Þjóðviljinn - 02.09.1988, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 02.09.1988, Blaðsíða 25
BARNAKOMPA Umsjón: KRISTÍN VALSDÓTTIR ANDRÉS GUÐMUNDSSON Krítin er eins og snjór eða ský. Þegar byrjar að snjóa þá verður jörðin eins og stór skólatafla Skólinn er eins og fíll. Krakkarnir eru eins og flugur sem sækja í mæður sínar sem eru eins og blóm Skólinn er eins og skólataska sem hoppar og skoppar í lærdómnum Kennarinn er vinur þinn. Kennarinn er vinur minn. Hann er eins og forstjórinn. Hann er kennarinn minn og þinn. Ég er gömul skólataska. Enginn vill mig nota því ég er gömul. Á mig er búið að krota. Ég er gömul skólataska og enginn vill nota mig. Ef ég væri alveg ný þá myndu allir nota mig. Nú fer skólinn að byrja. Hérna höfum við safnað nokkrum Ijóðum sem 8 og 9 ára krakkar hafa ort um skólann. Nú væri tilvalið að semja Ijóð eða sögur og senda Barnakompunni. Það væri til dæmis gaman að heyrafrá ykkur krakkar hvernig góður skóli á að vera. Utanáskriftin er sem fyrr, Barnakompan Þjóð- viljinn, Síðumúla 6, 108 Reykjavík. Dragðu strik milli punktanna og sjáðu hvað kemur út Finndu stafina sem vantar og fylltu inní krossgátuna. Lárétt: 1 Árstíö. 2 Segir okkur hvaö tímanum líöur. 3 Vinnustaöur krakka á vetrum. 4 Þeir sveifla sér í trjánum. 5 Fuglarnir losa sig viö úrgang. Þeir. co 'ZJ JZl '-I T— 05 05 O CÓ C 05 ^ 05 £ ^ s 05 ;0 =o > i- 'ca 03 h- *0 o = *o co *- O 05*0 X5 *0 '3 05 < CQ O CM CO 1 2 3 2 ■ 3 ✓ 0 i 4 p r i a NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 25 FLOSKUSKEYTI Rokkaðfyrir Amnesty Stórstjörnur rokkheimsins, þeir Bruce Springsteen, Sting, Peter Gabriel og T racy Chapman munu ásamt tónlistarmanninum Youssou N'Dour frá Senegal verða á faraldsfæti næsta mán- uðinn og halda fjöldann allan af tónleikum vítt og breitt um heimsbyggðina til styrktar Amn- esty International og til þess að vekja athygli á því að mannréttindasáttmáli Samein- uðu þjóðanna er 40 ára í ár. Fyrstu tónleikarnir verða á Wem- bley í London í kvöld, föstudaginn 2. september. Síðan verða fjöl- margar borgir í Evrópu, Asíu, Afr- íku og Ameríku heimsóttar og munu tónlistarmenn á stöðunum taka þátt í tónleikunum. Ferða- laginu lýkur með tónleikum í Bu- enos Aires 15. október og verður þeim sjónvarpað beint víða um heim. Allir listamennirnir gefa framlag sitt. Ríkastur í heimi Sjálfur Jóakim frændi er hálf- gerður beiningamaður í saman- burði við Soldáninn af Brunei, sem álitinn er ríkasti maður í heimi. Eignir Soldánsins er taldar vera rúmir 11 þúsund miljarðar. Brunei er lítið olíuríki á Borneó og þrátt fyrir að olíuverð hafi lækkað er stærsti höfuðverkur soldáns- ins hvenig hann eigi að koma fjármunum sínum í lóg. Herbergjafjöldinn í höll hans er 1788. Næst ríkastur er svo Fahd konungur af Saudi-Arabíu, en eigur hans eru litlir 8 þúsund milj- arðar. Óvinurinn mikli Rannsóknir á vegum sænska jafnréttisráðsins þykja benda til þess að baráttugleði kvenna þar í landi fari dvínandi og ku vera æ erfiðara að fá konur þar til öflugr- ar þátttöku í jafnréttisbaráttunni. Þær eru einfaldlega orðnar alltof friðsamar og rólegar(!) að dómi þeirra sem stjóma baráttunni. Og hver er svo skýringin? Jú, segja rannsakendur, söku- dólgurinn er blessuð Pillan (með stóru péi), sem olli svo mikilli bylt- ingu og losaði konur undan barn- eignaokinu, gerði þeim kleift að flykkjast út á vinnumarkaðinn og etja kappi við karlana á jafnréttisgrundvelli. Málið snýst um hormónið oxyt- ocin, sem snareykst í líkama kvenna við barnsburð og hefur það hlutverk að fylla þær ró og friði á meðan þær eru með barn á brjósti. Og nýjustu rannsóknir benda sem sagt til þess að Pillan hafi sömu áhrif, „þlati“ líkamann til að framleiða oxytocin í auknum mæli sem einskonar eigið va- líum, og geri þar með Pillu- æturnar að syndandi rólegum, áhugalausum þjóðfélagsþegn- um sem hafi ekki nokkurn áhuga á að berjast fyrir réttindum sínum og bættum heimi. Og þá vaknar sú spurning hvort kvennafrelsar- inn mikli sé kannski í raun óvinur númer eitt. Svo mikið er víst að formaður sænska jafnréttisráðsins leggur mikla áherslu á að koma þessari vitneskju á framfæri við kynsyst- ur sínar og hvetur þær til að nota aðrar getnaðarvarnir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.