Þjóðviljinn - 02.09.1988, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 02.09.1988, Blaðsíða 20
 Strengjasveltin átti oft góðan leik bœði myndrœnt og hljóðrœnt: í mlðjunni Bruce Kulick, honum á hægri hönd Gene Simmons bassaleikari með gam- alt vörumerki Kiss, tunguna, út úr sór... Bruce á vinstri hönd er Paul Stanley... þeir Gene og Paul stofnuðu eins og kunnugt er Kiss árið 1972, en hafa verið spilaféiagar síðan 1970. Ekki náðist mynd af trommaranum Eric Carr, sem kom í hljómsveitina árið 1980 i stað Pet- ers Criss... hann var vel falinn bak við mikinn trommuútbúnað og hafði nóg að Bruce Kulck, sá lipri gitarleikari, til vinstri... hann er búinn að vera i Kiss síðan 1985 en Bob bróðir hans hafði áður fyrr oft hlaupið í skarðið fyrir Ace Frehley, upprunalegan sólógitarleikara hljómsveitarinnar, sem var óstabíll vinnukraftur vegna einhverskonar veikinda... Ace hætti í Kiss 1983... til hægri er Paul Stanley aðalsöngvari og - skrautfjöður sveitarinnar... sumum þótti Paul nokkuð sparsamur að skipta um gítar áður en hann braut hann að hætti Pewters Townshend í Who... sá 8em hann „fórnaði" virtist hafa lent í þvi hlutverki oftar en einu sinni áður... Hiti, sviti og svækja... Sveist um reiðvöllinn með KISS 20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN— NÝTT HELGARBLAÐ Það var heilmikið púl að vera á Kiss-hljómleikunum í Reiðhöll- inni sl. þriðjudag - jafnvel fyrir hina yfirveguðu sem stóðu stilltir undir sjálfum sér. Fólk byrjaði að standa í biðröð fyrir utan húsið löngu fyrir klukkan 8 um kvöldið, en þá áttu herlegheitin að hefjast. Tvær íslenskar hljómsveitir hituðu upp fyrir Kiss og reið Gildran á vaðið. Þeir drengir komu alveg ágætlega út, sándið í röð og reglu, og skemmtilegt fannst mér að heyra þá spila gamla ryþma-og-blús-slagarann Cadillac sem Dátar spiluðu inn á plötu hér í gamia daga. Nokkur bið varð á Foringjun- um, sem svo byrjuðu skörulega í Evrópu-stílnum... Eiríkur er reglulega góður sviðsmaður, ekki síður í talandanum. og hefði sannarlega mátt vera kynnir á staðnum. Hins vegar fannst mér nokkur ruglandi á spilamennsk- unni þeirra, og geri mér satt að segja ekki alveg grein fyrir hvort þar var um að ræða grautarhljóð í blönduninni. eða bara einfald- lega í leikmönnum sjálfum... a.m.k. var eins og þeir væru löngu komnir í partýið sem þeir syngja um í lagi Magnúsar Eiríks- sonar... þeir voru svo sem nógu hressilegir og skemmtu þing- heimi ágætlega, en aga. drengir. aga t spilamennskuna... ... svo varð enn meiri bið... en loks Kiss. Ég hef aldrei verið sér- legur Kiss-aðdáandi, og þeir komu mér satt að segja bara á óvart. Þetta er vel spilandi hljóm- sveit sem hefur af og til sent frá sér grípandi popp-rokk-lög... nú síðast í fyrra, Crazy, crazy nights... enda var vel tekið undir í salnum þegar þeir spiluðu smell- ina sína... og minnst 4000 af meira en 5000 viðstöddum dönsuðu látlaust. Það svona meira en rétt hvarflaði að manni hversu undarlegt það er af for- ráðamönnum hinna „frjálsu" út- varpsstöðva að standa í vegi fyrir því að rokk í þyngri og háværari kantinum sé spilað í stöðvum þeirra - eina von aðdáenda slíkr- ar tónlistar er gamla Ríkisútvarp- ið...þar eru ekki slík boð né bönn... þáttagerðarmenn þurfa bara að taka sér tak... Kiss er svo sem engin þunga- rokksgrúppa, hefur frekar verið kennd við glysrokk.... en þeir fé- lagar eiga þó til þyngri takta. sér- staklega þegar Gene Simmons tekur við söngnum. Hann er líka notalega einfaldur bassaleikari í gamla stílnum... enginn nýtísku- legur ásláttabassleikur. Tromm- arinn er líka hörkuduglegur... og gítarleikarinn Kulick fínn... Númer eitt er Kiss þó skemmti- rokk-grúppa. og þarf engra pæl- inga við... ég vil samt í lokin nefna að mér fannst hljómsveitin hefði getað kvatt okkur betur - hún gerði það reyndar alls ekki - hætti bara skyndilega eftir ein- hvern slatta á annan tíma. Þá hefði verið huggulegra við við- stadda að hafa kynni... en hvað svo sem um það... þótt þessi dug- legi áhorfendaskari liti út fyrir að hafa getað enst lengur, var orku- tapið kannski orðið nög eftir svo mikinn atgang að blautrar niður- kælingar þurfti við. ... Jú, ogannað nöldur: loftræ- sting virðist engin í húsinu, og undarlegt að ekki skyldi opnað út miklu fyrr, jafnvel þótt einhverjir hefðu þá komist ókeypis inn - var ekki búið að selja inn framar öllum björtustu vonum? ■ T. . & «1? Mannskapurinn í (remstu viglinu kæld- ur niður, enda haföi mikið á honum mætt - auk eigin lífsfjörs lá á honum þungi alls þingheims aftanfrá, sem varð til þess að girðing sem byggð hafði ver- ið spölkorn frá sviðlnu lét undan... eng- in slys munu hafa orðið á mönnum utan töluverðra marbletta reyndar á sumum...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.