Þjóðviljinn - 09.09.1988, Page 5

Þjóðviljinn - 09.09.1988, Page 5
Er Ratsjárstofnun íslensk? Ratsjárstofnun er fjármögnuð af bandaríska flughernum. Bandaríski herinn valdi Raytheon fyrir Ratsjárstofnun. Raytheon rekur ratsjárstöðvarnar. Raytheon íhugartilboð í IADS í næsta mánuði munu íslenskir starfsmenn Ratsjárstofnunar ganga inn í verk starfsmanna sem starfa við ratsjána á Stokksnesi. Þar munu þeir taka við störfum Bandaríkjamanna, ekki Varnar- liðsmanna heldur starfsmanna bandaríska einkafyrirtækisins Raytheon Service co. Raytheon co. hefur rekið stöðvarnar á Stokksnesi og í Rockville á Mið- nesheiði frá því í október í fyrra, samkvæmt samningi Ratsjár- stofnunar við fyrirtækið. Ratsjár- stofnun, sem sett var á laggirnar svo „íslendingar gætu tekið að sér rekstur ratsjárstöðva hér á landi.“ Stofnunin er hins vegar fjármögnuð af bandaríska flug- hernum og mikilvægar ákvarðan- ir varðandi stofnunina hafa verið teknar á þeim bæ. Valdi Ratsjárstofnun Raytheon? Samkvæmt því er Raytheon verktaki hjá Ratsjárstofnun, sem á hinn bóginn semur við fyrirtæk- ið í umboði Bandaríkjahers, sem borgar allan kostnað. Raytheon sér um þjálfun íslenskra starfs- manna Ratsjárstofnunar, og var það skilyrði fyrir því að fyrirtækið fengi rekstrarsamninginn. Það vekur hins vegar athygli að Rayt- heon co. hefur þegar á síðustu tveimur árum gert samning við Bandaríkjaher um rekstur radar- stöðva á norðursvæðum og þann- ig séð um rekstur radarstöðva í Alaska, Kanada og á Grænlandi. Þessar upplýsingar koma frá Friðþóri Eydal, upplýsingafull- trúa Bandaríkjahers á fslandi. Er því ekki óhugsandi að álykta sem svo að samningur við Raytheon um rekstur ratsjárstöðva hér á landi hafi verið í pípulögnunum lengi og jafnvel áður en Ratsjár- stofnun, sem opinberlega rekur ratsjárstöðvarnar, varð til. Jón Böðvarsson, forstöðumaður Rat- sjárstofnunar, sagðist hins vegar aðspurður ekki vita hvernig á því hefði staðið að Raytheon hefði orðið fyrir valinu og vísaði í því sambandi á Þorstein Ingólfsson. Þorsteinn Ingólfsson, forstöðu- maður varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og for- maður ratsjárnefndar svokallaðr- ar, viðurkenndi að byggt hefði verið á reynslu Bandaríkjamanna og þeir hefðu best getað metið þau fyrirtæki sem komu til greina. Þeir hefðu sem sagt ráðið ferðinni. Aðrir hagsmunir Raytheon Svo virðist sem hagsmunir Ra- ytheon hér á landi séu ekki aðeins bundnir við rekstur ratsjárstöðv- anna eða kennslu starfsmanna Ratsjárstofnunar. Forystumaður Raytheon hér á landi, Joe Keiser, svaraði aðspurður að fyrirtækið hefði íhugað tilboð í verkþætti við uppbyggingu ratsjárkerfisins, IADS. „Það vill svo til að við höf- um litið á málið og talað við nokkur fyrirtæki, en ekkert er ákveðið enn þá,“ sagði Joe Keiser. Það er ljóst að Raytheon co. stendur betur að vígi en hugs- anlegir keppinautar um þennan bita upp á miljarð sem IADS, „íslenska loftvarnarkerfið", er í krafti stöðu sinnar og reynslu hér á landi. Raytheon rekur ratsjárnar Raytheon co. hefur hins vegar ekki aðeins séð um rekstur rat- sjárstöðvanna, heldur og það sem hærra hefur farið, séð um þjálfun íslenskra -starfsmanna Ratsjárstofnunar. Hópur 18 manna var sendur til Bandaríkj- anna í október í fyrra á tíu vikna námskeið og hefur sá hópur verið í frekari þjálfun hér heima undir handleiðslu þeirra Raytheon manna. Það eru menn úr þessum hópi sem sendir verða til Stokks- ness þann 1. október. Þá var ann- ar hópur sendur út í vor sem ný- kominn er heim, og fara menn úr þeim hópi sennilega til starfa í Rockville á Miðnesheiði þann 1. apríl nk. Því var lýst yfir við stofnun Ratsjárstofnunar í maí 1987 að hún tæki yfir rekstur ratsjár- stöðva og sagði Jón Böðvarsson að formlega hefði það gerst þann 1. október 1987. Þrátt fyrir þessi formlegheit hefur reksturinn sem sagt verið í höndum undirverk- taka stofnunarinnar síðan. Þrátt fyrir að Ratsjárstofnun muni síð- an taka enn á ný „formlega" við rekstri ratsjárstöðvanna á Stokksnesi og í Rockville, munu Raytheon-menn þar með ekki hverfa þaðan. Þeir munu enn verða íslendingum til aðstoðar og sem „bakvakt", auk þess sem þeir sjá áfram um kennslu og þjálfun, eins og Þorsteinn Ing- ólfsson sagði „fram á næsta ár, en alls ekki til frambúðar." Og eins og áður sagði verða Raytheon- menn alfarið með rekstur ratsjár- stöðvarinnar í Rockville fram til 1. apríl á næsta ári. Á launaskrá hins opinbera á bandarískum launum „Yfirtaka" íslendinga á „rekstri" ratsjárstöðva hér á landi með tilkomu Ratsjárstofn- unar virðist því varla hafa staðið undir nafni, þrátt fyrir áróðurs- gildi slíkra yfirlýsinga. Að hinu er svo að hyggja að hér er orðið rekstur notað í undarlegum skiln- ingi, miðað við það sem menn eiga að venjast. Reksturinn er í fyrsta lagi kostaður af bandaríska fiughernum, enda ratsjárstöðv- arnar hér settar upp þeim aðila og öðrum skyldum til hugarhægðar. Rekstur Ratsjárstofnunar tekur því ekki til þessa þáttar. í öðru lagi sjá starfsmenn ratsjárstöðv- anna aðeins um að tækjabúnaður sé gangfær, svo þau merki sem hann nemur komist áfram til stjórnstöðvar í Rockville og það- an áfram til Bandaríkjanna og flugmálastjórnar. „Þessi merki eru alfarið lesin af Bandaríkja- mönnum á Vellinum og ekkert spáð í þetta á staðnum," sagði Jón Böðvarsson. Aðeins þarf 2-3 menn á vakt í einu og 12 menn alls til rekstursins. Þetta eru því ein- göngu viðhaldsstörf sem þarna eru unnin, en öll túlkun upplýs- inga sem stöðvarnar safna, hvað þá ákvarðanir um aðgerðir hers- ins í framhaldi af þeim, eru auðvitað ekki á sviði Ratsjár- stofnunar. Starfsmenn hjá þess- ari opinberu stofnun eru á launa- skrá þar. Þeir taka laun sam- kvæmt sérstökum samningi varn- armálaskrifstofu við Rafiðnað- arsambandið, en launagreiðandi er hins vegar bandaríski herinn. Ratsjárstofnun fslands eða...? „Okkar tekjur koma frá Bandaríkjunum, bandaríski sjó- herinn borgar þennan rekstur, þannig að við erum ekki með nein framlög frá íslenska ríkinu. Það er í rauninni bandaríski flug- herinn sem borgar þessa starf- semi en það fer í gegnum banda- ríska sjóherinn," sagði Jón Böðv- arsson. Ratsjárstofnun er sem sagt fjármögnuð af bandaríska flughernum, sem jafnframt tekur mikilvægar ákvarðanir fyrir hönd stofnunarinnar, svo sem eins og þær hvaða þjálfunaraðila hún fær að nota fyrir sinn mannskap. Það má því setja stórt spurningar- merki við það hvort Ratsjárs- tofnun sé í raun íslensk stofnun, sem lúti vilja íslenskra stjórn- valda, eða hvort hún teljist frem- ur bandarísk stofnun og lúti í raun stjórn bandarískra hernað- aryfirvalda. phh NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.