Þjóðviljinn - 02.09.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 02.09.1988, Blaðsíða 14
« Nashymingar í útrýmingarhættu Horn, húð og hland notuð í lyf gegn ýmissi óáran og getuleysi. Stofninn hefur minnkað um helming á hálfri öld Náttúruverndarsinnar hafa ekki eingöngu áhyggjur af út- rýmingu stórhvela, heldur ótt- ast þeir um afdrif ýmissa stórra landspendýra. Þeirra á meöal eru nashyrningar, en þeim er slátrað fyrst og fremst vegna hornanna. Mulin nas- hyrningahorn þykja góð gegn náttúruleysi, höfuðverk, tann- pínu og malaríu. Árlega eru flutt út frá Afríku um þrjú tonn af muldum nashyrningahorn- um, en kílóið af duftinu selst á 65 þúsund krónur. Á 15 árum hefur nashyrningum í Afríku fækkað um helming. Nashyrningar hafa um alda- raðir lifað í dal sem Zambasí- fljótið rennur um, á landa- mærum Zambíu og Simbab- we. Mjög illfært er til dalsins, þannig að þessir risar lifðu til- tölulega vernduðu lífi og er talið að í dalnum hafi við- gangur dýranna verið eðli- legur. Arið 1984 voru rúmlega 4.500 nashyrningar í dalnum. Nú eru bara 700 dýr í dalnum, því veiðiþjófar uppgötvuðu þetta gósenland. Allar tegundir í hættu Ails eru til fimm mismunandi teg- undir af nashyrningum, tvær í Afríku og þrjár í Asíu. Afrík- önsku stofnarnir eru taldir telja um 6.000 dýr og stofnarnir í Asíu um 2.600. og það sem verra er, dýrunum fækkar stöðugt. Á 5. áratugnum skaut einn veiðimaður þúsund nashyrninga á 200 ferkflómetra svæði í Kenya til þess að útrýma þeim á land- svæði sem átti að nota undir byggingar. Á svipuðum slóðum er nú þjóðgarður sem er hundr- Oftast sækjast veiðiþjófarnir eingöngu eftir hornunum einsog sjá má á þessu hræi sem fannst í Zambíu. VIÐ HÖFUM OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 11.30 - 23.30 PIZZA ÚR ELDOfim aðsinnum stærri, eða 20.000 ferk- flómetrar, og þar eru nú um 150 dýr. Veiöiþjófar Aðai ógnvaldurinn eru veiði- þjófar. Þrátt fyrir algjöra friðun og alþjóðlega samninga um bann við sölu á afurðum nashyrninga, eru viðskipti með þessar afurðir mjög ábatasöm og því mikið tíðkuð. Veiðiþjófarnir sækjast fyrst og fremst eftir hornunum, því verð- ið á þeim er mjög hátt. Þau eru einkum seld til Austurlanda fjær. Þar eru þau mulin og duftið selt í tveggja til þriggja gramma skömmtum. Oft er viðskiptavin- urinn viðstaddur á meðan hornið er mulið, til þess að geta verið viss um að ekki sé verið að selja honum svikna vöru, mulin rollu- bein t.d. En duft úr nashyrninga- hornum er líka notað í pillur. í Kína er mjög algengt að duft- ið sé notað í pillur sem seldar eru í apótekum við hliðina á vítamín- pillum og magnyli. Nokkrar afurðir unnar úr nashyrn- ingahornum sem hægt er að kaupa í verslunum í Jemen. Gegn náttúruleysi Kínverjar nota duftið ekki gegn náttúruleysi einsog ná- grannar þeirra í vestri, Indverjar. Indverjar nota það þó ekki í mikl- um mæli til þess að auka getuna, því talið er að einungis 50 kg. af dufti séu notuð þannig árlega. Hornin eru þó ekki það eina sem menn sækjast eftir því húðin er einnig möluð og þykir góð í gigtarmeðöl. Einnig hefur hún verið vinsæl á skildi innfæddra, því húðin er þykk og vopn bíta ekki auðveldlega á henni. Lækningamáttur nashyrninga- afurða er þó ekki að fullu upptal- inn því nashyrningahland þykir gott gegn astma og lungnabólgu. Talið er að dýragarðar í Afríku geti þénað dágóðan skilding á því að safna hlandi og selja það. Upp á líf og dauða Mikil barátta er háð til þess að vernda nashyrningana gegn veiðiþjófum og má segja að hún sé upp á líf og dauða, annarsveg- ar gegn útrýmingu þessara risa- stóru dýra og hinsvegar í bók- staflegri merkingu, því margir veiðiverðir hafa látið lífið í bar- áttunni gegn veiðiþjófum. Lögunin á horni nashyrningsins og hinn geysilangi eðlunartími dýr- anna, sem oft stendur í rúman klukkutíma, er kannski orsökin fyrir trú manna á því að mulin horn geti aukið getu manna. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.