Þjóðviljinn - 02.09.1988, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 02.09.1988, Blaðsíða 19
Lúðvík Jósefsson sjávarútvegsráðherra við útfærslu landhelginnar í 12 mílur fyrir réttum 30 árum oq 50 mílur árið 1972. •• Við vorum með veika Landhelgisgælsu en þjóðin stóð saman sem einn maður." Mynd-Ari. þar allt í bál og brand. Höfuð- fjandmaðurinn í þessu máli væri Mr. Jósefsson. Þetta dundi á í breskum blöðum og bresku út- varpi á þessum tíma. Utanríkis- ráðherrann í leynimakki - Innan ríkisstjórnarinnar var það utanríkisráðherrann Guð- mundur í. Guðmundsson sem upplýsti að hann hefði staðið í samningum við forráðamenn NATO um landhelgismálið. Þeir skýrðu síðan sjálfir frá því, for- ystumenn NATO, að þeir hefðu verið langt komnir með að ná samkomulagi við Guðmund, ef ekki hefðu komið til þessir voða- menn í ríkisstjórninni, kommún- istarnir. Það er engin launung að það var Guðmundur í. sem var stærsti þröskuldur þess innan ríkis- stjórnarinnar að þar tækist sam- komulag um útfærsluna. Á hon- um strandaði þetta lengi og ekki bætti úr að forystumenn Sjálf- stæðisflokksins tóku þá afstöðu að rétt væri að fresta beinni út- færslu og taka upp þess í stað við- ræður við forystumenn NATO um málið. Einsog þeir sögðu: Innan NATO eru allir okkar að- alfjandmenn í málinu og það er best að eiga þar beint við þá í samningum í stað þess að eiga við þá einhver eftirköst. Afstaða forystumanna Sjálf- stæðisflokksins var neikvæð. Þeir vildu samninga við NATO. Þeir vildu samninga við Breta. Þrátt fyrir það að Ólafur Thors hafi verið búinn að líða raunir í 6 ár og náði aldrei samningum. Ekki einu sinni um fjórar mílurnar sem Alþjóðadómstóllinn í Haag hafði þó staðfest. Þess verður auðvitað að gæta að Sjálfstæðismenn voru í stjórnarandstöðu og vildu allt gera til að stjórnin spryngi. Það var þeirra afstaða, en þeir voru einnig undir miklum þrýstingi frá bæði Bretum og forystumönnum NATO. Maðurinn innan ríkisstjórnar- innar sem stóð síðan alltaf í nánu sambandi við forystumenn í Sjálfstæðisflokknum var Guð- mundur í. Guðmundsson og sjálfur átti hann allan tímann í formlegum viðræðum við for- ystumenn NATO. Þetta var gert algjörlega á bak við okkur. Hermann hótar að reka Lúðvík - Málið var komið á svo heitt stig í stjórninni þessa maídaga að þegar ég sá að allt virtist stefna í óefni, sendi ég Hermanni Jónas- syni forsætisráðherra formlegt bréf. í þessu bréfi tilkynnti ég Hermanni að ef ríkisstjórnin kæmi sér ekki þegar saman um útfærslu landhelginnar í 12 mflur, myndi ég nota mitt stjórnskipu- lega vald til að gefa einhliða út reglugerð um útfærslu landhelg- innar. Hermann brást reiður við og sagði að ef það gerðist þá myndi hann víkja mér úr embætti ráð- herra. Ég svaraði honum og sagði að það breytti litlu. „Fyrst kemur reglugerðin, svo getur þú rekið mig, en ekki vildi ég vera í þínum sporum að ætla að taka reglu- gerðina til baka gegn vilja alls al- mennings í landinu.“ Til þessa þurfti ekki að koma. Mér var full alvara með þessu bréfi til Hermanns og hefði fylgt því eftir ef á hefði þurft að halda. Guðmundur í. guggnar - Samkomulag tókst 24. maí. Þá guggnaði Guðmundur f. Guð- mundsson og við fögnuðum sigri. Eða eins og Sjálfstæðisflokkur- inn sagði: Guðmundur í. Guð- mundsson lét Lúðvík Jósefsson beygja sig og það er hans sök. Staðreyndin var sú að forysta Alþýðuflokksins sá hvert stefndi og hver hugur almennigs var. Það hefði gert út af við flokkinn á þeim tíma að láta útfærsluna brotna á afstöðu Guðmundar f. í ríkisstjórninni. Ég gerði mér hins vegar grein fyrir því 24. maí að málið væri þar með ekki komið í höfn. Það var drjúgur tími fram á haust og þann tíma myndu Bretar og NATO-liðið nota óspart til að þrýsta á stjórnvöld. Ég vil taka það skýrt fram að það er ekki rétt að segja að Sjálf- stæðis„flokkurinn“ hafi verið hikandi í málinu og viljað semja um 12 mflurnar við NÁTO. Hér var ekki um „flokkinn" sem heild að ræða. Margir kunnir Sjálf- stæðismenn kröfðust útfærslunn- ar í 12 mflur og vildu enga samn- inga við Breta eða NATO- forystuna. Þeir sem vildu fresta útfærslunni sumarið 1958 og taka upp formlega samninga um málið á vegum NATO, voru nokkrir forystumenn Sjálfstæðisflokksins og þeir sem réðu skrifum Morg- unblaðsins. Bretar gátu aldrei unníö stríöið - Ég man vel eftir 1. september fyrir réttum 30 árum. Þetta var ósköp venjulegur dagur. Veiði- skip allra erlendra þjóða sigldu út fyrir 12 mflurnar nema Bretar. V- Þjóðverjar mótmæltu en sigldu útfyrir. Ég flaug með Landhelgis- gæslunni með allri nýju landhelg- islínunni fáum dögum síðar. Þetta voru ekki margir togarar sem voru inni í nýju landhelginni. Herskipin ráku þá saman í tvo hópa en skipstjórarnir undu því illa, gekk ekkert að veiða í þetta þröngum hópum. Langstærsti hluti landhelginnar var friðaður frá upphafi útfærslunnar fyrir öllum erlendum togveiðiskipum. Það hefði verið sama hvaða viðbúnað Bretarnir hefðu haft uppi hér á miðunum, þeir gátu aldrei unnið þetta stríð né önnur. Erlendir fiskimenn sem eru langt að komnir geta ekki stundað ár- angursríkar fiskveiðar á fjar- lægum miðum, við þær aðstæður að geta ekki undir neinum kring- umstæðum leitað til lands. Þeir geta ekki stundað slíkar veiðar í fjandskap við alla þjóðina í landinu. Við vorum með veika Land- helgisgælsu en þjóðin stóð saman sem einn maður. Herskipavernd gat ekki gefið Bretum sigur í slíkri stöðu. Eins og ég orðaði það í útvarpsræðu tveimur dögum fyrir útfærslu landhelg- innar: „Engin herskip og engar hótanir geta unnið bug á einhuga þjóð, sem aðeins heimtar rétt sinn til lífsöryggis“. Margþættur árangur - Ávinningurinn af útfærslunni var margþættur og skipti sköpum fyrir undirstöðuatvinnuveg okk- ar. Á miðjum sjötta áratugnum var erlendur togarafloti hér uppi við landsteinana orðinn það stór að hann veiddi helming af öllum þeim botnfiskafla sem veiddist á Islandsmiðum. Það var því orðin lífsnauðsyn að tryggja íslending- um aukinn hluta í þessum heild- arafla og auk þess mjög aðkall- andi að vernda helstu fiskimið bátaflotans. Samningar komu aldrei til greina - í mínum huga kom aldrei til greina að gera neina samninga við Breta eða aðrar þjóðir um út- færslu landhelginnar. 12mflurnar áttum við að fá eins og fjölmargar aðrar þjóðir höfðu þá tekið sér. Við fylgdum því fast eftir þeim þjóðarvilja sem birtist í öllum þeim samþykktum sem sendar voru stjórnvöldum en þar var krafist undantekningarlausra 12 mflna og mótmælt öllu samninga- makki við erlenda aðila. Við stóðum stíft á því sem öll þjóðin var að gera samþykktir um, undantekningarlausar 12 mflur og ekkert samningamakk um ein- hvem undanslátt. íslendingar mddu brautina hér á Atlantshafinu með 12 mflumar. Við tókum okkur rétt sem aðrir höfðu tekið og þar með var brotið blað í landhelgisbaráttu og land- helgissögu okkar. Við urðum að skapa okkur þennan rétt. Þessi útfærsla markaði því algera stefnunýjung í okkar landhelgis- baráttu, sagði Lúðvík Jósefsson. „Fyrst kemur reglugeröin, svo getur þú rekiö mig, en ekki vildi ég vera í þínum sporum aö ætla aö taka reglugerðina til baka gegn vilja alls almennings í landinu." „Það er engin launung aö það var Guðmundur í. Guðmundsson utanríkisráö- herra sem var stærsti þröskuldur þess innan ríkisstjórnarinnar aö þar tækist samkomulag um útfærsluna. Á honum strandaði þetta lengi.“ NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.