Þjóðviljinn - 02.09.1988, Blaðsíða 8
Á BEININU
Ríkisstjómin
launafólki
til óþurftar
Miðstjórn Alþýðusam-
bands Islands ákvað að
ganga til viðræðna við ríkis-
stjórnina um niðurfærsluleið-
ina svokölluðu, en Bandalag
starfsmanna ríkis og bæja
lýsti afdráttarlausri andstöðu
við hugmyndir forstjóranefnd-
arinnar um að slæm staða út-
flutningsgreinanna yrði bætt
með launaskerðingu. Þor-
steinn Pálsson hefur lýst því
yfir að hann eigi ekkert van-
talað við forystu BSRB þar
sem hún vilji ekki ræða niður-
færslu launa. Jón Baldvin
Hannibalsson vill skera burt
þúsund starfsígildi hins opin-
bera. Hann hefur einnig haft í
hótunum um að greiða ekki
starfsmönnum Pósts og síma
og Ríkisútvarpsins laun, þar
sem þessar stofnanir hafa far-
ið fram yfir fjárlög sín. Kristján
Thorlacius, formaður BSRB,
var því tekinn á beinið um
þessa helgi.
Neiti fjármálaráðherra að
greiða starfsmönnum Pósts og
síma og Ríkisútvarpsins laun,
gerist hann þá ekki brotlegur við
lög?
- Að sjálfsögðu er hann að
gerast brotlegur við lög. Hann
hefur séð að sér núna og ætlar að
greiða þessi laun. Heildarsam-
tökin munu auðvitað bregðast
hart við ef slíkt verður að raun-
veruleika.
Það virðist stefna í það að nið-
urfærsluleiðin verði farin. Al-
þýðusambandið er tilbúið í við-
ræður um hana við ríkisstjórn-
ina. Ætlið þið að skerast úr leik?
- Okkur hefur ekki verið boð-
ið upp á það að taka þátt í við-
ræðum um efnahagsmálin og
lausn þess vanda sem nú blasir
við. Þannig að það er ekki um
það að ræða að við neitum að
ræða um efnahagsmál við ríkis-
stjórnina. Því höfum við aldrei
neitað. Hinsvegar liggur það
skýrt fyrir að við höfnum þeirri
launalækkun sem ráðgjafanefnd
ríkisstjórnarinnar í efnahags-
Kristján Thorlacius, formaður BSRB: Ég trúi því ekki fyrr en ég telc á,
að stjórnvöld grípi til þeirra ráða að hverfa aftur til
forneskjuþjóðfélags og stuðla þannig fyrst og fremst að gjá milli ríkra
og fátækra og í framhaldi af því að fólksflótta
málum hefur lagt til að athuguð
verði. Við höfum varað ríkis-
stjórnina við því að fara þá leið.
Opinberir starfsmenn og fjöldinn
allur af launafólki hefur þegar
tekið á sig þungar byrðar vegna
þeirra ráðstafana sem ríkis-
stjórnin hefur gert á þessu ári.
Launalækkun einsog ráðgjafa-
nefndin hefur lagt til myndi verða
hreint óbærileg fyrir þorra launa-
fólks.
Þeir hafa þegar byrjað með því
að frysta 2,5% launahækkun um
þessi mánaðamót, sem búið var
að semja um. Takið þið þeirri
kjaraskerðingu þegjandi og
hljóðalaust?
- Við ályktuðum um þetta 25.
ágúst og mótmæltum niður-
færsluleiðinni. Inní þeirri mynd
var það að um mánaðamótin yrði
felld niður sú hækkun sem átti að
koma samkvæmt samningum.
Við höfum mótmælt þvf harka-
lega. í framhaldi af þeim fundi
höfum við boðað til formanna-
fundar 12. september nk. BSRB
hefur ekki samningsréttinn í sín-
um höndum þannig að við getum
ekki tekið ákvarðanir um aðgerð-
ir. Við höfum hinsvegar boðað til
formannafundar til þess að for-
menn félaganna og stjórn BSRB
ræði viðhorfin.
Býst þú sjálfur við að það verði
gripið til einhverra aðgerða?
- Ég vil engu spá um það.
Okkar félög innan Bandalagsins
eru 38 að tölu með 16.000 starfs-
menn og það eru félögin sem hafa
það í hendi sér á hvern hátt verð-
ur brugðist við. Félögin sömdu í
vor um framlengingu samninga
um nokkra mánuði. I þeim samn-
ingum var einfaldlega gert ráð
fyrir greiðslu 2,5% nú í septemb-
er til þess að vega á móti verð-
lagshækkunum. Þær verðlags-
hækkanir eru komnar og til þess
að mæta um það bil 4% verðlags-
hækkunum að undanförnu áttu
þessi 2,5% að koma. Þannig að
launafólk, bæði í BSRB og aðrir,
bíða tjón af þessum bráðabirgða-
lögum.
I verkfalli BSRB 1984 voru
heildarsamtök launafólks ekki
samstiga. Síðan hefur verið talað
um að BSRB, ASI og önnur
samtök launafólks ættu að taka
upp meira samstarf. Slíka sam-
vinnu er ekki hægt að sjá f við-
brögðum þessara samtaka núna?
- Það virðist vera að innan Al-
þýðusambandsins sé ekki full-
komin samstaða. Það er ekki full
ljóst á þessu stigi hvernig félögin í
ASÍ vilja bregðast við þessum
hlutum. Ég get hinsvegar sagt
það að stjórn BSRB var algjör
lega einhuga í afstöðunni til nið-
urfærsluleiðarinnar og hefur var-
að við að hún verði farin.
Það hefur verið talað um aukið
samstarf þessara sambanda. Á
sínum tíma var talað um nauðsyn
á samstarfsvettvangi allra sam-
taka launafólks.
- Það hefur enginn formlegur
vettvangur verið fyrir samstarf
allra samtaka launafólks. Hins-
vegar hafa verið haldnir óform-
legir fundir af og til á síðustu
misserum.
Þarf að efla þetta samstarf?
- Fyrsta skrefið í samstöðu
launafólks er að það sé samstaða
innan sambandanna, innan
hverra heildarsamtaka fyrir sig.
Ég er þeirrar skoðunar að það
þurfi að vera miklu meira sam-
starf og ég er talsmaður þess, en
þar þýðir ekki að hafa ósk-
hyggjuna eina að leiðarljósi.
Menn verða að vera með það á
hreinu að hverju þeir vilja starfa
saman. Ég bendi á það að fyrir
stuttu gekk Kennarasambandið
út úr BSRB og það fannst mér og
finnst vera rangt að farið. Það
hefð: átt að hafa samstöðu um að
marka sameiginlega stefnu innan
heildarsamtakanna. Það er ekk-
ert meiri von til þess að menn nái
saman ef þeir mynda fleiri sam-
tök heldur en að starfa saman í
Sambandinu.
Niðurskurðaráform Jóns Bald-
vins. 1000 stöðuígildi opinberra
starfsmanna burt. Hvert er þitt
álit á því?
- BSRB hefur aldrei gert kröfu
um tiltekinn fjölda starfsmanna
hjá hinu opinbera. Hinsvegar eru
opinberir starfsmenn á sama báti
og aðrir í þjóðfélaginu, að við
hljótum að krefjast þess að hald-
ið sé uppi þeirri þjónustu sem
nauðsynleg er til þess að við get-
um kallast velferðarþjóðfélag.
Ég er þeirrar skoðunar að ef ís-
land á að vera byggt sé það hrein-
lega óhjákvæmilegt að við höfum
sambærilega þjónustu og
sambærilegt velferðarþjóðfélag
einsog er í nágrannalöndum okk-
ar. Ef okkur tekst það ekki er
hætta á fólksflótta frá landinu. Ég
trúi því ekki fyrr en ég tek á að
stjórnvöld grípi til þeirra ráða að
hverfa aftur til forneskjuþjóðfé-
lags og stuðla þannig fyrst og
fremst að gjá á milli ríkra og fá-
tækra og í framhaldi af því fólks-
flótta. Þessir þættir í þjóðfélaginu
eru orðnir það afgerandi fyrir lífs-,
afkomu manna að þeir verða að
mælast með í lífskjörunum.
Sérðu fyrir þér að þessi áform
Jóns Baldvins um að skera niður
um 1000 stöðuígildi muni koma
niður á þessu þjónustuhlutvcrki
ríkisins?
- Fjölmennustu vinnustaðir
ríkis og sveitarfélaga eru í heil-
brigðisþjónustunni, mennta-
kerfinu, samgöngumálum, síma
og útvarpsþjónustu. Þarna mun
því niðurskurðurinn verða.
Þorsteinn Pálsson sagði að það
væri engin ástæða til þess að ræða
við BSRB vegna þess að þið gerð-
ust svo djarfir að mótmæla niður-
færslu launa, einsog forstjórarnir
lögðu til.
-Við viljum ekki gefa kost á því
að ræða um stórfellda launa-
lækkun og teljum að það væri
mikið ógæfuspor að fara þá leið,
auk þess sem hún er væntanlega
óframkvæmanleg. Hinsvegar
höfum við aldrei hafnað því að
ræða um ráðstafanir í efnahags-
málum.
Til hvaða ráðstafana teljið þið
nauðsynlegt að grípa?
Ég vil benda á nauðsyn þess, að
gera úttekt á fjárhagslegri stöðu
bæði útgerðar- og fiskvinnslu-
fyrirtækja, áður en gripið er til
ráðstafana. Ég tel það vafalaust
að þó að mörg þýðingarmikil
útgerðarfýrirtæki og fiskvinnslu-
fyrirtæki séu það illa stödd að
voði sé fyrir dyrum í einstökum
byggðarlögum, þá eigi þetta ekki
við um nándarnærri öll útgerðar-
og fiskvinnslufyrirtæki. Það talar
sínu máli að það er verið að selja
eitt stærsta fyrirtæki landsins í
þessum greinum, Granda. Þar
virðast vera kaupendur sem
gleypa við að kaupa þetta fyrir-
tæki, það bendir ekki til þess að
menn telji framtíðina dökka í út-
gerðinni og fiskvinnslunni. Hins-
vegar er augljóst að víða um land
þarf að gera ráðstafanir vegna
þess að atvinnumálin eru í voða.
Ég tel að þetta eigi að gera með
því að kanna rækilega stöðu þess-
ara mála á hverjum stað. Eitt úr-
ræði sem kemur að mínum dómi
mjög til greina, er að breyta um
starfshætti í þessum greinum, á
þann veg að hafa útgerðarfyrir-
tækin ekki eins mörg og dreifa
fiskinum til vinnslu, þannig að
með því verði betur tryggð
atvinna í hverju byggðalagi.
Ef þú ættir að gefa þessari rík-
isstjórn einkunn, hver yrði hún?
- Ég vil ekki gefa ríkis-
stjórnum almennt einkunnir. En
þá einkunn get ég þó gefið þessari
ríkisstjórn, að hún hefur verið
launamönnum til óþurftar.
-Sáf
8 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ