Þjóðviljinn - 02.09.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 02.09.1988, Blaðsíða 11
FOSTUDAGSFRETTIR ■ ■ ■ — - 1 ■ ■" 11 " — ■ ■ " 1 Lœkjartorg Fjöldamótmæli gegn bráðabirgðalögunum Rigningarfundur á Lœkjartorgi gegn kjaraskerbingu. Páll Halldórsson BHMR: Það verður að virða samningana. Sigurður T. Hlífarformaður: Laun eru ekki vandinn Frá útifundinum á Lækjartorgi, - áður en demban kom. (Mynd: Jim Smart) Vaka Siglufirði Einkennileg staða Hafþór Rósmundsson formað- ur Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði segir að þing Alþýðus- ambandsins í haust hljóti að verða sérkennileg samkoma. Verkalýðshreyfingin sé nú í einkennilegustu stöðu sem íslensk verkalýðshreyfing hafi nokkurn tíma lent í. Ljóst sé að sú kjarask- erðing sem þegar hafi verið fram- in og sú sem eigi eftir að koma bitni bara á opinberum starfs- mönnum og almennu verkafólki. „Það er auðvelt að sjá það fyrir að aðrir hópar fara létt með að bæta sér þetta upp,“ sagði Haf- þór. Ef síðan ætti að ráðast á sjó- menn væri helvíti hart ef einungis opinberir starfsmenn mótmæltu kjararáninu. Svo virtist sem mið- stjórn ASÍ væri langt frá því að vera samstilltur hópur. „Fólk hér er hálf ráðalaust. Það er ekki hægt að ætlast til að eitt og eitt félag rísi upp. Það er furðulegt að ASIkæri kjararánið í vor en setj- ist síðan niður með ríkisstjórn- inni núna,“ sagði Hafþór. Hafþór sagði að þegar staðan væri orðin þannig að meira væri greitt í fjármagnskostnað en laun, væru hlutirnir orðnir öf- ugsnúnir. 9% niðurfærsla launa sem yrði mætt með 3-4% niður- færslu verðlags gengi ekki upp. Síðustu samningar hefðu verið hógværir og menn því búist við því að fá að hafa þá í friði. Reyndin væri önnur. Versti hlutinn af öllu saman sagði Hafþór vera að ríkisstjórn- in skyldi afnema 2,5% launa- hækkun 1. september, að hún skyldi ekki hafa verið látin í friði á meðan menn undirbyggju ann- að. -hmp Árvakur Eskifirði Launamisrétti eykst HrafnkellJónsson: Okk- ar laun lœkkuð umfrarn aðra „Það sem skiptir okkur sem stóðum að Akureyrarsamningun- um mestu máli er að það er verið að lækka okkar kaup umfram aðra,“ segir Hrafnkell Jónsson formaður Árvakurs á Eskifirði- .Þeir sem hefðu samið um miðjan maí hefðu þegar fengið 2,5% hækkunina. Hrafnkell segir að nú dragi enn meira í sundur á milli meginþorra fiskvinnslufólks og iðnaðar- manna í launum. Furðulegt væri að menn töluðu um raunvaxta- lækkun á sama tíma og Seðla- bankinn segi raunvaxtastigið eðlilegt. Hrafnkell sagði að ef tækist að færa niður verðlag og vexti í al- vöru myndi fólk meta það. En það yrði að hafa eitthvað áþreifanlegt fyrir framan sig í þeim efnum. „Ég fullyrði að það trúir því enginn í alvöru að menn ætli að lækka vexti á meðan Seðlabankinn segir það eðlilegt að hér séu tvisvar sinnum hærri raunvextir en í nágrannalöndun- um.“ Hrafnkell telur að menn eigi að bíða og sjá hvað verður á spilun- um hjá ríkisstjórninni. Þá geti menn gert upp við sig hvort eigi að fara út í aðgerðir og hvernig. -hmp Um fimm hundruð 500 manns sóttu útifund BHMR, kenn- ara og bankamanna á Lækjar- torgi í gær, en það eru fyrstu fjöldamótmælin gegn efnahags- ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar. Einn ræðumanna var ASÍ- maðurinn Sigurður T. Sigurðs- son formaður Hlífar í Hafnmar- firði, og athygli vakti að bæði Kvennalisti og Alþýðubandalag sendu stuðningsyfirlýsingu á fundinn. „Mælirinn er fullur. Afnám samnings- og verkfallsréttar launamanna og tvær gengis- fellingar á fyrra hluta ársins hafa leitt til umtalsverðrar kjaraskerð- ingar hjá launafólki sem aðrir þjóðfélagsþegnar hafa komist hjá“ segir meðal annars í ályktun fundarins, þar sem mótmælt var afnámi 2,5% hækkunarinnar og fordæmdar ráðagerðir um frekari niðurfærslu launa. Stéttarfélögin í landinu eiga að standa saman og verja lífskjör launafólks, segir í lítt dulinni orðsendingu ályktun- arinnar til ASÍ-miðstjórnarinnar. Fjórir ræðumenn á fundinum voru harðorðir í garð ráða- manna. Páll Halldórsson formað- ur BHMR sagði í ræðu sinni að efnahagsvandinn stafaði af mis- tökum atvinnurekenda og stjórnvalda en ekki af launum launafólks. Með aðgerðum sín- um væri ríkisstjórnin að viðhalda ástandi stöðugra kjaraskerðinga og frestaði um leið að atvinnu- rekendur tækju á sínum vanda. „Við krefjumst þess að samning- ar séu virtir. Það er óþolandi að atvinnurekendur og ríkisvald geti gert samninga sem þeir ætla sér ekki að standa við,“ sagði Páll. Hinrik Greipsson formaður Félags bankamanna sagði ríkis- stjórnina slá ryki í augu fólks með því að lækka nafnvexti og bú- vöruverð. Ríkisstjórnin hreykti sér af því að hafa lækkað nafnvexti, sem væru á sparnaði fólks en raunvextirnir væru enn Talið er að allt að 30 þúsund laxaseiði hafi drepist hjá lax- eldisfyrirtækinu Óslaxi hf. á Ól- afsfirði og er tjón fyrirtækisins metið á miljónir króna. Það sem verra er að seiðin munu ekki hafa verið tryggð og því er tjónið til- finnanlegt fyrir fyrirtækið. Að sögn Sveinbjörns Árnason- ar á Ólafsfirði var komið sólskin og besta veður þar í gær og var bærinn að mestu orðinn hreinn á nýjan leik eftir að búið var að hreinsa burt allan aurinn og leðj- una. Hættuástandi hefur verið aflýst og sváfu íbúar þeirra 70 húsa sem voru rýmd um helgina heima hjá sér í fyrrinótt. Fjöldi manns í næstu ná- grannabyggðum hefur boðist til að aðstoða heimamenn í því endurreisnarstarfi sem framund- an er og hefur sett á fót þriggja manna nefnd til að skipuleggja þá vinnu og hvernig best sé að hagn- ýta sér þá aðstoð. Vegurinn um Ólafsfjarðar- þeir sömu á verðtryggðum skuldum þess. Raunvextir væru nú 10-15% á meðan yfirleitt væri talið eðlilegt að þeir væru 2-4%. Svanhildur Kaaber formaður Kennarasambands íslands sagði ríkisstjórnina beita „Grýluupp- eldisfræði". Grýlan væri svokall- aður efnahagsvandi og ekki stæði múla er afar ílla farinn á mörgum stöðum og á sumum hreinlega í sundur af völdum skriða og í Brikargili var vegurinn horfinn - Mönnum er mjög ofarlega í huga að vita hvað er að gerast innan miðstjórnar ASÍ. Við lítum svo á að það komi ekki til greina að taka þátt í viðræðum við stjórnvöld um frckari kjara- skerðingu, segir Elías Björnsson formaður Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum. - Við skorum á þá mið- stjórnarmenn sem eru á móti þessum viðræðum að gefa sig fram svo hægt sé að vinsa þá fram þeim sem eru á þessu. Hvar standa formaður Sjómanna- sambandsins, formaður Sjó- á forstjórunum að benda á lausnina, skerðingu launa. Hægt væri að taka undir það að neyslan hefði verið of mikil, offjárfesting- ar of miklar. En ekki væri hægt að taka undir að launafólk stæði þar að baki, það hefði einfaldlega ekki éfni á því. Að lokum talaði Sigurður T. með öllu. Starfsmenn Vegagerð- ar ríkisins unnu við í gær að kanna þær skemmdir sem hafa orðið á veginum og er talið að mannafélags Reykjavíkur, for- maður Verkamannasambands- ins? Við viljum fá að vita hvar þeir standa í þessum málum. Þeir hafa þá skyldu að gefa sig fram og láta vita af skoðunum sínum, - Við viljum fá klár svör frá þessum formönnum. Við krefj- umst þess að bæði sambands- stjórn Sjómannasambandins og framkvæmdastjórn VMSÍ verði þegar kölluð saman. Vinnu- brögðin eru með ólíkindum og ekki í nokkrum takt við vilja fé- lagsmanna, sagði Elías. Jötunn hefur mótmælt harð- Sigurðsson formaður Hlífar í Hafnarfirði. Hann las harðorða ályktun Hlífar frá því fyrr í vik- unni og sagði að enginn þyrfti að segja launafólki að laun á bilinu 30-70 þúsund væru að setja efna- hagslíf þjóðartnnar á annan endann. Frjálshyggjan ætti að borga skuldir sínar sjálf. -hmp nokkur tími líði þar til hann verð- ur opnaður á ný. lega þeirri kaupmáttarskerðingu sem fram kemur í tillögum til ríkisstjórnarinnar um efna- hagsmál og einnig öllum áform- um um lækkun skiptaprósentu til sjómanna eða lækkun fiskverðs sem er nú þegar of lágt miðað við verðlagsþróun í landinu. Skorar Jötunn á miðstjórn ASÍ að hafna nú þegar þeirri leið sem ríkis- stjórnin virðist hafa valið sér til að rétta við atvinnureksturinn í landinu og hallann á ríkissjóði, þ.e.a.s. ofnotaðri kjaraskerðing- arleið, eins og segir í samþykkt félagsins. -lg. NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 -grh Jötunn Vestmannaeyjum Höfnum öllum viðræðum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.