Þjóðviljinn - 26.08.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.08.1988, Blaðsíða 5
Gjaldþrot og launafolk Fyrirtœkið gjaldþrota - hver er hlutur starfsmanna? Örlög HP eru landsmönnum enn í fersku minni og eru um margt dæmigerð fyrir fyrirtæki sem lendir í gjaldþroti. Starfsemi lagöist niður í byrjun júní, síðan fékkst tveggja mánaða greiðslustöðvun og loks var Goðgáhf. tekin í gjaldþrot þann 15. ágúst sl. Þáergefinntveggjamánaðafresturtil að lýsa kröfum íbúið og að þeim tíma liðnum tekur skiptaráðandi afstöðu til hvaða launakröfur verða samþykktar. Hversu langan tíma það tekur er ekki gott að segja, en ef mikið er að gera hjá embættinu gæti það jafnvel tekið einhverjar vikur. Starfsmenn HP eygja því möguleika á að fá laun sín greidd í fyrsta lagi um mánaðamótin október- nóvember, u.þ.b. fimm mánuðum eftir að þeir stóðu upp frá skrifborðum sínum. Möguleikinn er hins vegar fyrir hendi að biðtíminn verði enn lengri og eru fjölmörg dæmi því til sönnunar. Á undanförnum árum góðæra og verðtryggingar hefur gjaldþrotum fyrir- tækja og einstaklinga farið mjög fjölgandi. Gjaldþrot- um á landinu öllu fjölgaði um tæp 500% frá árinu 1982 til 1987. Gjaldþrot þýðir ekki aðeins að fyrirtæki leggur upp laupana, heldur einnig að starfsmenn þess missa vinnuna og verða fyrir tekjumissi. Félagsmálaráðuneytið hefur frá áramótum til júliloka, greitt út um 50 milljónir króna, vegna ríkisábyrgðar á launum hjá fyrir- tækjum sem lenda í gjaldþroti. Eru þessar greiðslur vegna lið- lega 400 launþega sem starfað hafa hjá um 50 fyrirtækjum. Sé tekið mið af efnahagshagsástand- inu í dag og þeim bjargráðum sem haldið er á lofti, er ekki að vita nema einhverjum komi að gagni lestur þessarar greinar. Gjaldþrotin gera ekki alltaf boð á undan sér og enginn veit hver verður næstur. f fyrra komu til Borgarfógeta í Reykjavík 1163 beiðnir um gjaldþrotaskipti, en alls voru 351 bú tekið til gjaldþrotaskipta. Þó árið 1987 hafi verið metár hvað þetta varðar, er fjöldi gjaldþrota hjá borgarfótgeta þegar orðinn álíka mikill og allt árið í fyrra, og gæti því heildarfjöldi gjaldþrota orðið um 470 í Reykjavík einni þegar árið er úti, ef svo fer fram sem horfir. í fyrra var fjöldi lög- aðila, - fyrirtækja í Reykjavík, sem tekinn var til gjaldþrota- skipta 99, en gæti orðið, miðað við framangreindar tölur, um 130 í ár. Þegar fyrirtæki verða gjald- þrota, hætta þau starfsemi og starfsfólk missir vinnuna. En hver eru réttindi starfsfólks og hvenær getur það átt von á að fá þau laun sem það á inni hjá fyrir- tækinu greidd, - þ.e.a.s. ef það á þá rétt á launum á annað borð? Ríkisábyrgö Lög um ríkisábyrgð á launum við gjaldþrot voru sett 1974 og breytt svo 1985. Að uppfylltum ákveðnum skilyrðum eiga lögin að tryggja launþegum ógreidd laun, orlofsgreiðslur og með breytingunum 1985, iðgjalds- greiðslur í lífeyrissjóð. Fyrsta skilyrði er að fyrirtækið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta. í ein- földu dæmi má hugsa sér að fyrir- tæki hætti starfsemi vegna rekstr- ar- og greiðsluerfiðleika og sé tekið til gjaldþrotaskipta. Launa- kröfur starfsfólks liggja fyrir, eru samþykktar af skiptastjóra sem forgangskröfur í búið. Ef ekki reynist til fyrir þeim í hinu gjald- þrota búi, kemur þá til kasta fé- lagsmálaráðuneytisins að sjá um viðkomandi launagreiðslur, or- iofsgreiðslur og greiðslu iðgjalda í lífeyrissjóð. Eigi launþegi rétt á þriggja mánaða launagreiðslu vegna lögbundins þriggja mánað- ar uppsagnarfrests, en hafi fengið sér starf að nýju innan þessara þriggja mánaða, dragast laun fyrir það starf frá þeim launum sem hann annars hefði fengið greidd frá félagsmálaráðuneyt- inu Mánaðabið eftir Saunum En þetta ferli getur hins vegar tekið drjúgan tíma og á meðan rýrna launakröfurnar í verðbólg- unni, því þær eru ekki verð- tryggðar, heldur greiðir félags- málaráðuneytið vexti sem sam- svara almennum sparifjárbókar- vöxtum. Hvað tímann varðar get- ur liðið drjúgur tími frá því starf- semi er lögð niður og starfsfólk er sent heim, þar til kemur að gjaldþrotaskiptum. Fyrirtæki geta beðið um greiðslustöðvun um nokkurra mánaða skeið og er þá ætlast til að þau endurskipu- leggi fjárhaginn og reksturinn á þeim tíma. Stundum tekst það, en kannski jafnoft fara þau beint í gjaldþrot að þessum gálgafresti liðnum. Þegar fyrirtæki hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta, líða tveir mánuðir þar sem gefið er færi á að lýsa kröfum í búið. Allir þeir sem telja sig eiga inni fé í einu eða öðru formi hjá hinu gjaldþrota fyrirtæki og gildir það um launakröfur jafnt sem aðrar, verða að lýsa þeim kröfum í búið. Að öðrum kosti glatar viðkom- andi rétti sínum. Flöskuháls borgarfógeta Sá sem telur sig eiga laun inni hjá fyrirtækinu, verður sjálfur eða með aðstoð lögfræðings að tíunda kröfur sínar nákvæmlega og skila þeim í félagsmálaráðu- neytið, auk þess að lýsa kröfu til viðkomandi skiptaráðanda. Skiptaráðandi tekur síðan af- stöðu til þess hvort krafan eigi að teljast forgangskrafa eða ekki. Hafi hann kveðið upp þann úr- skurð, greiðir félagsmálaráðu- neytið yfirleitt fljótlega launa- kröfuna, án þess að bíða niður- stöðu um hvort hugsanlega kunni að vera til í gjaldþrotabúinu fyrir launakröfum eða ekki. Reynist búið eiga fyrir eða upp í launa- kröfur, tekur félagsmálaráðu- neytið þær fjárhæðir til sín, enda hefur það þegar greitt launþega þau laun sem hann taldist eiga rétt á. Samkvæmt upplýsingum hjá borgarfótgetanum í Reykja- vík, getur það hins vegar tekið mislangan tíma þar til skiptaráð- andi gefur úrskurð um hvort krafa teljist forgangskrafa eða ekki og fer það að sögn einfald- lega eftir vinnuálagi hjá embætt- inu og því hversu mikið er ýtt á eftir málinu. Oftast liggur afstaða skiptaráðanda fyrir fljótlega eftir að kröfulýsingafresti er lokið, með kröfuskrá. Skiptafundur er haldinn að loknum kröfulýsing- afresti og þar leggur skiptaráð- andi fram kröfuskrá og í fram- haldi af þessu er félagsmálaráðu- neyti sent upplýsingar um sam- þykktar launakröfur. Aðgát skal höfð... Það getur svo orðið til að tefja þann tímá sem líður frá því að unnið var fyrir launum þar til þau fást greidd, enn frekar ef eigend- ur eða forsvarsmenn hins gjald- þrota fyrirtækis vefengja launa- kröfur starfsmanna eða að gjaldþrotinu tengjast málaferli af öðru tagi. Sú staða gæti t.d. kom- ið upp að laun eru ekki greidd á réttum tíma við mánaðamót og starfsmenn telji starfssamning við atvinnurekanda hafa verið einhliða brotinn og þeir því í full- um rétti til að ganga út. En það er ekki sama hvernig að slíkri út- göngu er staðið og betra að leita álits lögfræðings áður en til þess er gripið. Annars gætu starfs- menn hugsanlega átt á hættu að atvinnurekendur vefengi ekki að- eins laun vegna þriggja mánaða uppsagnarfrests, heldur gætu þeir einnig reynt að kenna starfs- mönnum um að starfsemni fyrir- tækisins hætti og komið með bótakröfu á þá. Mánuðirmr geta því verið fljót- ir að líða og í því liggur ákveðin hætta fyrir launþega í þessari stöðu, því ríkisábyrgð á launum fyrnist að ákveðnum tíma liðn- um. Hafi fyrirtæki ekki verið tekið til gjaldþrotaskipta átján mánuðum eftir að launþegi vann inn sín laun, missir hann rétt á ríkisábyrgð launa sinna. Þó dæmi þessa séu fremur fátíð, finnast þau kannski í 5% tilfella. Þó sam- eignarfyrirtæki fari sjaldnar í gjaldþrot en hlutafélög, geta þau verð erfiðari við að eiga. Sam- eignarfyrirtæki er ekki hægt að taka til gjaldþrotaskipta nema eigendur þess séu sjálfir gerðir upp, persónulega. Til þess að hægt sé að lýsa fyrirtækið gjald- þrota, þarf að lýsa eigendurna gjaldþrota og til þess að það megi, þarf að fá þá til að gefa yfirlýsingu fyrir fógeta um að þeir séu eignalausir. Eigendur geta auðvitað, séu þeir þannig sinnað- ir reynt að forðast að gera slíkt og tafið þannig málið. Eigi þeir hins vegar persónulegar eignir geta þeir bent á þær til tryggingar skulda. Húseign þyrfti þá að selja, við fótgetaaðgerð (fjár- nám) eða á uppboði. Ekki mun óalgengt að uppboðsmeðferð á fasteign taki a.m.k. ár. Sé húsið selt á uppboði, fer söluverðmæti þess til greiðslu skulda eins og þær eru tryggðar og að finna á veðbókarvottorði hússins og er misjafnt hvort launþegar hafi náð að tryggja sér veð fyrir launum sínum á þann hátt. Yfirleitt fer því fé sem fæst við sölu slíkra per- sónulegra eigna til lánardrottna fyrirtækisins, launakröfur þó for- gangskröfur séu koma því ekki við. Þegar slík sala hefur farið fram, erfyrst hægt að taka búið til gjaldþrotaskipta og þó launa- kröfur þar séu forgangskröfur, er hætt við að lítið verði þar til skipt- anna. Hafi síðan öll þessi ósköp tekið lengri tíma en átján mán- uði, situr launþegi upp með sárt enni og hefur ekki fengið laun sín greidd. Á mörgum vinnustöðum hefur það tíðkast og er ekki óalgengt í fjölmiðlaheiminum, að starfs- menn eru ráðnir sem verktakar, ekki sem launþegar. Verktakar fá iðulega greidd hærri laun, en hinn fastráðni enda verða þeir að „standa skil sjálfir á öllum þeim greiðslum sem dregnar eru af launþegum, greiðslum í lífeyris- sjóð, í stéttarfélag o.s.frv. Fæstir verktaka eru þó í stéttarfélögum, margir trassa að greiða tilskilin gjöld eða einfaldlega vilja það ekki. Verktakar njóta ekki þeirrar tryggingar sem ríkisá- byrgð á launum gefum launþeg- um og geri þeir kröfu í þrotabú, flokkast þær ekki sem forgangs- kröfur. Hins vegar munu ýmis verkalýðsfélög telja þessa verk- takasamninga marga hverja til málamynda og að þeir brjóti í bága við skattalög og lög um rétt- indi verkafólks. Munu lögfræð- ingar hafa reynt að fá þessum samningum hnekkt við gjald- þrotaskipti. Sem fyrr segir ábyrgist ríkið aðeins laun „launþega" við gjald- þrot, ekki hugsanleg laun hlutafj- áreigenda eða annarra eigenda fyrirtækja og ekki stjórnenda þeirra né forstjóra þó þeir séu ekki eigendur, hafi þeir setið við stjórnvölinn eftir að fjárhag fyrir- tækisins tók að halla verulega. -phh NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 5 Miklir erfiðleikar eru sagðir steðja að í atvinnulífi landsmanna um þessar mundir og talað er um ár hinna „mörgu gjaldþrota". Meitillinn í Þorlákshöfn hefur sagt upp starfsfólki og hefur veriö litið á stöðu fyrirtækisins sem dæmigerða fyrir fjölda annarra fyrirtækja í greininni. En nú þegar því er lýst yfir að draga skuli úr kaupmætti launafólks og bankar hóta að „skera á líflínur" fyrirtækjanna, hversu lengi þarf starfsfólk gjaldþrota fyrirtækja að bíð« eftir launum sínum?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.