Þjóðviljinn - 02.09.1988, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 02.09.1988, Blaðsíða 27
KYNLÍF \ JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓHIR Félagsmótun í Umræöa um kynlíf er yfirleitt á frekar lágu plani hér á landi. Veldur þar aðallega um venjan að það eigi ekki að tala um kyn- ferðismál nema ef til vill í skúma- skotum undir sæng. Ef einhverjir vilja hefja opinskáar og raunsæj- ar umræður um kynferðismál þurfa þeir annaðhvort að vera at- vinnu skemmtikraftar eða fræði- menn. Þetta vita þeir á Nýja Helgarblaðinu og báðu mig um að skrifa pistla fyrir sig um kynlíf. Mér er ljúft að verða við þeirri bón og ætla að fjalla í fyrsta pistlinum um félagsmótun í kyn- lífi. Sem fyrsti íslendingurinn með framhaldsnám að baki í kyn- fræðslu verð ég mjög vör við að það þarf að brjóta margan ísinn hérna heima. Eftir margra alda bælingu og skrumskælingu á þessari hlið mannlegrar tilveru þarfnast fólk heilmikillar uppörv- unar í þá veru að það sé í lagi að ræða um kynlíf og afla sér þekk- ingar í þeim efnum. Margir eru dauðfegnir að fá staðfestingu á því að þeir eru ekki skrítnir að vilja fræðast um kynlíf. En sumir vita hreinlega ekki hvernig þeir eiga að haga sér, eins og karlmað- urinn sem hringdi í mig í dag og spurði glaðbeittur: „Ertu ekki með stutta, verklega kennslu?“. „Því miður,“ svaraði ég. Ég sagði honum reyndar ekki frá því að víða erlendis hjá „sex therapist- um starfa konur sem vinna í teymi með kynlífsráðgjöfunum. Þessar konur taka einmitt að sér „stutta" verklega kennslu“ kann- ski svona í tíu skipti til að kenna kúnnunum að þroska náin, líkamleg samskipti. En ég held að það sé langt í land með að það verði boðið uppá faglega þjón- ustu af þessu tagi hér á landi! Ég hef trú á því að hver einasti einstaklingur sem fæðist í þennan heim sé aldrei eins mikil kynferð- isvera og þegar hann er nýfædd- ur. Strax við fæðinguna er það okkur jafnnauðsynlegt til að þríf- ast eðlilega að fá ástúð og snert- ingu og það að nærast á móð- urmjólkinni. En síðan hefst eiginlega mikil sorgarsaga kyn- ferðisverunnar sem má lýsa í stuttu máli sem markvissri bæl- ingu á kynferðislegum tilfinning- um og tjáningum. Þó svo við fæð- umst sem kynverur þá fæðumst við ekki sem góðir elskhugar - það þarf að læra! Félagsmótun þjóðfélagsins hvað varðar kynlíf má einna helst líkia við sorgarsögu. I fyrsta lagi er það sem einn fyrrverandi kennari, minn dr. Stayton, nefnir „Sexual Traumatization", sem mætti þýða sem kynferðislegt áfall en það er þegar í sífellu dynja yfir okkur hugmyndir sem færa okkur fjær og fjær okkar kynferðislega sjálfi. Sem dæmi um þetta má nefna sölumennskuna í kringum kynlíf þegar sætar og íturvaxnar stelpur eru látnar sitja fyrir í kex eða súkkulaðiauglýsingum. Og því meira bil sem er á milli sköpu- lags okkar eigin líkama og þeirra sem við eigum öll að líkjast því leiðari verðum við. Flestallir eru haldnir sektar- kennd yfir sjálfsfróun sem er í kynlífi rauninni besta leiðin til að kynn- ast sínum eigin líkama og kyn- ferðislegum þörfum. í rauninni virðist fólk þannig alveg misskilja þá sjálfsþekkingu sem sjálfsfróun getur veitt. Sumir hætta því alveg þegar þeir giftast eða hefja sambúð. Tvíkynhneigð og samkyn- hneigð er víðast hvar enn ekki viðurkennd af gagnkynhneigða meirihlutanum. Dr. Stayton sem er „sex therapisti“ og líka guð- fræðingur heldur því einnig fram að sagan hafi hvergi sýnt fram á að gagnkynhneigð sé það eina rétta; hvorki guð né náttúran hafi ætlað því að vera þannig. Hann bendir jafnframt á að nýlegar rannsóknir sýni að náttúran ætli okkur að vera no. „1“ á Kinsey- skalanum: „Aðallega gagnkynhneigð en öðru hvoru samkynhneigð". („0“ á Kinsey skalanum er einstaklingur sem er algjörlega gagnkynhneigður en „6“ á þessum skala er algjörlega samkynhneigður einstaklingur.) Tveir þriðju hlutar kvenna eldri en 65 ára eru einstæðar. Fólk lendir í allskyns aðstæðum umr ævina. Ef maður veltir skoðun dr. Staytons fyrir sér þá er þessi hugmynd um kynhneigð manns- kepnunnar ekki svo fráleit. En aldraðir hafa sérstaklega verið fórnarlömb þessa „kynferðislega áfalls“ því fordómar gagnvart kynlífi aldraðra eru algengir og yfirleitt er litið á þann hóp fólks sem kynlausar verur. Að í mesta lagi nægi þeim að fá klapp á kol- linn og að litið sé á þau sem unga- börn sem þarfnist ástar og um- hyggju svo þau þrífist. Ég hygg að þetta sé frekar algengt viðhorf, til dæmis inni á sjúkrahúsum og stofnunum fyrir aldraða. í okkar þjóðfélagi ríkir líka undarleg tvöfeldni til kynfræðslu og kynferðismála. Hvergi er fólk í rauninni eins hrætt við að þekk- ing geri það óábyrgt. Þetta hindr- ar fólk einnig í að taka sínar kyn- ferðislegu þarfir og tilfinningar í sátt. Til dæmis var bókin „Þú og ég“, sem er kynfræðslubók fyrir unglinga, bönnuð sem kennslu- bók ekki alls fyrir löngu vegna þess að þar er fjallað um samkyn- hneigð á fordómalausan hátt. En það er löngu búið að sanna að vanþekking og fordómar eru miklu frekar orsök óábyrgrar hegðunar. Miðlun þekkingar og það að fólk þekki sín eigin við- horf og virði skoðanir og tilfinn- ingar annarra er sérstaklega mikilvægt þegar um eins við- kvæman þátt og kynlíf er að ræða. En svo lengi sem fólk er hrætt við að kynfræðsla skaði, þorir fólk ekki að leita sér upplýs- inga án þess að fara í felur með það. Ef þú sést lesa bók um kynlíf inni á bókasafni eða í bókabúð þá viltu helst að enginn viti hvað þú ert að glugga í. Þessir félagsmótunarkraftar eru sprelllifandi enn í dag. Fjöl- miðlar, auglýsingabransinn og skemmtanaiðnaðurinn veitir okkur „kynferðislega áverka“ dag frá degi. Fræðsluyfirvöld, vegna eigin vanþekkingar og for- dóma, styðja vankunnáttu og skilningsleysi hjá skólakrökkum. Svona mætti lengi telja. Þetta er harður dómur sem ég er að fella en engu að síður staðreynd í okk- ar nútímaþjóðfélagi. Kynferðis- lega heilbrigður einstaklingur fyrirfinnst varla en einkenni á slíkum „furðufugli“ eru m.a. þau að hann lítur m.a. á kynlíf sem eðlilegan hlut og hefur vilja, þekkingarforða og getu til að ræða um kynferðismál. Slíkur einstaklingur þekkir sínar kyn- ferðislegu þarfir og hvernig hægt er að uppfylla þær, er sátt/ur við eigin líkama og getur tekið tillit til ólíkra viðhorfa og hegðunar hjá öðrum. Alþjóða heilbrigð- ismálastofnunin hampar nú mikið áætluninni um „Heilbrigði handa öllum árið 2000“. Það væri fróðlegt að kynna sér hvaða áætl- anir eru á prjónunum um að efla kynferðislegt heilbrigði en ef sá þáttur er ekki með er allt tal um „heildrænt heilbrigði" hjóm eitt. SKÁK Það fór eins og marga hafði grunað að þeir Jón L. Árnason og Margeir Pétursson deildu með sér sigrinum í landsliðsflokki á Skákþingi íslands sem lauk i Hafnarfirði sl. laugardag. Þeir hlutu 9Vi vinning úr 11 skákum, unnu 8 skákir og gerðu þrjú jafn- tefli hvor. Hannes Hlífar Stefáns- son var sá eini sem megnaði að veita þeim einhverja keppni en hann hlaut 8 vinninga og ávann sér þriðja og síðasta áfanga að alþjóðlegum meistartitli. Það er tiltölulega stutt síðan reglum titlanefndar FIDE var breytt á þann veg að árangur úr landsmót- um er tekinn gildur ef skilyrðum um fjölda titilhafa, meðalstig o.s.frv. er fullnægt. Hann er ný- orðinn 16 ára og er því einn yngsti titilhafi heims og yngsti fslendin- gurinn sem þennan titil hefur hlotið. Hann byrjaði vel og var í fararbroddi lengi vel en tvö töp í röð settu strik í reikninginn. Margeir og Jón L. voru nokk- uð farsælir. Þeir lentu í taphættu báðir, Margeir í skák sinni við Jóhannes Ágústsson og Jón L. er hann tefldi við bróður sinn Ás- geir Þ. Árnason. Lokaniðurstað- an varð annars þessi: 1.-2. Jón L. Árnason 9Vi v. hvor. 3. Hannes Hlífar Stefánsson 8 v. 4. Karl Þorsteins IVi v. 5. Þröstur Þórhallsson 6 v. 6.-7. Ágúst Karlsson og Róbert Harðarson SV2 v. hvor. 8. Jóhannes Ágústs- son 4 v. 9. Davíð Ólafsson 3V> v. 10.-11. Ásgeir Þ. Árnason og Benedikt Jónasson 2Vi v. hvor. 12. Þráinn Vigfússon 2 v. Lög Skáksambandsins gera ráð fyrir einvígi um íslandsmeistara- titilinn og væri óeðlilegt annað ef þetta einvígi fer ekki fram á þessu ári. Þeir eru hinsvegar báðir bókaðir út árið og virðist helst koma til greina að tefla einvígið einhverntímann í byrjun desemb- er. Jón L. tekur á næstunni ásamt undirrituðum þátt í sterku skák- móti í Scotci í Sovétríkjunum og Margeir verður meðal þátttak- enda á heimsbikarmóti Stöðvar 2 í októbér. Síðan tekur við Olym- píumótið í Saloniki. íslandsmótið einkenndist af miklu kapphlaupi Jóns og Mar- geirs. Þeir unnu báðir marga auðveida sigra. Það var greinilegt að margir þátttakenda voru ekki í nægjanlegri þjálfun fyrir þetta mót og var allmikið um grófa af- leiki. Fimm efstu menn skera sig sennilega nokkuð úr hvað styrk- leika áhrærir en frammistaða Ró- berts Harðarsonar, sem vann all- ar skákir sínar á hvítt og tapaði jafnmörgum á svart, og Ágústs Karlssonar vekur nokkra athygli. Ágúst tefldi í landsliðsflokknum 1984 og stóð sig fremur illa en bætti sig nú verulega. Af yngri skákmönnum okkar hefðu þeir Björgvin Jónsson, Halldór G. Einarsson og Jón G. Viðarsson sómt sér vel meðal þátttakenda. Vegna styrkleikamunar efstu manna var tiltölulega lítið um raunveruleg úrslitauppgjör. Eitt slíkt fór fram í 6. umferð. Karl Þorsteins varð að vinna til að geta átt von um sigur og Jón L. sem var Vi vinningi á eftir Margeiri mátti alls ekkert missa niður: 6. umferð: Jón L. Árnason - Karl Þorsteins Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. g4 Einvígi Jóns L. og Margeirs í desember? 24. Bg7! Be7 25. Hf4 Kg8 26. h4 Re5 27. Hgl Bd8 28. h5 g5 29. Bf6 Kh7 30. Hxg5 Kxh6 31. Hgl Bxf6 32. Hxf6+ Kh7 33. f4 Rc6 34. e5 Rd4 35. Bd3+ Rf5 36. exd6 - og Karl gafst upp. BRIDDS Ólafur Lárusson Furðulega oft leynast ýmsir möguleikar í „dauðum" spilum. En sem spilamaður, verður þú að koma auga á þessa möguleika: í þessari stöðu á sagnhafi að- eins einn möguleika. Sérðu hann? Jú, Vestur verður að eiga allavega þrjá tígla eða fleiri. Eigi (Keres-árásin er tvímælalaust skarpasta svar hvíts við þessu af- brigði Sikileyjarvarnarinnar). 6.... Be77. g5 Rfd78. Hgl Rc69. Be3 0-0 10. Hg3 a6 11. Dh5 (Á skákmótinu í Belfort í sumar lék júgóslavneski stór- meistarinn ljubojevic 11.1 Dd2 gegn Kasparov en sá leikur svarar naumast kröfum stöðunnar. 11. Dh5 er tvímælalaust skarpasta svar hvíts). 11. ... g6 12. Dh6 He8 13. 0-0-0 Bf8 14. Dh4 h6 (Það er erfitt að tefla svörtu stöðuna t.d. 14. ... rxd4 15. Bxd4 b5 16. Dxh7 +! Kxh7 17. Hh3+ og mátar.) 15. Hh3 Rxd4 16. Bxd4 b5 17. a3 Bb7 18. Be2 Hc8 19. Bg4 Hc4 20. Be2 Hc8 21. gxh6 Dxh4 22. Hxh4 Kh7 23. Kbl Hc7? (ónákvæmur leikur sem Jón nær að notfæra sér þegar í stað. Best var 23. ... Be7 með hug- myndinni 24. Hh3 e5 25. Be3 Hxc3 26. bxc3 Bxe4 en e.t.v. leikur hvítur betur 25. Ba7.) K632 G42 D5 10973 D108 4 ÁD65 109873 1098 764 K42 ÁG975 Á865 K ÁKG32 DG Sagnir höfðu gengið þannig: Suður Vestur Norður Austur 1 spaði Pass 2 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Suður sá enga ástæðu til að segja frá tígullitnum sínum og fór beint í 4 spaða. Vestur ígrundaði útspilið vel og valdi loks að spila „hlutlaust“ tígultíu. Drottning upp, spaðakóngur lagður niður og meiri spaði. Legan kom í ljós. Oumflýjanlegt virðist að gefa einn slag á tromp, einn á hjarta og tvo slagi á lauf. Eða hvað? hann þrjá tígla, verðum við að spila næst tígulás, tígulkóng og síðan TÍGULTVISTI.... í tígulkóng hendum við hjarta, og ef Vestur hleypur tígultvistin- um (í þeirri von að félagi eigi yfir) þá hendum við öðru hjarta, og spilum sigri hrósandi tígulgosan- um, og hendum síðasta hjartanu. Þetta spil sýnir, að vörnin má ekki misstíga sig með röngum „merkingum" eða alls engum „merkingum“. Fyrir spilara sem eru lengra komnir er auðvelt að verjast þessari brellu með því að Austur lætur félaga sinn vita af eigin lengd með „merkingum“ í tígullitnum. Hátt-lágt þýðir hjá flestum jöfn tala í litnum en lágt- hátt afkast þýðir ójöfn tala í litn- um. (Sumir snúa þessu við). Engu að síður ættu menn að vera vakandi fyrir þeim mögu- leikum sem þetta spil býður upp á. NÝTT HELGARBLAÐ- ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 27

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.