Þjóðviljinn - 02.09.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 02.09.1988, Blaðsíða 13
Hverjir eiga Jón Baldvin? Guðrún Helgadóttir ritar palladóm um fjármálaráðherrann Hér birtist greinin sem Pressan, hið nýja helgarblað Alþýðublaðsins, bað Guðrúnu Helgadóttur, rithöfund og alþingismann, að skrifa fyrir sig. Tilefni þess að Guðrún var beðin um að rita grein í blaðið var að ætlunin var að hafa þar fastan dálk þar sem þingmenn skrifa um aðra þingmenn pistla eða palladóma. Þegar hinn óháði ritstjóri Pressunnar leit ritsmíðina um Jón Baldvin Hannibalsson formann Alþýðuflokksins, runnu á hann tvær grímur og að lokum var ákveðið að birta ekki greinina. Fyrir tveimur árum fór for- maður Alþýðuflokksins eins og fellibyiur um landið, hvessti frán- ar sjónir á forviða landsmenn og spurði hvellri röddu: Hverjir eiga ísland? Landslýðnum varð fátt um svör. Einhverjir muldruðu ef til vill niður í bringuna að ekki væru það þeir, en í trausti þess að formaðurinn kæmist að þessu sjálfur, var hann settur til æðstu metorða og gerður að fjármála- ráðherra þjóðarinnar. Honum til halds og trausts voru málefni banka og viðskipta falin engu minni spekingi í flokknum, svo að nú hlaut svarið að vera á næsta leiti við þessari grundvallar- spurningu: Hverjir eiga ísland? En svarið er enn á bak við leitið. Tvennt er til í því efni: ann- aðhvort veit Jón Baldvin ekki hverjir eiga ísland eða honum geðjast ekki að því að segja það. Þar sem enginn frýr manninum vits, er síðari tilgátan líklegri. En ýmsum kann þá að þykja lítið leggjast fyrir kappann. Menn hefðu mátt ætla að nú þegar ævi- löngu marki var náð og hann hef- ur á hendi sér yfirstjórn allra pen- ingamála í landinu, ríkisfjármála og viðskiptamála, hlyti hann að leiða menn í allan sannleik um það hverjir eiga ísland. Pegar svo ótrúlega gáfulega er spurt, vænta menn mikilla svara. En þetta er allt saman óttalega pínlegt. Bæði vitum við, formað- urinn og ég, að forsenda þess að geta stjórnað þjóð er að skilja innri gerð þjóðfélagsins, þekkja sögu þjóðarinnar, menningar- sögu hennar, sögu sjálfstæðis- og stéttabaráttu. Ástand þjóðfélags, jafnt menningarlegt, félagslegt sem efnahagslegt, er ekkert sem dunið hefur yfir það. Það á sér sögulegar ástæður og það er af- leiðing gerða þeirra sem með völdin hafa farið hverju sinni. Þannig er „efnahagsvandinn“ sem fjármálaráðherrann situr nú yfir daga og nætur orðinn til fyrir verk þeirra sem yfir fjármagni þjóðarinnar ráða og hafa þar með vald yfir lffi allra landsins barna. Nærtækt kann að vera að kalla ríkisstjórnir liðinna ára, alþingis- menn og aðra forustumenn til ábyrgðar, en svo einfalt er málið ekki. Peir eiga nefnilega ekki ís- land og hafa aldrei átt. Ábyrgð þeirra liggur fyrst og fremst í því, að þeir gerðu sér aldrei ljóst að vald þeirra var næsta lítið, oft hégóminn einn. Þeir hefðu vafa- laust ekið sér í herðunum eins og Jón Baldvin gerir nú ef þeir hefðu staðið frammi fyrir stórspurningu þess sama Jóns: Hverjir eiga Is- land? En nú verður ekki lengur undan vikist, ef hinum mikla spyrjanda er einhver alvara með að leysa efnahagsv,andann til ein- hverrar framtíðar, þennan und- arlega efnahagsvanda sem sýnist eilífur og óháður tekjum og vinnuafköstum þjóðarinnar. Spuming hans hefði eins getað verið: Hvar em peningarnir okk- ar? Ég held að þeir séu þar sem þeir hafa alltaf verið, allt frá upp- hafi lýðfrjáls lands. Það eignar- hald má rekja allt aftur til upp- hafs aldarinnar þegar veldi Dana tók að riðlast hér á landi. Hina ungu mennta- og hugsjónamenn nítjándu aldarinnar, sem leiddu sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar af eldmóði hjartans, hefur tæplega órað fyrir því hverjir tækju við eignarhaldi á landi og lýð af Dönum þegar íslendingar fengju langþráð sjálfstæði. Til þess skorti þá alla pólitíska hug- myndafræði og yfirsýn. Það varð því léttur leikur aldönskum og hálfdönskum spákaupmönnum með alvöru ættarnöfn og íslensk- um undirlægjum þeirra með heimasmíðuð ættamöfn að taka við að raka saman aflafé lands- manna og nýta það í eigin þágu í stað þess að byggja úr því réttlátt samfélag. Enda breyttist hagur alþýðu manna sáralítið frá 1918 og þar til svo lukkulega vildi til að heimsstyrjöld skall á. En hagur ættanna með ættar- nöfnin blómstraði í réttu hlutfalli við armóð landsmanna. Þær juku kyn sitt hver með annarri og lögðu saman lendur sínar að gömlum sagnasið. Fjölskyldur sem ekki gátu rakið ættir sínár til familien Jensen, hvort sem hún hét nú Thors, Briem, Stephens- en, Zoaéga eða eitthvað annað, nefndu dætur sínar -son svo að þær yrðu útgengilegri mönnum með ættarnafn. Þegar tímar liðu lögðu þessar margefldu fjöl- skyldur undir sig Latínuskólann í Reykjavík og þar lærðu menn ýmislegt annað en að græða pen- inga. Þar lærðu menn að verða embættismenn og stjórnmála- menn á danska vísu og tryggja þar með viðgang ætta sinna og auðs á öllum sviðum þjóðfélags- ins. Dæturnar voru dubbaðar upp á árshátíð scolae Reicjavic- ensis til að verða sér úti um eigin- mann meðal þessara óskabarna þjóðarinnar. Það var ekki fyrr en seinna að þær lærðu að draga til stafs, enda áttu þær fyrst og fremst að stýra húshaldi manna sinna með skörungsskap. Fá- tækar vinnukonur minnast enn með sæluhrolli ískaldra kvist- og kjallaraherbergja sinna á þessum myndarheimilum því að þar var þeim kennt að fara vel með. Þær bjuggu að því alla ævi enda kom það sér oftast vel. Breyttir tímar í kjölfar heimsstyrjaldarinnar og ótrúleg kynsæld ættaveldisins dreifði þessum tiltölulega fáu fjöl- skyldum út og suður um samfé- lagið allt. Fjölmargir tóku upp gagnleg störf og segir ekki frekar af þeim. Rekstur athafnamann- anna breyttist einnig. Þeir ráku nú ekki lengur áhættusöm milj- ónafélög, voru heldur ekki óhult- ir hver fyrir öðrum. Þess ístað var fjármagninu dreift um allt þjóðfélagið; í fyrirtæki, skipafé- lög, flugfélög, í landareignir, ár og vötn, þar sem minna fór fyrir því og auðurinn betur tryggður, og þar með áhrif og völd á samfé- lagið allt. Enn í dag verður því fjármálaráðherrann að snara út úr sameiginlegum sjóðum lands- manna miljónatugum fyrir afnot af landi til almenningsþarfa í vasa afkomenda þessara fjölskyldna. Það er ekki ýkjalangt síðan ein- hver Stephensen seldi ríkinu Við- ey fyrir tugi miljóna. Og enn skemmra er síðan hitaveitustjór- inn í Reykjavík (af ættinni Zo- éga, með z-u þrátt fyrir stafsetn- ingarlög) lét Reykvíkinga greiða bróðurbörnum konu sinnar (af Engeyjarætt) 60 miljónir fyrir holt og móa ofan við sumarhús fjölskyldunnar, sem þó getur áfram nýst í a.m.k. 50 ár sam- kvæmt samningi, svo að Reykvíkingar gætu náð í heitt jarðvatn. Og sem kaupuppbót var einum þeirra falið að hanna hringhýsi á hitaveitugeymunum í Reykjavík til að hvfla sig frá hönnun á hóteli fyrir Eimskipafé- lagið. Þessar 60 miljónir komu sér reyndar prýðilega nú í vik- unni, þegar fjölskyldan keypti eitt af undirstöðuatvinnufyrir- tækjum borgarinnar, Granda hf., fyrir peningana. Því að þannig er þetta. Hvernig sem allt snýst, eru þessir peningar það eina sem er gulltryggt í landi hér. Það er sagt að summa last- anna sé föst tala. Eins er það með höfuðstól þessara fjölskyldna, hann er óhreyfanlegur og ósnert- anlegur, og ávöxtun hans er tryggð með ítökum í öllum rekstri þjóðfélagsins. Áhugamenn um ættfræði ættu að kanna ætta- tengslin í stjórn Flugleiða, Haf- skips sáluga og Eimskipafélags- ins, í bankaráðum, í Seðlabanka, í hópi hæstaréttardómara, hjá húsameistara ríkisins, í borgar- dómi, í utanríkisþjónustunni, hjá Ríkisútvarpinu, í stjórn olíufé- laga, vátryggingafélaga og ís- lenskra aðalverktaka - og á sjálfu Alþingi. Og tafarlaust ætti Ólafur Ragnar að gera ættfræði að aðal- grein við kennslu í stjórnmála- fræðum við Háskóla íslands. Þá kynnu menn að fara að nálgast svarið við spurningunni: Hverjir eiga fsland? Þetta fólk á ísland eins og það leggur sig. Því eignarhaldi lýkur ekki fyrr en menn horfast í augu við þá staðreynd. Þetta fólk hefur svínbeygt verkalýðsforystuna og Jón Baldvin Hannibalsson samvinnuhreyfinguna, vegna þess að enginn vill viðurkenna að hann eigi sig ekki sjálfur. Allra síst litlir framagjamir strákar sem eygja ekkert annað líf fyrir þessa þjóð en það líf sem byggt er á forsendum hefðbundins og lög- gróins vana. Nægir að nefna að samvinnuhreyfingin meðhöndlar bændur landsins eins og þurfa- menn á sama hátt og útgerðar- valdið útdeildi gulum miðum í stað launa hér á árum áður og forustumenn lífeyrissjóða laun- þega stunda okurlán eins og ver- stu óþurftarmenn viðskiptalífs- ins. Hvar skyldu þeir hafa lært þessi vinnubrögð? Manni dettur í hug að langsetur samvinnu- manna og verkalýðsforingja með atvinnurekendum yfir mæjónes- inu í Garðastræti sé ekki ónýtur skóli. Þar er þeim leyft að halda að þeir séu eitthvað, að þeir hafi einvöld völd, að þeir skipti máli. Ef þeir hefðu til að bera ímynd- unarafl, hugsjónir, skáldskapar- gáfu til að eygja nýtt, skapandi þjóðfélag, ef þeir hefðu þrek til að hætta ímynduðu valdi sínu fyrir pólitíska sannfæringu, vissu þeir líka að eins og nú er skipta þeir engu máli. Þeir eru eins og gömlu vinnukonurnar hjá ætta- veldinu. Þeir eru bara að læra að fara vel með, svo áð sem minnst fari til spillis hjá þeim sem fjár- munum landsmanna ráða. Þeir eiga okkur nefnilega öll. Líka Jón Baldvin. Fjárlagahall- inn sem Jón Baldvin situr nú yfir karlmannlegur í stuttermaskyrtu, fimm miljarðagatið, er í geymslu hgá okurkörlum, og eftir að Ólafur Ragnar fór að slettirekast í því, er það núna undir silki- koddum ættaveldisins. Þangað til því verður komið fyrir. Og litlu ríku strákarnir sem gættu au- ranna eru kannski ekkert ríkir lengur, eða ekki lengur en ætta- veldinu sýnist. Fremur en ýmsir aðrir sem ættirnar ákváðu að setja á hausinn. Ef Kókakóla- fólkið leyfir ekki Sólkóla, fer Sólkóla á hausinn. Maður stopp- ar bara erlend lán til þeirra. Búið mál. Einu sinni var Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra. Þá var ég að vona að hann skildi loksins af hverju hann fékk aldrei inngöngu í ættaveldið. Að hann skildi loksins að skilyrði fyrir inngöngu er að hafa ekki unnið fyrir auði sínum sjálfur, heldur að ráða yfir aflafé annarra. Að í klúbbnum þeim vinna menn ekki fyrir peningum, heldur peningar fyrir mönnum. Er nokkur von til þess að Jón Baldvin skilji þetta betur? Svo að hann geti á enda- num átt sig sjálfur og svarað mjög svo gáfulegri spurningu sinni svona: Svar: Við eigum ísland. Með eld í augum. Guðrún Helgadóttir Guðrún Helgadóttir NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.