Þjóðviljinn - 02.09.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 02.09.1988, Blaðsíða 12
Herstöðvaandstæðingar takið eftir Landsráöstefna Samtaka herstöðvaandstæð- inga verður haldin 15. október í Risinu, Hverfis- götu 105, Reykjavík. Dagskrá verður auglýst síð- ar. Samkeppni um listaverk í Laugardal, Reykjavík Menntamálaráðuneytið, Borgarráð Reykjavíkur, íþróttasamband íslands og Ólympíunefnd ís- lands, bjóða félögum í Sambandi íslenskra myndlistamanna til almennrar verksamkeppni, samkvæmt samkeppnisreglum S.Í.M. um lista- verk sem staðsetja á utanhúss í Laugardal við Sigtún, Reykjavík. Þrenn verðlaun verða veitt: 1. verðlaun kr. 450.000.- 2. verðlaun kr. 250.000.- 3. verðlaun kr. 150.000.- Keppnisgagna má vitja hjá trúnaðarmanni dóm- nefndar, Jóhönnu S. Einarsdóttur á skrifstofu S.Í.M. gegn kr. 1.000.- í skilatryggingu frá og með 5. september nk. kl. 12.00-14.00 mánudag til föstudags. Tillögum skal skilað fyrir kl. 17.00 1. mars 1989, til trúnaðarmanns á skrifstofu S.Í.M., Freyjugötu 41, Reykjavík. Dómnefndin Haustönn 1988 Innritun í prófadeildir AÐFARANÁM: Jafngilt námi í 7. og 8. bekk grunnskóla (1. og 2. bekkur gagnfræðaskóla). Ætlað þeim sem ekki hafa lokið ofangreindum eða vilja rifja upp og hafa fengið E (1 -3) á grunn- skólaprófi. FORNÁM: Jafngilt grunnskólaprófi og foráfanga áframhaldsskólastigi ætlað fullorðnum, sem ekki hafa lokið gagnfræðaprófi, og unglingum sem ekki hafa náð tilskildum árangri á grunnskólaprófi (fengið einkunn D). FORSKÓLI SJÚKRALIÐA eða HEILSU- GÆSLUBRAUT, undirbúningur fyrir Sjúkraliða- skóla íslands. VIÐSKIPTABRAUT/HAGNÝT VERSLUNAR- OG SKRIFSTOFUSTÖRF, framhaldsskólastig. Nám í prófadeild er allt frá 1 önn í 4 annir, hver önn er 13 vikur og er kennt 4 kvöld í viku. Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla og Lauga- lækjarskóla. Kennslugjald fer eftir fjölda námsgreina sem nemandi stundar. Hver mánuður greiðist fyrir- fram. Kennsla hefst 12. september. Innritun fer fram í Miðbæjarskólanum, Frí- kirkjuvegi 1 föstudaginn 2. sept. og mánudag 5. sept. kl. 16-20. Nemendur greiði kennslugjald við innritun. Nánari fyrirspurnum svarað í símum 12992 og 14106. Námsflokkar Reykjavíkur Á að bíta höfuðið af skömminni? Ý msir Frakkar telja fallöxina lausnarorðið í baráttunni við barnamorðingja og annan níðingasöfnuð Sitt sýnist hverjum um hana þessa. Eftir napurt sumar vöknuðu Frakkar upp við vondan draum. Ofbeldisglæpir voru orðnir daglegt brauð en nú hefur gersamlega keyrt um þverbak. Þjóðin ersem þrumu lostin eftir mörg barnamorð, hvert öðru hrottalegra, sem framin hafa verið undanfarna mánuði. Málsvörum dauða- refsingar vex ásmegin og fjöl- margir hrópa af trúarlegri ákefð á endurkomu lausnar- ans; fallaxarinnar. Frakkar hættu síðastir þjóða í Vestur-Evrópu að lífláta stór- glæpamenn. Dauðarefsing var numin úr lögum árið 1981. En nú staðhæfa ýmsir er telja sig fara nærri um skaplyndi þjóðarinnar að mikill meirihluti vilji taka upp fælingarstefnu fallaxarinnar á ný. Rökin eru þau sömu og for- kólfar Nató brugðu á loft þegar þeir réttlættu gróðursetningu kjarnflauga í Vestur-Evrópu. Eigirðu bombu þá þori Rússinn ekki að hjóla í þig. Eins hiki illvirkinn við að fremja morð ef hann á á hættu að verða gerður höfðinu styttri. Nú er lífstíðarfangelsi há- marksrefsing í Frakklandi, eins- og víðast hvar annars staðar í hin- um siðmenntaða heimi, og sá sem hlýtur slíkan dóm getur oftastnær átt von á því að fangavörðurinn dragi hlemminn frá dýflissuopinu eftir 20 ára „betrunarvist.“ höggið. Fjölmörgum börnum hefur að auki verið nauðgað eða þeim misþyrmt á annan máta. Frakkar segja að það gangi einskonar glæpafár í landinu. Það er engu líkara en þeir séu per- sónur í harmleik eftir Shakespe- are því illskan er svo djöfulleg og hamslaus. Formælendur lífláts- dóma ræða aftur og aftur um „sjúkan þjóðarlíkama." Þeir benda á fallöxina sem hvoru tveggja í senn, lækningu og „for- vöm“, um bamamorðingjann gildi gömul og góð regla sem m.a. á sér íslenskan búning: „Öxin og jörðin geyma hann best.“ Einn þekktasti málsvari dauðarefsingar í Frakklandi heitir Henri-Rene Garaud. Hann og félagar hans í þrýstihópnum „Lögmæt vöm“ hafa ítrekað krafist þess að efnt verði til alls- herjaratkvæðagreiðslu um það hvort hálshöggva eigi stórglæpa- menn eður ei. „Fallöxin ætti að vera hom- steinn fransks réttarkerfis. Tilvist hennar myndi orka letjandi á menn í morðhug og fá þá til að hugsa sig um tvisvar," segir Gar- aud. Ekki er vitað með neinni ó- yggjandi vissu um viðhorf frön- sku þjóðarinnar til þessa máls. En fyrir nokkm fóm fram kapp- ræður í sjónvarpi um dauðarefs- 12 þúsund nöfn Nýverið reit einn af þingfull- trúum miðjumanna, Alain Gri- otteray, dómsmálaráðherra sín- um bréf. Hann lagði aðeins eina spurningu fyrir valdsmanninn, sósíalistann Pierre Arpaillange; hvort hann hygðist fara að óskum 12.000 Frakka sem lögðu nöfn sín við bænarskjal um að dauðarefs- ing yrði Iögleidd að nýju. Nafnritararnir eru allir sem einn búsettir í Provence- héraðinu í Suður-Frakklandi. Þar var sjö ára gömlu stúlkubarni nauðgað og hún síðan myrt skammt frá heimili sínu í fyrra mánuði. „Þér getið ekki látið sem þér sjáið ekki angist og örvæntingu foreldra sem skilja hverjar eru af- leiðingar þess að menn hljóta fremur léttvægar refsingar fyrir viðurstyggilegustu morð og skepnuskap," skrifar Griotteray. Stúlkan í Provence er sjötta barnið sem myrt er í Frakklandi í __ sumar. Flest voru fórnarlömbin limlest hrottalega áður illvirkinn greiddi þeim áður en leim náðar- J ingu á milli Garauds og manns sem var á öndverðum meiði. Að þeim loknum gafst áhorfendum kostur á að slá á þráðinn og láta álit sitt í ljós. Rúmlega 3.000 manns hringdu og um 80 af hundraði þeirra voru áfram um að fallöxin yrði tekin í notkun á ný. En ólíklegt er að sósíalista- stjórn Michels Rocards söðli svo rækilega um í réttarfarsefnum að hún leiði þá dauðarefsingu í lög sem sósíalistarstjórn Pierres Mauroys nam úr lögum árið 1981. Það er alkunna í Frakk- landi að þeir erkifjendur og keppinautar, Francois Mitter- rand forseti og Jacques Chirac oddviti hægrimanna, eru báðir andvígir því að glæpamenn séu gerðir höfðinu styttri. Mannúöarsmíö Fallöxin heitir sem kunnugt er „la guillotine" á franskri tungu. Sára einföld skýring er á þeirri nafngift því það var maður að nafni Joseph Ignace Guillotine sem hannaði og lét smíða gripinn. Guillotine þessi var uppi á 18. öld, læknir og byltingarsinni. Honum hraus hugur við því að dauðamenn væru lagðir á högg- stokk undir misbeittar axir mis- handsterkra böðla. Fallöxin var því upphaflega framlag læknis til húmanisma, framför í frönsku réttarkerfi. Fá drápstól hafa verið vígð í jafn miklu eðalblóði og fallöxin því hún fékk mikið verk að vinna í frönsku stjórnarbyltingunni sem hófst sumarið 1789. Dag eftir dag draup blátt blóð af egg þessarar, maskínu dauðans sem enn vekur hnútukast og rifrildi í Frakklandi. Andstæðingar fallaxarinnar segja að aðdáendur hennar leggi ekki fram nein gild rök fyrir þeirri fullyrðingu sinni að notkun henn- ar stuðli að fækkun glæpa. Ekki sé til nein ein viðhlítandi skýring á orsökum afbrota og fari þeim fjölgandi sé næsta víst að það sé ekki vegna vægra refsinga. Vita- skuld hrjósi mönnum hugur við öllum þeim viðurstyggilegu morðum sem framin hafi verið að undanförnu í Frakklandi en það geti ekkert réttlætt manndráp, af- taka glæpamanna lækni engin þjóðfélagsmein. Þótt yfirvöld dóms- og lög- reglumála standi uppi ráðþrota og vanmegna gagnvart flóðbylgju alvarlegra glæpa og ói við því að þurfa að sæta harðri gagnrýni al- mennings myndu þau aðeins bíta höfuðið af skömminni með því að leiða dauðarefsingu í lög á ný. -4ts. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN — NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.