv- erk, en einnig nokkrar vatnslita- myndir, og fáeinar grafíkmyndir. Verð vatnslita og olíumálverka eru á bilinu frá kr. 6.000,- til kr. 55.000.-. Sýningarsalurinn á Vestugötu 17 er opin virka daga kl. 9-18. í þess- ari nýju myndlistarmiðstöð eru eingöngu sýnd og seld verk þek- ktustu myndlistarmanna þjóðar- innar, eldri og yngri. Engin verk eru tekin þangað til sýningar, eða sölu, nema þau fái samþykki sýn- ingarnefndar. Gestir eiga þess kost að kaupa verkin og fara með þau strax heim. Ökuleikni og glens í dag, 17. júní: Fornbílasýn- ing í Rvík Fornbílaklúbbur íslands mun nú sem fyrr taka þátt í hátíðahöldun- um í Reykjavík með akstri fornbíla um borgina. Mun verða ekið vestur Miklubraut og Hringbraut, norður Tjarnargötu og tvisvar hring um Tjörnina. Gert er ráð fyrir að bílarnir verði við Tjörnina kl. 14.00 en þaðan verður ekið út á Melavöll, þar sem fram mun fara ökuleikni og glens, er nokkrir af elstu bílunum taka þátt í. Myndlistarklúbbur Seltjarnarness: Síðasta sýningarhelgi Nú um helgina lýkur afmælissýn- ingu Myndlistarklúbbs Seltjarn- arness. Þetta er 10. sýning klú- bbsins og í tilefni af því er aðgangur ókeypis. Á sýningunni eru tæplega 100 myndverk eftir 12 klúbbfélaga, olí- umálverk, vatnslitamyndir og pas- telmýndir. Sýningin er í Valhúsa- skóla og hún verður opin 17.18. og 19. júní kl. 14-22 dag hvern. myndlist Norræna húsið Mánudaginn 20. júní verður Sumar- sýning Norræna hússins opnuð, en þetta er í sjöunda sinn, sem Nor- ræna húsið stendur að sýningu á listaverkum eftir íslenska listamenn að sumri til. Að þessu sinni er hún helguð Ásgrími Jónssyni. Á sýningunni eru 40 myndir, olíu- málverk, vatnslita- og þjóðsagna- myndir, en megin uppistaðan eru myndir frá Húsafelli, málaðar á 5. áratugnum, en segja má að Ásgrím- ur Jónsson hafi þá verið á hátindi sköpunarferils síns. Sýningin í Norræna húsinu verður opin daglega kl. 14-19 og henni lýk- ur sunnudaginn 24. júli. Myndlistarklubbur Seltjarnarness: Málverkasýning í Valhúsaskóla. Sýnd 97 verk eftir 12 klúbbfélaga. Asmundarsalur: Samsýning listamannanna Sigur- björns Eldon og Loga Eldon Sveins- sonar. Er opin frá kl. 14 til sunnu- dagsins 19. júni. Listasafn Einars Jónssonar: Safnið hefur nú verið opnað að nýju og er opið daglega, nema mánu- daga frá kl. 13.30-16. Menningarmiðstöðin v/Gerðuberg: Nú eru til sýnis í Menningar- miðstöðinni v/Gerðuberg verk nem- enda í Þjálfunarskóla Ríkisins í Bjarkarási. Verkin eru unnin á ýms- an hátt m.a. með limþrykksaðferð, vatnslitum eða þekjulitum. Sýningin stendur yfir til 3. júlí. Scandinavia Today: Yfirlitssýningar á þætti Islands í Nor- rænu menningarkynningunni, Scandinavia Today sem stendur yfir í Bandaríkjunum, eru nú að fara af stað hérlendis. Sýning stendur nú yfir i Keflavík og í dag, 17. júni opnar hún i Amtsbókasafninu á Akureyri. Opið í dag kl. 19-22 en aðra daga frá 13-19 til 30. júní. leiklist Þjóðleikhúsið: Leikári Þjóðleikhússins lýkur nú um helgina. Siðasta sýningin á Cavall- eria Rusticana og Fröken Júlíu verð- ur laugardagskvöldið 18. júní og þá gefst oss sjaldgæft tækifæri til að sjá og heyra Erling Vigfússon í hlutverki Túriddú í óperunni, en hann hefur um árabil starfað sem einsöngvari við Kölnaróperuna. Það er (slenski dansflokkurinn sem dansar í Fröken Júlíu ásamt þeim fræga sænska dansara Niklas Ek, en hann er meðal bestu dansara í veröldinni og dansar hér sem gest- ur. Ásdis Magnúsdóttir fer með hlut- verk Júliu og hefur hlotið afbragðs góða dóma fyrir túlkun sína á þessu erfiða hlutverki. Birgit Cullberg stjórnaði þessari uppfærslu sjálf ásamt Jeremy Leslie-Spinks. Loks er þess að aeta að það er Sinfóníu- hljómsveit íslands sem leikur tón- listina í báðum verkunum undir stjórn Jean-Pierre Jacquillat. tónlist Norræna húsið Þriðjudaginn 21. júnf n.k. heldur bandaríski klarinettleikarinn Margot Leverett tónleika í Norræna húsinu. Anna Guðný Guðmundsdóttir pían- óleikari leikur með á tónleikunum, sem hefjast kl. 20.30. Efnisskrá tónleikanna er mjög fjöl- breytt, en leikin verða tónverk eftir Schumann, Poulenc, Bernstein, Rachmaninov, Stravinsky og Áskel Másson. Margot Leverett lék verk Áskels, „Blik", nýlega í Blooming- ton, Indiana og vakti við það tæki- færi mikla athygli fyrir leik sinn. ýmislegt Kristilegt stúdentafélag: Þjóðhátíðardaginn 17. júní, efnir Kristilegt stúdentafélag til kaffisölu i húsnæði sínu að Freyjugötu 27, 3. hæð. Húsið verður opnað kl. 14:30 og þá mun herra Sigurbjörn Einars- son, biskup, flytja ávarp. Síðan verða kaffiveitingar á boðstólum fram til kl. 18:00. Útivistarferðir 17. júni kl. 13: Vatnsendaborg- Selgjá. Létt ganga í tilefni dagsins. Verð 120 kr. frítt f. börn. Hjólreiðakeppni: Hjólreiðafélag Reykjavíkur heldur sína fyrstu keppni í sumar kl. 9 að morgni hins 17. júní. Keppni þessi verður með þeim hætti að keppend- ur verða ræstir af stað með mínútna millibili og hefst hún við Baðstofuna á Grandagarði. Keppt verður í 6 flokkum og er keppnisgjaldið aðeins 50 kr. Veitt verða verðlaun í öllum flokkum, sem eru byrjendaflokkur, 13-14 ára flokkur, 15-16 ára flokkur og 17 ára og eldri flokkur og með sömu aldursskiptingu I keppnis- flokki. Skráning fer fram við Baðstof- una á Grandagarði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.