Þjóðviljinn - 02.09.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.09.1988, Blaðsíða 6
Jón Baldvin 7 milljarða á hálfu ári. Samt er fjárlaga hef ur aukið skattbyrði um rúma hallinn rúmum milljarði meiri en Jón reiknaði í júní og tveimur milljörðum meiri en upphaflegt fjárlagafrumvarp sagði til um. Hann hefur ráðist á ríkisstofnanir fyrir að fara fram úr fjárlögum. Sjálfur fer hann a.m.k. 180 milljónir umfram heimildir laga á hálfu ári. Kann Jón Baldvin ekki að reikna? Júní-áætlun fjármálaráðuneytis skeikar rúmum milljarði. Veigamiklir útgjaldaþættir ,,gleymdust“ þegar dæmið var reiknað Samkvæmt nýrri skýrslu Ríkis- endurskoðunar, eru niðurstöður fjármálaráðuneytisins frá í júní sl. um endanlegar tölur fjárlaga kolvitlausar. f endurmati fjár- málaráðuneytisins er tekið tillit til breyttra Iauna- verðlags og gengisforsendna. Er gert ráð fyrir 693 miljóna rekstrarhalla á fjár- lögum ársins 1988, en samkvæmt útreikningum Ríkisendurskoð- unar verður sá halli ekki undir 1800 miljónum. „Niðurstöður stofnunarinnar eru þær að ef ekki koma til nýjar ákvarðanir af hálfu ríkisstjórnarinnar og /eða Al- þingis, sem áhrif hafa á ríkis- fjármálin það sem eftir er ársins mun rekstrarhalli verða um 1,8 miljarðar króna að öllu óbreyttu,“ segir í skýrslu Ríkis- endurskoðunar. Hér munar litl- um 1.107 miljónum króna. Þá reiknar fjármálaráðuneytið með að lánsfjárþörf ríkisins á ár- inu nemi rúmum 6 miljörðum, en Ríkisendurskoðun telur hana verða 7 miljarða og tvö hundruð miljónir. Greiðsluafkoma ríkis- sjóðs samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytisins frá í júlí á því að verða 188 miljónir í mínus, en 1,295 miljónir samkvæmt út- reikningum Ríkisendurskoðun- ar. Samkvæmt útreikningum Ríkisendurskoðunar hefur Jón Baldvin hins vegar gleymt að taka nokkra þætti inn í dæmið. f skýrslunni er þetta orðað, „hækkun gjalda umfram það sem fjármálaráðuneytið gerir ráð fýrir“. Þeir þættir eru: - Vaxta- gjald að fjárhæð 600 miljónir króna, vegna fjárþarfar ríkis- sjóðs hjá Seðlabanka, - framlag til sjúkratrygginga að fjárhæð 250 miljónir,að meginhluta vegna verðlagsuppfærslu, - hækkun á launakostnaði hjá A-hluta ríkis- stofnana ríkissjóðs að fjárhæð 200 miljónir króna, - niður- greiðslur 180 miljónir króna að meginhluta vegna vaxtagjalda og er þá miðað við óbreytt niður- Sigurður Þórðarson, vararíkisendurskoðandi, og Jón Baldvin Hannibalsson. Ríkisendurskoðun hefur gert margar úttektirnar sem Jón hefur síðan fylgt fast á eftir og má þar nefna Flugstöðvarskýrsluna og Landakotsskýrsluna. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga hefur hins vegar komið Jóni óþægilega, enda má segja að spjótin séu farin að beinast að fjármálaráðherra sjáifum. Mynd: Ari. greiðslustig og ýmislegt ótilgreint að upphæð 200 miljónir, samtals um 1430 miljónir. Á móti kemur að Ríkisendurskoðun gerir ráð fyrir 323 miljón króna hærri tekj- um ríkissjóðs, svo niðurstaðan er sem áður segir mismunur upp á 1.107 miljónir króna. Ríkisendurskoðun gerir ráð fyrir sömu fjármagnshreyfingum lána- og viðskiptareikninga og gert er í endurmati fjármálaráðu- neytisins, en telur hins vegar nokkra óvissu ríkja um innlausn spariskírteina ríkissjóðs. Því sé óvíst hvort þær 750 miljónir króna, sem gert er ráð fyrir að sala spartiskítreina umfram inn- lausnir gefi, skili sér í ríkissjóð á árinu. Gerist það ekki, verður af- koma ríkissjóðs að sjálfsögðu lakari sem því nemur. Bjartsýnismennirnir sem skálduðu hin upprunalegu fjárlög ársin 1988, gerðu hins vegar ráð fyrir að rekstrarafgangur yrði 53 miljónir króna og að greiðsluaf- koma ríkissjóðs yrði jákvæð um 43 miljónir króna. -phh jókst um 7,4 miljarða, en hrekkur ekki til Gjöld umfram tekjur 2.9 miljarðar. Söluskattur jókst um 5 miljarða milli ára, beinir skattar um miljarð og aðrir skattar um 1,3 miljarð. Tekjur vegna vörugjalds vanáætlaðar um 307 miljónir á fjárlögum Með nýjungum í skattheimtu ríkissjóðs hefur tekist að ná inn auknum sköttum fyrstu sex mán- uði þessa árs, sé miðað við sama tímabil á síðasta ári sem svarar sjö miljörðum og 475 miljónum króna. í heild urðu innheimtar tekjur 7.808 miljónir króna. Samt dugar þessi metskattheimta ekki til, heldur urðu gjöld um- fram! tekjur 2,9 miljarðar, 660 miljónum meiri en ráð hafði ver- ið fýrir gert. Aukning á söluskatti milii ára var 56% og um 30% á beinum sköttum. Þessar upplýs- ingar koma fram í nýrri skýrslu Rfkisendurskoðunar.Þar má einnig sjá hvemig áætlanir um hina ýmsu tekjuliði hafa staðist, eða öllu frekar ekki staðist. En hvemig tókst til? Beinir skattar hækkuðu 7,9% meira en fjárlög ársins gerðu ráð fyrir, voru 4.494 miljónir í stað 4.166 í fjárlögum og munar þar 328 milj- ónum króna. Innheimtan fyrstu sex mánuði ársins er 29,5% meiri en innheimst hafði á sama tíma í fyrra og munar þar rúmum milj- arði. Innflutningsgj ald varð 11,3% meira en fjárlög höfðu gert ráð fyrir og munar þar 313 miljónum, söluskattur 1,3% meiri en ráð var fyrir gert og munar þar 172 miljónumn. Sölu- skattur jókst um 56% miðað við sama tímabil í fyrra og munar þar hvorki meira né minna en um 5 miljörðum. Aðrir skattar hækk- uðu um 1,288 miljónir miðað við sama tímabil 1987, og gáfu 221 miljón umfram það sem fjárlögin höfðu gert ráð fyrir. Hins vegar varð innheimta vörugjalds 307 miljónum króna lægri en ráð hafði verið fyrir gert og munar þar 37,7% frá fjárlögum. Loks voru fjármagntekjur ríkisins 153 miljónum minni en áætlað hafði verið. Gjöld ríkisins urðu sem fyrr segir 1.222 miljónum meiri en ráð var fyrir gert og munar þar mest um þrjá stóra liði. Niðurgreiðslur hækkuðu að raungildi um 600 miljónir, vaxtagreiðslur m.a. vegna fjármagnsþarfa ríkissjóðs hækkuðu um hálfan miljarð og greiðslur vegna lífeyristrygginga og launagjalda um tæplega 600 miljónir. Eflaust hefur vandinn við tekjuáætlanagerðinaverið ærinn, enda miklar breytingar verið gerðar á aðferðum ríkissins við tekjuöflun frá síðasta ári. í júlí- mánuði 1987 voru t.d. gerðar breytingar á tekjuöflun ríkissjóðs með bráðabirgðalögum, sem fólu m.a. í sér fækkun undanþága frá söluskatti, sérstakan söluskatt á matvöru og sérfræðiþjónustu o.fl., bifreiðagjald, hækkun kjarnfóðurgjalds og ríkis- ábyrgðagjalds og skattlagningu á erlendar lántökur. Þá var í árs- byrjun 1988 breytt lögum um toll- skrá ásamt breytingum á vöru- gjaldi, sem hafði í för með sér lækkun tekna ríkissjóðs. Á móti var tekin upp staðgreiðsla skatta einstaklinga. í skýrslu ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga fyrri hluta árs 1988 kemur fram að inn- heimtutekjur A-hluta ríkissjóðs frá janúar til júnfloka í ár námu 29.611 miljónum króna. Greidd gjöld námu hins vegar 32.524 miljónum og eru því gjöld um- fram tekjur 2.913 miljónir króna. í áætlunartölum fjárlaga var gert ráð fyrir að tekjur yrðu 29.048 og urðu rauntekjur því 563 miljón- um meiri en áætlað hafði verið. Áætluð gjöld voru hins vegar 31.302 miljónir og urðu því 1.222 milljónum meiri en áætlað hafði verið. Tekjur og gjöld hafa því verið ranglega áætluð ýmist of eða van, en í heild varð halli 659 miljónum meiri en áætlað hafði verið. -phh 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.