Þjóðviljinn - 02.09.1988, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 02.09.1988, Qupperneq 10
FOSTUDAGSFRÉTTIR Rœkja Verksmiöjur á kúpunni Fyrirsjáanlegt225-250 miljón króna tap á rekstri rœkjuverksmiðja íár. Yfirborganir á hráefni hluti af skýringunni Frá því í vor hefur verð á rækju á Evrópumarkaði lækkað um 9-10% og hefur birgðasöfnun rækjuverksmiðja aukist samfara því. Fyrirsjáanlegt er verulegt tap hjá verksmiðjunum og ekki ólík- legt að það verði svipað í ár og það var í fyrra eða 225-250 milj- ónir króna. Samanlagt samsvarar tapið á þessum tveimur árum þeirri innistæðu sem verksmiðj- urnar gera tilkall til í Verðjöfnu- narsjóði sjávarútvegsins. Þegar er farið að hrikta í undir- stöðum margra rækjuverksmiðja og er ein elsta verksmiðjan á landinu, O.N.Olsen á ísafirði þegar hætt að taka á móti hráefni þar sem búið er að loka fyrir raf- magnið til verksmiðjunnar vegna skulda og hefur þegar verið ósk- að eftir að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipa vegna van- skila. Að sögn Lárusar Jónssonar framkvæmdastjóra Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda eru ástæður taprekstursins í ár vegna verðfalls á erlendum mörkuðum og óhagstæðrar gengisþróunar að undanförnu. Aðspurður hvort ekki mætti rekja hluta af tapinu til offjárfestingar í atvinnu- greininni sagði Lárus að svo væri Búseti Reisu- gilli ídag Vœntanlegur húsnœðis- kostnaður á mánuði allt að helmingi minni en á leigumarkaði. Sótt um lán til um 200 íbúða. Þrjúhundruð nýirfélagar að hluta og þá einkum vegna yfir- borgana á hráefni. Þá hefur afli verið með minna Igær kynnti Námsgagnastofnun nýtt Ijóðasafn til kennslu í 4.-6. bekk grunnskóla og leysir bókin af hólmi „gömlu skólaljóðin“, sem kennd hafa verið í um 24 ár. í Ljóðsporum eru 320 Ijóð eftir 138 móti á úthafsrækjunni en menn bjuggust við og sagði Lárus að ljóst væri að margir bátar næðu Ijóðskáld og er hlutur ungra skálda veigamikill. Skáldskapur kvenna fær einnig meira rými en áður og er Birgitta Jónsdóttir yngst þeirra skálda, sem eiga ljóð í Ljóðsporum. Hún er fædd árið 1967. ekki að klára kvótana sína að þessu sinni vegna samdráttar í afla. -grh Þórdís S. Mósesdóttir, ritstýrði útgáfunni ásamt þeim Kolbrúnu Sigurðardóttur og Sverri Guð- jónssyni. Myndskreytingar eru verk 11 grafíklistamanna og eru þau valin m.t.t. efnisþátta kafl- anna. ny Foxtrot Metaðsókn Alger metaðsókn hefur verið að nýju íslensku kvikmyndinni Foxtrot. í gær höfðu rúmlega 11 þúsund manns séð myndina og telst það mjög gott þar sem ein- ungs eru rúmir fímm dagar síðan myndin var fyrst sýnd. Jón Tryggvason leikstjóri myndarinnar sagði Þjóðviljanum að hann væri mjög ánægður með viðtökurnar. Venjulega væri að- sóknin á íslenskar myndir dræm framan af en svo virtist sem fólki líkaði Foxtrot vel. Jón sagði að- sókina stöðugt vera að aukast. Um helgina hæfust sýningar á henni í Keflavík og á Akureyri um leið og hún yrði tekin af sýn- ingum Bíóhallarinnar. Hún verð- ur sýnd áfram í Bíóborginni. Jón sagðist ánægður bæði með viðtökur gagnrýnenda og áhorf- enda, „fólk virðist fíla þetta,“ eins og hann orðaði það. Hann sagðist ekki vera farinn að huga að annarri mynd, en það væri aldrei að vita hvað menn gerðu eftir svona viðtökur. -hmp Sjávarútvegur Loðnuskip ásíld Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að á komandi sfldarver- tíð verði nokkrum loðnuskipum veitt heimild til veiða á sfld. Leyf- isveitingin er þó háð því skilyrði að viðkomandi skip frysti alla nýtanlega sfld um borð. í frétt var ráðuneytinu segir að þetta sé gert til að auka fjöl- breytni í vinnslu og sölu síldar, en sem kunnugt er hefur Hafrann- sóknastofnunin gefið grænt ljós á veiðar á um 90 þúsund tonnum á sfldarvertíðinni í haust sem er um 20 þúsund tonnum meira en leyft var að veiða á síðustu vertíð. Þá var saltað í rúmlega 286 þúsund tunnur og er ekki talið líklegt að hægt verði að selja fleiri tunnur af saltsfld til manneldis nú. Af þeim sökum er búist við að sfldarfry- sting muni aukast all verulega á komandi vertíð. -grh Byggingaiðnaður Sverrir, Þórdís og Kolbrún hafa þrætt almenningsbókasöfnin og einkasöfn í leit að Ijóðum í Ljóðspor og er ekki annað að sjá en þau séu ánægð með útkomuna. Tvö Ijóðasöfn til viðbótar eru væntanleg, fyrir elstu og yngstu grunnskólanemana. Mynd Ari. Námsgagnastofnun Ljódspor til nútímans Nýtt Ijóðasafn til kennslu í 4. -6. bekk. Ljóð eftir 138 Ijóðskáld. Mörg ung skáld inni Húsnæðiskostnaður væntan- legra íbúa í fyrstu íbúðum Búseta verður allt að helmingi lægri en almennt gerist, en stefnt er að því að félagið fái fyrstu íbúðir sínar í blokkinni í Grafarvogi afhentar 1. desember og verður reisugilli haldið þar um sexleytið í dag. Samkvæmt byggingarvísitölu í ágúst er áætlaður húsnæðiskostn- aður á mánuði fyrir væntanlega íbúa rúmlega 11 þúsund krónur en á almennum markaði eru 2 herbergja íbúðir leigðar á 20-30 þúsund krónur á mánuði. Hið sama gildir um 3. og 4. herbergja íbúðir hjá Búseta. Leigan fyrir 3. herbergja íbúð er áætluð 14 þús- und krónur á mánuði og 16 þús- und fyrir 4.h. íbúð. Á almennum markaði er 3.h. íbúð leigð á 30-40 þúsund og 4.h. íbúð á 40-50 þús- und. Búseti hefur nú sótt um lán til nærri 200 íbúða á Stór- Reykjavíkursvæðinu samkvæmt lögum um kaupleiguíbúðir og veitir ekki af því síðustu vikur hafa um 300 nýir félagsmenn gengið í félagið og þyngist straumurinn sífellt með hverjum degi. Þá hafa ýmis sveitarfélög og félagasamtök hafa sýnt áhuga á því að taka upp samstarf við fé- lagið um byggingu og rekstur íbúðahúsnæðis. -grh Ekkert lát virðist á þenslu Meistara og Verktakasambandið: Nœg verkefniframundan hjástœrri fyrirtœkjum. Merkjanlegur samdráttur hjá þeim alminnstu. Astœðan er ótti almennings við efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar Ekkert lát virðist vera á þensl- unni á byggingamarkaðnum um þessar mundir og næg verk- efni framundan allt fram á mitt næsta ár. Þó merkja menn ein- hvern samdrátt hjá alminnstu fyrirtækjunum og biðin eftir að reikningar séu borgaðir eiliítið farin að lengjast, en þó án teljandi erfiðleika enn sem komið er. Að sögn Friðgeirs Indriða- sonar framkvæmdastjóra hjá Meistara og Verktakasambandi byggingarmanna eru það aðal- lega hin smærri verkefni sem eitthvað hefur dregið úr og er það vegna þeirrar óvissu sem ríkir um fyrirhugaðar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Af þeim sökum er tilhneiging hjá hinum almenna borgara að fresta fram- kvæmdum sem hann hafði að öðru leyti verið búinn að ákveða. Þá gætir vissrar tilhneigingar í þá átt að fresta greiðslu reikninga fremur en að greiða þá upp. Þó hefur það ekki haft neina teljandi erfiðleika í för með sér enn. Aftur á móti sagði Friðgeir að 'næg verkefni væru framundan hjá stærri fyrirtækjunum í bygg- ingariðnaðinum og engin merki um að stærstu verkkaupendurnir ss. Ríkið og Reykjavíkurborg væru neitt að draga saman seglin. f því sambandi má nefna að vel miðar með byggingu Ráðhússins og nýbúið að bjóða út flottræfils- byggingu sem rísa á uppá hita- veitugeymunum í Öskjuhlíð. Aðspurður um haustið sagði Friðgeir að sá árstími væri alltaf dálítið erfiður vegna manneklu þegar skólafólkið hverfur á braut í skólana. Þá hægist á öllum fram- kvæmdum í 2-3 vikur en síðan jafnaði þetta sig og kæmist aftur á fullt skrið. Rúnar Björnsson skrifstofu- stjóri hjá Byggðaverk hf. sagði að þeir hefðu næg verkefni fram á mitt næsta ár og allt útlit fyrir mikla vinnu hjá fyrirtækinu en á launaskrá þess eru um 200 manns. Stærsta verkefni þeirra um þessar mundir er viðbygging við Háskólabíó og verslunar-og skrifstofuhúsnæði við Faxafen en nýlega afhenti Byggðaverk hf. viðbyggingu við Engidalsskóla í Hafnarfirði. -grh Sjónvarpið Blóð og guðlast Fjögurra mínútna tónlistar- myndband með hljómsveitinni Ham sem Ríkissjónvarpið fram- leiddi og átti að sýna nk. föstudag í tónlistarþættinum Poppkorni hefur verið sett á svartan lista sökum guðlasts og of mikilla blóðútshellinga. Myndbandið var gert við lagið Trúboðssleikj- arinn sem kom út fyrr í sumar. Að sögn Ásgríms Sverrissonar hjá Ríkissjónvarpinu sem stjórn- aði upptöku á myndbandinu er það einfaldlega ekki nógu gott til sýninga og af þeim sökum var tekin sú ákvörðun að sýna það ekki. Aðspurður hvort ástæðan fyrir sýningarbanninu að í því væri guðlast og mikið um blóð, sagðist Ásgrímur ekki vilja svara. -grh 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.