Þjóðviljinn - 02.09.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 02.09.1988, Blaðsíða 15
Sundið eina áhugamálið LífEðvarðs Þórs Eðvarðssonar og Ragnheiðar Runólfsdóttur snýst um sund. Ef vel tekst til eru þau líkleg til afreka á Ólympíuleikunum í Seoul Hór synda þau bringusund í takt en bringusundið er sérgrein Ragnhildar. Mynd: Ari. Eðvarð Þór Eðvarðsson og Ragnheiður Runólfsdóttir eru nöfn sem allir ættu að kannast við. Þau hafa um árabil verið okkar fremstu sundmenn og eru jafnframt í hópi mestu af- reksmanna á íþróttasviðinu hérlendis. Eðvarð var t.a.m. kjörinn íþróttamaður ársins 1986 og var einnig ofarlega á blaði í tyrra. íslandsmetin eru orðin nánast daglegt brauð hjá þeim og eiga þau sjálf erf- itt með henda reiður á fjölda þeirra. „Við eigum eitthvað á milli 20 og 30 íslandsmet hvor en nákvæmari tölu höfum við ekki“, sögðu þau jaegar Þjóð- viljinn leit inn á æfingu þeirra í gærmorgun. Undirbúningur gengur vel Eðvarð og Ragnheiður eru nú eins og aðrir Ólympíufarar okkar í lokaundirbúningi fyrir leikana í Seoul, en þangað halda þau 8. september. Undirbúningur þeirra hefur staðið mjög lengi yfir eða nánast í heilt ár og er sund- laugin þeirra helsti viðverustaður utan heimilisins. „Undirbúning- urinn hefur gengið stórslysalaust og svo til samkvæmt áætlun en meiðsli sem ég hlaut síðastliðinn vetur settu strik í reikninginn", segir Eðvarð en Ragnheiður er mjög ánægð með sinn undirbún- ing. Hún bætir því reyndar við að meiðsli séu, sem betur fer, frekar sjaldgæf í sundinu miðað við aðr- ar íþróttagreinar. Sundmenn þurfa að minnka æfingar sínar talsvert fyrir stór- mót eins og Ólympíuleikana, eða „vera í hvfld“ eins og þeir kalla það. „Við höfum minnkað okkur um hálfan kflómetra á viku og syndum nú um fimm og hálfan en mest syntum við 12-14 kflómetra á dag í sumar. Minnst förum við niður í tvo og hálfan tvisvar á dag, eða fimm kílómetra á dag“, segja þau um æfingaáætlun sína. Svo erum við þessir venjulegu að státa okkur af 200 metrunum! „Síðustu 3-4 vikurnar eru um 60% af öllum undirbúningnum og ef þær takast vel þá á þetta að smella saman þegar á hólminn er komið“, segir Eðvarð ennfrem- ur. Miklar fram- farir í sundinu En hverjir skildu vera mögu- Ieikar þeirra til srórafreka í Seo- ul? „Framfarirnar eru mjög mikl- ar um þessar mundir og sem dæmi þá átti ég 12. besta heims- tímann í 200 m baksundi fyrir skömmu en er varla nema 15. í dag. Ég geri mér vonir um að komast í lokaúrslitin sem eru 8 manna og hærra er varla hægt að stefna“, segir Eðvarð en miklar vonir eru bundnar við hann í 200 m baksundi en auk þess keppir hann í 100 m baksundi og í fjór- sundi. Ragnheiður mun eiga enn erf- iðara uppdráttar þrátt fyrir frá- bæra frammistöðu hér heima. „Ég stefni fyrst og fremst á að bæta mig, og það vel. Það væri topp árangur að komast í 16 manna úrslit en til þess þarf ég væntanlega að bæta mig um 2-3 sekúndur í 200 m bringusund- inu“, segir Ragnheiður og brosir í kampinn. Hún keppir einnig í þremur greinum, fjórsundi eins og Eðvarð og 100 m og 200 m bringusundi. Sundið númer 1, 2 og 3 Það fer ekki á milli mála að til að æfa á slíkan hátt og þau Eð- varð og Ragnheiður gera þarf gífurlegan áhuga og þegar 5-6 klukkutímar fara í þetta á dag er varla mikill tími aflögu, eða hvað? „Sundið er áhugamálið, punktur“, segir Ragnheiður og Eðvarð tekur undir það. Þau rífa sig upp klukkan sex á morgnana til að komast á æfingu og hryllir blaðamann við þeirri tilhugsun. „Það er helst á veturna þegar ís- kalt er að maður vildi geta kúrað undir hlýrri sæng“, segir Ragn- heiður og hlær. En þau leyfa sér ekki þann munað og það hefur svo sannar- lega skilað sér í árangri. Heiðar- legri og áhugasamari íþrótta- menn er varla hægt að hugsa sér og eiga þau Ragnheiður Runólfs- dóttir og Eðvarð Þór Eðvarðsson eflaust nokkurn þátt í hinum mikla sundáhuga sem sprottið hefur upp síðustu misserin. Þau halda í næstu viku til keppni á fjarlægum slóðum og hafa stuðn- ing þjóðarinnar með sér í vega- nesti. -þóm Stund milli stríða hjá Ragnheiði og Eðvarð, en það er ekki algengt að þau leyfi sér að sitja á sundlaugarbakkanum og kasta mæðinni. Pau eru í vatni meira og minna 5 klukkutíma á dag, alla daga vikunnar, allt árið um kring. Mynd: Ari. NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.