Þjóðviljinn - 02.09.1988, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 02.09.1988, Blaðsíða 30
Hvað á að gera um helgina? Skúli Hansen, veitinga- maður: Ég er að vinna mestan part helgarinnar, það fer mikill tími í að undirbúa komu gesta á Arnar- hól auk þess sem ég er að búa til uppskriftir í nýja matreiðsluþætti sem sýndir verða á Stöð 2 bráð- lega. - Ætli maður taki það svo ekki rólega með fjölskyldunni á sunnudaginn og eldi góðan mat fyrir hana. MYNDLIST FÍM-salurinn, MessíanaTómas- dóttirsýnirmyndirog rýmisverk. Kl. 15 og 17 um helgar flytur Ása Björk hreyfiverk við söng Ásu Hlínar Svavarsdóttur. Sýningin stendurtil 11. septemberog verðuropindaglega kl. 14-19. Gallerí Borg, Pósthússtræti 9, sýning á verkum sem galleríið hefurtilsölu eftirgömlu íslensku meistarana. Gallerí Borg eropið virka daga kl. 10-18, og kl. 14-18 um helgar. Grafíkgalleríið, Austurstræti 10, kynning á grafíkmyndum Daða Guðjörnssonarog keramikverk- um BorghildarÓskarsdóttur. Galleríið er opið virka daga kl. 10-18. Gallerí Gangskör, verk Gang- skörunga eru til sýnis og sölu í galleríinu sem eropiðkl. 12-18 þriðjudaga til föstudaga. Gerðuberg, Sóley Ragnarsdóttir sýnircollage- og einþrykksverk, til 10. september. Opið 9-21 virka daga, til 19 föstudaga og frá 15- 19um helgar. Hafnargallerí, Hafnarstræti 4, Guðrún Einarsdóttirsýnirolíu- málverk. Sýningin stendurtil 7. september, og er opin virka daga kl. 9-18, og á laugardögum kl. 9-12. Hólagar&ur, Kristmundur Þ. Gfslason sýnir málverk í Blóma- búð Michelsens til 3. september. Opiðfrá10-18. Kjarvalssta&ir, Vestursalur, Ragna Róbertsdóttir borgarlista- maðursýnirskúlptúra úrtorfi og grjóti. Austursalur, Ragna Her- mannsdóttir sýnir olíumálverk. Austur-forsalur, málverkasýning SigríðarGyðu. Sýningarnar standatil 11. septemberog yéj^aopnardaglega kl. 14-22. Listasafn Einars Jónssonar, er opið alla daga nema mánudaga kl. 13-16. Höggmyndagarðurinn eropinn daglega kl. 11-17. Listasafn íslands, 3. september kl. 14verðuropnuð sýning5 ungra listamanna. Þau eru: Ge- org Guðni Hauksson, Hulda Hák- on, (var Valgarðsson, Jón Óskar ogTumiMagnússon. Sýningin stendur til 2. október og er saf nið opið alla daga nema mánudaga, frá 11 -17. Mynd septembermán- aðarerolíumálverk Þorvaldar Skúlasonar, Komposition (Höfn- in). Leiðsögn fimmtudaga kl. 13:30. Norræna húsið, kjallari: Norr- ænt grafik þríár (triennal), sýning grafíkverka eftir Vigni Jóhannes- son, Yngve Næsheim, Finn Ric- hardt Jörgensen, Krystyna Piotr- owska, T uomo Saali og Mimmo Paladino. Sýningin stendur til 18. september og verður opin dag- lega kl. 14-19. Anddyri:3.sept- ember verður opnuð sýning á grafíkverkum norska listamanns- ins Rolf Nesch. Stendur hún til 13. sept. og er opin daglega frá 9-19,nemasunnudaga kl. 12-19. Nýhöfn, Hafnarstræti 18, sumar- sýning á verkum ýmissa lista- manna. Sýningin stendurfram í september, Nýhöfn eropin alla virka daga kl. 12-18, en lokuð um helgar. Nýlistasafnið, v/Vatnsstíg, í dag hefjast 2 sýningar, Guðrún Hrannar Ragnarsdóttir sýnir olíu- málverk, akrílmyndirogskúlp- túra og Sarah Pucci sýnir perlu- skreytt verk og skrautlega hluti. Sýningarnar standa til 18. sept. og er safnið opið virka daga frá 16-20 og frá 14-20 um helgar. Undir pilsfaldinum, Vesturgötu 3 B, Kristín María Ingimarsdóttir og Jóhannes Eyfjörð sýna mál- verk og skúlptúra, til 7. sept. Sýn- ingin eropin daglega kl. 15-21. Þjóðminjasafnið, Bogasalur, sýning á verkum W.G. Colling- woods (1854-1932). Sýningin er opin alla daga nema mánudaga kl. 11-16, ogstendurtillokasept- ember. LEIKLIST Aiþýðuleikhúsið, Ásmundarsal v/ Freyjugötu. Elskhuginn eftir Harold Pinter, 8.sýning laugar- dag kl. 20:30,9. sýning sunnu- dagkl. 16. TÓNLIST Gerðuberg, Nína Margrét Grímsdóttirpíanóleikari, heldur tónleikasunnudaginn4. sept. kl. 20:30, verk eftir Bach, Mozart, Chopinog Debussy. Heiti potturinn Duus-húsi, Kjartan Valdimarsson, Tómas R. Einarsson og Birgir Baldursson leika ný og gömul djasslög á sunnudaginn kl. 21:30. HörðurTorfason heldurtón- leika í Lækjartungli á sunnudags- kvöldið kl.22. Norræna húsið, á laugardaginn kl. 16flytjaSigurðurHalldórsson, sellóleikari og Dagný Björgvins- dóttir, píanóleikari, verkeftir Bach, Beethoven, Martinu og Shostakvovitsch. ÍÞRÓTTIR Heil umferð verður í 1. deildinni um helgina eftir stutt hlé. Leikirnir verðasem hérsegir: Laugardag kl. 14.00 Þór- Völsungur. Laugardag kl. 14.00 Fram-KA. Laugardag kl. 14.30 ÍA-ÍBK. Laugardag kl. 17.00 Leiftur-KR. Sunnudag kl. 14.00 Valur- Víkingur. Auk þess má benda á toppleik 2. deildarþarsem Fylkirog FH mætast í Arbænum á föstudag kl. 18.00. HITT OG ÞETTA Árbæjarsafn og Áhugahópur um byggingu náttúrufræðihúss, standa fyrir húsdýrakynningu og náttúruskoðun í safninu um helg- ina.frákl. 10-18báðadagana. Dýrin verða í gömlu gripahúsun- um, en náttúruskoðunarferðir undir leiðsögn verða á klukku- tímafresti. [ Árbæjarsafni er nú sýning um Reykjavík og rafmagnið, í Mið- húsi (áður Lindargata 43a). Safn- ið eropið alla daga nema mánu- daga kl. 10-18. Leiðsögnum safniðerkl. 15ávirkumdögum, og kl. 11 og 15 um helgar. Ferðafélagið, dagsferöir á sunnudaginn: 1. Kl. 10: Ölfus- vatnsárgljúfur-Grafningur, gengið um gamla þjóðleið í Grafningi að Ölfursárvatnsgljúfr- um,verð1000 kr. 2. KI.13: Grafningur-Ölfusvatnsá, gengið með ánni að Ölfusvatnsárgljúfri, verð 1000 kr. Brottförfrá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Farmiðarvið bíl, frítt fyrir börn í fylgd með full- orðnum. Helgarferðir2.-4. sept: 1. Þórsmörk-Fimmvörðuháls. 2. Þórsmörk, gönguferðir um Mörk- ina. 3. Landmannalaugar-Eldgjá, gist í sæluhúsi í Laugum. Brottför íferðirerkl. 20áföstudag. Hana nú, leggur upp í laugar- dagsgönguna frá Digranesvegi 12, kl. 10ífyrramálið. Bæjarröltí skemmtilegum félagsskap, ný- lagað molakaffi. Útivist, dagsferðir á sunnudag- inn: 1. Kl. 8, Þórsmörk-Goða- land, haustlitaferð, verð 1200 kr. 2. Kl. 10:30, Hrómundartindur- Ölfusvatnsgljúfur, fjallaganga frá Hellisheiði um Hrómundartind í Grafningi, verð 900 kr. 3. Sporhelludalur-Nesjavellir, létt ganga, gott berjaland, verð 900 kr. Frítt fyrir börn í fylgd með f ull- orðnum. Brottförfrá BSÍ, bensín- sölu. Helgarferðir 2.-4. sept: 1. Út í bláinn. Ferð á nýjar slóðir, gist í húsum. 2. Þórsmörk-Goðaland, fyrsta haustlitaferðin. Upplýsingar og farmiðar á skrifstofunni, Grófinni 1. Félag eldri borgara: Ný aðstaða fyrir opið hús kynnt með sam- komu íTónabæ, Skaftahlíð 24, á laugardaginn, húsiðopnarkl. 19:30. Skemmtiatríði og danssýning, hljómsveit leikur fyrir dansi til kl. 23:30. Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, á sunnudaginn kl. 14. Frjálst spil og tafl, dansað frá kl. 20- 23:30. Skemmtiferð að Gullfossi og Geysi á laugardaginn. Fariðfrá umferðamiðstöð kl. 10 og komið afturum kl. 18. Sjóminjasafn íslands, Vestur- götu 8, Hafnarfirði. Sýningin ára- bátaöldin, er opin alla daga nema mánudaga frá 14-18. Monica Kristensen, heldur fyrir- lestur á ensku og sýnir litskyggn- ur frá leiðangri sínum til Suður- pólsins, í Norræna húsinu, mán- udaginn 5. september kl. 20:30. Öruggara kynlíf, Kynfræðslu- stöðin heldur námsskeið sem ber yfirskriftina, Öruggt kynlíf :Gott og spennandi, laugardaginn 3. sept frá kl. 13-17, í Holiday Inn hótel- inu. Skráning þátttakenda er hjá Kynfræðslumiðstöðinni. FJÖLMIÐLAR ÞROSTUR HARALDSSON Spíttbátar og spariföt í síðasta pistli ræddi ég um þá endurskoðun sem lögum sam- kvæmt á að fara fram á útvarps- lögunum fyrir næstu áramót. Þar nefndi ég tvö atriði sem mér þykir ástæða til að skoða upp á nýtt og í þessum pistli ætla ég að nefna þriðja atriðið sem nauðsynlegt er að setja reglur um. í útvarpslögunum er ekkert að finna um kannanir á fjölmiðla- notkun - hlustun og horfun - en þær hafa hins vegar verið töluvert fyrirferðarmiklar í fréttum og umræðum um nýju ljósvaka- stöðvarnar. Þessar kannanir eru líka mjög áhrifaríkar og ráða miklu um það hvar auglýsendur eyða fé sínu. Þar með geta þær í raun ráðið úrslitum um líf og dauða útvarps- og sjónvarps- stöðva. Það er því brýnt að setja fastar og samræmdar reglur um gerð slíkra kannana. Fyrir svona 10 dögum hitti ég útvarpsmann sem sagðist vita það með nokkurri nákvæmni hvenær næsta könnun Félagsvísinda- stofnunar Háskóla íslands yrði og að á hans deild væru menn í óða önn að undirbúa girnilega dagskrá þann tíma sem könnunin ætti að standa. Auglýsingarnar sem verið hafa í blöðum að undanförnu frá Stjörnunni og Bylgjunni benda svo ekki verður um villst til þess að þar á bæjum hafa menn lengi vitað um næstu könnun. Spurn- ingaleikur á borð við þann sem Stjaman er með í gangi undir nafninu Sportbíll og spíttbátur verður ekki gangsettur nema með talsverðum fyrirvara og undirbúningi. Til þess að bíta höfuðið af skömminni birti Sjónvarpið svo auglýsingu þar sem starfsfólk Rásar 2 beinlínis segir fólki að nú megi það eiga von á upphring- ingu frá Félagsvísindadeild. Og fylgja leiðbeiningar um það hvernig það eigi að svara. Allt í léttum tóni og gríni að sjálfsögðu. Það vita sem sé allir að ein- hverja fyrstu dagana í september verður gerð könnun á fjölmiðla- notkun landsmanna. Af einhverjum ástæðum taldi Ríkis- útvarpið rétt að þjófstarta og bað Skáís (mér skilst að fyrirtækið sé kallað Skafís uppi í Odda) að gera' fyrir sig prívatkönnun. Sem vitanlega leiddi í ljós stórsókn RÚV. Að vísu fékk Bylgjan að fljóta með í uppsveiflunni en Stjaman lá eftir í kjalsoginu. Þessi könnun getur þó varla talist marktæk vegna lítillar þátttöku en kannski hefur hún einhver áhrif á þá könnun sem framund- an er. Annan tilgang á ég bágt með að sjá með því að virkja Ská- ís á þessum tíma. En fyrir utan sportbfl og spítt- bát munu útvarps- og sjónvarps- stöðvarnar eflaust bjóða hlust- endum og áhorfendum sínum upp á allt það besta sem þær geta reitt fram. Næstu daga verður veisla á ljósvakanum. Svo lýkur könnuninni og við tekur grámi kvunndagsins á öldum ljósvak- ans. Þá verður aftur farið að velta hverri krónu fyrir sér uppi í Efsta- leiti og engum glæsifleyjum veifað framan í hlustendur Stjörnunnar. Er það svona sem við viljum hafa Ijósvakann? í sparifötunum í svona viku, tíu daga tvisvar á ári en þess á milli í lörfum svo sér í bert. Er það svona sem auglýs- endur vilja mæla fjölmiðlanotk- un væntanlegra viðskiptavina sinna? Segir það nokkuð um hlustun og horfun kvunndags þegar einungis er kannað á helgi- dögum? Eins og ég sagði í upphafi þá þyrfti að setja samræmdar reglur um þessar kannanir. Tímasetn- ingu þeirra verður að halda alger- lega leyndri fyrir eigendum og starfsfólki stöðvanna sem verið er að mæla hverju sinni. Annars er þetta út í hött og verið að svindla á öllum, jafnt auglýsend- um, almenningi sem stöðvunum sjálfum. Og ég er á því að það verði að fela einum aðila þessar kannanir og banna öðrum að stunda þær. Með fullri virðingu fyrir þeim sem gert hafa svona kannanir þá er það óþolandi að fá gersamlega misvísandi upplýs- ingar um sama hlutinn með nokk- urra daga millibili. Ef ekki næst samstaða um að fela einum aðila þessar kannanir verður að setja kannendum strangar reglur um aðferðir, fjölda í úrtaki, dreifingu eftir búsetu, kynjum, aldri osfrv. Þá fyrst gætu þær talist mark- tækar. 30 SfÐA - ÞJÓÐVIUINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.