Þjóðviljinn - 02.09.1988, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 02.09.1988, Blaðsíða 24
HELGARPISTILL Fjasið endalausa um upplýsingaþjóöfélagið Það er mikið í tísku nú um stundir að lofa upplýsingaþjóðfé- lagið sem svo heitir. Nú erum við að losna út úr þessu iðnaðar- þjóðfélagi, segja menn og stíga inn í upplýsingaþjóðfélagið og það er alveg ægilega gaman. En það vill verða næsta þoku- kennt hvað menn eiga við með þeirri glósu. Stundum finnst manni að fólk sjái fyrir sér sjálfa Sælueyjuna þar sem allir sitja við flotta tölvuskerma oa skiptast á upplýsingum og allt strit og allur hávaði og öll framleiðsla með mengun og sólutregðu er fyrir bí. Og ef maður truflar nú sæludrauminn og spyr: um hvað er fólk að upplýsa hvort annað á Tölvunni Endalausu, þá er eins víst að maður verði afgreiddur með vorkunnarsvip, fyrir- litningu blendnum: skilur þessi fugl ekki sinn vitjunartíma? Framkvæmastjóri Veröbréfa- markaðs Iðnaðarbankans skrif- aði grein í Morgunblaðið fyrir nokkru um það að „Dreifð byggð í stóru landi er dýr“ (og væri best að flytja alla á Reykjavíkurhorn- ið í hagkvæmnisskyni). Undir lokin hefur hann upp dæmigerð- an framtíðarsöng um upplýsinga- þjóðfélagið: „Nágrannaþjóðir okkar eru löngu komnar af stigi framleiðslu og iðnaðarsamfélags og um 60-70 % þeirra starfar nú í þjónustu- greinum. Þær eru óðum að færast þaðan á nýttt atvinnustig þar sem þekking og upplýsingar eru mikilvægustu þættir atvinnulífs- ins“. Ég segi það satt: mér finnst þessi söngur mesta rugl. Þjóðfé- lög hætta ekki að vera fram- leiðslusamfélög þótt iðnverkaf- ólki og bændum fækki. Þekkingin er m.a. framleiðandi vöru sem er seld á markaði - stundum fram- leiðir hún diska með forritum, stundum verkfræðinga sem vænt- anlega kunna öðrum betur að framleiða hús, rennibekki eða gler. Verum neikvæð En látum svo vera. Snúum okkur að upplýsingadýrkuninni og reynum að puðra af henni helgisplepjunni með því neikvæða og andstyggilega hug- arfari sem stundum er kennt við málfærslumann andskotans. Fyrst skulum við þykjast vera sanngjarnir og viðurkenna að víst er heimurinn stútfullur af upplýs- ingum og margar eru nytsam- legar og það er með kunnáttu og tölvutækni hægt að rannsaka margt sem miklu máli skiptir : vinnutíma, tekjuskiptingu, tóm- stundamynstur og hvaðeina. Enda er það gert. En svo er að byrja á mínusun- um. Hjátrú á sjónvarp Eitt er það, að upplýsingar er einatt ekki að fá þar sem menn halda að þær séu. Til dæmis er það útbreidd hjátrú að mikinn fróðleik sé að finna í sjónvarpi, því meira sjónvarp, hugsa menn, þeim mun meiri upplýsingar um allan fjandann. Rannsóknir á íbúum sjónvarpsstórveldisins mikla, Bandaríkjanna, sýna að svo er ekki - sjónvarp virðist geta gert allt mögulegt nema að miðla mönnum einfölaustu upplýsing- um eða þekkingu á því hvar þeir eru staddir í heiminum og hvað sé þar um að vera. Auðvitað eru til menn sem geta notfærst sér sjón- varp til þekkingarauka, en þeir sýnast vera lítill minnihluti). Um þetta var reyndar fjallað á dálítið skondinn hátt í Tímabréfi ekki alls fyrir löngu: „Það getur hver spurt sjálfan sig að því hverju hann er nær til að mynda um afvopnunarvið- ræður, eftir að hafa fylgst með formönnum sendinefnda stór- veldanna stíga út úr bílum við hús í Genf, takast í hendur, veifa og brosa til ljósmyndara og ganga inn í húsið. Á meðan þessu fer fram þylur fréttamaður að engin ný tilboð hafi komið fram og við- ræðunum verði haldið áfram. Gönguferðin úr bílunum inn í húsið í Genf er endurtekin oft í viku mánuðum saman. Þetta eru erlendar fréttir". Villur, þoka í annan stað. upplýsingarnar eru oft mjög ófullkomnar og gall- aðar og þar með villandi. Við höfum séð og heyrt um rannsókn- ir t.d. á lestrarvenjum eða fjöl- miðlanotkun, sem virðast hann- aðar þannig að út kemur mikill lestur eða mikil „horfun" vegna þess að spurningarnar verða í reynd leiðandi. Sá sem er t.d. spurður að því, hve margar stundir í viku hann lesi bækur, hann er líklegur til að ljúga (ó- meðvitað að öllum líkindum) upp á sig tölvert meiri lestri en efni standa til - vegna þess að hann er alinn upp í umhverfi sem telur bóklestur af hinu góða. Og oftar en ekki þrýtur rannsóknir ör- endið; við fáum einhverjar magntölur sem segja fátt - t. d. í þessu dærr.i hér - um það hvað menn eru að lesa og hvernig þeir lesa og hvað þeir muna. í þágu sölumennsku Rannsóknirnar, upplýsinga- söfnunin, verða oft endasleppar vegna þess að þær eru í sjálfu sér vara á markaði. Og það eru þeir sem eru að selja vörur á markaði sem mest gera af því að ráða til sín atvinnumenn í upplýsingasöfnun - þeir hafa peningana. Það er enginn vandi að fá peninga til að gera flókna markaðskönnun á nýrri tegund ropvatns, safna öllum mögulegum og ómögu- legum félagslegum og sálfræði- legum upplýsingum um það hverskonar umbúðir um barna- mat ganga best í foreldra, eða gera ítarlega skrá yfir alla hugs- anlega kaupendur Toyotabíla á næsta ári. Þessar upplýsingar eru náttúrlega einskis virði fyrir alla nema framleiðendur tiltekins varnings - þær eru í rauninni ekki annað en ábót eða nýr milliliður í því skelfilega „framleiðslu- þjóðfélagi" sem menn eru alltaf að segja að sé að skreppa saman. Hitt getur svo verið meira en erf- itt, að kreista út peninga til að fylgja eftir fimmtán ára gömlum rannsóknum á því hvernig ís- lenskum nemendum vegnaði í skólakerfinu - með því að leita uppi þá sem þá voru spurðir og skoða „hvar eru þeir staddir nú“. En óþarft að taka það fram, að meðan slík rannsókn segir okkur heilmargt um skólastarf og kann- ski nauðsynlegar breytingar á því, já og um gangvirkið í okkar þjóðfélagi - þá segja neyslurann- sóknir okkur svosem ekki neitt sem hefur almennt gildi. Hver á að spyrja? Einn veigamikill hluti af hug- myndum manna um hina Fögru Nýju Veröld upplýsinganna eru gagnabankar miklir, sem menn eiga að geta hringt í og fengið svar við öllum mögulegum spurn- ingum - hvort sem væri um fæð- ingardag Napóleons, öll íslensk kvæði um Þingvelli, hraða ljóss- ins eða heimsmet í þrístökki án atrennu. Þeir sem mjög svífa í sæluvímu þessara möguleika láta sér allajafna sjást yfir tvennt. Annað er það, að í flestum slík- um dæmum verður það miklu einfaldara að fletta upp í hand- bók en að hringja yfir langan veg í tölvubanka. í annan stað er því ósvarað, hvað á að hvetja fólk til að notfæra sér þessa möguleika - eða hvernig það á að afla sér þeirrar lágmarksþekkingar sem það, þrátt fyrir allt, þarf til að geta spurt. Svo mætti lengi áfram halda að andskotast út í hina rósrauðu mynd af Sælueyju upplýsinga- þjóðfélagsins. Til að mynda höf- um við alls ekki fjallað um þær skuggahliðar, að tölvutæknin gerir það mögulegt að safna sam- an margskonar upplýsingum um einkamál manna og selja þær hagmsunaaðilum í pólitík og bisness. Menn eiga von á því í vaxandi mæli, að allskonar upp- lýsingar um þá séu á floti um samfélagið - án þess að þeir viti, án þess að þeir vilji og án þess að þeir geti leiðrétt það sem missagt er. Uppbyggileg málalok En, gætu menn spurt, til hvers er að fara með allt þetta svarta- gallsraus? Ekki verður aftur snú- ið. Ekki er hægt að setja sleggju á tölvuna og grýta skermana. Nei. Vitanlega ekki. En það ætti samt ekki að vera vanþörf á því, að stinga öðru hvoru eftir bestu getu á blásnum belg upplýs- ingaskrumaranna. Og minna í leiðinni á það, að ef menn vilja komast hjá því að möguleikar upplýsingaaldar verði fyrst °g fremst notaðir til að fjarstýra við- horfum okkar, smekk og inn- kaupum, - þá þurfum við á að halda góðum skólum og algáðum prentmiðlum ýmiskonar, til að styrkja sem flesta til gagnrýninn- ar, efagjarnrar afstöðu til þess sem fyrir okkur er haft. Meira um það síðar. 24 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.