Þjóðviljinn - 02.09.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.09.1988, Blaðsíða 5
Stjórnarformaður ÚA: „Þætti lélegt tilboð í ÚA.“ Völd, hagsmunir ogmiklar eignir á silfurfati Næst stærsta útgerðarfyrir- tæki landsins Grandi hf. var selt fyrir 500 milljónir króna. Um þessa sölu hefur verið deiit, bæði út frá því hvort rétt sé að borgin eigi að stunda atvinnurekstur af þessu tagi og svo ekki síst hvort kaupin hafi verið Reykjavíkurborg hagstæð eða ekki. Það er Ijóst að kaupverðið var mjög lágt og stjórnarformaður UA tel- ur það gjafverð. En fleira hangir á spýtunni. Góó sala? Hvað var verið að selja? það var verið að selja fyrirtæki sem er atvinnurekandi mörg hundruð manna og því er verið að selja mikil völd. Það er verið að selja sex togara með kvóta upp á 20.000 tonn, tvö frystihús og all- an tilheyrandi tækjabúnað. Fyrir- tækið er í fullum rekstri og því er verið að selja viðskiptasambönd, viðskiptavild og starfskunnáttu allra starfsmanna. Eins verður að taka með í reikninginn þann ávinning sem kaupendur hafa af sölunni, Hvalur hf. og Venus eru útgerðarfyrirtæki og kemur ný aðstaða þeim beint til góða, Hampiðjan eignast traustan við- skiptavin og Sjóvá sömuleiðis. Nýr togari: 4Ö0 m.kr. Sumt af þessu er erfitt að meta beint til fjár, en til viðmiðunar um hagkvæmni sölunnar má nefna nokkur atriði. Togarinn Björgvin EA frá Dalvík er ný- smíði. Söluverð hans án kvóta er 390 miljónir króna. Eldborgin fyrrverandi, sem er 10 ára gamalt skip var seld nú í maí fyrir 207 miljónir og þótti ódýr, og var jafnvel talað um að hefði eðlilegt verð fengist fyrir skipið með þeim kvóta sem því fylgdi hefði hún farið á um 280 miljónir króna. Sé varlega reiknað og hver togari með kvóta metin á 210 miljónir, sem er söluverð Eldborgarinnar, þá hefði Reykjavíkurborg átt að fá einn miljarð tvöhundruð og sextíu miljónir, bara fyrir togar- ana. Reyndar sló Þorsteinn Már Baldvinsson, útgerðarmaður Samherja á Akureyri á að sölu- verðmæti togaranna væri á bilinu 1.300 til 1.400 miljónir króna. Raunverulegt söluverð togar- anna er því um 800-900 milljónum umfram söluverð fyrirtækisins alls. í efna- hagsreikningi Granda fyrir árið 1987 eru togaramir hins vegar að- eins metnir á 867 miljónir króna. Þá eru fasteignir félagsins metnar á bókfærðu verði að upphæð 331 miljón, en brunabótamat þessara sömu fasteigna er 870 miljónir, sem er öllu nær raunverulegu söluverði þessara fasteigna, sér- staklega þegar þeim fylgja skip og kvótar til hráefnisöflunar. Þannig má meta raunvirði eigna Granda hf. a.m.k. miljarði meiri en kemur fram í eignadálki efna- hagsreiknings og því sem verð- mæti umfram þær skuldir og eigið fé sem bókfært er á móti eignum. Þá má heldur ekki gleyma því að hagnaður af rekstri Granda hf. árið 1987 án afskrifta og fjárm- agnskostnaðar var 188 miljónir, á árinu var síðan óvenjumikið um afskriftir eða um 160 miljónir, þannig að hagnaður án fjárm- agnskostnaðar varð aðeins 28 miljónir króna. Fimm hundruð miljónir eru því spottprís. Gjafarverð „Mín persónulega skoðun er sú að þetta sé gjafarverð og mér þætti 500 miljónir lélegt verð fyrir hlut Akureyrarbæjar í Útgerð- arfélagi Akureyrar,“ sagði Sverr- ir Leóson, stjórnarformaður ÚA í samtali við Nýja Helgarblaðið í gær. Grandi hf og ÚA eru tvö stærstu útgerðarfyrirtæki lands- ins og áþekk að stærð. Akur- eyrarbær á um 70% í ÚA en Reykjavíkurborg átti um 78% í Granda hf. „Sem Akureyringi þætti mér skrýtið ef forráðamenn Akureyrarbæjar seldu sinn hlut fyrir 500 miljónir, svona vægt til orða tekið. Nú, ef okkur hefði boðist þetta á þessum kjörum, 3,5% vextir á átta árum eru lágir vextir, að þá má a.m.k. segja að okkur hefði boðist mjög góð kjör. Eitt er víst að ef við hefðum haft bolmagn í þetta, að þá hefð- um við stokkið á svona tilboð. En við fengum enga nasasjón af þessum kaupum áður en þau voru gerð. Ég sá þetta fyrst í sjón- varpinu og hélt að það væri fyrsti apríl. Sem stjórnarmaður í ÚA hefði ég gjarnan viljað skoða þetta, en manni sýnist þetta vera gjafverð. Þetta er eins og ævin- týri, en þau gerast víst enn. Mér fyndist að Grandi ætti að vera stolt Reykvíkinga og borgin má nú ekki fara alveg úr tengslum við þennan grunnatvinnuveg og snúa sér bara að hringleikahúsum," sagði Sverrir. Vandi Davíðs Staða Davíðs Odssonar hefur orðið all hjákátleg í þessu máli, hann hefur eiginlega þurft að halda því fram í sama orðinu að Grandi hf hafi bæði verið baggi á borginni og jafnframt að staða fyrirtækisins hafi verið góð. Énda hefur hann gert það, í sjónvarps- viðtali sagði hann að hann væri að losa borgina við bagga, „500 dauðar miljónir", en sagði jafn- framt að Grandi væri vel rekinn og staðan góð, „enda hefðu menn annars ekki haft áhuga á að kaupa." Davíð Oddson rétt- lætir söluna, með tilvísun í að borgin hafi fengið tvöfalt nafnverð hlutabréfa sinna í Granda hf. Fyrir það fyrsta er hlutafé fyrirtækja á íslandi oft mjög lágt miðað við umfang og rekstur fyrirtækja. I öðru lagi er ekki raunhæft að miða við áætlað sölugengi einstakra hlutabréfa, þegar meirihluti fyrirtækis er seldur. Meirihlutaeign með til- heyrandi völdum er alltaf marg- falt verðmeiri, en verðgildi ein- stakra hlutabréfa segir til um. Fyrir utan lágt söluverð, 500 milljónir króna hefur vakið at- hygli hversu lágir vextir eru á skuldabréfunum, eða 3,5%. Þetta eru sömu vextir og eru á hagstæðustu lánum á lánamark- aði í dag, þ.e. niðurgreiddum húsnæðislánum. Borgin mun að átta árum liðnum fá um 577 milljónir í sinn hlut fyrir 3,5% vexti af 500 miljónum og er þá verðtrygging ekki tekin með. Væru vextirnir hins vegar 9%, sem ekki er óeðlilegt væri sú tala 731 miljónir og munar þar 153 miljónum. Kaupin og kaupendur Að framansögðu má vera ljóst að hér hafa verið gerð góð kaup - afkaupendannahálfu. Tímasetn- ingin er góð, á krepputímum er rétti tíminn til að kaupa fyrirtæki, fyrir þá sem efni hafa á. Auk þess eru efnahagsaðgerðir, eða björg- unaraðgerðir handa atvinnuveg- unum og útgerð og frystingu þá sérstaklega, rétt handan við hornið. Því koma nýjir eigendur til með að njóta góðs af þeim pen- ingum sem dælt verður inn í sjáv- arútveginn honum til aðstoðar. Kaupendurnir, Sjóvá, Hvalur, Venus og Hampiðjan eru stönd- ug fyrirtæki, með margvísleg tengsl innan atvinnulífsins. Sá maður sem kemur einna víðast við er Árni Vilhjálmsson, pró- fessor. Hann er af mörgum talinn hugmyndafræðingurinn á bak við kaupin á Granda hf. Á augljós tengsl stjórnarmanna þessara fyr- irtækja við stjómarmenn í ESSO og Skeijungi hefur verið bent, og leitt að því líkum að einn hluti þessara kaupa sé að ýta Olís út af markaðnum. Grandi er einn stærsti viðskiptavinur Olís og tengsl nýrra eiganda Granda við hin olíufélögin, geri líklegt að Grandi skipti um olíufélag. Þá er Hvalur hf að söðla um og hætta að drepa hvali og snúa sér að út- gerð. Kaupin á Granda er stór áfangi á þeirri braut fyrirtækisins. Það er ljóst að margt hangir á spýtunni og miklir hagsmunir í húfi. En í öllu falli virðast blank- heit ekki hrjá þessi fyrirtæki, enda virðist augljóst af hverju. Þau eru í „business“ til að græða og virðist óneitanlega hafa tekist vel upp í þetta skiptið. phh NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.