Þjóðviljinn - 02.09.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 02.09.1988, Blaðsíða 9
• • ITflCTT T n A r CI7TDI7TFÍO F Ulo 1 U U/\vjri^F tvJtC 1 LIK Pólland Jarúzelskí þarfnast Walesa Vinnustöðvanir á enda og verkfallsmenn hrósa sigri. Brátthefjast „hringborðsumrœður“ um hvaðeina í pólsku þjóðfélagi Pólskir verkamenn hlýddu kalli Lechs Walesas foringja síns í gær og hættu verkfalii. Hvar- vetna í Póllandi gengu menn til vinnu sinnar í gærmorgun eða yf- irgáfu vinnustaði þar sem þeir höfðu haldið til en ekki gengið til verka. 3.000 setuverkfallsmenn í Lenín-skipasmiðjunni í Gdansk gengu fylktu liði út um hliðið að lóð fyrirtækisins í kjölfar foringja síns. í fylkingarbrjósti fór róð- ukrossberi, konur og börn vörp- uðu blómum yfir hetjur sínar og sjálfir sungu göngumenn pólsk ættjarðarlög. Allir voru í sjöunda himni yfir sigrinum, stjórnvöld í Varsjá höfðu verið knúin til samningaviðræðna um Sam- stöðu. Þetta var í annað sinn á þessu ári að alda verkfalla fór um Pól- land og þar eð verulegar líkur voru taldar á því að sú þriðja riði yfir sáu ráðamenn sitt óvænna og féllust á viðræður við Walesa um Samstöðu. Efnahagur Pólverja er sem kunnugt er afar bágborinn og hafa oddvitar ríkis og kommún- istaflokks reynt að brydda uppá ýmsum nýjungum á þessu ári. Allt slíkt er náttúrlega unnið fyrir gýg ef verkföll fara að vera fastur liður á tveggja til þriggja mánaða fresti. „Það er næsta augljóst hvers vegna Jarúzelskí sneri sér til Wa- lesa og óskaði eftir viðræðum, þetta var í annað sinn á árinu að kom til víðtækra vinnustöðvana í landinu,“ sagði þekktur andófs- maður, Jacek Kuron, í spjalli við fréttamann Reuters í gær. Pað er nefnilega alkunna að "ÖRFRÉTTIR" Aríel Sharon iðnaðarráðherra ísraels, hélt ræðu á kosningafundi í Jerúsal- em í gær og krafðist þess að stjórnvöld „hristu af sér slenið" á herteknu svæðunum. Þau yrðu m.a. að taka upp dauðarefsingu í málum „hryðjuverkamanna" og refsa fyrir grjótkast ungmenna með því að flytja foreldra þeirra nauðuga af landi brott. Sharon krafðist þess ennfremur að ríkis- stjórnin veitti heimild fyrir 25 ný- jum landnemabyggðum gyðinga á herteknu svæðunum. Þrír kennarar og tólf nemar, allt Palestínu- menn, voru teknir höndum í Abu Dis tækniskólanum á hertekna svæðinu vestan Jórdanar í gær. Afbrot þeirra? Kennslustund í efnafræði! Herstjórar herraþjóð- arinnar hafa lagt blátt bann við allri kennslu og skólastarfi á her- teknu svæðunum fram að 1. okt- óber. Málsvari ísraelshers saaði að fólkið yrði sótt til saka. „Óll skólakennsla brýtur í bága við lög.“ Broddar Líkúd- bandalagsins í Jerúsalem reiddust mjög í gær og kröfðust þess að Avraham Tamír, ráðuneytisstjóri í utan- ríkisráðuneytinu, yrði rekinn. Ástæðan? Orð er hann lét falla á fundi með menntamönnum og leiðtogum gyðinga í Washington: „ísraelsmenn verða að sætta sig við þá staðreynd að PLO er full- trúi Palestínumanna og enginn annar." Skipasmiðir Leníns í Gdansk. Sigur vannst. efnahagsráðstafanir Jarúzelskís eru jafn óvinsælar og hann sjálf- ur. Hvoru tveggja vill hann breyta og því hyggst hann fá ýmsa hópa stjórnarandstæðinga og „óháðra“ til liðs við sig, þar á meðal Samstöðu undir forystu Walesas. Forsetinn þykist slá tvær flugur í einu höggi með því að leiða Wal- esa til öndvegis. Annars vegar telur hann sig auka vinsældir og áhrif stjórnaraðgerða, heima og erlendis, ef hægt er að ná ein- hverskonar samstöðu um þær. Hinsvegar hyggst hann fá Wal- esa á það að nota áhrif sín og þá virðingu sem hann nýtur til þess að hemja ungtyrki í röðum Sam- stöðumanna, þá ungu kynslóð herskárra verkamanna sem hóf verkföllin sem nú eru á enda án þess að leita áður ráða hjá gamal- reyndum forystumönnum. „Leiðtogar flokks og ríkis ótt- ast þetta unga fólk sem þeir ráða ekki við og lúta ekki skipulagðri forystu. Walesa er eini maðurinn sem gæti tjónkað við það,“ segir gamalreyndur fréttaskýrandi í Varsjá. „Það spurning um líf eða dauða fyrir ráðamenn að koma á kyrrð og ró í pólsku þjóðlffi. “ Lánardrottnar á Vestur- löndum eiga gífurlegar upphæðir inni hjá pólska ríkinu. Skulda- dagar nálgast en Pólverjar eru ekki aflögufærir, þvert á móti þyrftu þeir að fá ný lán til þess að hleypa fjöri í efnahagslífið. Jar- úzelskí gerir sér vitaskuld ljósa grein fyrir því að einn af lyklun- um að fjárkistu Vesturlanda er stálsmiður, Lech Walesa að nafni. Kuron segir að stjórnvöld eigi ekki annars úrkosti en að heimila starfssemi Samstöðu á ný. Ann- ars komi til nýrra verkfalla í næsta mánuði eða í nóvember. Sumir segja að máttur Jarúsel- skís hafi skerst til muna vegna vinnudeilnanna í landinu. Flokk- urinn og hann verði nú að deila örlitlu af valdi sínu með Walesa og Samstöðu. Hvað sem slíkum fullyrðingum áhrærir er það víst að á næstunni munu hefjast „hringborðsum- ræður“ stjórnarsinna og stjórnar- andstæðinga, kirkjunnar manna og „óháðra“ menntamanna um einskonar þjóðstjórn til höfuðs kreppunni í landinu. Ráðamenn hafa gefið vilyrði fyrir því að hvaðeina sem máli skiptir í pólsku þjóðlífi verði á dagskrá. Reuter/-ks. Pershing II. kjarnflaugar í Heilbronn. Sorphaugamatur. Vestur-Þýskaland Pershing II. kveður Heilbronn Flutningabílar með 36 afl08 Pershing II. kjarnflaugum Bandaríkja- manna héldu áleiðis til sorphauganna í gœr Bflalest með fyrstu Pershing II. flaugarnar bandarísku héit á brott frá herstöðinni í Heilbronn í Vestur-Þýskalandi í gær. Hópur friðarsinna fagnaði ákaflega þeg- ar vagnar og tengivagnar skröltu í gegnum hiiðin og út. A einn vagn- inn hafði verið párað: „Við gef- um friðarsinnum tækifæri!“ Á einum borða friðarsinna stóð: „Heilbronn-aldrei aftur kjarn- orkuvíghreiður!“ Allt er þetta í samræmi við samning þeirra Míkhaíls Gorbat- sjovs, sovétleiðtoga, og Ronalds Reagans, Bandaríkjaforseta, sem undirritaður var í Washing- ton í desembermánuði í fyrra og staðfestur á Moskvufundi leiðtoganna í júní. Það er kunnarra en frá þurfi að segja að samningsplaggið kveður á um eyðileggingu allra svo- nefndra „meðaldrægra“ kjarn- orkuflauga risaveldanna. Þetta eru flaugar sem svifið geta í einu kasti 500-5.500 kflómetra leið. Á upprætingu þeirra að ljúka á þremur árum. Pershing II. flaugarnar eru „meðaldrægar.“ Á öndverðum þessum áratug var 108 stykkjum komið fyrir í Vestur-Þýskalandi og hét það þá að þær væru mátt- arstólpar vestrænna varna. Þar af voru 36 í Heilbronn. „Ég er dauðfeginn að þær skuli vera á förum,“ sagði frú Ger- þrúður Antóní, íbúi í Heilbronn, þegar bflalestin ók franhjá henni og fréttamanni Reuters. „Ég veit að þetta er aðeins fyrsta skrefið en það er stórt og markar djúpt spor.“ Reuter/-ks. NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.