Þjóðviljinn - 02.09.1988, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 02.09.1988, Blaðsíða 18
Engin herskip vinna bug á einhuga þjóð Lúðvíkjósefsson fyrrverandi sjávarútvegsráðherra rifjar upp baráttuna fyrir útfærslu landhelginnar í 12 mílur fyrir réttum 30 árum. Atökin ekki síður hörð innan ríkisstjórnarinnar en úti á fiskimiðunum - Það tók tvö heil ár fyrir mig sem átti að bera ábyrgð á land- helgismálinu, að koma ákvörðun um útfærslu í gegn í stjórninni. Þessi barátta öll er mér minnis- stæðust í sambandi við 12 mílna útfærsluna. Átökin í ríkisstjórn- inni voru mun meiri og erfiðari en þau átök sem við síðan áttum í við bresk stjórnvöld og breska landhelgisbrjóta úti á miðunum, segir Lúðvík Jósefsson fyrrver- andi sjávarútvegsráðherra er hann rifjar upp aðdragandann og undirbúninginn að útfærslu land- helginnar í 12 mílur, en í gær voru rétt 30 ár liðin frá þessari sögu- legu stækkun landhelginnar, 1. september 1958. Sex árum áður hafði landhelg- in verið stækkuð úr 3 mílum í 4 og grunnlínum breytt. Sú ákvörðun var tekin eftir að Alþjóðadóm- stóllinn • í Haag úrskurðaði að Norðmönnum væri heimilt að stækka sína landhelgi í 4 mflur en þeir höfðu þá átt í landhelgisdeilu við Breta. - Þrátt fyrir að við hefðum öll rök með okkur við útfærsluna í 4 mflur og værum að fylgja eftir dómsúrskurði Alþjóðadómstóls- ins, þá kostaði sú útfærsla meiri- háttar deilu við Breta sem vildu á engan hátt viðurkenna rétt okk- ar. Þeir settu á okkur löndunar- bann strax 1952 sem stóð langt fram á árið 1956. Bresku stjórnvöldin voru ákaflega þver í allri framkomu sinni gagnvart þá- verandi forsætis- og sjávarútvegs- ráðherra Ólafi Thors. Löndunar- bannið hafði hins vegar ekkert að segja. Við náðum stórum samn- ingi við Rússa strax árið eftir sem fyllti upp í Bretlandsmarkaðinn og meira en það. Reiði meðal landsmanna - Árið 1956 var farið að sjóða verulega á landsmönnum út af deilunum við Breta. Menn sáu að þeir voru og yrðu á móti öllum útfærslum og við þá væri ekkert að semja. 4 mílurnar voru orðnar of litlar. Erlendi flotinn sem sótti hingað til lands var orðinn allt of stór. Kröfur almennings í landinu fóru ört vaxandi. „Við verðum að stækka landhelgina“. Allir flokkar tóku undir þessa kröfu í kosningabaráttunni 1956. Þegar ríkisstjórn Hermanns Jón- assonar tók síðan við völdum eftir kosningarnar var útfærslan eitt aðalloforðið í stefnuyfirlýs- ingu stjórnarinnar. Enginn ótvíræður réttur - Það að ráðast í 12 mflna út- færslu hafði þá sérstöðu að þar gátum við ekki vitnað í nein al- þjóðalög eða lýst yfir ótvíræðum rétti okkar. Sérstök laganefnd Sameinuðu þjóðanna sem fjall- aði um alþjóðarétt, hafði þá loks- ins gefið út tilkynningu um það að hún teldi að ákvæði um víðáttu landhelgi væru mjög á reiki. Það væri hennar álit, að landhelgin gæti verið frá 3 mflum uppí 12 mflur, en meira en 12 mflur taldi hún ekki samrýmast alþjóða- lögum. Þetta orðalag ýtti undir okkur og mjög marga aðra að hér væri óbein viðurkenning á því að það stæðist samkvæmt alþjóðalögum að fara allt út í 12 mílur. Ýmsar þjóðir höfðu þá þegar tekið sér 12 mflur eins og Sovétríkin og ýmis ríki Suður-Ameríku. Stuöningur úr öllum áttum - Það sem einkenndi baráttuna hér heima var að það hafði skapast alveg óvenju sterkt al- menningsálit. Það má segja að þegar kom fram á árið 1958 hafi nær hver einasta sveitarstjórn í landinu, næstum öll félaga- samtök, öll þau félagasamtök sem snertu á einhvern hátt sjáv- arútveg, sent frá sér samþykktir þar sem lýst var yfir stuðningi við útfærsluna í 12 mflur. Samþykktir komu frá svo til öllum byggðarlögum í landinu um að við mættum ekki bíða iengur og það yrði að ráðast í út- færslu. Þessar samþykktir dundu á stjórnvöldum og komu úr öllum áttum. Á því lék eoginn vafi að það voru frammámenn í öllum stjórnmálaflokkum sem stóðu að þessum samþykktum, einnig úr Sjálfstæðisflokknum sem þá var í stjórnarandstöðu. Þessi órofa samstaða almenn- ings um allt land var minn helsti styrkleiki í þessu máli og ekki síst í baráttunni innan ríkisstjórnar- innar. Ég ýtti undir þessa sam- stöðu með því að beita mér fyrir geysilega miklum fundahöldum í öllum landshlutum og með því að halda undirbúningsráðstefnu um það hvernig standa ætti að útfærslunni sjálfri. Þangað var boðið fulltrúum frá öllum lands- hlutum sem fjölluðu um og undir- bjuggu málið. Það er alveg óhætt að fullyrða það að sjaldan eða aldrei hefur myndast önnur eins samstaða meðal almennings í landinu og þeirra fulltrúa sem höfðu mest af málinu að segja. Andstaöa frá Bandaríkja- mönnum - Þegar átti að fara að aðhafast eitthvað í málinu, gera eitthvað, kom í ljós að forystumenn stjórnmálaflokkanna voru mjög misjafnlega við þessu búnir og þá kom ekki síður í ljós það gífur- lega áhrifavald sem erlendir aðil- ar höfðu hér. Á sérstakri landhelgismálaráð- stefnu sem Sameinuðu þjóðirnar boðuðu til í marsmánuði 1958 var reynt að ná víðtæku sam’komu- lagi um heimildir til víðáttu á landhelgi. Þar reyndust Banda- ríkjamenn okkur, eins og síðar kom fram í málinu, ákaflega and- stæðir. Þeir voru með tillögur um 6 mflna landhelgi. Þetta hefði þýtt fyrir okkur að ekki hefði verið mögulegt að stækka landhelgina nema örlítið og Bretar hefðu haft fullan rétt til að veiða upp að 6 mflum. Hins vegar hefðum við ekki fengið slíkan sögulegan rétt gagnvart Grænlandi og Nýfundnalandi. Niðurstaðan varð sú að það náð- ist ekki fram neinn löglegur meirihluti til þess að marka al- þjóðlega stefnu en hins vegar hafði komið fram á ráðstefnunni allvíðtækur stuðningur við 12 mflna regluna. NATO beitir þrýstingi - Okkar aðal andstæðingar voru Bretar og einnig V- Þjóðverjar og V-Evrópuríkin nær öll og Bandaríkin með þeim. Þessir aðilar reyndu að hlutast til um að íslenskir stjórnmálamenn létu af fyrirætlunum sínum. Foi- ystumenn NATO skárust í málið og áttu fund eftir fund með utan- ríkisráðherra landsins, Guð- mundi í. Guðmundssyni og fleiri ráðamönnum og reyndu að sveigja þá til undanhalds. Og líkt og við útfærsluna 1952 var málinu síðan varpað inn til Efna- hagssamvinnustofnunarinnar í París. Þar var þingað og makkað um málið og gerðar miklar til- raunir til að fá ákveðna íslenska stjórnmálamenn til að fallast á samkomulagsleiðir. Bandaríkin og NATO-ríkin byrjuðu strax að nota sína að- stöðu hjá NATO og stofnuninni í París. Taka málin til sín, semja þar um málin og knýja á íslenska stjórnmálamenn. Vegna þessarar íhlutunar urðu átök hér heima. Forystumenn flokka sem voru í sterkum tenglsum við NATO og höfðu áður lýst yfir nauðsyn á stækkun landhelginnar vildu nú allt í einu bíða. Bíða með málið, athuga málið og semja um málið. Þetta gekk svo langt að þann 29. ágúst, eða tveimur dögum fyrir útfærslu, lagði miðstjórn Sjálfstæðisflokksins fram form- lega tillögu um að málinu yrði vís- að til Atlantshafsbandalagsins og samið um það þar. Ríkisstjórnin riöar til falls - Útfærsla landhelginnar var farin að dragast úr hófi. Þeir stjórnmálamenn sem höfðu sam- þykkt útfærsluna, samþykktu nú frest á frest ofan. Skoða og bíða og athuga betur og þannig gekk þetta þar til uppgjör varð í ríkis- stjórninni í síðari hluta maí 1958. Þá voru átökin orðin svo mikil að það leit útfyrir að stjórnin myndi springa. Þann 22. og 23. maí til- kynntu bæði Morgunblaðið og Alþýðublaðið að ríkisstjórnin væri fallin. Bresku blöðin berg- máluðu þetta og sögðu að eina leiðin til að forðast stórátök milli þjóðanna væri að þessi ríkisstjórn félli. Samningaþófið innan stjórnar- innar hélt áfram og þar réðu gífurlega miklu um úrslitin kröfur almennings úr öllum áttum og úr öllum flokkum. Það var ekki fyrr en 24. maí að tókst að gera bindandi samkomu- lag sem var undirritað af öllum ráðherrum sem áttu hlut að máli, um það hvernig hin nýja land- helgisreglugerð ætti að vera, hve- nær ætti að birta hana og hvenær hún ætti að taka gildi. í þessu samkomulagi var ákveðið að færa landhelgina út í 12 mflur. Reglugerðin skyldi birt- ast 30. júní og gildistakan átti að verða þann 1. september. Um þetta urðu þessar gífurlega miklu pólitísku sviptingar og í er- lendum blöðum var sagt hreint út að þetta væru kommúnistarnir á íslandi sem væru að berjast fyrir útfærslu landhelginnar. Aðrir vildu það ekki. Þeir væru and- stæðingar NATO og vildu setja „Þessi órofa samstaöa almennings um allt land, var minn helsti styrkleiki í þessu máli og ekki síst í baráttunni innan ríkisstjórnarinnar.“ „í erlendum blöðum var sagt hreint út aö þetta væru kommúnistarnir á íslandi sem væru að berjast fyrir útfærslu landhelginnar. Aörir vildu þaö ekki. Þeir væru andstæðingar NATO og vildu setja þar allt í bál og brand. Höfuöfjandmaðurinn í þessu máli væri Mr. Jósefsson.“ 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.