Þjóðviljinn - 09.09.1988, Side 3

Þjóðviljinn - 09.09.1988, Side 3
dönskukennsluna Danski stórrokkarinn Kim Larsen er væntanlegur til landsins í byrjun nóvember og verður mætt með viðhöfn af fjölmörgum aðdáendum ís- lenskum. Það er skemmtana- fyrirtækið Ólafur Laufdal sem stendur fyrir heimsókn- inni og á að halda þrenna al- menna tónleika á Hótel ís- landi. Það ber þar að auki til tíðinda að búið er að ákveða að halda fjórðu tónleikana, fyrir grunnskólanema sem eru að læra dönsku. Tónleik- arnir verða væntanlega hald- nir í samstarfi við námsstjó- rann í dönsku, Sigurlínu Sveinbjarnardóttur, og verða foreldrar hvattir til að leyfa krökkunum að fara. Þetta er vel til fundið, ekki síst vegna þess að danska er ekki mjög vinsæl námsgrein í grunnskóla, sem vinsældir Kims gætu hresst aðeins uppá. Auk þess hefur kappinn víst kennarapróf uppá vas- ann! Þeir sem þekkja til Kim og félaga glotta þó útí annað. Hann hefur sjálfur skýra fram- sögn, þótt málfarið mundi ekki passa í samræðum við drottn- inguna, en einn af félögum hans í hljómsveitnni, Erik Clausen, er frægur fyrir mikl- ar talrokur á hljómleikum þar- sem hann bunar útúr sér ó- menguðu verkaraslangri á 120 kílómetra hraða, og eiga innfæddir Kaupmannahafn- arbúar fullt í fangi að fylgjast með, hvað þá íslenskir grunnskólakrakkar... ■ Stjórnarslita- flétta Sjálfstæðisflokknum líður ekkert alltof vel í stjórnarsam- starfinu og hefur undanfarið leitað alira leiða til að komast út með sæmilega stöndugum hætti. Þegar Þorsteinn Páls- son lýsti því yfir að niður- færsluleiðin kæmi ekki til greina nema Alþýðusamb- andið fengist til samvinnu voru margir hissa á óvæntu tilliti flokksins til verkalýðs- hreyfingarinnar og þótti standa öðrum nær. Meiningin var hinsvegar sú að ASÍ neitaði strax öllum viöræðum, -einsog BSRB og fleiri gerðu. Þá reiknuðu Þorsteinn og fé- lagar með því að Framsókn og kratar heimtuðu efnahags- aðgerðir sama hvað ASÍ segði, og átti þá Sjálfstæðis- flokkurinn að slíta stjórnars- amstarfinu. Áróðursstaðan hefði þá verið frekar sérkenni- leg: Sjálfstæðismenn vinir verkalýðsins gegn krötum og Framsókn sem vildu pína og kúga. Þetta gekk hinsvegar ekki eftir...B Skyndifundur réði úrslitum Formannafundur Verka- mannasambandsins á þriðju- dag fór á annan veg en Guð- mundur J., formaður sam- bandsins, hafði ráðgert. Ein ástæðan fyrir því er að forseti Alþýðusambandsins Ás- mundur Stefánsson sá við ætlunum Jakans og lét boða í skyndi til fundar í miðstjórn ASÍ nokkrum tímum áður en fundur VMSÍ átti að hefjast þann sama dag. Á ASÍ- fundinum var lögð fram tillaga um skilyrði fyrir frekari við- ræðum við stjórnvöld sem miðstjórnarmenn gátu varla annað annað en greitt at- kvæði með, nema Jakinn sem sat hjá. Heimildir úr verka- lýðshreyfingunni segja að vel megi þekkja handbragð Ben- edikts Davíðssonar forystu- manns byggingarmanna á þeirri tillögu. Fundur VMSÍ síðar um daginn varð síðan ekki annað en formleg staðfe- sting á þeirri stefnu sem mótuð var á miðstjórnarfundi ASÍ, og það vakti sérstaka at- hygli að það var ekki Guð- mundur Jóhann, formaður sambandsins, sem bar til- löguna frá ASÍ-fundinum upp, heldur Björn Grétar Sveinsson, einn af forystu- mönnum Austfirðinga og for- maður Verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins. Guð- mundur varð hinsvegar undir á fundinum með tillögu sína um að VMSÍ færi í sérvið- ræður við ráðherra og for- stjóra um skipti á launalækk- un og vaxtalækkun. Atli til Frakklands Stórleikur Atla Eðvalds- sonar í Evrópuleik Vals og Monaco á dögunum vakti að vonum mikla athygli og hýrn- aði mörgum knattspyrnuá- hugamanninum að sjá hann í þessu banastuði sem hann hefur verið heldur spar á í sumar í deildaleikjum með Val. En gárungarnir í stúkunni á Laugardalsvellinum voru ekki lengi að finna skýringu á þessum stórleik Atla. Leiknum var nefnilega sjón- varpað beint til Frakklands og þar sem Atli hefur ekki gefið atvinnumennskuna alveg upp á bátinn var þarna komið kærkomið tækifæri til að sýna mátt sinn og megin og spila sig inn í franska boltann. Nú er bara að bíða og sjá hvort þessi leikur Atla mun skila einhverjum árangri og hann fái girnilegt tilboð frá einhverju frönsku 1. deildarliði.B Rýfur hann 100 laxa múrinn? Þegar við sögðum síðast frá var Steingrímur Her- mannsson utanríksiráðherra og veiðimaður kominn í 70 laxa á vertíðinni. Fréttir herma að ráðherrann hafi nýlega bætt við átta löxum í Hrúta- fjarðará og er þá kominn í 78 laxa, vel yfir hálft tonn, og stefnir nú í að rjúfa hundrað laxa múrinn. Við sögðum frá því síðast að uppi væru hug- leiðingar um að, setja kvóta á Grím, og nú hefur frést að frú Edda Guðmundsdóttir, hús- móðir í Garðabæ sé orðinn ákafur talsmaður kvótans. Frystikistan í Mávanesinu er orðin yfirfull af laxi og lax hafð- ur í alla mata, gestir leystir út með laxi og nágrannabörnin send með laxasalat í skólann. Ekki meir, ekki meir, segir Edda og kann verktökum og bönkum litla þökk fyrir veiðitúrana.B Wadmark mismælti sig Eins og flestum er kunnugt stefnir HSÍ að því að halda heimsmeistarakeppnina í handbolta árið 1993, en auk okkar sækjast Svíar eftir keppninni. Svíar hafa beitt öllum hugsanlegum brögðum til að koma óorði á umsókn íslendinga og hefur „íslands- hatarinn" Kurt Wadmark ver- ið þar fremstur í flokki. Hann hefur löngum haft horn í síðu íslendinga en hann er jafn- framt formaður tækninefndar alþjóða handknattleikssam- bandsins. Wadmark var fyrir skömmu hér á íslandi til að kynna sér aðstæður og eftir að Jón Hjaltalín Magnússon formaður HSÍ hafði farið í saumana á þeim málum varð Wadmark hálf hissa á þeirri aðstöðu sem ísland hefur upp á að bjóða. „Aðstaðan hér er miklu betri en ég hafði ósk- að“, sagði Wadmark og runnu tvær grímur á Jón Hjaltalín. Wadmark sá að hann hafði talað af sér og var fljótur að leiðrétta sig, "... en ég hafði búist við“. Það er greinilega vissara að vera var orða sinna þegar hagsmunaárekstrar eru annars vegar.B SIEMENS Bakað, steikt og glóðarsteikt á mettíma! Hann er venjulegur ofn, grillofn og örbylgjuofn, allt í senn. MÍCROWELLE PLUS frá Siemens - x ^**S&Í'!*'* %***** SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 Þadgerasér ekkiallirgrein fyrir því, hvað þaðerþýðingar- mikiðfyrirheils- unaaðlátasér ekki verða kalt. Islenska ullin er mjög góð og er betri en allt annað, sérstaklega í miklum kulda og vosbúð. En í dag ferðumst við á milli heimilis og vinnustaðar í bílum og förum frá hlýjum heimilum okkar á hlýja vinnustaði. Þessar stuttu ferðir geta verið ansi kaldar og jafnvel öifagarikar ef við verjum okkur ekki fýrir kuldanum. Hér kemur silkið sem lausnin. Silkið er mjög hlýtt en aldrei óþægilega hlýtt; það bókstaflega gælir við hörundið. Silkið er örþunnt og breytir því ekki útliti ykkar. Þið verðið áfram jafn grönn þótt þið klæðist því sem vöm gegn kulda. Því er haldið fram í indverskum, kinverskum og fræðum annarra Austurianda að silkið vemdi líkamann í fleiri en einum skilningi. ATT tJ PÓSTKRÖFUSALA- SMÁSALA I SVI CH Ak. HEILDSALA. SÍMAR 1 0262 1 S\l - 10263

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.