Þjóðviljinn - 02.09.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 02.09.1988, Blaðsíða 16
Allir geta búið á heimilum ÁstaB. Þorsteinsdóttir og Halldóra Sigurgeirsdóttir: Stofnanir voru börn síns tíma þegar önnur úrræði þóttu ekki möguleg - Við teljum ekki forsvaranlegt að ætlast til þess að fatlaðir ein- staklingar búi við aðrar aðstæður en við vildum búa við sjálfar. Þess vegna eru það sjálfsögð réttindi allra fatlaðra, vangefinna sem annarra, að þeim verði veitt eðliieg hlutdeild í samfélaginu á sama hátt og öðrum og samfé- lagið komi á móts við þarfir þeirra um leið og þeir læri að nota þá þjónustu sem samfélagið býöur upp á, sögðu Ásta B. Þor- steinsdóttir, formaður Lands- samtakanna Þroskahjálpar og Halldóra Sigur-geirsdóttir starfs- maður samtakanna en þær eiga báðar fötluð börn á tvítugsaldri sem þær hafa alið upp á sínu heimili á líkan hátt og systkini þeirra. - Víða erlendis eru menn mun lengra á veg komnir með að leggja niður stofnanir fyrir fatl- aða. Við teljum þá reynslu sem fengist hefur af starfi okkar um 20 ára skeið sína ótvírætt að það er bæði mögulegt og æskilegt að fatlaðir lifi og taki þátt í samfé- laginu eins og annað fólk, hafi sjálfsákvörðunarrétt um það hvemig þeir haga sínu lífi. Ásta og Halldóra lögðu áherslu á að þetta væri ekki spurningin um hvort þessi eða hinn væri hæfur til að búa utan stofnunar. Það eru engin neðri hæfnismörk við að búa á heimiii. Sumir þurfa til þess meiri aðstoð en aðrir en það geta það allir. Enginn er svo mikið fatlaður að hann sé óhæfur til annars en að vera á sólarhringsstofnun. Þroskaheftir og aðrir fatlaðir eru hluti af þegnum þessa samfé- lags en það hefur löngum borið á miklum fordómun í garð þeirra og margir telja þá best niður- komna með sínum líkum, ein- angraðir frá öðru fólki. Það þarf að eiga sér stað hugarfarsb- reyting hvað þetta varðar og það gerist ekki nema þessir einstak- lingar verði hluti af samfélaginu. Þroskaheftir læra ekki að bjarga sér nema á reyni, því það lærir enginn að fara yfir götu nema það séu einhverjar götur til að fara yfir. Við getum vel skilið að það ríki ákveðin hræðsla við það að fara út í svo róttæka stefnubreytingu sem nú er á döfinni og þeir sem helst hafa uppi efasemdir eru að- standendur og starfsmenn stofn- ana, þau vita hvað þau hafa en það ríkir talsverð óvissa um hvað tekur við. En við getum ekki lengur lokað augunum fyrir nýj- um viðhorfum og breyttum sam- félagháttum sem kalla á breyting- ar hvað varðar málefni þroska- heftra sem og allra annarra. Við teljum vist á stofnun ekki væn- legan kost fyrir nokkurn mann en með þessu erum við þó ekki að dæma einn né neinn sem hefur gripið til þess úrræðis því á sínum tíma voru aðrir möguleikar ekki fyrir hendi og almennt ekki talið fært að bjóða upp á aðrar lausnir. Eins og áður sagði eiga Ásta og Halldóra báðar þroskaheft börn sem búið hafa heima alla tíð og þær segja að sólarhringsstofnanir komi ekki til greina þegar að því kemur að þau fari að heiman. Þeirra uppeldi hefur allt miðað að því að gefa þeim kost á að velja sér hlutverk í samfélaginu sjálf þegar þar að kemur, og í raun snýst málið um sjálfsákvörðun- arrétt og eðlileg mannréttindi hvers einstaklings. -iþ Ómar hefur mikinn áhuga á tónlist, hann bæði spilar sjálfur á hljóðfæri og hlustar mikið á plötur. - Það er eiginlega um allt ofmargt að velja í þessum námsvísi, ég ætla samt að byrja á matreiðslu og saumanáskeiði, segir Borghildur. Sigríður Ósk tjáir sig með aðstoð þessarar tölvu sem hún stjórnar með munninum. Engin ein aofero best fyrir alla Halldór K. Júlíusson: Það er pláss fyrir ólík viðhorf í starfi þroskaheftra Halldór K. Júlíusson, forstöðu- maður á Sólheimumu, er ekki sammála því að leggja eigi niður allar sólarhringsstofnanir og telur ýmis önnur mál brýnni varðandi mál þroskaheftra. - Það er ekki hægt að einblína bara á ytri aðstæður heldur verð- um við að meta hvernig umhverf- ið kemur til móts við þarfir ein- staklingsins. Ef við uppfyllum þessar þarfir á einhverjum stað þá skiptir ekki öllu máli hvort þar eru 40 manns eða 4, sagði Hall- dór. Halldór sagðist ekki telja að eina rétta lausnin fyrir þroskaheft fólk væri að búa á iitlum sambýl- um úti í samfélaginu. Það eru til fleiri en ein leið til að nálgast sama markmiðið, heimili út í bæ geta verið ein lausn en það er ekki þar með sagt að allt annað sé af hinu illa. Það hefur verið lögð of mikil áhersla á kenningar um normaliseringu, það er að fatlaðir skuli taka þátt í samfélaginu á nákvæmlega sama hátt og ófatlaðir. Þessar kenning- ar eru ágætar svo langt sem þær ná en eru ekki algildar. Halldór telur niðurstöður nefndarinnar um að sólarhrings- stofnanir samrýmist ekki tilgangi laganna um málefni fatlaðra miða við of þrönga túlkun á lög- unum og efast um að það hafi verið tilgangur löggjafans að ganga svona langt. Hugmyndafræði á bak við Sól- heima er meðferðarsamfélag þar sem reynt er að koma til móts við þarfir fólks á sem flestum sviðum og leitast við að skapa það um- hverfi sem gefur þroskaheftum færi á að öðlast jákvæða sjálfs- ímynd og öryggi. Það að Sól- heimar eru landfræðilega einang- raður staður eða að heimilismenn sækja flesta þjónustu innan stað- arins get ég ekki séð að eigi að vera úrslitaatriði varðandi það hvort þetta form eigi rétt á sér eða ekki. Aðstæður á Sólheimum hafa þróast og tekið breytingum á þeim rúmlega 50 árum sem heimilið hefur verið starfrækt, og enn er verið að þróa og endur- bæta staðinn. Aðstæðurnar líkj- ast í engu þeim aðstæðum sem leiddu til kröfunnar um normalis- eringu íbúa á stofnunum um miðja öldina. Þar var um að ræða mótmæli gegn stórum ómannúð- legum stofnunum sem voru geymslustaðir fyrir þroskahefta. Sólheimar nýta þá möguleika sem staðurinn býður upp á. Við byggjum á ákveðinni hugmynda- fræði og teljum okkur hafa náð umtalsverðum árangri. Við vilj- um að okkar starf sé metið fyrir það sem það er og leggjum áherslu á að ólík sjónarmið eigi rétt á sér í þessu starfi. - Á meðan 100 til 200 manns sem eru í mikilli neyð bíða eftir úrlaúsn sinna mála er það tímasó- un að við sem að málefnum þroskaheftra vinnum séum að þrátta um innra starf og ólíka hugmyndafræði. Við erum öll sammála um meginmarkmið, það er að vilja hag þroskaheftra sem bestan og því er nauðsynlegt að við stillum okkar krafta saman og sýnum ólíkum viðhorfum um- burðarlyndi. -*Þ Stofnun eða heimili? Mismunandi skoðanir á hvort sólarhringsstofnanir fyrir fatlaða séu úrelt fyrirbrigði eða meðferðarsamfélag semuppfyllir kröfur nútímans Um síðustu helgi var haldinn sameiginlegur fundur Öryrkja- bandalags íslands og Lands- samtakanna Þroskahjálpar þar sem lýst var yfir ánægju með niðurstöðu stjórnskipaðrar nefndar sem kveður á um að sól- arhringsstofnanir fyrir fatlaða skuli lagðar niður á næstu 15 árum. Nefnd þessi sem skipuð var í byrjun þessa árs af félagsmála- ráðherra var falið að skilgreina hlutverk sólarhringsstofnana og gera tillögur um framtíðarskipan þeirra. Þær stofnanir sem hér um ræðir eru Skálatún í Mosfellsbæ, Sól- borg á Akureyri og Sólheimar í Grímsnesi, en þessar stofnanir heyra undir félagsmálaráðuneyt- ið. Nefndin komst að þeirri niður- stöðu að starfsemi þessara stofn- ana samrýmist ekki tilgangi laga um málefni fatlaðra frá 1983 og beri því að leggja þær niður á næstu 15 árum og miða starfið í framtíðinni við uppbyggingu á öðrum og frjálsari búsetuformum og stoðþjónustu fyrir íbúa þeirra. Á fundi Öryrkjabandalagsins og Þroskahjálpar urðu miklar umræður um niðurstöður nefnd- arinnar en að lokum samþykkt ályktun þar sem þeim eindregnu tilmælum er beint til stjórnvalda að tekið verði mið af niðurstöð- um nefndarinnar varðandi heildarskipulag allra sólarhrings- stofnana og til þess tryggt nægi- legt fjármagn. Þeir sem hlynntir eru þessum hugmyndum benda á að það hafi verið opinber stefna lengi og al- mennt viðurkennd kenning í framkvæmd á hinum Norður- löndunum og víðar að fatlaðir, jafnt vangefnir sem aðrir, eigi sama rétt á eðlilegu umhverfi, sjálfsákvörðunarrétti um eigið líf og búsetu og sambærilegum lífsk- jörum og aðrir þegnar þjóðfél- agsins. Hinir sem ekki eru sammála því að þessar stofnanir verði lagðar niður benda á að það sé margt meira aðkallandi í þessum efnum, auk þess sem stofnanir bjóði upp á ýmislegt sem ekki gefst færi á að vinna annarsstað- ar. Hin ólíku sjónarmið byggja um margt á mismunandi hugmynda- fræði. Annars vegar eru uppi kenningar um normaliseringu og samhæfingu sem gerir ráð fyrir því að hvorki sé nauðsynlegt né gott að vista þroskahefta, né aðra fatlaða, á stofnunum heldur búa þeim þær aðstæður í þjóðfélaginu að þau geti tekið þátt þyí á sem eðlilegastan hátt. Hins vegar eru aðrir sem telja að forsendur þroskaheftra úti í samfélaginu séu aðrar og lakari en hinna og þar af leiðandi geti sumir einstaklingar þrifist betur á stöðum þar sem leitast er við að koma til móts við sem flestar þarfir þeirra. Sömu aðilar leggja þó áherslu á að sambýli og önnur heimilisform eigi fullan rétt á sér en vilja að jafnframt verði áfram starfræktar sólarhrinsstofnanir. -•Þ Amgrímur sér um eldamennskuna þennan daginn. Það verður kakósúpa á boðstólum. Mynd Ari Heimilismenn sambýlisins ásamst starfsmönnum þess, talið frá vinstri: Sigríður Ósk, Hrönn þroskaþjálfi, Friðbjörg, Ómar, Arngrímur, Sigríður starfsmaður, Guðrún og Borghildur. Myndir Ari. Allir hjálpast að Innlit á sambýli fatlaðra í Hafnarfirði Að Klettahrauni 17 í Hafnarfirði er sambýli fyrir þroskahefta sem komið var á fót fyrir 3 árum. Þar búa 7 manns og reka hið vistleg- asta heimili með aðstoð þroska- þjálfa og starfsfólks. Við heimsóttum sambýlið í vik- unni á þeim tíma þegar heimilis- menn voru að koma heim úr vinnu og ræddum viö þá um heimilishaldið. Húsið er stórt einbýlishús í grónu hverfi sem með litlum lag- færingum hentar vel sem heimili fatlaðra. Það sem aðallega þurfti að lagfæra var aðkoma fyrir hjólastóla fyrir utan og breikka öll hurðarop innandyra. - Við skiptumst á að gera allt sem þarf að gera; einn eldar mat- inn, annar fer út í búð, sá þriðji tekur til á meðan einhver annar þvær þvottinn, segir Guðrún. Borghildur segir að þetta gangi vel á meðan allir hjálpist að og Arngrímur tekur undir það en hann er einmitt í þann veginn að fara að elda matinn. Það verður kakósúpa á boðstólum í kvöld. Starfsfólk sambýlisins veitir heimilismönnum þá aðstoð sem þurfa þykir við heimilisverkin og hver og einn fær leiðbeiningu við að gera hlutina þar til hann hefur náð fullu valdi á verkinu. í möppu sem Arngrímur hefur undir höndum er til dæmis að finna blað þar sem merktar eru inn á framfarir hans í matargerð og af því má sjá að hann telst nánast útlærður í þeirri kúnst að laga kakósúpu. Heimilismenn eru allir í vinnu eða skóla á daginn; Arpgrímur og Ómar vinna á vernduðum vinnu- stað við Kópavogshæli, Friðbjörg raðar gíróseðlum í plastpoka fyrir Rauða krossinn, Borghildur og Guðrún vinna á Lækjarási, hnýta öngla og raðapóstkortum í pakka en Sigríður Osk, sem er mikið líkamlega fötluð, stundar nám í Menntaskólanum í Kópavogi. Borghildur, Guðrún og Frið- björg ætla í Þjálfunarskóla ríkis- ins í haust þar sem boðið er upp á fjölbreytta fullorðinsfræðslu. Borghildur hefur valið sér nám- skeið í matreiðslu og saumaskap, Guðrún segist helst vilja læra allt sem boðið er upp á en Friðbjörg hefur mestan áhuga á leðurvinnu og tauþrykki. Hún er líka ákveð- in í að starfa með Perlunni, sem er leikhópur þroskaheftra sem fór í ferðalag til Noregs á dögun- um og vakti mikla athygli. Að- spurð um hvort hún ætti sér eithvert draumahlutverk sagði hún að það væri erfitt að svara því. - Ég held mig langi þó mest til að leika blóm, sagði Friðbjörg. Þegar heimilismenn voru spurðir að því hvað þeir hefðu fyrir stafni í tómstundum komu íþróttir fjótlega til umræðu. Arngrímur og Borghildur eyddu sumarfríinu sínu íæfinga- búðum að Laugarvatni í sumar en aðrir heimilismenn gerðu víðreist bæði innanlands og utan í sínu sumarfríi. Guðrún fór til Danmerkur en hún er nú ekki alveg ókunnug því landi því þetta var í fjórða skipti sem hún kom þangað. Hún sagð- ist vera farin að skilja heilmikið í dönsku en sagði að það væri erf- iðara að tala málið enda löngum verið erfiðleikum bundið fyrir ís- lendinga að gera sig skiljanlegan á máli frænda okkar þar. Að öðru leyti verja íbúarnir að Klettahrauni 17 frítíma sínum á líkan hátt og aðrir landsmenn; horfa á sjónvarpið þegar það býður upp á eitthvað áhugavert, fara í heimsóknir til vina og ætt- ingja, fara í bíó eða leikhús eða jafnvel út að borða þegar tilefni gefst til. -*Þ - Ég held mig langi mest til að leika blóm, segir Friðbjörg sem ætlar að fara i leiklist í vetur. 16 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN - NÝTT HELGARBLAÐ NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.