Þjóðviljinn - 02.09.1988, Blaðsíða 29

Þjóðviljinn - 02.09.1988, Blaðsíða 29
Myndbandaskólinn í síðustu tveimur hlutum greinaflokksins höfum við fjallað lítillega um mynd- byggingu. í því sambandi hefur verið leitast við að gera grein fyrir. í hvaða tilliti myndbygging hreyfanlegra mynda er frábrugðin mynd- byggingu venjulegra kyrr- mynda. En kvikar myndir eru einnig frábrugðnar kyrr- myndum í öðru tilliti: Víde- ótökuvélin skráir ekki ein- vörðungu hreyfanleik myndefnisins, heidur ekki síður „eigin“ hreyfanleika á upptökustundinni. Ahrifamáttur myndmáls kvik- myndagerðarlistarinnar er ekki síður kominn undir hreyfanleika upptökuvélarinnar en öðrum þeim þáttum myndmálsins, er fjallað hefur verið um á þessum síðum til þessa. í því tilliti er talað um fjórar grundvallar hreyfingar myndavélarinnar. Nefnilega: pan, tilt, zoom og svo kallaða keyrslu. pjóðhollari málvöndunar- menn hleypa eðlilega brúnum, þá er þeir líta skrumyrðin þrjú hér að framan. En við þykjumst hafa það okkur til málsbóta, að ekki hefur enn tekist að finna þeim verðuga, eða öllu heldur nothæfa samsvörun á okkar ástkæra yl- hýra. Pannig hefur t.d. pan verið þýtt sem hvarf eða skim og tilt með nýyrðinu hnik, sem engan veginn samsvarar grunnmerking- unni. Getur slík orðanotkun þeg- ar best lætur einvörðungu valdið ótímabærum ruglingi við hand- ritsgerðina, þar sem í sjálfu sér er hægt að t.d. hnika myndavélinni til, á ótal mismunandi vegu. Látum við því slag standa og höldum okkur enn um stund við erlendu heitin. Lítum þá á hverja þessara fjög- urra grunnhreyfinga myndavél- arinnar fyrir sig: Pan Þessi hreyfing felur í sér, að myndavélinni er snúið lárétt um eigin öxul meðan á upptöku stendur. Og þá eðlilega í þeim tilgangi að þekja stærri hluta myndefnisins, en annars væri mögulegt með fastri mynd. El- legar til að fylgja eftir hreyfan- legu myndefni, eða jafnvel í þeim tilgangi að gera áhorfendum grein fyrir innbyrðis afstöðu eins myndefnis til annars. ÓLAFUR ANGANTÝSSON TÓK SAMAN 6. hluti Um hreyfanleika upptökuvélarinnar Mynd 5. „Dolly“-vagnar og kranar eru til af ýmsum gerðum og stærðum. Ein er þó sú myndavélarhreyfing, sem slær öllu öðru við hvað stór- fengleik varðar. En það er, þegar zoom-færsla er látin vinna á móti keyrslu. Gerið tilraunir með að aka myndavélinni með jöfnum hraða, í áttina að eða frá nánar tilteknu kyrrstæðu myndefni. Breytið um leið (sömuleiðis með Spyrjið því sjálf ykkur: Hvað vil ég fá fram, með þessari nánar tilteknu myndavélarhreyfingu? Skipuleggið upphaf, miðju og endi hreyfingarinnar. Og um- fram allt: Hafið í huga, að við- komandi hreyfing myndavélar- innar á að leiða fram til einhvers. Hún hefur tilgang. Tilt Þessi hreyfing myndavélarinn- ar lýtur svipuðum lögmálum og pan-hreyfingin. Að því undan- skildu, að hér er um að ræða lóð- réttan snúning myndavélarinnar um eigin öxul. Algengt er, að pan og tilt séu sameinuð í einni og sömu hreyf- ingu. T.d. þegar hreyfanlegu myndefni er fylgt eftir. Ellegar þegar kvikmynda á umhverfi, sem ekki eru tök á að gera grein fyrir í einni kyrrstæðri heilmynd. Hið sama á við um tilt og sagt var um pan-hreyfinguna hér að framan: Hún verður að hafa til- gang, leiða fram til einhvers. Gætið þess jafnframt að láta myndefnið sjálft um að leiða frá- sögn ykkar áfram. Hreyfing myndavélarinnar skal m.ö.o. ætíð lúta þörfum myndefnisins. « £ gjarnan tilhneigingu til að mis- nota, eða öllu heldur ofnota hreyfanleika myndavélarinnar. Árangur slíkrar ofnotkunar (og er þá sömuleiðis átt við ástæðu- lausar tilt-hreyfingar, keyrslur og zoom-færslur fram og aftur um myndflötinn) kemur óneitanlega niður á efnisíegu innihaldi mynd- efnisins. Áhorfandinn verður áþreifanlega var við tæknivinnsi- una, nærveru miðilsins sem slíks. Veldur það óneitanlega truflun á heildarupplifun hans á eiginlegu efnisinntaki kvikmyndarinnar. Það er: Því sem þið vilduð sagt hafa með töku viðkomandi myndar. Mynd 2. Pan og tilt í sömu hreyfingu myndavélar. (Róni finnur vindilstúf á götunni, tekur hann upp og fær sér reyk.) Tökum dæmi til nánari skýr- ingar: Segjum sem svo, að við ætlum okkur að gera lítla, leikna heimildarkvikmynd um líf og raunir ónafngreinds utangarðs- manns og róna í miðbæ Reykja- víkurborgar. Fyrsta myndskeið upphafssenu kvikmyndarinnar gæti litið út eitthvað í þessa veru: Miðborg Reykjavíkur. Nótt. Nærmynd af rennusteininum. Skærir litir neon-Ijósanna endur- speglast af regnvatninu, er seitlar makindalega niður um niðurfall- ið. Fótatak. Hægt tUt upp uns illa tilhafður fótabúnaður rónans fyllir myndflötinn. Myndefninu fýlgt eftir með pani til vinstri, uns vinurinn nemur staðar. Fyrir fót- um hans liggur háifreyktur vindil- stúfur. Hann hikar um stund, en tekur um síðir vindilstúfinn upp úr ræs- inu. Við fylgjum hönd hans eftir með mjúkri tilt-hreyfingu upp á við. Fylgjumst í nærmynd með skjálfandi höndunum vefja blett- óttan vasaklút nostursamlega utan um gegnvotan vindilstúfinn, sem hann um síðir stingur í jakka- vasann. Úr vasanum tekur hann þurran sígarettustubb og eld- spítustokk. Við fylgjum höndum hans enn eftir með tilt-hreyfingu, er hann ber vindilinn að vörum sér og kveikir í. Fyrst nú opinberast okkur and- litsdrættir hans, í ijósskímunni af eldspítunni. Hver einasta hreyf- ing myndavélarinnar hefur þjón- að tilgangi, leitt frásögnina áfram stig af stigi, uns ferlið er fullkomnað, þá er höfuðpersóna myndarinnar er endanlega kynnt til leiksins í lokanærmyndinni. Allt í einni töku. Zoom Hér er ekki um eiginlega hrey- fingu myndavélar að ræða, held- ur er linsa myndavélarinnar þannig gerð, að hún hefur breyti- lega brennivídd á ákveðnu sviði. Þannig er zoom-linsa með brennivídd frá 7 mm - 56 mm t.d sögð hafa stuðul 8, þar sem minnsta brennivídd hennar (vítt sjónsvið) er átta sinnum minni en sú stærsta (þröngt sjónsvið). Mynd 3. Zoom-linsan. Hafa ber í huga að notkun zoom-linsu breytir ekki fjarvídd myndbyggingarinnar. Því er oft ráðlegra að flytja sig einfaldlega nær myndefninu í stað þess að zooma, ef nauðsyn er á töku nær- mynda, og ef því verður komið við. Keyrsla myndavélar í áttina að nánar tilteknu myndefni breytir fjarvídd myndarinnar. Zoom stækkar á hinn bóginn aðeins upp vissan hluta hennar, á meðan myndavélin er kyrr á sama stað. Þetta fyrirbæri er óeðlilegt náttúrulegri skynjun augans. Skýrir það hvers vegna áhorfend- ur eiga svo erfitt með að sætta sig við ofnotkun zoom-linsunnar. Því er ráðlegt að nota zoom- linsuna sparlega, og aldrei nema myndefnið gefi tilefni til þess. Mynd 5. Keyrsla Við keyrslu er myndavélinni einfaldlega komið fyrir á vagni (oft kallaður ,,doIly“), t. d. í þeim tilgangi að fylgja eftir hreyfan- legu myndefni. Eins og minnst var á hér að framan, hefur keyrsla (ólíkt zoom-færslunni) í för með sér breytingu á fjarvídd eða per- spektífi myndarinnar. Er hún því að auki einhvert besta hjálpar- tæki sem myndmálið hefur uppá að bjóða, til að leggja sérstaka áherslu á þrívídd myndefnisins. Einfaldlega vegna þess að við keyrslu myndavélarinnar virðist hreyfing forgrunnsins, í fljótu bragði, lúta öðrum lögmálum en bakgrunnurinn. Þegar myndavél fylgir á þenn- an hátt eftir hreyfanlegu mynd- efni (t.d. gangandi manneskju í hálfmynd), skal þess gætt að við- komandi hafi gott „tóm“ fram- undan sér í myndfletinum. Það er: Myndefnið verður að hafa nægjanlegt „olnbogarými“ í þá átt, sem hreyfingin berst (til hægri eða vinstri í myndfletin- um). Að öðrum kosti fær áhorf- andinn á tilfinninguna að eitthvað komi til með að hefta framgöngu þess. Gætið þess einnig að halda ávallt sömu fjarlægð milli mynda- vélarinnar og myndefnisins, til þess að eiga ekki á hættu að missa það úr fókus. Nánar verður fjall- að um eðli og eiginleika skerpu- dýptar í myndfletinum í síðari grein. Mynd 4. Gætið þess að halda jafnan sömu fjarlægð milli myndavélar og myndefnis. jöfnum takti) brennivídd lins- unnar með zoom-takkanum, þó í öfugu hlutfalli. Það er: Zommið að, þegar þið akið frá myndefn- inu, og öfugt. Skoðið árangurinn og gaumgæfið hvað hendir með fjarvíddarskyniun áhorfandans á myndefninu. Áhrifin eru hreint út sagt stórfengleg og jafn undur- furðuleg og aðgerðin er í sjálfu sér einföld, ef rétt er að málum staðið. Nú kann sumum að þykja, að býsna miklu þurfi til að kosta, varðandi tækjabúnað, í sambandi við þær aðgerðir er hér hafa verið nefndar. En raunin er hins vegar sú, að það er í reynd aðeins ímyndunarafl okkar sjálfra er setur okkur skorður í þessu tilliti. Daglegt umhverfi okkar býður uppá allan þann tækjabúnað er hugurinn girnist. Þannig eru barnavagnar, hjólastólar og innkaupakerrur stórmarkaðanna fyrirtaks „dolly“-vagnar, svo ekki sé talað um notagildi fjöl- skyldubílsins í þessu tilliti. Fræði- lega séð er jú hægt að taka á leigu sérsmíðaða kvikmyndatöku- krana, eða kranabíl hjá einhverj- um verktakanum. En rúllustigar stórmarkaðanna, einstaka „opn- ar“ lyftur í háhýsum og umfram allt vegasölt róluvallanna (eða heimasmíðuð) geta í mörgum til- fellum þjónað nákvæmlega sama tilgangi. Sem sagt: Notið ímynd- unaraflið! Það sparar ekki aðeins tíma og fyrirhöfn, heldur skilar sér umfram allt fljótlega í stór- bættum myndgæðum myndefnis ykkar. Það sem sagt hefur verið hér að framan (um pan, tilt, zoom og keyrslu) er aðeins óverulegur hluti þeirra „málfræðireglna" er flokkast undir grundvallarlögmál myndmálsins. Mynd 3. Mynd 4. Eitthvert athyglisverðasta og mest spennandi afbrigði keyrslu eru svo kallaðar krana-keyrslur. Það er: Myndavélinni er lyft hátt til vegs, eða hún látin síga hægt til jarðar, á meðan á upptöku stend- ur. Kvikmyndagerðarlistin hefur vart uppá að bjóða tilkomumeiri hreyfingar upptökuvélarinnar. Enda eru slíkar hreyfingar býsna vandmeðfarnar og skyldu ekki notaðar nema að vel hugsuðu máli. Munið að tilgangurinn helgar meðalið og að engar reglur eru einhlítar. Þær má allar brjóta! En til að brjóta þær verða menn að hafa ærna ástæðu til. Hið sama gildir um flestar þær reglur aðrar, sem fjallað er um í þessum greinaflokki: Notið þær í beinu samhengi við efnisleg atriði þeirra hugmynda eða hugverka, sem þið hafið ætlað ykkur að festa á myndband. NÝ7T HELGARBLAÐ - VJÓÐVILJINN - SÍÐA 29

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.