Þjóðviljinn - 09.09.1988, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 09.09.1988, Qupperneq 4
AÐ UTAN Tveir kennslustaöir: „Hallarsel", Þarabakka 3 í Mjóddinni og Auðbrekka 17, -Kópavogi. Kennurn alla samkvæmisdansa: suðurameríska, standard og gömlu dansana. Einnig barnadansa fyrir yngstu kynslóðina. Laugardagskennsla á báðum stöðum. Nemendur skólans unnu 17 af 20 Islandsmcistaratitlum í samkvæmisdönsum 1988. Innritun og upplýsingar dagana 1. - 10. september kl. 10 - 19 í síma: 641111. Kennsluönnin er 15 vikur, hefst mánudaginn 12. september og lýkur með jólaballi. * FID Betri kennsla - betri árangur. DANSSKÓU SIGURDAR HÁKONARSONAR Frönskunámskeið Alliance Francaise 13 vikna haustnámskeið hefst mánudaginn 19. september. Kennt verður á öllum stigum, ásamt samtalshópi og í einkatímum. Innritun fer fram á bókasafni Alliance Francaise, Vesturgötu 2 gengið inn bakdyramegin), alla virka daga frá kl. 15 - 19 og hefst miðvikudaginn 7. september. Allar nánari upplýsingar fást í síma 23870 á sama tíma. Greiðslukortaþjónusta. Borgaraleg ferming - Ert þú eða átt þú ungling nálægt fermingaraldri? - Vilt þú valkost við kirkjuathöfn? - Veist þú að í Noregi fermast nú 10% barna borgara- lega ár hvert? - Vilt þú vita meira? Hringdu í Hope Knútsson í síma: 73734. Auglýsið í Þjóðviljanum Botha valtur ísessi Bráðasta hættan hvít stjórnarandstaða til hægri Svo er að heyra að óvin- sældir P.W. Botha, forseta Suður-Afríku, fari vaxandi. Um afstöðu mikils meirihluta landsmanna, blökkumanna, til forsetans þarf varla að spyrja, og svo eru það stjórn- arandstöðuflokkar hvítra til hægri og vinstri. En nú er Bot- ha einnig ógnað af öflum í eigin flokki, Þjóðernisflokkn- um. Oddviti andstæðinga hans þar er Magnus Malan, varnarmálaráðherra, sem auka vill völd hersins - og þar með sjálfs sín - í landinu. Fyrir utan þá stöðugu eldhríð af gagnrýni og fordæmingum er- lendis frá, sem Botha sem aðal- valdhafi apartheid-ríkisins Suð- ur-Afríku hefur Iengi sætt, hefur hann jafnan verið umdeildur inn- anlands og af ýmsum ástæðum. Blökkumönnum og öðrum þeim, sem samkvæmt apartheid eru lægra settir en hvítir, þykja ráð- stafanir, sem stjórn Botha hefur gert til að draga úr hörku apart- heid, vera til lítilla bóta, en þær hafa þó dugað til að magna and- stöðu gegn stjórninni meðal hvítra harðlínumanna, sem farnir eru að líta á forsetann sem svik- ara við málstað hvítra, eða allt að því. Þar við bætist að Botha hefur aldrei þótt aðsópsmikill, hrífandi eða sérstaklega traustvekjandi sem persóna. Aðalástæðan til þess að hann varð eftirmaður Jo- hannesar Vorsters sem forseti 1978 var að Connie Mulder, upp- lýsingarmálaráðherra og „krón- prins“ Vorsters, geðfelldur mað- ur að sögn og mjög vinsæll, var orðinn ómögulegur vegna hneykslismáls. Á hinn bóginn hefur Botha reynst úthaldsgóður og snjall í pólitískum refjum. Með takmarkaðri undanlátssemi við andstæðinga apartheid hefur honum tekist að draga eitthvað úr fordæmingunum erlendis frá. Umbætur hans á þeim vettvangi, svo takmarkaðar sem þær vita- skuld eru, hafa jafnvel leitt til þess að hann hefur verið kallaður suðurafrískur Gorbatsjov. Þær helstu þessara umbóta voru að blökkumenn voru losaðir við skyldu um að hafa stöðugt til taks sérstök vegabréf, hvítir og dökkir fengu leyfi til að ganga í hjóna- band og að dökkir fengu í stærri borgum aðgang að biðsölum og salernum, sem höfðu verið frá- tekin fýrir hvíta. Miöjumaðurinn Botha Innanlands urðu ráðstafanir þessar Botha til einskis fagnaðar, nema síður væri. Baráttuhreyf- ingar blökkumanna voru engu ánægðari en fyrr og harðlínu- menn í Þjóðernisflokknum klofn- uðu frá þeim flokki. Stofnuðu þeir s.k. íhaldsflokk undir for- ustu Andries Treurnicht, sem þykir kunna lagið á hvítum al- menningi. Hann er kallaður „dr. No“ vegna tvílausrar andstöðu sinnar við umbætur Botha. íhaldsflokkurinn er nú næststær- sti stjórnmálaflokkur landsins og hefur einkum dregið til sín fylgi Búa, sem áður studdu langflestir Þjóðernisflokkinn. Hinsvegar hafa breskættaðir Suður- Afríkumenn, sem jafnan hafa verið vægari en Búar í afstöðunni til blökkumanna, upp á síðkastið í vaxandi mæli snúist til fylgis við Þjóðernisflokkinn, þannig að segja má að Botha sé orðinn eins- konar miðjumaður í stjórn- málum hvítra þarlendis. Margir spáðu því að óeirðirnar miklu af hálfu blökkumanna 1984-85 yrðu stjórn Botha og raunar veldi hvítra manna í iandinu að falli, en svo fór ekki, m.a. vegna sundrungar blökku- manna innbyrðis og beitingar öflugs hers og lögreglu stjórn- valda. Þetta varð Botha til nokk- urs álitsauka meðal hvítra, en jafnframt fylgdi þessu að hann nauðugur/viljugur hlóð undir her, lögreglu og leyniþjónustu. Vera má að hann hafi talið sér fært að hafa þessar stofnanir í vasanum, þar eð hann var gam- alkunnugur innan þeirra sem fyrrverandi varnarmálaráðherra. Á þeirri tíð tókst honum að sjá til þess að herinn var efldur mjög og náði auknum ítökum í stjórn- málum. Má sem dæmi um þetta nefna s.k. Þjóðaröryggisráð, sem heyrir beint undir forseta og á alltaf síðasta orðið um her- og ör- yggismál. Flestir þeirra er sæti eiga í ráðinu eru herforingjar eða í nánum tengslum við herinn. Damoklesarsverö Forsætið í ráði þessu hefur að vísu að sumra mati gert Botha nánast einvaldan, en lúmskur grunur leikur á að það sé þegar orðið honum einskonar Damókl- esarsverð, þannig að þegar séu áhöld um hvor aðilinn stjórni hin- um, Botha eða ráðið. Botha hef- ur lýst því yfir að hann vilji halda forsetaembætti til 1992. Þá verð- ur hann orðinn 76 ára, ef hann lifir svo lengi. En margt getur skeð þangað til, og kannski áður en varir. í næsta mánuði fara fram byggðástjórnarkosningar í Suður-Afríku og er íhaldsflokkn- um spáð verulegri fylgisaukningu þá, einkum í Transvaal og Óran- íu, þar sem líklegt er að hann nái svo sterkri stöðu, að honum verði mögulegt að hindra stjómar- flokkinn í að framkvæma stefnu sína í landsmálum. Það voru Transvaal og Óranía, er sem sjálfstæð lýðveldi háðu um s.l. aldamót hið fræga Búastríð við breska.heimsveldið. Hvítir íbúar þessara fylkja líta á sig sem hina eiginlegu Búa, aðgreinda að vissu marki frá afrikaansmælandi íbú- um Höfðalands, sem gjarnan eru kallaðir Höfða-Hollendingar (Cape Dutch). Vinni íhaldsflokkurinn téðan sigur, er hætta á því að ætlan kunnugra að niðurstaðan verði slíkur pólitískur glundroði, að herinn myndi sjá sér leik á b^rði til stjórnarbyltingar. Annað sem gæti spanað herinn til slíkra að- gerða er að Botha hyggst ekki einungis sitja í forsetastóli sem fastast til 1992, heldur vill hann og fresta forsetakosningunum þangað til. Lögum samkvæmt á að kjósa forseta á komandi ári. Aðalástæðan til þessa hjá Botha kvað vera sú að hann óttist að Malan muni sækjast eftir að fá sig útnefndan næsta frambjóðanda Þjóðernisflokksins til forseta- embættis - og vinna þann slag. Malan er atvinnuhermaður og er sagður njóta mikils álits innan Þjóðernisflokksins sem yfirlætis- laus dugnaðarmaður og fastur fyrir. En með kosningu hans í forsetaembætti kæmist Suður- Afríka eins nálægt því að verða einræðisríki undir stjórn herfor- ingja og hægt væri, án þess að verða beinlínis slíkt ríki að form- inu til. Botha vill hinsvegar fyrir hvern Botha, forseti Suður-Afríku, er ekki öfundsverður af þeirri vegsemd. Búar, sem áður voru helstu fylgis- menn flokks hans, snúa nú við hon- um baki, og jafnvel valdarán hersins er ekki talið óhugsandi. mun halda lýðræðislegu yfir- borði, þótt þunnt sé, eins og ljóst má vera af þeirri staðreynd að mikill meirihluti landsmanna hef- urekki kosningarétt. Auk annars er ýmislegt við hans eigin per- sónu, sem þykir spilla fyrir hon- um. Hann er hégómlegur nokkuð og hefur gaman af að láta bera á sjálfum sér og vegtyllum sínum, yífirgefur þannig aldrei embættis- bústað sinn, Tuynhuys í Höfða- borg, án þess að láta þeyta bás- únur og slá trommur. Stóll hans í þinghúsinu kvað minna á hásæti. I bústað sínum hefur Botha eigið sjónvarpsstúdíó og rýfur dag- skrána hvenær sem honum sýnist til að ávarpa þjóðina, þegar sá andi kemur yfir hann. Botha þykir einnig yfirmáta viðkvæmur fyrir gagnrýni sem að honum beinist, jafnvel þótt um sé að ræða meinlaust grín. Prófessor einn við Höfðaborgarháskóla,i sem í blaðagrein ámælti Botha fyrir „dugleysi í stjórnmálum“, varð að sögn fyrir því að forsetinn hringdi í hann í eigin persónu og skammaðihann. Stúdenteinn við Stellenbosch- háskóla skrifaði gríngrein um forsetann í skóla- blaðið. Hann var kallaður inn á skrifstofu rektors, sem las yfir honum ávítur frá Botha. Þetta þykir broslegt og síst hæf- andi forseta, sem á að heita þjóð- kjörinn. Hefur þetta ásamt með öðru gert að verkum, að sögn kunnugra, að Botha hefur alveg mistekist að koma sér upp traustvekjandi landsföðursvip, þrátt fyrir mikla viðleitni. Hann þykir frekar durgslegur og miður aðlaðandi í framkomu. Nokkuð hefur bætt það upp kona hans El- ize, alúðleg manneskja sem hefur náð nokkrum árangri í að koma sér upp einskonar landsmóður- svip. I fyrra stóð hún fyrir „bros- herferð" til að hressa upp á þjóð- ina (líklega þó aðeins hvíta hlut- ann af henni) og veitti víst ekki af. En líklega dugar það nú skammt fyrir Botha. Til þess að forsetakosningunum fáist frestað verður að koma til stjórnarskrár- breyting, en hún verður að öðlast samþykki allra þriggja deilda þingsins - þeirrar hvítu, „lituðu“ (þ.e.a.s. þeirrar deildarer skipuð er fulltrúum kynblendinga) og deildar indverska minnihlutans. Talið er víst að kynblendingar og Indverjar neiti að ganga inn á þetta nema gegn frekari eftirgjöl stjórnarvalda við þann mikla meirihluta landsmanna, sem ekki er hvítur. En að ganga að þeim kröfum er talið nánast ómögulegt fyrir Botha; það myndi að öllum líkindum þýða frekari fylgismissi flokks hans til hægri, ef til vill nýjan klofning - eða jafnvel vald- arán hersins. dþ. 4 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.