Þjóðviljinn - 02.09.1988, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 02.09.1988, Blaðsíða 32
Hver keypti Ferðaskrifstofu ríkisins? 16 starfsmenn Ferðaskrif- stofu ríkisins hafa gert kauptil- boð í 67% af hlutabréfum Ferðaskrifstofu ríkisins. Kjartan Lárusson forstjóri er einn þeirra sem gerðu tilboð- ið. Hann hefur sagt að ferða- skrifstofan muni skipta um nafn og verða kölluð Ferða- skrifstofa íslands ef ríkið gengur að tilboöinu. í Lögbirt- ingablaðinu 30. ágúst má sjá að Ferðaskrifstofa íslands hefur verið tekin á firmaskrá 28. apríl sl., sem einkafyrir- tæki í eigu Kjartans. Nú velta menn því fyrir sér hver hafi eiginlega gert tilboð í ferða- skrifstofuna og telja margir að Kjartan ætli sér sem stærstan hlut í fyrirtækinu og noti jafnvel suma sem leppa fyrir sig.B Misjafn vandi Atvinnuleysi svífur yfir 190 manns hjá hraðfrystihúsi Meitilsins í Þorlákshöfn, sem sagt hefur upp öllu starfsfólki sínu vegna rekstarerfiðleika. En kjör fólks eru misjöfn þar eins og allsstaðar í þjóðfé- laginu. Forstjóranefndin hefur lagt til að laun verði lækkuð um 9% og ef svo verður lækk- ar kaup verkafólks hjá Meitlin- um. En á meðan ekur fram- kvæmdastjóri Meitilsins á bíl frá fyrirtækinu á milli Þorláks- hafnar og Reykjavíkur þar sem hann býr. Þrír verkstjórar fyrirtækisins njóta einnig bíla- fríðinda, símafríðinda og tveir þeirra búa í frfu húsnæði. Maður sem fylgt hefur fyrir- tækinu frá bernskudögum þess nýtur einnig friðinda fyrir dútl í skýrslugerðum. Þessi hópur er ekki á töxtum og ef hugmyndir forstjóranefndar- innar verða ofan á verður sjálfsagt meira eftir til skipt- anna fyrir hann.H í morgun kom út nýtt blað, - Pressan. Pressan er blað fyrir venjulegt fólk. Því erætlað að skemmta fólki, koma á óvart, taka á málum, láta fólk hlægja og hneykslast. í blaðinu verða fréttir, fréttaskýringar, dægurmál og fastir þættir. Dálkahöfundar eru: Flosi Ólafsson, Guðmundur Arnlaugsson, OmarShariff, Eyvindur Erlendsson, Amy Engilberts og margir fleiri. í fyrsta tölublaði kennir margra grasa: Sverrir Stormsker: Ég var í Júróvisjón eins og verkamaður í fínu boði innan um helstu hagfræðinga landsins og aðalmellurnar. íslenskir aðalverktakar: Davíð Oddsson: Gef s^órninni 3 vikur. Hvað með Granda? Hvað viltu eiginlega? Ertu einvaldur? Sjúkdómar og fólk: Ofbeldi: Vopnaburður eykst. Aldur vopnaðra afbrotamanna lækkar. Sýna Qölmiðlar ofbeldi dýrkun? Viðtal: Hverjir græða og hvað mikið? Eru vaxtatekjurnar ein milljón á dag? Erdollarinn trygging fýrirvöldum á íslandi? Óttar Guðmundsson læknir skrifar um offitu Jóns S. úr Gaggó Aust. r ■'<. PRR Nýtt blað - fyrir helgina. Maður sem vill verða kona og er að gangast undir kynskiptaaðgerð: Það myndi eflaust kitla hégómagirnd einhvers að sofa hjá kynskiptingi. Bakslag í samvinnuna Starfsfólk Pósts og síma veltir því nú fyrir sér hvort Jón Baldvin hafi fengið útborgað nú um mánaðamótin. Einsog fram hefur komið taldi fjár- málaráðherra að starfsmenn Pósts og síma ættu ekki að fá umsamin laun sín frá ríkis- sjóði þar sem stofnunin hefði farið fram yfir fjárlög. Nú hefur komið í Ijós að ríkisstjórnin mun fara um tvo miljarða fram úr fjárlögum á þessu ári þann- ig að eðlilegt hlýtur að teljast, samkvæmt rökum fjármála- ráðherrans, að starfsmenn stjórnarinnar fái tóm launa- umslög fram að áramótum.B Fær Jón laun? Einsog komið hefur fram hafa Blaðaprentsblöðin smámsaman verið að auka samvinnu sína, fyrst með sameiginlegri prentsmiðju þá hefur verið unnið að því að taka upp sameiginlega dreif- ingu auk ýmissrar annarrar samvinnu. Nú hefur skyndi- lega komið bakslag í þetta frá einu af Blaðaprentsblöðu- num, dvergnum á markaðin- um, Alþýðublaðinu. Eitt af því sem færst hefur í aukana að undanförnu er að rukkarar frá blöðunum hafa farið í sjoppur og rukkað þá smásöluna fyrir blöðin þrjú. í vikunni hafði Al- þýðublaðið samband við konu sem hefur rukkað fyrir öll blöðin og sagði henni að ann- aðhvort rukkaði hún fyrir Al- þýðublaðið eitt eða hún sleppti kratanum úr. Skýringin sem mönnum dettur helst í hug er sú að krötum sé ekki vel við að salan á Alþýðublað- inu spyrjist út, einkum nú þeg- ar þeir ætla sér stóran hlut á helgarblaðsvettvanginum með Pressunni.B Þorsteinn hættur að synda Fastagestum Laugardals- laugarinnar finnst það kynd- ugt að Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra hefur ekki sést í lauginni eftir að hann kom heim frá Bandaríkjunum þegar hann heimsótti Ronald Reagan forseta. En áður var hann fastur gestur í lauginni snemma morguns ásamt bílstjóranum sínum. Hafa menn reynt að finna skýringu á þessari atferlisbreytingu for- sætisráðherrans en ekki tek- ist til þessa. Einn illkvittinn stjórnarandstæðingur lét þó þau orð falla í heita pottinum á dögunum að Þorsteinn vildi ekki þvo á sér hægri höndina eftir að hafa heilsað Reag- an.B

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.