Þjóðviljinn - 02.09.1988, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 02.09.1988, Blaðsíða 22
Hamlet kemur aftur á fjalirnar í Iðnó. Nú er leikhúsavertíðin um það bil að hefjast, og verður víða mikið um dýrðir, en þau leikhúsanna sem bolmagn hafa til, hyggjast bjóða áhorf- endum sínum til leikhúsveislu sem standa mun allan vetur- inn. Óhætt er að segja að verkefnaskrá leikhúsanna lofi góðu, og að mikil gróska sé í leikhúslífi landsmanna, jafnt í atvinnu- og áhugaleikhúsum. Þó er eins og fyrri daginn ekki nema brot af því fólki sem leik- list stundar sem á í öruggt hús að venda með sýningar sínar, eða getur gengið að list- sköpunarsjóðum vísum. Það vill nefnilega oft gleymast hvað listina varðar að fyrst þarf að skapa og síðan að selja, en ekki öfugt, og að list- sköpun er tímafrek vinna en ekki tómstundagaman, (með öðrum orðum Theódór Frið- riksson er undantekning en ekki regla). Alþýðuleikhúsið hefur reyndar byrjað leikárið nú þegar með sýningum á Elskhuganum eftir breska meistarann Harold Pinter, og eru sýningar þrisvar í viku í Ásmundarsal við Freyjug- ötu. Leikritið fjallar um hjóna- band sem reynist vera óvenjulegt í meira lagi, en, eins og einhver sagði að lokinni langri umræðu um grimmdarlegan „leik“ hjón- anna: „Svo má ef til vill bæta við að leikritið gæti gefið hjónafólki einhverjar hugmyndir um hvern- ig hægt er að koma í veg fyrir gagnkvæman leiða innan hjóna- bandsvéanna.“ Tilraunaleikhúsið Þíbilja fer aftur á stúfana þann 9. eða 10. september, með spunaverkið Gulur, rauður, grænn og blár, sem frumsýnt var í lok maí í ár. Sem fyrr verða sýningar í Hlað- varpanum, en sýningafjöldi eitthvað takmarkaður. Þíbilja hyggst halda áfram störfum í vet- ur, og er Þíbiljufólkið eitthvað að föndra með þá hugmynd að setja upp sýningu eftir jól. Mjallhvít Úr brúðuleikhúsheiminum er það helst að frétta að Brúðubíll- inn starfar áfram í vetur, en verð- ur einungis með sýningar eftir pöntun. Jón E. Guðmundsson verður áfram með sýningar sínar á Hans og Grétu og hyggst hefja sýningar að nýju uppúr miðjum september. Leikbrúðuland tekur aftur til starfa í október, 20. árið í röð, að öllum líkindum í kjallaranum að Fríkirkjuvegi 11, eins og undan- farin ár, þó það sé reyndar ekki öruggt ennþá. Sýnt verður ævin- týrið um Mjallhvíti, en forsýning- ar á leikritinu voru á Listahátíð í vor. Líklegt er að sýningar verði hjá Sögusvuntunni, einsmanns brúðuleikhúsi Hallveigar Thorl- acius, í vetur, þótt ekki reyndist unnt að fá það staðfest. Frétt-st að Hallveig væri í leynilegum bflasíma einhvers staðar á Norð- urlandi, og lét rannsóknarblaða- maður Þjóðviljans þar við sitja. Sveitasinfónía Leikfélag Reykjavíkur stendur nú á tímamótum, því í vetur verð- ur 92. leikár félagsins og jafn- framt síðasta starfsárið í Iðnó, en flutningur í nýja Borgarleikhúsið er fyrirhugaður haustið 1989. Leikfélagið stendur nú uppi Skemmulaust, og því verða sýn- ingar þess í vetur bundnar við gamla Iðnó, allar nema ein, sem kemur á fjalirnar á milli jóla og nýárs. Þessa dagana standa yfir æfing- ar á Sveitasinfóníu, nýju leikriti eftir Ragnar-Arnalds, og er frum- sýning fyrirhuguð þann 20. sept- ember. Leikritið mun vera í gam- ansömum tón, og gerast í ís- lenskri sveit fyrir nokkrum ára- tugum. Alls koma 15 persónur við sögu í leikritinu, sem alls ekki mun vera byggt á sannsögulegum atburðum, þótt heyrst hafi að sumir muni ef til vill kannast við suma, sumsstaðar. Leikstjóri Sveitasinfóníu er Þórhallur Sig- urðsson. Hamlet kemur aftur á fjalir Iðnó í lok september, óbreyttur frá síðasta leikári. í Þjóðleikhúsinu er frumsýning á Marmara eftir Guðmund Kamban fyrirhuguð þann 23. september, en tvær forsýningar voru á leikritinu í júní, í tilefni Listahátíðar 1988. Á litla sviðinu verður leikritið Ef ég væri þú eftir Þorvarð Helgason frumsýnt þann 30. september, en eins og Marmari var leikritið sýnt tvisvar í tilefni Listahátíðar í vor. Hjá Leikfélagi Akureyrar verður fyrsta frumsýning leikárs- ins þann 7. október, og verður þá sýnt leikritið Skjaldbakan kemst þangað líka eftir Árna Ibsen, í leikstjórn Viðars Eggertssonar. „Þetta er átakamikið verk sem ég tel eiga erindi við okkar samfé- lag, ekki síst í dag,“ segir Arnór Benónýsson leikhússtjóri. Um mánaðamót október / nóvember er síðan von á íslenska dans- flokknum til Akureyrar, með verkið Af mönnum, verðlauna- ballett Hlífar Svavarsdóttur list- dansstjóra Þjóðleikhússins, og verða sýningar ein eða tvær, allt eftir því hvernig liggur á Akur- eyringum og Dansflokksfólkinu. Ævintýri Hoffmanns og Háskaleg kynni Ævintýri Hoffmanns eftir Of- fenbach verða sett upp á stóra sviði Þjóðleikhússins í október, og er frumsýning áætluð þann 14. Sýningin er afrakstur af sam- vinnu Þjóðleikhússins og ís- lensku óperunnar, og er það í fyrsta skipti sem slíkt samstarf er reynt. Offenbach samdi óperuna við þrjár sögur skáldsins og lista- mannsins E.T.A. Hoffmanns, og gerði Hoffmann sjálfan að aðal- persónu óperunnar þannig að skáldið gengur inn í sinn eigin hugarheim. „Ég er sunnudags- barn,“ segir Hoffmann sjálfur, „með þá náðargáfu að sjá það sem öðrum er hulið.“ Þórhildur Þorleifsdóttir leik- stýrir Ævintýrunum, hljómsveit- 22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ Alþýðuleikhúsið sýnir áfram Ævintýri á ísnum. arstjóri verður Anthony Hose. Titilhlutverkið syngur Garðar Cortes. Önnur starfsemi íslensku óp- erunnar í vetur er enn á umræð- ustigi. Offenbach verður látinn nægja fram að áramótum, en óp- erufólk vonast þó til að línurnar fari fljótlega að skýrast. Húsnæði Óperunnar stendur þó ekki autt, því það leggur Þjóðleikhúsið undir sig og setur þar upp leik fyrir börn og full- orðna: Hvar er hamarinn, sem Njörður P. Njarðvík byggði á Þrymskviðu. Sýningin var frum- flutt á M-hátíð á Isafirði í júní 1987, og ætlar Brynja Benedikts- dóttir nú að æfa leikinn upp að nýju. Frumsýning verður í Gamla bíói í október. Um mánaðamótin október / nóvember setur Þjóðleikhúsið svo upp aðra sýningu í Gamla bíói, en það er leikritið Háskaleg kynni, eftir Christopher Hamp- ton. Leikritið er byggt á skáld- sögunni Les liaisons dangereuses eftir Frakkann Choderlos de Lac- los sem vakti mikla hneykslun þegar hún kom út árið 1782, náði fljótt mikilli útbreiðslu og telst nú klassísk. Verkið er alræmd stúdía á leynimakki í kynferðismálum, og meinfýsin lýsing á siðfágaðri úr- kynjun franskrar yfirstéttar. Karl Guðmundsson og Þórdís Bach- mann þýddu leikritið og Bene- dikt Árnason leikstýrir. Koss köngulóar- konunnar f október fer Frú Emilía á stúf- ana, en þá er ætlunin að leiklesa 4 helstu verk Tjekovs. fjórar helg- ar í röð í Listasafni Islands. Ekki er ákveðið hverjir lesa, en verkin eru Mávurinn, Vanja frændi, Þrjár systur og Kirsuberjagarður- inn. Frú Emilía fékk styrk frá Leiklistarráði til að setja upp sýn- ingu svo væntanlega verður eitthvað gert í málinu í vetur, þótt húsnæðisleysi og kostnaður séu Emilíufólki óþægur ljár í þúfu eins og fleirum. Einhverju hefur verið hvíslað um Hamskiptin eftir Kafka, en það getur sosum vel verið að það sé ekki flugefót- ur fyrir þeim tíðindum. I það minnsta er Frúin enn í fullu fjöri, og hefur mikið af góðum hug- myndum. Alþýðuleikhúsið hyggst fylgja Elskhuganum eftir með annarri sýningu sem frumsýnd verður í lok október. í þetta sinn verða sýningar í kjallara Hlaðvarpans þar sem Sigrún Valbergsdóttir setur upp Koss köngulóarkon- unnar eftir argentínska höfund- inn Manuel Puig sem skrifaði leikgerðina eftir samnefndri skáldsögu sinni. Eins og þeir muna sem sáu kvikmyndina á sínum tíma, segir Kossinn frá tveimur gjörólíkum mönnum sem sitja í sama fanga- klefa, pólitískum fanga; og homma sem situr inni fyrir að leita á unga drengi. Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi leikritið og Gerla gerir leikmynd. Leikendur verða þeir Árni Pétur Guðjóns- son og Guðmundur Ólafsson. Auk Pinters og Koss könguló- arkonunnar ætlar Alþýðul- eikhúsið að sýna barnaleikritið Ævintýri á ísnum eitthvað áfram, og eins er gert ráð fyrir að fara með leikritið Eru tígrisdýr í Kongó? í skóla. Mikil starfsemi verður þannig í gangi hjá leikhús- inu fram að áramótum, hvað sem síðar verður, en Alþýðuleikhúsið á í höggi við skuldahala einn mik- inn auk þess sem það er í krón- ísku húsnæðishraki. Sem stendur er því allt á huldu um áframhald- andi starfsemi leikhússins, og veltur á fjárlögum hvað gerist eftir áramót. Þó stendur til að setja upp stór- sýningu næsta sumar, ef aurar verða til og húsnæði fæst. Geta leiklistarunnendur varla annað en vonað hið besta með Alþýðu- leikhúsinu því Inga Bjarnason mun hafa á prjónunum að setja upp sjálfan Macbeth. Ferðalag Lottu Þjóðleikhúsið ætlar að taka sig til og kynna landsmönnum verk eins þekktasta leikritahöfundar Vestur-Þýskalands, en þann 11. nóvember verður leikritið Stór og smár, eftir Botho Strauss frumsýnt á stóra sviðinu. Stór og smár segir frá ferðalagi ungrar konu, Lottu, sem fer stað úr stað, frá einum til annars, í endalausri leit að einhverju sem kannski er ástin, kannski horfnar hamingjustundir, eða bara eitthvað sem enginn veit hvað er. Leikstjóri er Guðjón Peder- sen, þýðandi og aðstoðarleik- stjóri Hafliði Arngrímsson, og Lottu leikur Anna Kristín Arng- rímsdóttir. í nóvember er einnig fyrirhug- uð frumsýning á litla sviði Þjóð- leikhússins, en það verður leikrit- ið Ljúfir dagar eftir Samuel Beckett, í þýðingu og leikstjórn Árna Ibsen. Ljúfir dagar er bjartsýnisverk sem gerist í „skelli-helvítis-birtu“ á meðan aðalpersónan, Winnie, virðist ætla að sökkva í fortíðina, alsæl og með sólhlíf á lofti. Með hlutverk Winníar fer Sig- ríður Þorvaldsdóttir, en eigin- mann hennar leikur Arni Tryggvason. Áhugaleikarar í ham Þessa dagana eru áhugaleikfé- lögin að lesa og velja verkefni, en að sögn Sigrúnar Valbergsdóttur ætlar stór hluti þeirra 86 leikfé- laga sem aðild eiga að Bandalagi íslenskra leikfélaga að setja upp leikrit einhvern tíma í vetur. Enn er of snemt að segja mikið um hvaða verk verða sett upp, því áhugaleikhóparnir fara yfirleitt seinna af stað en atvinnuleikhús- in. Þó er vitað að Valgeir Skag- fjörð er að gera leikgerð að barn- aleikriti sem hann setur upp hjá Leikfélagi Kópavogs í vetur, heitir það Fróði og allir hinir gaurarnir, og er eftir Ole Lund Kirkegaard. Leikfélag Hafnarfjarðar tekur aftur upp sýningar á Emil í Katt- holti eftir Astrid Lindgren, Leikfélag Mosfellssveitar leitar líka fanga hjá Astrid, og ætlar að sýna Elsku Míó minn. Leikdeild Ungmennafélagsins íslendings á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.