Þjóðviljinn - 02.09.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 02.09.1988, Blaðsíða 7
__ Þegar Jón kynnti „hallalausa“ f járlagaf rumvarpið fyrir ári með miklum fyrirgangi, valdi hann sér slagorðið „Gefið upp á nýtt“. Var svo mikið fyrirhaft að út var gefin sérstök hátíðarútgáfa fjárlaga. Nú virðist hins vegar nær að spyrja, hvaða spil Jón Baldvin varaðspila þegar hann „gaf uppá nýtt“? Var það kannski langavitleysa? Eyðsluklær eða aðhaldsseggir Alþingi, forsætisráðuneyti, utanríkisráðuneyti, f jármáiar áðuneyti, viðskiptaráðuneyti og Fjárlaga- og hagsýslustofnun fara rúman miljarð f ram yfir heimildir fjárlaga á sex mánuðum. Sjavarútvegsráðuneyti og iðnaðarráðuneyti eiga 230 miljónir inni á fjárlögum. Jón Baldvin fer 108 miljónir framýfir heimildir Prátt fyrir mikið tal ráðherra ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar um aðhald í útgjöldum ríkissjóðs, urðu útgjöld ríkissjóðs 1.222 miljónum hærri en ætlunin var, þegar bráðabirgðalög voru sett í mars sl. Þessar tölur eiga við tímabilið frá áramótum til júní- loka. Þegar litið er á útgjöld ein- stakra ráðuneyta, og þá er með taiin æðsta stjórn ríkisins, forset- aembætti og Alþingi, Hagstofan og Fjárlaga- og hagsýslustofnun, kemur í ljós að níu ráðuneyti fara samtals rúman einn og hálfan miljarð ýmist fram úr heimildum fjárlaga eða með því að fá heim- ildir sínar rýmkaðar. Til frádrátt- ar koma síðan þau ráðuneyti, sem ekki hafa fullnýtt sér heim- ildir á fjárlögum að upphæð 354 miljónir króna. Þessum ráðu- neytum og stofnunum má skipta í þrjá flokka; eyðsluklær, þau sem ramba meðalveginn og hin sem hafa sparað umfram heimildir. Eyðsluklærnar Forsætisráðuneytið sjálft er í fylkingarbrjósti og hefur farið 25,8% fram úr upprunalegum fjárveitingum fjárlaga. Greiðslu- heimildir til ráðuneytisins voru hækkaðar um 12,6 miljónir og þar af voru aukafjárveitingar 8,5 miljónir. Greiðslur umfram heimildir voru hins vegar 13,1 miljón og meginhluti þeirra eða 11,7 miljónir voru vegna Húsa- meistara ríkisins. Æðsta stjórn ríkisins kemur fast á hæla forsætisráðuneytis og fór 23% fram úr fjárlögum. Greiðsluheimildir voru hækkað- ar um 12,6 miljónir, en engu að síður var farið 47,4 miljónir um- fram heimildir og skrifast það „lögbrot“ á löggjafann sjálfan, Alþingi. Fjárlaga- og hagsýslustofnun er ekki nema sjónarmun á eftir æðstu stjórninni, með 22,6% um- fram. Er sú hækkun tilkomin vegna aukinna greiðsluheimilda að upphæð 800 miljónir, allt til að mæta auknum vaxtagreiðslum. Greiðsluheimildir voru hins veg- ar ekki nýttar og vantaði þar 242 miljónir á. Utanríkisráðuneytið vill nú sjaldan vera langt aftan við fyrstu menn og fer 18% fram yfir fjár- lög. Það fékk greiðsluheimildir hækkaðar um 41,2 miljónir og fór svo 18,7 miljónir umfram heim- ildir. Þar af voru greiðslur til sendiráða 11 miljónir og 7,5 vegna lögreglustjórans á Kefla- víkurflugvelli. Þá er komin röðin að Jónunum sjálfum og hefur Jón Sigurðsson heldur vinninginn. Viðskipta- ráðuneytið fer 13,2% fram úr fjárlögum. Það fékk greiðsluhei- mildir aðeins hækkaðar um 2,4 miljónir svo það varð að fara 187 miljónir fram yfir það sem það hafði heimild til. Þetta gerist þrátt fyrir að útgjöld viðskipta- ráðuneytisins hafi hækkað tvöfalt á við það ráðuneyti sem var næst í röðinni, ef miðað er við sama árs- tíma 1987, eða um 105%. Sjálfur sporgöngumaður sparnaðai-ins, Jón Baldvin fer síð- an 12.9% fram úr fjárlögum. Hann fékk greiðsluheimildir hækkaðar um tæpar 60 miljónir og fór svo með 108,8 miljónir úr ríkiskassanum fyrir ráðuneyti sitt, án heimilda í lögum. Þá hef- ur niðurgreiðsla á fiski að upp- hæð 69 miljónir ekki verið færð til gjalda, heldur hafa niður- greiðslurnar verið færðar sem lækkun á innheimtu söluskatts. Þetta eru samtals um 178 miljón- ir. Ef við þetta er síðan bætt 57,6 miljóna framlagi til Ríkisá- byrgðasjóðs, en greiðslur til hans eru ekki enn hafnar, þá fer Jón í forystusveitina þar sem hann kann við sig best, með 23% fram- yfir fjárlög. Góðu drengirnir Þau ráðuneyti sem halda sig rétt ofan við rammann eru dóms- og kirkjumálaráðuneytið, sem fer 1,5% framyfir, Hagstofa fs- lands fer 2,5% framyfir og Heilbrigðis- og tryggingamálar- áðuneytið fer 4,2% fram yfir. Þar á bæ hafa greiðsluheimildir þó verið hækkaðar um 510 miljónir, en ráðuneytið á enn inni 17 milj- ónir til að fullnýta þær. Aóhalds- ráóuneytin Þar er sjávarútvegsráðuneytið fremst í flokki. Greiðsluheimildir hafa aðeins verið hækkaðar um 3,8 miljónir og þó á ráðuneytið enn 151 miljón inni, eða 20,5% af fjárhæðum eyrnamerktum því á fjárlögum. Reyndar eru enn óhafnar greiðslur söluskatts í sjávarútvegi að upphæð 141 milj- ón króna. Iðnaðarráðuneytið heldur líka vel á spilunum, það á inni 15,2% eða 93,6 miljónir. Þar á enn eftir að greiða 122 miljónir vegna jöfnunargjalds og Orku- sjóðs, en ráðuneytið hefur greitt 32 miljónum of mikið til Iðn- tæknistofnunar, RALA, Raf- magnseftirlitsins og Orkustofn- unar. Samgönguráðuneytið á 3,8% inni eða 102 miljónir. Enn eru þó eftir ógreiddir reikningar vegna Skipaútgerðar ríkisins að upphæð 73 miljónir. Það eru launakröfur sem færðar hafa ver- ið á viðskiptareikning. Eins á eftir að greiða vegna Vita- og hafnarmálastofnunar 17,5 milj- ónir króna. Félagsmálaráðuneyt- ið er enn 1,4% undir fjárlögum og á inni 155,5 miljónir. Þá eru aðeins eftir landbúnaðar- og menntamálaráðuneyti sem hvort um sig er aðeins 0,3% fyrir neðan strikið. Menntamálaráðuneytið er með 102 miljónir í plús, en á eftir að greiða framlög til bygg- inga framhalds og grunskóla að upphæp 85 miljónir. Þá hafa greiðslur vegna rekstrar grunn og héraðsskóla orðið 50 miljónum lægri en ráð var fyrir gert, en um- framgreiðslur vegna Þjóðleiks- hússins hafa étið þann ávinning allan upp. Landbúnaðarráðu- neytið er 22 miljónir í plús, en á eflaust ekki í miklum vandræðum með að koma þeim smáaurum í lóg. phh SKYRSLA RÍKISENDURSKOÐUNAR UM FRAMKViEMD FJÁRLAGA FYRRI ÁRSHELMING ÁRSINS 1988 81 í skýrslu ríkisendurskoðunar um f ramkvæmd fjárlaga í tíð Jóns Baldvins kemur fram að fjármálaráðuneytið er í hópi verstu eyðsluklónna. NÝ7T HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.