Þjóðviljinn - 02.09.1988, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 02.09.1988, Blaðsíða 21
Um síðustu helgi var opnuð í kjallara Norræna hússins sýningin Norrænt Grafík-Þríár (triennal). Norræna húsið hef- ur unnið sýninguna í samráði við félagið (slensk grafík, og eins og nafn hennar bendir til, er ætlunin að slíkar sýningar verði framvegis haldnar þriðja hvert ár. Hugmyndin var að leggja eitthvað nýtt til mál- anna á sýningamarkaðnum, og setja upp sýningu sem kannaði ákveðið viðfangsefni í grafíklist á Norðurlöndum og víðar. Því var ákveðið að velja þema fyrir hverja sýningu, og er það þema sem að hluta tengir listamennina sem nú sýna á Þríárinu: Maðurinn, og notkun mannsmyndar í graf- íkverkum. í tengslum við sýninguna flytur Leslie Luebbers, listfræðingur fyrirlestur í fundarsal Norræna hússins sunnudaginn 11. sept- ember, en hún skrifar verk um norrænu listamennina fimm og verk þeirra í sýningarskrá. - Hugmyndin er Norræna hússins, sem leitaði til okkar í ís- lensk Grafík um aðstoð við að koma sýningunni upp, - segir Valgerður Hauksdóttir formaður félagsins. - Það má kannski segja að sýningin Grafic Atlantica, sem við stóðum fyrir á Kjarvalsstöð- um sumarið 1987, hafi verið kveikjan að þessu að einhverju leyti. I sýningarráði eru auk Val- gerðar, Ólafur Kvaran listráðu- nautur Norræna hússins og Knut Odegard forstjóri þess. Þau hafa valið verk sex listamanna, fimm fulltrúa Norðurlandanna, þeirra Krystynu Piotrowsku, Tuomo Saali, Vignis Jóhannssonar, Finns Richardts Jorgensens og Yngves Næsheims. Þar að auki eru á sýningunni verk ítalans Mimmos Paladinos, en hann er gestur Grafík-þríársins. - Við ákváðum að takmarka fjölda þeirra sem sýndu þannig að hægt væri að vera með fleiri verk eftir hvern, og gefa þannig betri mynd af því sem viðkom- andi væri að fást við, - segir Val- gerður. - Svo komum við okkur saman um að hafa utanaðkom- andi pól á sýningunni, sem sagt einhvern sem ekki væri Norður- landabúi, og því buðum við Mim- mo Paladino að sýna, en hann er mjög þekktur listamaður. Verður gesturinn regla á Grafík-Þríárunum? - Það veltur á stjórnendum Norræna hússinsi og íslenskrar grafíkur hverju sinni. Við sjáum bara um þessa einu sýningu, en forstöðumaður og listráðunautur Norræna hússins og formaður ís- lenskrar grafíkur munu sitja í ráðinu sem sér um Þríárin í fram- tíðinni. Eftir hverju fóruð þið þegar þið völduð verkin á sýninguna? - Við völdum listamenn sem vinna út frá þessu ákveðna þema, Manninum, eða mannsmyndinni í grafíkverkum. Við minntumst þannig ekkert á þema sýningar- innar við listamennina, heldur völdum þá vegna þess að það er yfirleitt viðfangsefni þeirra. - Endanlega valið er okkar, en við höfðum líka samráð við er- Fimm norrænir listamenn og einn ítalskur sýna á fyrsta Þríárinu sinnar tegundar hér á landi lenda aðila. Við vorum með lista manna í hverju landi til að vita yfir þá sem komu til greina, og hvort þau væru samþykk okkur í bárum þá saman við lista sem við því að það fólk sem við hefðum í fengum erlendis frá. Leituðum huga væri talið fulltrúar grafík- sem sagt til félaga myndlistar- listamanna í sínu heimalandi. Úr myndaröðinni Atlantico, eftir Mimmo Paiadino. Þetta er allt fólk sem er mjög vel þekkt, bæði heima hjá sér og er- lendis, og allt ungir listamenn, flest á milli þrítugs og fertugs, sem telst vera ungt á listamanns- mælikvarða. En það voru margir sem komu til greina, og erfitt að gera upp á milli margra þeirra. Gestur Þríársins, Mimmo Pal- adino, er fæddur 1948, og elstur þeirra sem eiga verk á sýning- unni. Um hann segir í sýningar- skránni: „Hann er sannur mynd- prentari. Gagnstætt almennum skilningi að grafík sé eftirbátur málara- og höggmyndalistar not- ar Paladino ótal prentaðferðir sem milliliðalausar tjáningar- leiðir á þann hátt að bera má sam- an við verk eftir Picasso, Hohns, Dine og aðra listamenn...“ Krystyna Piotrowska (f. 1949), sýnir fyrir hönd Svíþjóðar. Um verk hennar skrifar Luebbers meðal annars: „Með því að nota ljósmyndir af andliti sínu eða lík- ama lætur hún okkur vaða inn á einkamál sín eins og þegar hún borar í nefið eða togar í bráhárin eða sleikir eitthvað óþægilegt af efri vörinni. Þegar þessi mein- lausu viðbrögð eru stækkuð upp úr öllu valdi verða þau fáránleg og vekja ama, en við hrökklumst hlutir, sem fljóta eins og á mis- jafnlega björtum fægiflötum demants, segja sögu sem verður aðeins skynjuð en ekki lesin“. Verk Vignis Jóhannssonar (f. 1952) minna Luebbers á ex- pressjónismann og nýjustu „ný“- stefnur sem „nota frjálslega dregnar myndir af mannslíkam- anum til þess að gefa í skyn ó- meðvitað hugarástand. Ef til vill er ætlast til þess af áhorfanda að hann sjái dýpri merkingu í þess- um líkamsmyndum en listamað- urinn hrellir ekki áhorfendur með skelfilegri meðferð á raun- sæislegum mannsmyndum.“ Myndir Tuomos Saalis (f. 1957) frá Finnlandi fjalla að mati Luebbers um tengsl... „Á mynd- um hans eru tvær eða stundum þrjár mannsmyndir tengdar sam- an með spennuþrungnum fleti og fljótandi jaðri sem minnir á sjón- varpsskjá. Myndir hans tjá hina eilífu spennu á milli einstaklinga og einnig það sem er ennþá eilíf- ara...“ Yngstur þeirra listamanna sem verk eiga á sýningunni er fulltrúi Noregs, Yngve Næsheim, (f. 1960). Luebbers telur hann hafa „martröðina sem myndefni. Hann notar bleksvartan tréskurð Sjálfsmynd í fjórum hlutum, eftir Krystynu Pietrovsku, „hún lætur okkur vaða inná einkamál sín". ekki frá - vegna áherslunnar sem er á tækninni." Um verk fulltrúa Danmerkur, Finns Richardts Jorgensens, (f. 1949) hefur Luebbers meðai ann- ars það að segja að það liggi ekki ljóst fyrir hvort uppsprettan að myndum hans „sé handan við ímyndunarafl listamannsins en skuggi af hesti og reiðmanni, hundur, skreytt múmíukista, verða að táknmyndum við endur- tekninguna. Og mannsmyndir og á hinn áhrifamesta hátt og skapar veröld hinnar þöglu skelfingar. Mannsmyndirnar, sem máninn blimskakkar köldum geislum sín- um á, eru andlitslaus vélmenni sem þramma stefnufast eftir ein- hverri raddlausri skipun." Norræna Grafík-Þríárið stend- ur til 18. september, og eru sýn- ingarsalimir í kjallara Norræna hússins opnir daglega kl. 14:00- 19:00. LG NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.