Þjóðviljinn - 17.06.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.06.1983, Blaðsíða 5
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Fréttamenn skyldu hafaþað hugfast, að raunverulegt lýðrœði í landinu á ekki lítið undirþví, hvernigþeir rœkja störfsín. Seðlabankastjóri og þjóðhagsstofnunar- menn víla ekki fyrir sér að haga upplýsingum sínum áþann veg, sem hentar ríkjandi valdhöfum þegar þeir eru þeim hlynntir. Þvímiðureru vanhugsaðar fjárfestingar,jafnt í einkarekstri sem opinberum, og í einkafjárfestingum landsmanna sjálfra ein meginorsök þess efnahagsvanda, sem násteðjarað. Milli þjóðar og þings ríkir ógnvœnleg tortryggni, sem œvinlega er undirstaða óttans, og afleiðingin er gagnkvœm taugaveikluní samskiptum þessara aðila. atvinnurekenda sem þegar hagnast vel. Þessu þegir Þjóðhagsstofnun vandlega yfir. Og hún upplýsir heldur ekki að „mildandi aðgerðir" Steingríms Hermannssonar, svo sem hækkun bamabóta, kemur velstæðum atvinnurekendum ekki síður að gagni, þó að þeir þurfi síður á henni að halda. Og fyrir kemur að þeir fá barnabæturnar sendar í pósti, vegna þess að þeir greiða enga skatta, sem hægt er að draga þær frá! Margfrægt dæmi um þetta eru láglaunabætur, sem bál- reiðir stóreignamenn fengu sendar, af því að þeir em tekjulausir á skattskýrslu! Og Þjóðhagsstofnun reynir ekki að finna lausn á þeim efnahagsvanda sem blasir við fjöl- skyldu einstæðs foreldris með 11000 kr. á mánuði, þegar 30% launarýmun er orðin staðreynd um næstu áramót. Og þess er kannski ekki að vænta. Það er ákvörðun stjómmálamanna að leggja slík lífskjör á fólk. Hlutfall launa síminnkahdi En það mætti kannski upplýsa íslenskt verkafólk um það, að á sama tíma og það á nú að skila fjórðungi launa sinna til at- vinnurekenda, hefur hlutfall launa í fram- leiðslukostnaði og almennri verðmyndun farið síminnkandi frá árinu 1977, en þáttur vaxta og verðbóta síhækkandi. Er nú sums staðar svo komið, að launakostnaður er lægri en fjármagnskostnaður. Þetta þýðir einfaldlega það, að þegar vel gengur er fjár- magnið drifið í misjafnlega viturlegar fram- kvæmdir og fjármögnun, til þess að þeir sem afla fjárins, verkafólkið, fái það ekki sjálft. Hefur einhver heyrt um það, að atvinnurekendur óski eftir að hækka hlut verkafólks vegna ágætrar afkomu um sinn? Ætli það, en um leið og illa gengur, þ.e. gróðinn minnkar, þá er verkafólkið beðið að borga brúsann. Og því miður eru vanhugsaðar fjárfest- ingar, jafnt í einkarekstri sem opinberum, og í einkafjárfestingum landsmanna sjálfra ein meginorsök þess efnahagsvanda, sem nú steðjar að og hækkar í sífellu erlendar skuldir þjóðarinnar. Fjárfestingarnar verða ekki aftur teknar, og ljóst er að. vaxtabyrði vegna þeirra er úr öllu samhengi við greiðs- lugetu. Og síðasta ráðið sem grípa átti til, eins og nú hefur verið gert, var að lengja bilið milli raunvaxta og rauntekna í óða- verðbólguþjóðfélagi okkar. Fálmkenndar aðgerðir eins og að lengja smávegis lán- stímabil duga þar ekkert. Lækkun vaxta og afnám lánskjaravísitölu væru sjálfsagt eins og nú er komið vænlegasta leiðin til að ís- lenskar fjölskyldur hefðu von um að halda heimilum sínum - og raunar til þess að koma í veg fyrir að bankamir fari hreinlega á hausinn. Það er nefnilega engin lausn að ganga að launum fólksins í landinu til að bæta hag þjóðarbúsins. Minnkun kaupmáttar hefnir sín þegar til lengdar lætur og getur aldrei verið annað en bráðabirgðalauns. Með versnandi afkomu fólksins í landinu er sam- dráttur óumflýjanlegur á öllum sviðum, og atvinnuleysisvofan á næstu grösum, eins og hefur sýnt sig þjá þjóðum hins vestræna heims. Það er enginn kengur kominn enn í þá gömlu kommalummu, að hagur eins sé hagur allra. Og fjárhagslegt öryggi einstak- lingsins er ekki til, heldur einungis fjárhags- legt öryggi þjóðarinnar allrar. Þegar krepp- an skellur á, tapa allir. Efnahagsvandi þjóðar verður ekki leystur til frambúðar. Það er verkefni kjör- inna þjóðþinga að fást við hann á hverjum tíma og við mjög svo ólíkar aðstæður. Fólk má ekki láta blekkjast, heldur verður það að reyna að skilja samhengi allra þátta þjóðfélagsins og vera þátttakendur í fram- vindu þjóðmála. Það er engin lausn að leggja fæð á þingmenn, það er einungis merki um leti og uppgjöf. Og þó að nokkur efnahagsvandi steðji nú að, er hann langt frá því að vera óleysanlegur. Ekkert var fjær íslendingum hinn 17. júní 1944 en leti og uppgjöf, þrátt fyrir langa áþján og kúgun og hörmungar heimsstyrjaldar. Látum það ekki af okkur spyrjast, kæru landar, að „velferðarþjóðfé- lagið“ hafi gengið að vitsmunum okkar dauðum á þeim tæpu 40 árum, sem við höf- um verið sjálfstæð þjóð. Réttur okkar til mannsæmandi lífs í okkar eigin landi er ótvíræður. Hann öðlumst við því aðeins að við vemdum okkar eigin andlega sjálfstæði - hver einasti íslendingur, en látum ekki af hendi rétt okkar til að hugsa. Gleðilega þjóðhátíð, góða fólk. 14.6.1983. Sumarblómin renna út Garðeigendur á höfuðborgarsvæðinu eru nú önnum kafnir við garðyrkjustörf þó enn láti vorið standa á sér um norðanvert landið. Sumarblómasalan er nú komin í fullan gang og þessa mynd tók ljósmyndari Þjóðviljans, Atli í Hellisgerði í Hafnarfirði. Þar varsumarblómasal- an hafin og kúnnarnir létu ekki standa á sér. París er borg sem margir setja í fyrsta sæti á óskalistanum - og ekki að ástæðulausu. Listir, tíska, skemmtanalíf, borgarbragur; París er borgin. Allt frá þvi á miðöldum hefur frönsk tunga, franskir siðir og frönsk menning heillað aöra Evrópubúa og eru Islendingar þar engin undantekning. Þú finnur þetta ólýsanlega franska andrúmsloft umlvkia þig strax og þú kemur til Parlsar. Franskan hljómar allt í kringum þig, fólkið er glatt og líflegt, franskir bllar þjóta um strætin, Signa heldur áfram að renna og Eiffelturninn tevgir sig til himins. Þú röltir milli gangstéttakaffihúsanna, fvlgist með eldgleypi á torginu viö Pompidousafnið, telur tröppurnar i turnstiganum í Notre Dame (og færð fiðring í bakið á niðurleið- inni) siglir undir brýrnar á Signu, skoðar Louvre, Pompidousafnið og Versali, klifur Sigurbogann, gengur niðurChamps Elysée. Og ferð með lyftunni upp í topp á Eiffel- turninum. Þú gerir allt sem þér dettur í hug þegar þú ert í Paris og Paris virkar svo sannarlega örvandi á hugann. Fluglelölr bjóöa nú nýtt PEX fargjald tn Parísar. Pað má kaupa eltt sér en elnnlg er hægt að samelna flugferö og bíla- lelgubfl. Þannlg kostar flugferð og bílalelgubíll í tvær vlkur frá kr. 11.481.-. Haflð samband og kynnlð ykkur skll- málana og aðra ferðamöguleika sem í boði eru. FLUGLEIDIR Gott tótk hjá traustu télagi PARI5 Gengi 01.06. 83 Flugvallarskattur ekki innifalinn. Til Parísar fyrir kr. 9.082.-,* á nýja PEX fargjaldinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.